Skessuhorn - 16.09.2015, Side 39
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2015 39
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Úrslitin þýða að Skagamenn sitja
sem fyrr í níunda sæti deildarinnar,
nú með 20 stig eftir 19 leiki, tveim-
ur stigum á undan ÍBV í sætinu fyr-
ir neðan og fimm stigum á undan
Leikni í ellefta sætinu.
Næst mæta Skagamenn Keflvík-
ingum á útivelli, en Keflvíkingar
eru langneðstir með aðeins sjö stig
og eiga ekki lengur möguleika á að
halda sæti sínu í deildinni.
kgk
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
FASTEIGNIR Í BORGARFIRÐI
Húsið var byggt sem húsmæðraskóli 1944 og 1961 en nú er þar grunnskóli.
Það er á þremur hæðum og samtals 1.825 ferm. Húsið er í góðu ástandi að utan
og hluti þess hefur nýlega verið endurnýjaður að innan, þ.e. kennslustofur og
kennararými. Í heild má því segja að húsið sé í góðu ástandi og henti undir ýmsa
starfsemi svo sem ferðaþjónustu.
Verð: 210.000.000
191 ferm. rými (salur, eldhús,
snyrtingar og geymsla) á
efstu hæð í fjölbýlishúsi
fyrir 60 ára og eldri og/eða
öryrkja. Húsnæðið verður
selt með þeirri kvöð að því
verði breytt í sambærilegar
íbúðir og fyrir eru í húsinu
og uppfylli sömu kröfur m.a.
hvað varðar aðgengi.
Verð: 30.000.000
BORGARBRAUT 65a, Borgarnesi
VARMALAND, húsmæðraskóli
Allar nánari
upplýsingar á
skrifstofu.
LIT ehf.
Ingi Tryggvason hrl.
löggiltur fasteignasali
Borgarbraut 61, 310 Borgarnes
s. 437 1700, gsm 860 2181
netfang: ingi@lit.is - veffang: lit.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
1219. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í
bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 22. september
kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að
mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að
hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn •
19. september kl. 10.30.•
Fr• jálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara,
gengið inn frá palli, mánudaginn 21. september kl. 20.00.
Björt fr• amtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn 21.
september kl. 20.00.
Samfylkin• gin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18,
laugardaginn 19. september kl. 11.00. SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Bæjarstjórnarfundur
Skagastúlkurnar Aníta Sól Ágústs-
dóttir og Bryndís Rún Þórólfsdótt-
ir hafa verið valdar í hóp U19 ára
landsliðs Ísland sem fer til Sviss
dagana 15.-20. september næst-
komandi og tekur þátt í undan-
keppni Evrópumótsins 2016.
Aníta og Bryndís eru báðar fædd-
ar árið 1997 en hafa þrátt fyrir ung-
an aldur verið fastamenn í liði ÍA í
sumar. Þær léku alla leiki liðsins í 1.
deildinni sem og í úrslitakeppninni.
Báðar léku þær 90 mínútur þegar
ÍA tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni
þrátt fyrir 2-1 tap á móti Grindavík
miðvikudaginn 9. september síð-
astliðinn.
Í þessari umferð undankeppni
Evrópumótsins verður leikið í ell-
efu fjögurra manna riðlum og er
Ísland í riðli með Georgíumönn-
um, Grikkjum og Svisslendingum.
Tvö efstu liðin úr hverjum riðli
fara sjálfkrafa áfram í næstu umferð
undankeppninnar sem leikin verð-
ur næsta vor, 5.-10 apríl. Eftir síð-
ari umferð undankeppninnar kem-
ur í ljós hvaða átta lið tryggja sér
þátt í lokakeppninni sem fer fram í
Slóvakíu 19.-31 júlí. kgk
Aníta og Bryndís í
U19 ára landsliðið
Aníta (t.v.) og Bryndís.
Laugardaginn 12. september síð-
astliðinn var síðari hluti vinabæj-
arkeppni Golfklúbbsins Mostra
í Stykkishólmi og Golfklúbbs-
ins Vestarr leikinn á Báravelli við
Grundarfjörð.
Leiknar voru þrjár umferð-
ir með Texas Scramble fyrirkomu-
lagi. Liðsmenn GMS höfðu fjög-
urra vinninga forskot á Vestarr eftir
fyrri umferðina sem leikin var í vor.
Liðsmenn Vestarr gerðu það for-
skot hins vegar að engu og höfðu
sigur á heimavelli. Bikarinn verður
því geymdur í Grundarfirði í vetur.
kgk/sk
Grundfirðingar sigruðu í vinabæjarkeppni í golfi
Björgvin Ragnarsson, liðsstjóri Mostra, afhendir Garðari Svanssyni, formanni
Vestarr, bikarinn veglega. Ljósm. sk.
Hauststarf íþróttafélaga á landinu
er komið á fulla ferð eftir sumarfrí.
Starfið fer vel af stað á Akranesi og
hefur skráning iðkenda hjá flestum
aðildarfélögum ÍA gengið vonum
framar. Í nýju fréttabréfi formanns
ÍA nefnir Sigurður Arnar Sigurðs-
son sem dæmi að fullt er hjá yngstu
hópum Sundfélags Akraness og
hjá Fimleikafélagi Akraness. Þá er
skráning hjá Knattspyrnufélagi ÍA
með betra móti og aldrei hafa verið
fleiri á upphafsæfingum hjá Hnefa-
leikafélaginu. Sem fyrr er því bar-
ist um hvern æfingatíma í íþrótta-
mannvirkjum bæjarins.
Skráning á hið nýja afreksíþrótta-
svið í Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi gekk einnig vel, að sögn
Sigurðar Arnar, en brautin er rek-
in í samvinnu við ÍA. Alls skráðu
fimmtíu nemendur sig á braut-
ina og skiptast þeir á sex mismun-
andi greinar; badminton, fimleika,
knattspyrnu, körfubolta, keilu og
sund. Til stendur að fjölga grein-
unum þegar fram líða stundir, sam-
hliða því að námsmönnum fjölgi á
brautinni.
grþ
Margir vilja æfa með ÍA
Fullt er hjá yngstu hópum Sundfélags Akraness og hjá Fimleikafélaginu.
ÍA tók á móti erkifjendunum úr KR
í 19. umferð úrvalsdeildar karla í
knattspyrnu á Akranesvelli á sunnu-
daginn. Fyrir leikinn var ÍA í níunda
sæti deildarinnar með 19 stig úr 18
leikjum en KR var í því þriðja með
35 stig. Liðin skildu jöfn þegar þau
mættust í Frostaskjólinu fyrr í sum-
ar, 1-1. Leikurinn á sunnudaginn fór
nokkuð rólega af stað. Báðum liðum
gekk ágætlega að spila boltanum en
KR-ingar voru heldur beittari fram
á við. Allar aðgerðir þeirra strönd-
uðu þó ýmist á vörn ÍA eða Árna Snæ
í markinu. Árni spilaði framarlega í
leiknum og gerði nokkrum sinnum
vel og stöðvaði sóknir KR-inga utan
vítateigsins.
Besta færi fyrri hálfleiks fékk Ás-
geir Marteinsson eftir skyndisókn.
Hann fékk boltann úti á vinstri kanti,
lék á varnarmann en skaut yfir mark-
ið. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku og
sæmilega sóknartilburði tókst hvor-
ugu liðinu að skapa sér virkilega góð
marktækifæri og alltaf vantaði herslu-
muninn. Staðan var því markalaus
þegar flautað var til hálfleiks.
Í síðari hálfleik var það sama uppi
á teningnum. Ágæt spilamennska
liðanna úti á velli, hraðinn í leiknum
jókst og liðin sóttu á báða bóga. Allt-
af vantaði þó að reka endahnútinn á
sóknirnar.
Besta færi Skagamann í síðari hálf-
leik fékk Garðar Gunnlaugsson.
Ingimar Elí Hlynsson átti þá góða
fyrirgjöf, djúpt af hægri kanti. Garð-
ar reis hátt í teignum en náði ekki að
stýra skallanum framhjá Stefáni Loga
í marki KR-inga.
Þegar komið var fram í uppbót-
artíma gerðist umdeilt atvik. Skaga-
menn unnu tæklingu á miðjunni,
sendu boltann fram á varamanninn
Tryggva Haraldsson og Skagamenn
komnir tveir á móti einum. Dóm-
arinn stöðvaði hins vegar leikinn,
spjaldaði leikmann KR fyrir leikara-
skap og gaf ÍA aukaspyrnu. Dómur-
inn var hinn undarlegasti og Skaga-
menn, innan vallar sem utan, æfir.
Ekkert kom upp úr aukaspyrnunni
og leiknum lauk með markalausu
jafntefli.
Jafnt gegn erkifjendunum í KR
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA,
var ófeiminn að koma út úr marki sínu
í leiknum og stöðvaði þannig nokkrar
sóknir KR-inga. Hér vinnur hann
boltann af Jacob Schoop.
Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.