Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2015 35
Um nokkurra ára skeið hefur á
laugardagsmorgnum komið saman
á Jaðarsbökkum á Akranesi hópur
manna og spáð í fótbolta en einn-
ig heimsmálin hverju sinni. Drukk-
ið er kaffi og borðað bakkelsi frá
Brauða- og kökugerðinni. Tilgang-
urinn er að „tippa“ á enska seðilinn
og styrkja um leið Íþróttabanda-
lag Akraness. Hópurinn sem mæt-
ir telur að jafnaði 10-20 áhugasama
fótboltakappa. Auk þess er í gangi
hópur manna, bæði þeir sem mæta
auk fleiri utan sem innan Akraness,
sem eru þátttakendur í því sem
þeir kalla „Stóra hópnum.“ Með-
limir hans greiða þátttökugjald
yfir fimm vikna tímabil og er tipp-
að fyrir þátttökugjaldið. Ýmist eru
það umsjónarmenn tippsins sem
fylla þann seðlil eða gestatipparar
sem sjá um það. „Það er gaman að
segja frá því að í leikviku 37 gerð-
ist það að við fengum „þann stóra“
og var vinningurinn sem Stóri hóp-
urinn fékk rétt rúmlega 1,2 miljón-
ir króna. Mér er bæði ljúft og skylt
að geta þess að gestatipparar þá vik-
una voru bræður mínir þeir Magn-
ús Daníel og Kristleifur Skarphéð-
inn,“ segir Einar Brandsson for-
svarsmaður tipparanna í samtali við
Skessuhorn.
Einar segir að öðru hverju, þeg-
ar svokallaðir risapottar eru í gangi,
þá séu seldir hlutir og fyrir ágóð-
ann af sölunni sé tippað. Umsjón-
armenn þessa starfs voru í upphafi
Guðlaugur Gunnarsson, Sigmund-
ur Ámundason auk Einars. Í dag sjá
Sigmundur og Einar um að halda
utan um starfið með góðri aðstoð
fastra meðlima. „Þegar menn koma
og tippa hjá okkur rennur ákveð-
in hluti af söluverði seðils til knatt-
spyrnufélagsins okkar,“ segir Einar.
Hann bætir því við að í þessari viku
byrji nýtt fimm vikna tímabil. „Þeir
sem hafa áhuga á að vera með geta
haft samband við mig (einarb@
skaginn.is) eða Sigmund (sigmund-
ur.amundason@akranes.is).“
mm
Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í verði
hjá ellefu verslunarkeðjum af tólf
frá því í byrjun júní og fram í sept-
ember. Mesta hækkunin á þessu
tímabili er hjá Krónunni, Bónus og
Kaupfélagi Skagfirðinga, en karfan
lækkaði aðeins í verði hjá Víði. Á
tímabilinu má sjá hækkanir í öllum
vöruflokkum en áberandi eru hækk-
anir á mjólkurvörum sem hækka um
3-5% í flestum verslunum. Mesta
verðhækkunin á körfunni var 3,2%
hjá Krónunni, um 2,4% hjá Bónus
og Kaupfélagi Skagfirðinga, 1,9%
hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetn-
inga, 1,3-1,7% hjá Nettó, Iceland,
Hagkaupum, Samkaupum-Úrvali,
Samkaupum-Strax og Kjarval og
um 0,9% hjá 10/11. Verð körfunn-
ar hefur á sama tímabili lækkað um
2,4% hjá Víði og er mesta lækkun-
in hjá þeirri verslun í vöruflokkn-
um grænmeti og ávextir sem hefur
lækkað í verði um 11,3%.
Miklar hækkanir eru annars í
öllum vöruflokkum. Mest hækka
mjólkurvörur, ostar og egg í öllum
verslununum. Mesta hækkunin er
um 6,6% hjá Iceland, um 4,6-5,4%
hjá Bónus, Krónunni, Samkaupum-
Úrval og Kaupfélagi Vestur-Hún-
vetninga, um 2,7-4,1% hjá Nettó,
Hagkaupum, Samkaupum-Strax
og Víði. Hjá Kjarval og Kaupfélagi
Skagfirðinga var hækkunin 1,4% og
0,4% hjá 10/11. Kjötvörur hækka í
flestum verslunum, mesta hækk-
unin er um 8,3% hjá Krónunni og
um 4,4% hjá Kaupfélagi Skagfirð-
inga, aðrar verslanir hækka minna
eða á bilinu 0,2-2,9%. En hjá Hag-
kaupum stendur verðið í stað og hjá
Samkaupum-Úrvali lækkaði verð-
ið.
Sætindi eru að hækka í verði eft-
ir að hafa lækkað í kringum ára-
mótin vegna afnáms sykurskatts-
ins. Er hækkunin á bilinu 1,1-2,8%
hjá Bónus, Krónunni, Iceland,
Hagkaupum, Samkaupum-Úr-
vali, 10/11 og Kjarval. Hækkunin
er minni hjá Kaupfélagi Skagfirð-
inga, Samkaupum-Strax og Kaup-
félagi Vestur-Húnvetninga eða um
0,2-0,6%. Í Nettó er lækkun um
0,9% og hjá Víði um 1,8%.
Brauð og kornvörur hækka um
4,7% hjá Iceland og um 2,8% hjá
Samkaupum-Strax en minna hjá
Krónunni, Nettó, Hagkaupum,
Samkaupum-Úrval, 10/11, Kaup-
félagi Skagfirðinga og Kjarval. Á
sama tíma er lækkun um 1,4% hjá
Bónus og um 0,4-0,5% hjá Víði og
Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga.
Grænmeti og ávextir hækka í
verði hjá 9 verslunum af 12. Mesta
hækkunin er um 6,2% hjá Kaup-
félagi Skagfirðinga og um 5% hjá
Samkaupum-Úrvali, aðrar verslan-
ir hækka minna eða um 0,1-3,9%.
Grænmeti og ávextir lækka um
11,3% hjá Víði, um 7% hjá Iceland
og um 0,5% hjá Samkaupum-Strax.
mm/Ljósm. eo.
Vörukarfan hefur hækkað í
verði í nær öllum verslunum
Magnús Daníel og Kristleifur Skarphéðinn Brandssynir voru getspakir með
eindæmum í viku 37.
Getspakir tipparar nældu
í þann stóra
Spáð í spilin síðastliðinn laugardagsmorgun um hvernig skuli tippa.
Íslenska skútan Hugur á siglingu í Albany-sundi við Jórvíkurskaga í Ástralíu,
skammt frá nyrsta odda álfunnar, en íslenska skútan og sú sænska hafa gjarnan
samflot.
Rústirnar af gamla ráðhúsinu í Darwin eru varðveittar til minningar um fellibylinn
Tracy sem lagði borgina í rúst á jóladag 1974.
Krókódíll í Adelaide-ánni fyrir sunnan Darwin leikur listir sínar fyrir ferðamenn.
Sólarlagið á Mindil-ströndinni í Darwin, einstaklega fallegri strönd þar sem fáir
þora að synda af hræðslu við krókódíla.