Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201536
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Tjónaskoðum fyrir öll tryggingafélög
Borgarness
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.isparketlist@parketlist.is
Pennagrein
Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson
og kontrabassaleikarinn Tómas R.
Einarsson hafa spilað saman í ára-
tug, ýmist tveir einir eða í fjölmenn-
ari hljómsveitum innanlands sem
utan. Nú hafa þeir gert langþráð-
an draum að veruleika; að taka upp
plötu þar sem þeir semja hvor fyrir
annan. „Þar er músíkölsk samræða
æðsta markmiðið, hvort sem um er
að ræða sveiflu, latíntónlist eða ball-
öður,“ segir í tilkynningu. Upptak-
an á Bræðralagi fór fram á Kolsstöð-
um í Borgarfirði, á sólríkum sum-
ardögum, þar sem hvít jöklabreiða
bar við augu út um upptökuglugga
ásamt hrauni og blómstrandi kjarri.
Nú hafa þeir félagar ákveðið að
hefja tónleikaför í haust undir heit-
inu Bræðralag. Alls verða nítján tón-
leikar og að sjálfsögðu koma þeir við
í heimasveit Tómasar. Tónleikarnir í
Búðardal verða í Dalakoti, miðviku-
dagskvöldið 14. október kl. 20.30.
Aðgangseyrir er 2.500 kr. mm
Ómar og Tómas R kynna
Bræðralag í Dalakoti
Gylfi Þórðarson svarar gagn-
rýni minni á Spöl í síðasta blaði
og finnst ég reiða hátt til höggs.
Hann gefur einnig í skyn að ég
sé með ásakanir á hendur starfs-
mönnum Spalar.
Ég reiddi hátt til höggs og ég
hef fulla ástæðu til. Spölur hefur
tvisvar reitt ansi hátt til höggs við
mig með gangnahliðinu og mun-
aði þar mjóu. Ég og bíllinn minn
sluppum ósködduð í bæði skiptin,
en það var mér sjálfri að þakka -
ekki Speli.
Starfmenn Spalar hef ég aldrei
ásakað um eitt né neitt og kann
illa við að vera sökuð um slíkt. Það
fór ekkert á milli mála að gagnrýni
mín var ætluð forsvarsmönnum
Spalar vegna rekstrar Hvalfjarð-
arganga þótt fulltrúi þess kjósi að
persónugera málið og gera lítið
úr viðskiptavininum, enda algeng
varnarviðbrögð hjá einokunarfyr-
irtækjum.
Ástæður Spalar fyrir uppsetn-
ingu hliðanna eru ljósar, það er
verið koma í veg fyrir að menn
„svindli“ á veggjöldunum. Svindl-
arar verða alltaf til. Flestir ferða-
menn eru samt heiðarlegt fólk sem
einfaldlega kann ekki á kerfið. Á
því er hægt að ráða bót með góð-
um merkingum.
Öll ökutæki sem aka í gegn-
um göngin eru mynduð. Bíla-
leigur sem ég hef talað við gefa
Speli fúslega upplýsingar um öku-
menn bílanna svo hægt sé að rukka
meinta svindlara. Hægt að fá leyfi
til að nálgast upplýsingar um eig-
endur allra ökutækja sem skráð eru
í Evrópu. Greiðsla skulda er háð
heiðarleika þeirra sjálfra, en inn-
heimta sekta á hvorki að vera á
ábyrgð né kostnað fastra viðskipta-
vina.
Athugasemdirnar sem ég gerði
standa enn. Á flestum þeirra er
hægt að ráða bót ef áhugi Spalar er
fyrir hendi.
Það er óþarflega dimmt og oft •
skítugt í göngunum. Á því er
hægt að ráða bót.
Hliðin eru vægast sagt illa •
merkt þótt þau séu sýnilegri í
myrkri en dagsbirtu. Á því er
líka hægt að ráða bót.
Hliðin eru foráttu óáreiðan-•
leg (kannski illa forrituð) og
ökumönnum
óþægilegur og
vondur farar-
tálmi. Ég man ekki eftir svona
óútreiknanlegum hliðgrindum
erlendis. Á þessu vona ég að sé
hægt að ráða bót, því lítil von
er til að þau verði fjarlægð.
Það eru engir kortalesarar við •
gagnamunnana til að flýta fyr-
ir afgreiðslu og gera ferðafólki
auðveldara að borga. Á þessu
er hægt að ráða bót.
Engar „mínar síður“ eru á •
vef Spalar þannig að fólk geti
fylgst með stöðu á veglyklum
sínum. Slíkt kerfi gæti líka gef-
ið Speli möguleika á að semja
við bílaleigur um innheimtu
veggjalda fyrir sig. Á þessu er
hægt að ráða bót.
Og síðast en ekki síst; Spölur var
ekki að gera almennum notendum
greiða með því að koma þessum
hliðum fyrir. Þar eru innheimtu-
hagsmunir fyrirtækisins í fyrirrúmi
og Spölur hefur valið.
Jóhanna Harðardóttir, Hlésey.
Enn um málefni Spalar
Pennagrein
Mikil þróun hefur
verið í kúabúskap
og mjólkurframleiðslu undanfar-
in ár. Búin hafa stækkað og tækni-
framfarir orðið miklar og mörg bú
hafa tekið róbóta í sína þjónustu
og er það ánægjulegt og mikilvægt
að greinin geti þróast og vaxið
svo hún geti orðið sem best sam-
keppnisfær við aukinn innflutn-
ing og aukið vöruúrval og þjón-
að neytendum sem best. Sá hluti
búvörusamningsins sem snýr að
mjólkurframleiðslunni rennur út
í lok næsta árs og undirbúningur
að gerð nýs samnings er hafinn.
Í því ljósi vakna ýmsar spurning-
ar um hvernig stuðningi við grein-
ina verði háttað í nýjum búvöru-
samningi þar sem miklar breyting-
ar hafa verið í greininni undanfar-
in ár.
Dæmi eru um mikla samþjöppun
í mjólkurframleiðslu og í raun eru
orðin til verksmiðjubú, t.d. í Flat-
ey á Mýrum þar sem einkahluta-
félagið Selbakki í eigu útgerðar-
félagsins Skinneyjar–Þinganess á
Höfn er að reisa stærsta fjós lands-
ins með rými fyrir 300 kýr. Ætl-
unin er að tvöfalda mjólkurfram-
leiðsluna úr 1 millj. lítra í 2 millj.
lítra á ári. Ég spyr: Er eðlilegt að
stórir útgerðarrisar og fjárfest-
ar komi með mikið fjármagn inn
í mjólkurframleiðsluna og fái síð-
an beingreiðslur til jafns við aðra?
Er réttlætanlegt að ríkisstuðning-
ur renni til eins stærsta útgerðar-
félags landsins? Varla getur það
fallið undir eitt af markmiðum bú-
vörusamningsins.
Í sjávarútvegi mega fyrirtæki
ekki vera nema með 12% af heild-
arúthlutuðum afla. Er ekki eðli-
legt að sömu sjónarmið gildi um
mjólkurframleiðslu og að girðing-
ar verði settar til að koma í veg fyr-
ir mikla samþjöppun í greininni?
Stuðningur ríkisins við mjólkur-
framleiðslu í ljósi aukinnar sam-
þjöppunar í greininni og aðkomu
stórra fjárfesta á móti hefðbundn-
um fjölskyldubúsrekstri hlýt-
ur að kalla á endurskoðun á bein-
greiðslum og að þær gangi til jafns
til verksmiðjubúa og annarra fram-
leiðenda. Í dag eru svokallaðar
gripagreiðslur misháar í búvöru-
samningi og sýna fram á að það er
hægt að skerða og mismuna í ríkis-
styrk. Mikilvægt er að greinin hafi
færi á að vaxa og dafna og geti nýtt
sér sem best tækninýjungar og að
bændur geti bætt vinnuaðstöðu
sína og aðbúnað gripanna. Margir
bændur hafa lagt í gífurlegar fjár-
festingar undanfarin ár og í bygg-
ingu nútímafjósa þar sem fjárfest
hefur verið í dýrum búnaði sem
getur lagst á allt að 120 millj. kr. í
verðmæti. Til þess að standa und-
ir slíkri fjárfestingu verður fram-
leiðslan að vera, er mér sagt, um
800 þús. lítrar miðaði við til dæm-
is tvo róbóta.
Það sem er mikið áhyggjuefni
í dag eru kynslóðaskiptin í grein-
inni og hve erfitt reynist fyrir
unga bændur að fóta sig í grein-
inni þar sem gífurlega dýrt er að
fjárfesta í greiðslumarki og byggja
sig upp og bankarnir bjóða okur-
vexti og halda mönnum í raun í
skuldafjötrum um ókomin ár. Það
sýnir enn og aftur að þörf er á því
að ríkisbanki eins og Landsbank-
inn sé gerður að samfélagsbanka
sem sinni samfélagslegu og félags-
legu hlutverki um land allt. Ég tel
að það þurfi að horfa til þess með
hvaða hætti stuðningur við grein-
ina nýtist best til kynslóðaskipta í
greininni og til að búskapur hald-
ist áfram á góðum bújörðum.
Það er líka mikilvægt að horfa
sé til þess að halda landinu í byggð
og hvað geti gerst ef svo mikil og
óheft samþjöppun verður í mjólk-
uriðnaði að búum fækkar kannski
úr ca. 700 í 200. Það yrði gífurleg
búsetubreyting hér um allt land og
það hefði gífurlega miklar sam-
félagslegar afleiðingar.
Við höfum horft upp á hvern-
ig kvótakerfið í sjávarútvegi hefur
farið með byggðirnar. Ætlum við
að horfa upp á að það sama ger-
ist í sveitum landsins án þess að
bregðast við meðan tími er til? Ég
tel að mikil ábyrgð hvíli á herð-
um hæstv. landbúnaðarráðherra
og Alþingi í þessum efnum og það
verði að skoða þetta í því ljósi hver
heildaráhrifin verða í framtíðinni
á mjólkurbúskap og fjölskyldubú-
rekstrar í landinu. Byggðastofn-
un ætti í samstarfi við Landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri að
gera úttekt og greiningu á áhrifum
og afleiðingum samþjöppunnar í
mjólkurframleiðslu í landinu hvað
varðar byggðaþróun og möguleika
til kynslóðaskipta í greininni.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Höf. er alþingismaður Vinstri
grænna í Norðvestur kjördæmi.
Samþjöppun í
mjólkurframleiðslu!