Skessuhorn - 16.09.2015, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201538
Vilt þú að þitt sveitarfélag
taki á móti flóttafólki?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Sigurbjörg Halldórsdóttir
„Nei, það er bara svo stutt síðan
við tókum við flóttafólki síðast.“
Sesselja Engilbertsdóttir
„Já, ef við höfum efni á því.“
Þórður Árnason
„Já.“
Judy Medith
„Já að sjálfsögðu, af hverju
ekki?“
Magnús Viðarsson
„Já, því við getum það.“
Senn líður að lokum sumarsýning-
ar Leir7 við Aðalgötu 20 í Stykkis-
hólmi en sýningin nefnist Núning-
ur-Snúningur. Helgi Þorgils Frið-
jónsson myndlistarmaður er sýn-
ingarstjóri en hann valdi með sér sjö
aðra myndlistarmenn til að vinna
verkin. Allir völdu þeir einn ker-
amikhlut héðan eða þaðan til fyrir-
myndar að tvívíðu verki. Verkin eru
olíumálverk, teikningar og lágmynd
og áhugavert er að sjá hve ólíkt
listamennirnir nálgast viðfangsefn-
ið. Sýningin var opnuð 16. maí en
henni lýkur næstkomandi laugardag
19. september.
Frá klukkan 14 til 15 síðasta sýn-
ingardaginn mun pólsk-íslenskur
túlkur vera til aðstoðar þeim gest-
um er eiga pólsku að móðurmáli.
Eitt af mörgum verkefnum Svæðis-
garðs Snæfellsness er að tengja sam-
an fólk og fyrirtæki og auðvelda íbú-
um svæðisins að njóta viðburða sem
eiga sér stað á Snæfellsnesinu. Leir
7 nýtur góðs af því. Sýningin Nún-
ingur-Snúningur sem nú er að ljúka
naut styrks frá Uppbyggingarsjóði
Vesturlands og er það þakkað hér
með. Við bjóðum alla velkomna að
skoða sýninguna þessa síðustu viku
sem hún stendur. Opnunartími
Leir7 er virka daga frá kl. 14-17 og
laugardaga frá kl. 14-16.
Ostatnie dni letniej
wystawy Leir 7 pod nazw
Núningur-Snúningur
Kierownikiem wystawy jest artysta
malarz Helgi þorgils Friðjónsson
który do współpracy wybrał 7 inn-
ych artystów.Każdy z nich dostał do
wyboru jeden ceramiczny przedmiot
jako wzór do tego dwuwymiaro-
wego projektu. Prace bżdż pokaz-
ane w formie obrazów olejnych,rys-
unków i płaskorzeżby. Bardzo inter-
esujżce jest w jak różny sposób artyżci
podchodzż do wyzwania.Wystawa
została otwarta 16.maja i kożczy siż
w przyszłż sobotż 19.wrzeżnia.
W sobotę 19.września od
godz.14.00-15.00 na miejscu obecny
będzie tłumacz dla naszych polsk-
ich gości. Jednym z wielu projektów
Parku Regionalnego Snæfellsness jest
aby łączyć razem ludzi i przedsiębi-
orstwa i aby wspólnie móc ułatwić
mieszkańcom regionu korzystanie i
uczestniczenie w wydarzeniach odby-
wających się w regionie Snæfellsness.
Leir 7 korzysta z tych dobrodziejstw.
Wystawa Núningur-Snúningur
która właśnie się kończy otrzymała
dofinansowanie z Funduszu Infrast-
ruktury Regionu Zachodniego za
które korzystając z okazji chcie-
libyśmy z tego miejsca podziękować.
Serdecznie zapraszamy wszystkich
na obejrzenie wystawy w ciągu tego
ostatniego tygodnia jej trwania.Dni
otwarcia Leir 7 :od poniedziałku do
piątku od godz.14.00-17.00 w soboty
od godz. 14.00-16.00.
Leir 7 mieści się na ulicy Aðalgötu
20, Stykkishólmur
-fréttatilkynning
Á dögunum óskaði KR eftir því við
mótanefnd KKÍ að skráning þeirra
fyrir meistaraflokk kvenna í körfu-
bolta yrði breytt. Liðið var skráð í
til leiks í úrvalsdeildinni en félagið
vildi breyta skráningunni og senda
þess í stað lið til keppni í 1. deild
kvenna. Mótanefnd KKÍ varð við
þeirri ósk félagsins. Um leið var
ákveðið að bjóða tveimur næstu fé-
lögum samkvæmt styrkleikaröðun
KKÍ, Breiðabliki og Njarðvík, laust
sæti í úrvalsdeildinni. Bæði lið af-
þökkuðu hins vegar og því verða sjö
lið í Dominos-deild kvenna í vetur
og sex lið í 1. deild kvenna. Ekkert
lið mun falla úr Domino-s deild-
inni á komandi tímabili.
Dagskrá breytist að því leyti að
allir leikir KR í Dominos-deild
kvenna falla niður. Ekki þarf að
gera aðrar breytingar á dagskránni
og verða því 28 umferðir leiknar og
eitt lið situr hjá í hverri umferð.
-tilkynning
Forgjafaflokkur 0 - 9
1. sæti Jón Örn Ómarsson GL, 36 punktar.
2. sæti Helgi Dan Steinsson GG, 35 punktar (betri á seinni níu).
3. sæti Guðmundur Hreiðarsson GL, 35 punktar.
Forgjafaflokkur 9,1 - 24/28
1. sæti Bjarni Bergmann Sveinsson GL, 42 punktar.
2. sæti Allan Freyr Vilhjálmsson GL, 39 punktar (betri á seinni níu).
3. sæti Búi Grétar Vífilsson GL, 39 punktar.
Nándarverðlaun
3. hola: Hallgrímur Ólafsson GK, 69 cm.
8. hola: Hafsteinn Gunnarsson GL 2,40 m.
14. hola: Guðmundur J Hallbergsson GR 6,38 m.
18. hola: Bjarni Bergmann Sveinsson GL 2,71m.
Laugardaginn 12. september síð-
astliðinn var leikið til úrslita í HB
Granda mótaröð Golfklúbbs-
ins Leynis á Garðavelli á Akra-
nesi. Upphaflega stóð til að halda
mótið miðvikudaginn 9. septem-
ber en því var frestað vegna veð-
urs.
Fjórar konur og 16 karlar léku í
úrslitakeppninni á laugardag. Þrír
efstu kylfingar í hvorum flokki urðu
eftirfarandi: kgk
Sjö liða úrvals-
deild kvenna í
körfubolta
Komið að lokun sumarsýningar í Leir7
Úrslitakeppni HB
Granda mótaraðarinnar
Karlar
1. sæti: Nökkvi Rúnarsson, 33 punktar.
2. sæti: Einar Hannesson, 32 punktar (betri á seinni níu).
3. sæti: Bjarni Borgar Jóhannsson, 32 punktar.
Konur
1. sæti: Hrafnhildur Sigurðardóttir, 32 punktar.
2. sæti: Ragnheiður Jónasdóttir, 31 punktur.
3. sæti: María Björg Sveinsdóttir, 29 punktar.
Frá meistaramóti GL á Garðavelli fyrr í sumar.
Stóra Opna Skemmumót GL og
VLFA var haldið á um helgina
Stóra Opna Skemmumótið í golfi
var haldið á Garðavelli á Akranesi
sunnudaginn 13. september síðast-
liðinn í boði Verkalýðsfélags Akra-
ness. Mótið var 18 holu punkta-
keppni og leikið var í tveimur for-
gjafarflokkum auk þess sem nánd-
arverðlaun voru veitt á öllum par 3
holum vallarins. Úrslit urðu eftir-
farandi: kgk