Skessuhorn - 04.11.2015, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 20156
Verðendur-
skoðun lækkar
lyfjakostnað
LANDIÐ: Nýafstaðin
endurskoðun lyfjagreiðslu-
nefndar á verði lyfseðils-
skyldra lyfja hér á landi
leiðir til lækkunar lyfja-
verðs sem áætlað er að
nemi samtals um 773 millj-
ónum króna á ári. Lækkun-
in leiðir til lægri útgjalda
sjúkratrygginga og lækkar
einnig kostnað sjúklinga. Í
lyfjalögum er kveðið á um
það markmið að lyfjakostn-
aði hér á landi skuli hald-
ið í lágmarki. Á grundvelli
þess er lyfjagreiðslunefnd
falið að sjá til þess að lyfja-
verð sé að jafnaði sambæri-
legt við verð í viðmiðunar-
löndum á Evrópska efna-
hagssvæðinu, sem eru Dan-
mörk, Finnland, Noreg-
ur og Svíþjóð, líkt og fram
kemur í reglugerð um lyfja-
greiðslunefnd. Verðsaman-
burðurinn tekur til allra
lyfseðilsskyldra lyfja í lyfja-
verðskrá, jafnt apótekslyfja
og sjúkrahúslyfja, samtals
2.985 vörunúmera. Sam-
anburður á apótekslyfjum
byggist á meðalverði í við-
miðunarlöndunum fjórum
en tekur mið af lægsta verði
á sjúkrahúslyfjum í sömu
löndum.
–mm
Kynna nýjan
Vegvísi í ferða-
þjónustu
VESTURLAND: Á næstu
dögum og vikum munu
Ragnheiður Elín Árnadótt-
ir iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, Grímur Sæmund-
sen formaður SAF og Helga
Árnadóttir framkvæmda-
stjóri SAF fara um landið
og kynna á opnum fundum
nýja Vegvísinn, stefnumörk-
un í ferðaþjónustu. Á fund-
unum munu þau fara yfir
helstu atriði nýju ferðamála-
stefnunnar og svo taka við
opnar umræður og skoðana-
skipti. Fundirnir eru öllum
opnir og eru aðilar í ferða-
þjónustu jafnt sem almennir
borgarar hvattir til að mæta.
Heitt verður á könnunni
og heit súpa á hádegisfund-
unum. Á Vesturlandi verða
opnir fundir mánudaginn
9. nóvember. Annars vegar
í Samkomuhúsinu í Grund-
arfirði kl. 12 og hins vegar á
Hótel Borgarnesi kl. 16:30.
Nánari upplýsingar má finna
á www.ferdamalastefna.is.
-grþ
Sveppur í
Orkuveitu-
húsinu
RVK: Í ljós hafa kom-
ið alvarlegar rakaskemmd-
ir á höfuðstöðvum Orku-
veitu Reykjavíkur við Bæj-
arháls 1 í Reykjavík. Unn-
ið er að mati á umfangi
þeirra,“ segir í tilkynningu
frá OR: „Skemmdirnar upp-
götvuðust í lok ágúst. Sýni
voru tekin og í þeim fund-
ust sveppagró. Starfsfólk var
þá upplýst og það látið vita
af því að sýni yrðu tekin víð-
ar til að kanna umfang vand-
ans. Jafnframt var hluti starf-
seminnar færður til í húsinu.
OR fékk til ráðgjafar sér-
fræðinga í þessum efnum frá
verkfræðistofunni Eflu. Nú
er unnið að áætlun um það
hvernig viðgerð verður hátt-
að. Undirbúningur viðgerð-
anna og viðgerðirnar sjálf-
ar munu taka nokkuð lang-
an tíma og röskun verður
á starfsemi í húsinu á með-
an. Þegar í stað verður grip-
ið til aðgerða til að draga
úr hugsanlegum áhrifum á
heilsu starfsfólks. Árið 2013
var húsnæðið skoðað með
tilliti til sveppagróðurs af
þessu tagi. Þá fundust engin
gró. Við skoðunina nú kom
einnig í ljós að plötur á ytra
byrði hússins hafa losnað og
því verður farið yfir festingar
þeirra allra á næstu vikum,“
segir í tilkynningu frá OR.
–mm
Nakinn maður
AKRANES: Í dagbók lög-
reglunnar á Vesturlandi
kemur það m.a. fram að til-
kynnt var um nakinn karl-
mann á gangi á Akranesi.
Manninum hlaut að hafa
orðið kalt og hefur forðað
sér inn í hlýjuna fljótlega,
því hann fannst ekki við eft-
irgrennslan lögreglu. Kalsa-
veður var þegar þetta var og
vissulega betra að klæða sig
eftir aðstæðum.
–mm
Kirkjumálasjóður tapaði í síðustu
viku fyrir Héraðsdómi Vesturlands
máli sem sjóðurinn höfðaði gegn
Kára H Jónssyni landeiganda að
jörðinni Haga í Staðarsveit á Snæ-
fellsnesi. Í máli sjóðsins gegn Kára
hélt kirkjan því fram að öll hlunn-
indi að æðarvarpi í Gamlahólma
í Hagavatni, tilheyrði kirkjujörð-
inni og prestsetrinu að Staðastað
og að öðrum en kirkjunni, sem
eiganda Staðastaðar, væri óheimilt
að nýta þessi hlunnindi. Kári hefur
um árabil tekist á við Biskupsstofu
um æðardún sem hann tínir á landi
sínu, en kirkjan vildi fá viðurkennt
að hún ætti rétt á tekjum af fjórum
kílóum af dúni á ári hverju með vís-
an í lög um ítöku frá 1952. Í nið-
urstöðu héraðsdóms segir að ekki
liggi fyrir í málinu nein gögn, eins
og skattframtöl eða önnur rekstr-
argögn, sem renna styrkari stoð-
um undir eða sýni fram á að dún-
tekja í hólmanum hafi verið stund-
uð óslitið og samfleytt frá Staða-
stað eftir 8. júlí 1954, þegar fyrr-
nefnd lög tóku gildi, þannig að til
hefðar gæti hafa stofnast, en kirkj-
an hélt því fram að ákveðin hefð
á tínslu æðardúns væri komin á,
sem gerði það að verkum að kirkj-
an ætti hlutdeild í öllum verðmæt-
um sem skapast af tínslunni. Þessu
hafnaði héraðsdómur.
Sjálfur kveðst Kári í samtali
við Skessuhorn hafa á sínum tíma
boðist til að semja um málið til að
koma í veg fyrir dómsmál, en því
hafi kirkjan hafnað. Dómsorð voru
þau að Kári H Jónsson var sýknað-
ur af dómkröfum Kirkjumálasjóðs
og getur óáreittur haldið áfram að
tína æðardún á landi sínu. Kirkju-
málasjóði var gert að greiða 1.200
þúsund krónur í málskostnað.
mm
Kirkjumálasjóður tapar máli
um nýtingu hlunninda
Deilan snérist um nýtingu æðardúns í Gamlahólma.
Framkvæmdir eru hafnar við að
stækka gistihúsið að Langaholti í
Staðarsveit á Snæfellsnesi um helm-
ing. Fjölgað verður í gistirými um
20 herbergi, stækkað úr 20 í 40 her-
bergi. Fyrsta skóflustungan að fram-
kvæmdunum var tekin á miðvikudag
í síðustu viku. „Já, við erum aðallega
að fara að bæta við herbergjum, auka
gistirýmið. Þessi 20 nýju herbergi
til viðbótar við þau 20 sem eru fyr-
ir verða í húsi samtengdu við gisti-
húsið sem er fyrir. Nýja byggingin
á að verða tilbúin sem fyrst. Ég var
að lesa í Skessuhorni að ferðaþjón-
ustan sé orðin aðal bransinn svo
það er ekki seinna vænna, sagði Keli
vert, Þorkell Símonarson í Langa-
holti, þegar Skessuhorn náði tali af
honum í önnum við að grafa fyrir
grunni nýja hússins. „En við áætl-
um að ná að ljúka þessu fyrir næsta
sumar.“
Herbergin í nýju gistiálmunni
verða öll tveggja manna með baði.
„Það verða öll nútíma þægindi eins
og kröfur eru til í ferðaþjónustunni
í dag. „Það er gaman að hugsa til
þess að elsti hluti gistihússins hér
er frá 1985 eða 30 ára. Það var sér-
byggt yfir ferðamenn og ekki mörg-
um sem datt það þá í hug í sveitum
landsins að reisa gistihús fyrir ferða-
menn. Nú 30 árum síðan er þetta
hins vegar orðin þörfin, 40 herbergi
í Langaholti. Sumir segja reyndar að
við hefðum átt að stækka enn meira
við okkur í þessum áfanga. Það er
búið að vera vitlaust að gera, mik-
ill ófriður af ferðamönnum,” seg-
ir Keli og hlær dátt. „Sumarið var
mjög gott, eins og reyndar síðustu
sumur einnig.“ mþh
Gistirýmum að Langaholti
fjölgað um helming í vetur
Grafa tók fyrstu skólfustungun að
nýju gistiálmunni að Langaholti
miðvikudaginn 28. október.