Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2015 39
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Skallagrímur tók á móti úrvals-
deildarliði FSu í Lengjubikar karla í
körfuknattleik föstudaginn 25. sept-
ember. Borgnesingar biðu leiks-
ins með nokkurri eftirvæntingu, því
hann var sá fyrsti sem bahameyski
framherjinn J.R. Cadot lék með lið-
inu, en hann gekk til liðs við félagið
fyrr í sumar.
Leikurinn á föstudag var jafn
framan af, liðin skiptust á að hafa
forystuna í fyrri hálfleik en gestirn-
ir leiddu með tveimur stigum þegar
flautað var til leikhlés.
Forystu sína létu leikmenn FSu
aldrei af hendi en alltaf tókst Skalla-
grímsmönnum að hanga í þeim.
Leiknum lauk með naumum fimm
stiga sigri gestanna og getur ungt lið
Skallagríms vel við unað á móti úr-
valsdeildarliðinu.
J.R. Cadot átti stórleik í sínum
fyrsta leik fyrir Skallagrím, skilaði
tvöfaldri tvennu með 37 stig og 15
fráköst. Næstur honum kom bak-
vörðurinn Davíð Ásgeirsson með 20
stig.
kgk
Ungt lið Skallagríms stóð í FSu
J.R. Cadot skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sínum fyrsta leik fyrir Skallagrím.
Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson.
ÍA tók á móti Val í 21. og næstsíðustu
umferð úrvalsdeildar karla í knatt-
spyrnu á Akranesvelli á laugardag-
inn. Hvorugt liðið hafði að nokkru
að keppa fyrir leik, Skagamenn þeg-
ar búnir að tryggja sæti sitt í deildinni
og Valsmenn í fínum málum í fjórða
sæti deildarinnar. Þar að auki var híf-
andi suðaustan rok sem setti veru-
lega svip sinn á leikinn. Leikurinn
fór hægt af stað. Skagamenn höfðu
undirtökin undan vindinum, beittu
löngum sendingum og Valsmönn-
um gekk á köflum illa að komast upp
völlinn.
Arnar Már Guðjónsson kom ÍA
yfir upp úr þurru á 25. mínútu. Hann
fékk boltann við miðlínuna. Arn-
ar leit upp og sá að markmaður Vals
stóð heldur framalega. Hann lét því
vaða á markið frá miðjuboganum og
boltinn sveif með vindinum alla leið
í netið. Fátt fleira markvert gerðist í
fyrri hálfleik og staðan í leikhléi 1-0,
ÍA í vil.
Valsmenn voru heldur frískari í
upphafi síðari hálfleiks, með vind-
inn í bakið. Kristinn Freyr Sigurðs-
son var nálægt því að jafna þegar tíu
mínútur voru liðnar af síðari hálfleiks
en skot hans af um 30 m færi skopp-
aði af þverslánni og yfir.
Á 83. mínútu átti Tryggvi Haralds-
son góðan sprett fyrir ÍA, geystist upp
vinstri kantinn en skot hans hafnaði í
stönginni. Þegar næsta gula treyja
kom aðvífandi og hugðist ná frákast-
inu var hún toguð niður í vítateign-
um. Atferli þetta fór ekki framhjá
vökulum augum Gunnars Jarls dóm-
ara sem blés í flautu sína og dæmdi
vítaspyrnu. Garðar Gunnlaugsson
steig á punktinn en þrumaði boltan-
um í þverslánna og yfir. Lokatölur á
Akranesvelli því 1-0, ÍA í vil.
Úrslitin þýða að Skagamenn lyfta
sér upp í sjöunda sæti deildarinn-
ar með 26 stig, jafn mörg og Fylkir í
sætinu fyrir neðan en betri markatölu.
Þess ber að geta að FH varð þennan
sama dag Íslandsmeistari karla í sjö-
unda sinn eftir sigur liðsins á Fjölni.
Þá töpuðu nýliðar Leiknis fyrir KR
og eru því fallnir niður í 1. deildina
ásamt Keflvíkingum. kgk
ÍA lagði Val í hífandi
roki á Skaganum
Arnar Már Guðjónsson tryggði
Skagamönnum sigur á Val í dag með
glæsilegu skoti frá miðjuboganum.
Ljósm. Guðmundur Bjarki.
Meistarakeppni ungmenna var hald-
in í Egilshöll í Reykjavík síðastliðinn
laugardag. Sendi Keilufélag Akraness
14 þátttakendur til keppni og sneru
fjórir þeirra heim með verðlaun. Jó-
hanna Guðjónsdóttir vann til gull-
verðlauna í 2. flokki stúlkna, Gunn-
ar Ingi Guðjónsson hlaut brons í 2.
flokki pilta. Í 3. flokki pilta vann Jó-
hann Ársæll Atlason til silfurverð-
launa og Ólafur Sveinn Ólafsson
hreppti bronsið.
Á sunnudaginn var keppt í fyrstu
umferð félagakeppni Íslandsmeistara-
móts félaga og ÍA trónir þar á toppn-
um ásamt ÍR með 20 stig eftir þessa
fyrstu umferð.
Deildarkeppni Íslandsmótsins í
keilu hófst svo mánudaginn 27. sept-
ember síðastliðinn. Í 2. deild kvenna
tók ÍA á móti ÍR/KK og vann 12-2
sigur og lið ÍA B í 3. deild karla tók
á móti KRF/Folunum og vann einn-
ig 12-2. Í 1. deild karla tók lið ÍA-W
á móti ÍRL og vann 13-1. Skemmst
er frá því að segja að ÍA-W setti Ís-
landsmet í tveimur leikjum og aðeins
munaði tíu pinnum að tækist að slá Ís-
landsmetið í þremur leikjum.
Einar Norðfjörð, sem er nýgenginn
til liðs við Keilufélag Akraness frá ÍR,
skoraði 700 stig í þremur leikjum, eða
233 að meðaltali í leik og kann greini-
lega vel við sig á nýjum heimavelli. Þá
náði Skúli Freyr Sigurðsson 645 stig-
um í þremur leikjum eða 215 í leik.
Keilufélagið teflir fram tveimur
liðum í 1. deild karla, sem jafnframt
er efsta deildin, í vetur. Lið ÍA lék í
gærkvöldi en sá leikur var ekki hafinn
þegar Skessuhorn fór í prentun.
kgk
Lið KFA setti
Íslandsmet í keilu
ÍA-W setti Íslandsmet í tveimur leikjum þegar liði sigraði ÍRL 13-1 í deildinni síðast-
liðinn mánudag. F.v. Einar, Skúli Freyr, Aron Fannar, Gylfi Snær og Arnar Daði.
Um næstu helgi fer fram í Kórnum
í Kópavogi hæfileikamót KSÍ og N1
fyrir drengi. Þar mæta leikmenn í 4.
flokki á aldrinum 13 til 14 ára sem
hafa mætt á æfingar og fengið fróð-
leik á vegum Hæfileikamótunar
KSÍ og N1 og er mótið framhald af
því, en stjórnandi mótsins er Hall-
dór Björnsson. Á þessu móti tekur
þátt ungur og efnilegur leikmaður
frá Víkingi Ólafsvík; Bjartur Bjarmi
Barkarson. Þess má geta að Bjartur
Bjarmi spilaði nokkra leiki með 2.
flokki Snæfellsness í sumar. þa
Efnilegur
knattspyrnu-
maður úr Víkingi
Íslandsmeistarar Snæfells heimsóttu
Grindavík í Lengjubikar kvenna í
körfuknattleik mánudaginn 28. sept-
ember. Leikurinn var jafn framan af
en á síðustu mínútum fyrsta leikhluta
náðu leikmenn Snæfells heldur und-
irtökunum og leiddu með sjö stigum
þegar flautað var til hálfleiks. Grinda-
vík saxaði jafnt og þétt á forskot Snæ-
fells í þriðja leikhluta og komust yfir
undir lok hans. Snæfellskonur náðu
aftur forystunni og höfðu átta stiga
forskot þegar fjórar mínútur voru
eftir af leiknum. Ótrúlegur 15 stiga
lokasprettur Grindvíkinga gerði þeim
hins vegar kleift að stela sigrinum og
vinna tveggja stiga sigur. Lokatöl-
ur urðu 67-65, Grindvíkingum í vil.
Snæfell hefur því lokið þátttöku sinni
í Lengjubikar kvenna þetta haustið.
Haiden Palmer skilaði tvöfaldri
tvennu í leiknum, skoraði 24 stig og
tók 11 fráköst. Auk þess gaf hún fimm
stoðsendingar. Stigahæst var hins
vegar Berglind Gunnarsdóttir með
25 stig, sjö fráköst og tvær stoðsend-
ingar. kgk
Tap hjá Íslands-
meisturunum í
háspennuleik
Haiden Palmer náði tvöfaldri tvennu í
tapleiknum gegn Grindavík á mánudag.
Hún skoraði 24 stig og tók 11 fráköst.
Ljósm. sá.
Föstudaginn 25. september síðast-
liðinn gerðu Snæfellsmenn sér ferð
á Suðurnesin og heimsóttu Njarð-
vík í Lengjubikar karla í körfu-
knattleik. Fyrri hálfleikur var jafn
og spennandi, liðin skiptust á að
leiða og höfðu gestirnir úr Stykk-
ishólmi tveggja stiga forystu þeg-
ar flautað var til leikhlés, 42-44.
Heimamenn í Njarðvík náðu und-
irtökunum í þriðja leikhluta og
höfðu sjö stiga forystu fyrir síðustu
tíu mínútur leiksins. En leikmenn
Snæfells börðust áfram, náðu for-
ystunni um miðjan fjórða leikhluta
en á lokaandartökum leiksins tókst
heimamönnum að klóra fram eins
stigs sigur, 85-84.
Atkvæðamestur í liði Snæfells var
Sherrod Wright, en hann skoraði
37 stig og tók átta fráköst. Næstur
honum kom Sigurður Þorvaldsson
með 21 stig og sex fráköst.
kgk
Eins stigs tap Snæfells
Sherrod Wright skoraði 37 stig þegar Snæfell tapaði naumlega fyrir Njarðvík
síðastliðinn föstudag. Ljósm. sá.