Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2015 33 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudög- um. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athug- ið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 82 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Veldur hver á heldur.“ Vinningshafi er: Anna Ágústsdóttir, Vallarbraut 1, Akranesi. mm Túlkun Hávaði Kurr Suddi Hjóm Tölur Hörð Korn Púka Fjör Vensl- aður Kurt Elfur Áhald Nöldur Sk.st. 1 Sam- þykki Klaki 8 Utan Stafur Flagg Gálaus Opin Næði Málmur Fix Faldi Ískur Samtök Efni Píla Blóð- suga Sklól Múli Spyr Tæki Eldur 6 Nota Félagi Tvíhlj. Hlaup Kögur Braska Öldur Ókunn 7 Röst Tangi Bungu Haf Tildur- rófa Brakaði Söngl Auðugt Lykkja Ofan- ferð Montin 5 And- varp 4 Sam- hljóðar Stríðin Krydd Snið Tvíhlj. Falleg Hindra Háð Blóð- suga Þrep 2 Urg Svar Að Áburð- ur Eðli Fótur Fæða Bjartur Sædýr Pot Átt Gripur Sár Dvelja Slá Planta Ein Neyttu Ókunn Spara Vissa Kl..3 3 Vöðla saman 1 2 3 4 5 6 7 8 Golfklúbburinn Vestarr í Grund- arfirði fagnaði 20 ára afmæli sínu laugardaginn 26. september. Þá var blásið til matarveislu og skemmtun- ar í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Félagsmenn sáu um skemmtiatriði undir dyggri veislustjórn Sigurðar Hlöðverssonar. Það voru svo þeir Sigurður Hlöðversson og Rögnvald- ur Þ. Rögnvaldsson, einnig þekktur sem DJ Fox, sem héldu uppi stuði langt fram eftir nóttu. Daginn eftir var svo afmælisgolf- mót en vegna veðurs var það hald- ið á sunnudeginum þar sem sunn- anáttin var golfurum ekki hliðstæð á laugardeginum. Ræst var á öll- um teigum stundvíslega klukkan eitt og voru menn þónokkuð brattir þrátt fyrir skemmtun kvöldsins áður. Rúmlega fjörutíu keppendur hófu leik en að lokum var það Steinar Þór Alfreðsson sem að varð í fyrsta sæti í karlaflokki. Guðni Hallgrímsson og Rúnar Örn Jónsson urðu svo í öðru og þriðja sæti. Hjá konunum var það Bryndís Theódórsdóttir sem varð í fyrsta sæti en Unnur Birna Þórhalls- dóttir og Kristín Pétursdóttir urðu í öðru og þriðja. Margeir Ingi Rúnars- son vann höggleikinn en hann vann einnig verðlaun fyrir að vera næst- ur holu í öðru höggi á 1/10 braut. Einnig hlutu Unnur Birna Þórhalls- dóttir nándarverðlaun á 4/13 braut og Jófríður Friðgeirsdóttir á 8/17 braut. tfk Vestarrfólk fagnaði tuttugu ára afmæli klúbbsins Ásgeir Ragnarsson slær upphafshöggið. Ljósm. tfk. Frá vinstri: Ásgeir Ragnarsson, Sigurður Hlöðversson, Rögn- valdur Þ. Rögnvaldsson og Heimir Þór Ásgeirsson en þeir voru brattir þegar þeir gerði sig klára á fyrstu braut. Ljósm. tfk. Anna María Reynisdóttir og Guðni Hallgrímsson. Anna María hlaut silfurmerki GSÍ en Guðni var sæmdur gullmerki GSÍ en hann er einn af stofnendum golfklúbbsins. Ljósm. sk. Þeir fimm sem hafa gegnt formennsku í Vestarr á þessum 20 árum. Frá vinstri eru Garðar Svansson, Pétur Vilbergur Georgsson, Ásgeir Ragnarsson, Dagbjartur Harðarson og Páll Guðfinnur Guðmundsson en hann var fyrsti formaðurinn. Ljósm. sk. Skemmtilegur upptaktur verður að Sauðamessu á fimmtudagskvöld- ið klukkan 20 þegar Trio DaNoIs flytur tónlist frá Íslandi, Noregi og Danmörku í Borgarneskirkju. Tríó- ið skipa Pernilla Kaarslev, Morten Fagerli og Jónína Erna Arnardóttir. Flutt verður meðal annars „Brennið þið vitar“ eftir Pál Ísólfsson á nýstár- legan hátt, en einnig verk eftir Edv- ard Grieg, Carl Nielsen og Christi- an Sinding. Trio DaNoIs flytur á tónleikunum nýtt verk sem heit- ir „Hommage á Carl Nielsen“ eft- ir norska tónskáldið Morten Gaat- haug, en það er skrifað sérstaklega fyrir tónlistarfólkið í tilefni af því að á þessu ári eru 150 ár frá fæðingu Nielsen. Miðaverð er 2500 krón- ur og renna 500 krónur af hverjum miða til Krabbameinsfélagsins. Hornleikarinn Pernille Kaarslev, frá Fensmark í Dan- mörku, píanóleikarinn Jónína Erna Arnardóttir úr Borgarnesi og píanóleikarinn Morten Fagerli, fra Rælingen i Noregi, hittust þegar þau voru öll nemendur við Grie- gakademiet í Bergen á 10. áratug- num. Pernille og Morten hafa spilað saman í Danmörku, Noregi, Þýska- landi og Sviss síðan 1998 og Jónína og Morten hófu að spila fjórhent á Isnord tónlistarhátíðinni í Borgar- firði árið 2012. Árið 2014 ákváðu listamennirnir síðan að stofna tríó og var markmiðið að draga fram norrænan tónlistararf og menningu. Kom tríóið fram á alls 14 tónleikum í fyrra þar sem minnst var t.d. 70 ára sjálfstæðis Íslands og 200 ára stjór- narskrárafmælis Noregs. Í ár hefur tríóið komið fram á nokkrum tón- leikum í Noregi, Riga í Lettlandi og Danmörku á tvennum tónleikum. mm Tríótónleikar í Borgarnes- kirkju á fimmtudagskvöldið H j á l p a r s t a r f kirkjunnar hef- ur byrjað sölu á gjafabréfum að upphæð 2.500 krónur sem heita „Heit máltíð fyrir fólk á flótta.“ Í norðurhluta Líbanon vinna heimamenn og flóttafólk frá Sýrlandi hlið við hlið við að matreiða fyrir börn, barns- hafandi kon- ur, fatlaða og þá sem verst eru settir og ekki hafa að- gang að eldunaraðstöðu. Næring- arrík máltíðin inniheldur 17% fitu, 12% prótein og næga orku fyrir daginn. Kon- urnar frá Sýr- landi sem mat- búa fá greitt fyrir vinnu sína og þar með tækifæri til að aðlagast nýju samfélagi betur. Hægt er að lesa betur um söfnunina á help.is og smella á „gjafa- bréf.“ Ef fólk vill frekar nýta sér söfnunar- reikning fyrir neyðaraðstoð í Sýrlandi og nágrannalön- dum: 0334-26-886 Kt. 450670- 0499 Söfnunarsími 907 2003 (2.500 kr.) -fréttatilkynning Safna fyrir heitri máltíð fyrir fólk á flótta

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.