Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2015 37 Óska eftir hlutastarfi Ég er 27 ára kona og stunda nám í LBHÍ á Hvanneyri. Ég er að leita mér að hluta- starfi með skólanum á Hvanneyri, í Borg- arnesi eða nágrenni. Hef margvíslega reynslu af afgreiðslustörfum, þrifum og þjónustu og er búin að starfa sem versl- unar- og rekstrarstjóri síðustu ár. Vin- samlegast hafðu samband ef þú ert að leita að duglegum og stundvísum starfs- manni. Netfang: brynja1988@hotmail. com. Mitsubishi L200 Til sölu MMC L200 árgerð 2004. Dísel, sjálfskiptur með pallhúsi. Bíllinn er ekinn 208.000 km. og er með nýrri vél. Upplýs- ingar í síma 692-5525. SKODA FABIA AMBIENTE Til sölu Skoda Fabia. DISEL. Árgerð 2008, ekinn 165.000 km. Reglulegt viðhald, reyklaus, einn eigandi. Skoðaður 2016. Bíllinn er á góðum sumardekkjum, negld vetrardekk geta fylgt. Beinskiptur með hita í sætum og speglum, cruise cont- rol, samlæsingar og rafdrifnar rúður. Verð 1.150 þús. kr. (Skoða öll raunhæf tilboð). Upplýsingar í síma 824-5500. Tryggvi. Mazda B 2500 Diesel Til sölu Mazda B. Ekinn 230.000 km. Bíll í fínu standi sem hefur fengið gott við- hald. Hreyfir ekki olíu, eyðir um 10 lítrum. Verð 600 þús. staðgreitt. Upplýsingar í síma 698-3404, Einar. Næturþjálfi fyr- ir börn sem pissa undir Wetstop3 nætur- þjálfi er rakaskynj- ari fyrir börn sem eiga við næturvætu að stríða. Wetstop3 næturþjálfinn bæt- ir líðan barns þíns og getur stuðlað að betra sjálfstrausti þess á sama tíma. Ís- lenskar leiðbeiningar meðfylgjandi. Verð 8.990 kr. Upplýsingar í síma 698-5047. WobL áminningarúr WobL úrin er hægt að nota sem áminn- ingaúr, 8 hringi/titringsstillingar yfir dag- inn. Tilvalið að nota til áminningar fyr- ir tímasetningar á tómstundum, heim- komu, lyfjainntöku, heyrnaskerta, sal- ernisferða og daglega venjur. Litir: svart, blátt, bleikt og fjólublátt. Verð 6.990 kr. Upplýsingar í síma 698-5047. Óska eftir herbergi, geymslu eða kompu Óska eftir herbergi, geymslu eða kompu til leigu sem fyrst á Akranesi eða í Borgarnesi. Nánari upplýsingar í síma 863-1199. Húsnæði í boði Tveggja herbergja 60m2 nýuppgerð íbúð á efri hæð til leigu á Vesturgötu Akranesi. Nánari uppl. í síma 892-6615. Íbúð til leigu Til leigu tveggja herbergja 65fm íbúð á Helgugötu í Borgarnesi. Nánari uppl. í síma 845-8497. Íbúð til leigu Til leigu 3ja herbergja íbúð á góðum stað í Borgarnesi. laus 1. október. Dianabb10@ menntaborg.is. Óska eftir riffli eða byssu Óska eftir gamalli haglabyssu eða riffli til að gera upp. Má vera illa farin eða biluð. Allar stærðir og gerðir koma til greina. Má vera óskráð. Gísli. s. 894-5685. Bækur um Vesturland Byggðir Borgarfjarðar I-IV. Héraðssaga Borgarfjarðar I-II. Hundrað ár í Borgar- nesi. Mýramannaþættir. Hvanneyrarskól- inn 50 ára. Hvítárbakkaskólinn. Merkir Borgfirðingar. Borgfirsk ljóð. Allsherjar- goðinn. Og þá rigndi blómum. Norðurá fegurst áa. Uppl. í síma 841-0322. Herbalife, afgreiði pantanir samdæg- urs Afgreiði pantanir samdægurs. Engin bið. Er oftast með allar næringarvörurnar á lager. Gott verð og þjónusta. Sendi um allt land. Greiði burðargjaldið ef pant- að er fyrir 12.000 kr. eða meira í einu. S: 845-5715, Nína. Viltu losna við bjúg, sykurþörf og létt- ast líka? Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það al- besta. Pakki með 100 tepokum er á 4300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verð á pk. 3900. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir stuttan tíma og bjúgurinn fer mjög fljótt. Gott fyrir líkamlega og and- lega heilsu. S: 845-5715, Nína. Markaðstorg Vesturlands Borgarbyggð - fimmtudagur 1. október „Brennið þið vitar“ í Borgarneskirkju kl. 20. Skemmtilegur upptaktur að Sauðamessu. Trio DaNoIs flytur þess- um á tónleikunum tónlist frá Íslandi, Noregi og Danmörku, meðal annars Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson á nýstárlegan hátt, en einnig verk eftir Edvard Grieg, Carl Nielsen og Christi- an Sinding. Miðaverð er 2.500 og renna 500 krónur af hverjum miða til Krabbameinsfélagsins. Borgarbyggð - fimmtudagur 1. október Félagsvist í safnaðarheimilinu Fé- lagsbæ, Borgarnesi kl. 20. Annað kvöldið í þriggja kvölda keppni, sem dreifist á fjögur kvöld. Góð kvöld- og lokaverðlaun. Veitingar í hléi. All- ir velkomnir. Dalabyggð - föstudagur 2. október Ósrétt á Skógarströnd klukkan kl. 10. Réttarstjóri er Sigurður Hreiðarsson. Akranes - laugardagur 3. október FM95BLÖ á Gamla Kaupfélaginu. Forsala miða á Gamla Kaupfélaginu, miðaverð í forsölu 2.000 kr. Borgarbyggð - sunnudagur 4. október Barnaguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11:15. Fræðsla, mikill söngur og leikir. Ljúf samvera fyrir fjölskylduna. Umsjón hefur sr. Páll Ágúst Ólafsson. Akranes - sunnudagur 4. október Sunnudagaskóli verður í Akranes- kirkju kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar. Organisti: Sveinn Arnar Sæmundsson. Dalabyggð - sunnudagur 4. október Réttað verður á eftirfarandi stöðum: Hólmarétt 2 í Hörðudal kl. 10. Rétt- arstjóri er Ásgeir Salberg Jónsson. Brekkurétt 2 í Saurbæ kl. 13. Rétt- arstjóri er Þórarinn Birgir Þórarins- son. Skarðsrétt 2 á Skarðsströnd kl. 14. Réttarstjóri er Ólafur Eggertsson. Gillastaðarétt 2 í Laxárdal kl. 16. Rétt- arstjóri er Harald Ó. Haralds. Skerð- ingsstaðarétt 2 í Hvammssveit kl. 16. Réttarstjóri er Bjarni Ásgeirsson. Á döfinni TIL SÖLU ATVINNA ÓSKAST LEIGUMARKAÐUR FYRIR BÖRN BÍLAR/VAGNAR/KERRUR ÓSKAST KEYPT Nýfæddir Vestlendingar 21. september. Drengur. Þyngd 3.845 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Steinunn Guðmundsdóttir og Bjarki Óskarsson, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 24. september. Stúlka. Þyngd 2.926 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Miriam Villareal Cortes og Stefán Brynjarsson, Reykholti. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 27. september. Stúlka. Þyngd 4.100 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Fríða Hrund Kristinsdóttir og Róbert Árni Jörgensen, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 22. september. Stúlka. Þyngd 3.795 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Áróra Gunnarsdóttir og Stefán Ingi Ómarsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 27. september. Drengur. Þyngd 3.235 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Selma Dokara Pétursdóttir og Emir Dokara, Ólafsvík. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 27. september. Stúlka. Þyngd 4.190 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Ásdís Jónsdóttir og Halldór Einarsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Elísabet Har- les / Lára Dóra Oddsdóttir. Pennagrein Sameinaðir og sundraðir Fyrir 13 árum sett- ist ég í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Ekki veit ég hvaða erindi ég átti á þeim vettvangi en reyndi að gera það gagn sem ég gæti. Mér fannst þá og finnst enn lög um þetta stjórnsýslustig um margt forneskjuleg og ófullkomin. Skrifaði meira að segja eitthvað um þetta í héraðsfréttablaðið. Það sem mér finnst helst að og fannst þarna í den er sú hugsun þingsins að skipan sveitarfélaga komi Alþingi lítið við, „frumkvæðið verður að koma frá íbú- unum,“ er klisja sem örugglega hef- ur hrotið af vörum fleiri en eins þing- manns. Þá oftast í umræðu um sam- einingu sveitarfélaga. Fjárhagur sveitarfélaga Hlutverk sveitarfélaga er ákveð- ið með lögum. Árið 2002 voru eng- ar samræmdar reglur um hve mik- ið sveitarfélög gætu skuldað. Sveitar- stjórnarmenn voru óvarðir fyrir kröf- um þrýstihópa og íbúar óvarðir fyr- ir framkvæmdagleði kjörinna sveit- arstjórnarmanna. Þessa sér víða stað í dag eftir „2007“ – hér ritað innan gæsalappa til að tákna offjárfestingu sveitarfélaga á þessari öld. Vissulega voru samræmdar reglur um fjárreið- ur sveitarfélaga af hinu góða þegar þær voru loks settar en í mínum huga ganga þær of skammt, 150% viðmið- unin um skuldir sveitarfélaga er auð- vitað 150% af því lægri og eðlilegri viðmið væru einfaldlega óraunhæf eins og staða margra sveitarfélaga er nú. Hlutverk sveitarfélaga Það er hinsvegar í lang flestum til- vikum erfitt að sýna fram á að bágur fjárhagur standi í beinu sambandi við breytt hlutverk sveitarfélaga þó vissu- lega hafi flutningur grunnskólanna til sveitarfélaga frá ríki árið 1996 gert sum fámenn sveitarfélög óstarfhæf. Miklu nær er að skýra stöðuna með illa skipulögðum verkefnatilfærslum frá ríki til sveitarfélaga og tímafrekri og dýrri endurskipulagningu stjórn- sýslunnar á sama tíma og eftir að stór- ir málaflokkar voru færðir til sveitar- félaganna. Stærstu málaflokkarnir eru rekstur grunnskóla og málefni fatl- aðra. Þingið hefur heldur ekkert gert til að endurskoða brýn mál eins og lög um lausagöngu hinna ýmsu fer- fætlinga, þó það snerti kannski ekki marga íbúa er núverandi skipan til þess fallin að valda árekstrum þegar hagsmunir fólks í dreifbýli verða sí- fellt margbreytilegri. Loks má benda á að lög um tekjustofna sveitarfé- laga og stórar opinberar framkvæmd- ir hafa fært sumum hreppum drjúgar tekjur fáum til gagns. Öll þessi atriði ættu að leiða mönn- um fyrir sjónir að sameining sveitar- félaga með lögum hefði átt að fara fram samhliða þeim miklu breyting- um sem gerðar voru á hlutverki þeirra og tekjustofnum undanfarna tvo ára- tugi. Sameining sem sundrar Þingið kaus semsagt að láta frum- kvæðið koma frá íbúunum. Bauð pen- ingaverðlaun fyrir flottustu samein- inguna og reyndi að refsa þeim sem ekki vildu vera með. Ég held að það ástand sem uppi hefur verið í skóla- málum í Borgarbyggð síðustu 10 ár endurspegli þetta nokkuð vel. Auð- vitað eru deilur manna ekki Alþingi að kenna. En það hefði verið hægt að standa mun betur að sameiningunni og í stað þess að lofa öllum öllu hefði þurft að ráðast í ákveðnar – mögulega óvinsælar – breytingar samhliða sam- einingu sveitarfélaga á landsvísu í stað þess að veita peningum í að binda fyr- ir augu kjörinna fulltrúa og snúa þeim í hringi eins og við gerðum í Borg- arbyggð í sameiningunni 2006. Það voru allavega mistök. Lokun skóla Þegar deilur rísa milli manna þurfa menn að ná sáttum. Þetta þýðir ekki að deilendur þurfi að leggjast í eina sæng í kjölfar sáttagjörðar eða deila eigum sínum, bursta hver annars skó eða eta af sama diski. Kannski sem betur fer. Veraldarsagan kennir okkur að stundum lánast mönnum þetta en stundum ekki. Stundum fer illa. Þegar verst lætur brjótast út stríð, fólk stráfellur, hús brenna og þeir sem eftir standa hrekjast á vergang. Blessunarlega höfum við borið gæfu til að bera klæði hvert á annars vopn síðan á söguöld er virtir skólamenn í Borgarfirði máttu eyða drjúg- um stundum í sýrukeri til að stan- dast áhlaup þeirra sem boðuðu nýjar kennsluaðferðir eða hvað þetta var nú sem rifist var um í þá tíð. Það er allt hægt ef viljinn er fyr- ir hendi. Því skora ég á okkur sem búum í Borgarbyggð að snúa við blaði og leita saman að því bragði er sætti þau ólíku sjónarmið sem uppi eru um framtíðarskipan skóla- mála í héraðinu. Hluti vandans er að sjá ekki fram í tímann en lykilatriði held ég að sé að setja fram spá um íbúa- og atvinnuþróun, gera áætl- un um uppbyggingu þjónustu sveit- arfélagsins á grundvelli slíkrar spár og freista þess að ná sem víðtæk- astri sátt og samvinnu um slíka sýn til langs tíma. Finnbogi Rögnvaldsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.