Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201522
Nú þegar haustið er gengið í garð
eru margir sem reima á sig íþrótta-
skóna á ný eftir misjafnlega langt
hlé. Auglýsingar um bættan lífsstíl,
breytt mataræði og tilboð á líkams-
ræktarkortum eru áberandi á þess-
um árstíma. Enda fylgja haustinu
oft ákveðin tímamót og tilvalið að
taka það skrefinu lengra og bæta
heilsuna. Blaðamaður hitti Jóhann
Pétur Hilmarsson einkaþjálfara á
Akranesi og spjallaði stuttlega við
hann um líkamsræktina.
„Það er örugglega um 20-30%
aukning á líkamsræktarstöðvum í
september og janúar á hverju ári.
Það eru venjulega allir hóptímar
fullir á þessum tíma,“ segir Jóhann.
Sjálfur sér hann um Boot camp æf-
ingar og einkaþjálfun á Akranesi.
„Það eru margir sem slaka á yfir
sumartímann og eru ekki mikið að
gera í einkaþjálfuninni á þeim tíma
en svo er allt fullt hjá manni strax
í september.“ Aðspurður hverjir
kostirnir eru við einkaþjálfun seg-
ir hann þá vera marga. „Það eru
margir sem nýta sér einkaþjálf-
un til að koma sér af stað. Sem er
líka mjög sniðugt, sérstaklega fyr-
ir þá sem hafa ekki verið í ræktinni
áður. Sumir taka bara einn mán-
uð í einkaþjálfun og fara svo sjálf-
ir í ræktina eftir það. Aðrir vilja
hafa einkaþjálfara lengur, það veit-
ir fólki ákveðið aðhald,“ segir Jó-
hann og bætir við að það sem skipti
mestu máli er að koma sér af stað,
byrja að mæta, ekki fara of hratt af
stað og setja sér raunhæf markmið.
„Fyrir suma er mjög erfitt að fara
af stað og þá er einkaþjálfun eða
hópatímar sniðugir. Þeir sem eru
að byrja í fyrsta skipti eiga oft erf-
itt með að komast í gang. Þá er bara
að fara hægt af stað og ekki ætla sér
of mikið of hratt,“ segir Jóhann að
endingu. arg
Mestu skiptir að byrja að
mæta í líkamsrækt
Jóhann Pétur Hilmarsson einkaþjálfari.
Matarmikil kjötsúpa og kaffi
Tilboð kr. 1350.-
Allar kökur á borði
Kr. 650.-
Sauðadiskur:
Flatkaka m/hangikjöti
Skonsa m/osti
Rúgbrauð m/kæfu
Kleina
Kaffi
Tilboð kr. 950.-
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Digranesgötu 6 - Borgarnesi - Sími: 437 1920
TILBOÐ UM SAUÐAHELGI
Föstudag og laugardag
Elísa Margrét Hafsteinsdóttir,
tæplega þriggja ára stúlka ættuð
af Snæfellsnesi, fæddist með alvar-
legan og sjaldgæfan heilasjúkdóm
sem kallast Lissencephaly. Sjúk-
dómurinn gerir það að verkum að
Elísa Margrét er fjölfötluð, þjáist
af flogaveiki og lungnasjúkdómum
og getur hvorki stjórnað hreyfing-
um né talað. Hún þarf því stöð-
uga umönnun allan sólarhring-
inn. Einungis eru innan við þús-
und börn í heiminum með þenn-
an sjúkdóm. Elísa Margrét og for-
eldrar hennar barist hetjulega við
afleiðingar sjúkdómsins allt frá
fæðingu hennar. En kostnaður við
umönnun fjölfatlaðs barns er gríð-
arlegur og hafa nú vinir þessarar
litlu fjölskyldu tekið höndum sam-
an og efna til styrktartónleika sem
verða um næstu helgi.
Foreldrar Elísu Margrétar eru
Gyða Kristinsdóttir og Hafsteinn
Vilhelmsson. Þau þarfnast nú til-
finnanlega sérútbúins bíls til að
geta farið með dóttur þeirra út af
heimilinu án teljandi vandkvæða.
Vinir þeirra hafa nú boðað til
styrktartónleika sem haldnir verða
í Austurbæ í Reykjavík sunnudag-
inn 6. október næstkomandi og
hefjast klukkan 20. Á tónleikun-
um koma m.a. fram Skítamórall,
Áttan, Hreimur og Vignir, MC
Gauti, Gunnar Birgisson, Friðrik
Dór auk leynigests. Aðgangseyr-
ir að tónleikunum rennur óskipt-
ur til fjölskyldu Elísu Margrétar.
Miðasala á tónleikana í Austurbæ
er í gangi á Miði.is.
Auk þess getur fólk lagt inn
frjáls framlög til styrktar fjölskyld-
unni á reikning: 0326-22-953 og
kt: 510714-0670. mm
Styrktartónleikar vina Elísu Margrétar
Elísa Margrét með foreldrunum Gyðu Kristjánsdóttur og Hafsteini Vilhelmssyni. Ljósm. mbl/Golli.