Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201512
Föstudaginn 18. september síðast-
liðinn afhentu félagskonur í Kven-
félaginu Gleym mér ei í Grundar-
firði krabbameinsdeildum Land-
spítala háskólasjúkrahúss góðar
gjafir. Göngudeildinni færðu þær
þrjár spjaldtölvur sem göngudeild-
arsjúklingar geta nýtt sér á meðan
þeir eru í lyfjameðferð. Krabba-
meinslækningadeildinni færðu
þær tvær Optimal 5zon rúmdýn-
ur. Dýnurnar eru svokallaðar þrýst-
ingssáravarnardýnur og henta sér-
lega vel þeim sem eru með mikla
verki.
Gleym mér ei er öflugt og fjöl-
mennt kvenfélag með 57 félagskon-
um. Félagið var stofnað árið 1932
og er því 83 ára. Í gegnum árin hef-
ur félagið staðið fyrir fjáröflun í
sveitarfélaginu og styrkt uppbygg-
ingu skóla, kirkju og heilsugæslu
svo fátt eitt sé nefnt. Helstu fjár-
aflanir félagsins eru kaffisala á sjó-
mannadag, aðventu- og fjölskyldu-
dagur, kleinubakstur og erfidrykkj-
ur. „Með góðri hjálp íbúa Grund-
arfjarðar hefur okkur tekist að afla
nægra fjármuna til að láta gott af
okkur leiða í samfélaginu og mun-
um við halda því ótrauðar áfram.
Hafið þökk fyrir kæru Grundfirð-
ingar, þetta er gjöf frá okkur öll-
um,“ segir í tilkynningu frá Gleim
mér ei.
mm
Krabbameinsdeildum
LHS færðar góðar gjafir
Starfsfólk á Krabbameinslækningadeild tekur við dýnunum.
Göngudeild LSH voru færðar spjaldtölvur.
Á þriðjudag í síðustu viku stóð
til að 20 nemendur í 10. bekk í
Grundaskóla á Akranesi tækju sam-
ræmt könnunarpróf í ensku. Próf-
ið átti að vera rafrænt og voru þess-
ir nemendur valdir af Menntamála-
stofnun í tilviljanakenndu úrtaki
sem tilkynnt var um í lok síðustu
viku. Um 300 nemendur á landinu
áttu að þreyja prófið á sama tíma. Á
heimasíðu Grundaskóla á Akranesi
er sagt frá því skólinn hafi strax sent
Menntamálastofnun athugasemdir
við framkvæmd prófsins en ýmis-
legt mátti betur fara að mati starfs-
manna skólans. „Til að gera langa
sögu stutta mistókst framkvæmd-
in. Ekki tókst að opna prófið eða
komast inn á kerfi Menntamála-
stofnunar sem á endanum hrundi
vegna álags. Enskupróf sem hefjast
átti klukkan 9:00 gat því ekki haf-
ist á réttum tíma og þeir nemend-
ur sem áttu að taka rafræna prófið
voru á endanum fluttir til og látn-
ir taka hefðbundið skriflegt próf
allnokkru eftir að formlegur próf-
tími hófst. Veruleg röskun varð af
þessum sökum en próftíminn var
lengdur til samræmis,“ segir í til-
kynningunni.
Í tilkynningu frá Menntastofnun
daginn eftir kemur fram að komið
hafi upp aðgangsvilla í stýrikerfi sem
orsakað hafi þessi vandræði.
Grundaskóli vill gjarnan taka þátt
í að þróa námsmat í samstarfi við
aðila utan skólans, svo sem ráðu-
neyti menntamála og Menntamála-
stofnun en tekur það fram í tilkynn-
ingu sinni að skólinn geri kröfur
um vandaðri undirbúning en raun-
in varð með þetta próf. „Samræmd-
um könnunarprófum var ekki ætlað
að vera aðgöngumiði að framhalds-
skóla heldur til þess ætluð að veita
nemendum, foreldrum og skólum
upplýsingar um stöðu nemenda í
samanburði við jafnaldra. Almennt
er vandséð hvernig nota má ein-
kunnir samræmdra könnunarprófa
til samanburðar á milli skóla en hvað
enskuprófið í ár varðar er útilokað
að reyna slíkt,“ segir í frétt á heima-
síðu Grundaskóla,“ sagði í tilkynn-
ingu á vef Grundaskóla. grþ
Framkvæmd rafræns
enskuprófs mistókst
Nokkur af eldri íbúðarhúsum í
Borgarnesi hafa undanfarin miss-
eri skipt um eigendur og stefnt að
eða unnið að endurbótum á þeim.
Þá eru þekkt eldri hús nú til sölu og
nægir að nefna hið sögufræga 139
ára gamla hús sem stendur við Brák-
arbraut 11 við hlið Landnámsseturs-
ins, ásamt aukahúsi við Brákarbraut
11a. Fasteignamiðstöðin hefur hús-
ið til sölu. Eitt þeirra húsa sem nú er
unnið að endurgerð á er við Borg-
arbraut 48, en húsið var byggt árið
1919. Í því bjó um áratuga skeið
Þórður Valdimarsson. Hann flutti á
efri árum í Brákarhlíð en er nú fall-
inn frá. Erfingjar Þórðar seldu hús-
ið Ellert Gissurarsyni, burtfluttum
Borgnesingi sem býr í Hafnarfirði.
Ellert hefur í sumar unnið að end-
urgerð hússins og hyggst aðspurð-
ur nota það sem sumarbústað en
hugsanlega leigja það út fyrir ferða-
menn; „til að fá upp í eitthvað af
kostnaði við framkvæmdina,“ eins
og hann kemst að orði. Auk þess að
klæða húsið hátt og lágt ætlar Ell-
ert að byggja við það sólskála í átt
að klettinum sem það stendur við.
Hús þetta er einungis 26 fermetrar
að grunnfleti, en á tveimur hæðum
og má þegar sjá hvað það verður fal-
legt í götumyndinni eftir endurbæt-
ur og klæðningu. mm
Endurbæta hús í Borgarnesi
Ellert Gissurarson og Kári Eyvindur Þórðarson unnu við klæðningu hússins þegar
ljósmyndara Skessuhorns bar að garði.
„Við byrjuðum í ágúst, erum búnir
að mála við alla kirkjuna alla að utan
og núna erum við aðeins að leggja
lokahönd á glugga og svoleiðis,“
sagði Sigurgísli Gíslason, málari hjá
Litaskilum ehf., en fyrirtækið hefur
undanfarið sinnt málningarviðhaldi
á Stykkishólmskirkju. „Við þurft-
um að brjóta upp og skipta um tölu-
vert af múr áður en við gátum byrjað
að mála. Sagan segir að þegar kirkj-
an var byggð hafi verið notað tölu-
vert af sandi úr fjörunni í steypuna.
Hann valdi því að hún brotni upp
reglulega,“ segir Sigurgísli.
Hann segir að stærsta hluta tím-
ans hafi aðeins einn unnið við mál-
un í einu, undanfarna daga hafi þeir
hins vegar verið tveir. „Svo fengum
við körfubíl um daginn þegar við
vorum að mála turninn. Annars hef-
ur félagi minn, sem er hérna uppi
á þaki núna, verið meira hér en ég.
Hann hefur þá komið úr bænum,
unnið viku í senn og langa vinnu-
daga.“ kgk
Himnasmiður þarf hús sitt málað
Málarar frá Litaskilum ehf. eru þessa dagana að leggja lokahönd á málningarvið-
hald Stykkishólmskirkju.
Íbúðarhúsið á Grundargötu 20 í
Grundarfirði hefur staðið autt og
í niðurníðslu síðan eldur kom upp
í því 20. desember 2012. Íbúðal-
ánasjóður á húsið og nú er farið að
taka til hendinni innandyra. Það
er fyrirtækið Þvegillinn ehf sem
mætti á staðinn með kraftmikinn
hóp fólks 24. september síðastlið-
inn og var tekið til hendinni. Einar
Már Gunnlaugsson framkvæmda-
stjóri Þvegils sagðist reikna með
tveimur dögum í verkið en öllum
ónýtum innréttingum var hent og
húsið skrúbbað hátt og lágt. Nú er
svo vonast eftir að húsið seljist en
ljóst er að miklar framkvæmdir bíða
þeirra sem kaupa.
tfk
Vonast eftir
að geta selt
Grundar-
götu 20
Margir Grundfirðingar hafa beðið þess að eitthvað gerist með húsið við
Grundargötu 20, en það hefur verið í niðurníðslu um alllangt skeið. Einar Már hjá
Þveglinum er lengst til vinstri á myndinni.
Gámur með ónýtum innréttingum við Grundargötu 20.