Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2015 25
Bio-tex þvottaefni og blettaeyðir
Leikum
okkur!
Snorrastofa í Reykholti
20 ára 1995–2015
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur
í Reykholti
Sími 433 8000
www.snorrastofa.is
snorrastofa@snorrastofa.is
Laugardagurinn 3. okt. 2015
kl. 15:00
Opið hús – veitingar
Verið öll velkomin
Afmælisfagnaður í
Reykholtskirkju – Snorrastofu
Dagskrá
Litið yfir farinn veg Björn Bjarna-
son formaður stjórnar Snorrastofu
Snorrastofa í dagsins önn Bergur
Þorgeirsson forstöðumaður
Ljóðaþáttur úr landsuðri Ólafur
Pálmason mag. art. ræðir um og fer
með nokkur ljóð Jóns Helgasonar
Söngur Snorri Hjálmarsson
við undirleik Ingibjargar
Þorsteinsdóttur
Snorres venner Sagt frá stofnun
hollvinafélags í Björgvin í Noregi
á dánardægri Snorra Sturlusonar
2015
Frá stofnun Snorrastofu 23. september 1995
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Námskeið um uppeldi
barna með ADHD
Þriðjudaginn 13. október næstkomandi hefst hér á Akranesi
námskeið um uppeldi barna með einkenni athyglisbrest og/eða
ofvirkni (ADHD). Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um
áhrif ADHD á tilveru barna og kynna uppeldisaðferðir sem hafa
reynst gagnlegar. Mælt er með því að foreldrar mæti báðir.
Námskeiðið er verkefni á vegum skóla- og
frístundasviðs Akraneskaupstaðar.
Námskeiðið er 12 klukkustundir og er kennt í tvo tíma í senn.
Fyrstu vikuna á þriðjudegi og fimmtudegi; annars á þriðjudögum.
Hver þátttakandi greiðir 2.500 kr. í efnisgjald.
Leiðbeinendur eru Sigríður Kr. Gísladóttir iðjuþjálfi og
Sigurveig Sigurðardóttir sálfræðingur.
Námskeiðið verður haldið í fundarsal Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands (fyrstu hæð), Merkigerði 9 og hefst
þriðjudaginn 13. október kl. 19:30.
Skráning fer fram í tölvupósti: sigurveig.sigurdar@akranes.is
og sigridur.gisladottir@hve.is. Vinsamlegast skráið ykkur í
síðasta lagi föstudaginn 9. október. Skrá þarf nafn þátttakenda,
símanúmer og aldur barns.
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Heyrnarhlífar
í vinnuna
Hjá Dynjanda færðu heyrnarhlífar og samskipta-
búnað sem uppfyllir ströngustu kröfur.
Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Guðmundur Kári Þor-
grímsson, sextán ára
drengur frá Erpsstöðum í
Dölum, hefur heldur bet-
ur slegið í gegn á sam-
félagsmiðlum upp á síð-
kastið. Hann deildi nýver-
ið myndbandi á Facebook
síðu sinni þar sem hann
sagði opinskátt frá sam-
kynhneigð sinni á ein-
lægan og skemmtilegan
hátt. Þegar þetta var skrif-
að hafði myndbandið ver-
ið skoðað 87.574 sinnum,
rúmlega 3.500 höfðu lík-
að við það og því hafði
verið deilt tæplega 700
sinnum. „Ég hefði al-
veg getað sett inn texta
og fólk hefði kannski les-
ið hann en ég vildi frek-
ar gera þetta svona, mér
fannst það meira frá mér.
Ég vildi bara að allir vissu
þetta og vildi ekki þurfa
að segja þetta aftur og
aftur,“ segir Guðmundur
Kári í samtali við Skessu-
horn.
Allir jákvæðir
Guðmundur segir viðbrögðin við
myndbandinu hafa komið verulega
á óvart. „Ég átti alveg von á því að
þetta færi á eitthvað flakk og ein-
hverjir myndu deila því en ég bjóst
alls ekki við svona miklum við-
brögðum.“ Í myndbandinu segir
Guðmundur að hann sé í raun tví-
kynhneigður, en þó meira hrifinn af
strákum en stelpum. „Ímyndaðu þér
að það séu tuttugu manneskjur sem
ég er hrifinn af, þá er svona ein af
þessum manneskjum stelpa.“ Hann
segist eingöngu hafa fengið góð við-
brögð frá fólki. „Það kom mér líka á
óvart, ég bjóst alveg við því að ein-
hver myndi segja eitthvað neikvætt.
En viðbrögðin hafa bara verið góð
og jákvæð, engin skítakomment,“
segir hann kátur.
Getur núna
verið hann sjálfur
Í samtali sínu við blaðamann seg-
ir Guðmundur að hann hafi kom-
ið út úr skápnum í sumar. „Ég var
búinn að segja öllum mínum nán-
ustu frá áður en ég gerði mynd-
bandið.“ Þegar hann er spurður að
því hvort hann hafi lengi vitað að
hann væri samkynhneigður segir
hann: „Ég hef alltaf einhvern veg-
inn fundið það en ég reyndi að bæla
það niður. En svo áttaði ég mig á
því að ég má alveg vera
svona, þetta er alveg eðli-
legt.“ Hann finnur mik-
inn mun á sjálfum sér eft-
ir að sannleikurinn kom
í ljós. „Mér líður miklu
betur. Ég get núna ver-
ið ég sjálfur. Það er eins
og það hafi eitthvað verið
á mér allan þennan tíma
sem ég vissi ekki að væri
þar. Ég vissi ekki að ég
gæti verið svona glaður,“
segir hann einlægur.
Líður vel fyrir
norðan
Guðmundur Kári lauk
10. bekk í Auðarskóla í
Dölum í vor og hóf nám
á íþróttabraut við Verk-
menntaskólann á Akur-
eyri í haust. Hann segist
aldrei hafa fylgt straumn-
um og varð sá skóli fyrir
valinu þar sem honum
langaði að prófa eitthvað
nýtt. „Ég þekkti eigin-
lega engan þegar ég kom
hingað en ég er búinn að kynnast
mjög mörgum. Þetta var rosalega
fljótt að koma. Hér er allt á sama
stað og það er svo auðvelt að hitta
fólk eftir skóla,“ segir hann og bæt-
ir því við að honum líði vel fyrir
norðan. Hann æfði fimleika á Akra-
nesi þegar hann var yngri og nú er
hann farinn að þjálfa yngri flokka
hjá Fimleikafélagi Akureyrar. „Ég
byrja svo að æfa sjálfur í næstu viku
og ég hlakka svo til. Ég hef reynt að
æfa mig og halda mér við á tram-
pólíninu heima en ég finn að ég er
búinn að missa niður liðleika og
styrk. Ég verð vonandi fljótur að
ná því aftur,“ segir þessi jákvæði og
efnilegi drengur að endingu.
grþ
„Ég vissi ekki að ég gæti
verið svona glaður“
-segir Guðmundur Kári Þorgrímsson eftir að hafa komið út úr skápnum
Guðmundur Kári Þorgrímsson frá Erpsstöðum í Dölum.