Skessuhorn - 04.11.2015, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 201510
Fjölbrautaskóli Vesturlands
Innritun á vorönn 2016
Fjölbrautaskóli Vesturlands
Vogabraut 5, 300 Akranesi
Sími 433-2500 skrifstofa@fva.is www.fva.is
Námsbrautir í boði
Stúdentsbrautir – 3 ára brautir
Náttúrufræðabraut
Félagsfræðabraut
Opin stúdentsbraut
Listnámssvið
Tungumálasvið
Viðskipta- og hagfræðisvið
Afreksíþróttasvið
Iðnnám
Húsasmíði
Húsgagnasmíði
Vélvirkjun
Grunndeild bíliðngreina
Rafvirkjun
Meistaraskóli
Brautabrú
Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám
Dagskóli
Innritun fyrir nám í dagskóla á vorönn 2016 fer fram
rafrænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans dagana
1.-30. nóvember.
Nám með vinnu og meistaranám
Búið er að opna fyrir umsóknir í húsasmíðanám,
vélvirkjanám og almennan hluta náms til iðnmeistaraprófs
með vinnu fyrir vorönn 2016.
Umsóknum skal skila á skrifstofu skólans fyrir 1. desember
2015.
Nánari upplýsingar gefa Dröfn Viðarsdóttir, áfangastjóri,
drofn@fva.is og Ólafur Haraldsson, náms- og starfsráðgjafi,
olafurharalds@fva.is
Heyrnarmælingar
Ráðgjöf - Aðstoð
Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík • www.hti.is
Sími: 581 3855 • Netfang: hti@hti.is
BORGARNES 5. nóvember kl 09 – 12
AKRANES 5. nóvember kl 14 – 18
Staðsetning v/heilsugæslustöð
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Orkuveita Reykjavíkur hefur far-
ið fram á nauðungarsölur á íbúð-
um nemendagarða á Bifröst vegna
ógreiddra vatnsreikninga. Alls nema
kröfurnar 14,25 milljónum króna
og eru vegna skulda 205 íbúða í
eigu þriggja félaga. Tilkynningar
um nauðungarsölurnar voru birt-
ar í Lögbirtingarblaðinu í liðn-
um mánuði. „Þetta var einn reikn-
ingur frá því í fyrra sem lenti fyrir
slysni til hliðar og var ekki borgaður.
Hann fór svo inn í innheimtuferli
sem var þannig að við fengum ekk-
ert að vita fyrr en uppboðsferlið var
farið í gang. Við erum að reyna að
leysa þetta samhliða því að Íbúðal-
ánasjóður er að vinna á fullu í end-
urskipulagningu á lánamálum fast-
eignafélaganna hér á Bifröst,“ segir
Vilhjálmur Egilsson rektor.
Vilhjálmur segir að vonir standi
til að þessi skuld við Orkuveituna sé
mál sem verði leyst samhliða þeirri
fjárhagslegu endurskipulagningu
sem Íbúðalánasjóður vinnur nú að.
„Þessi krafa frá Orkuveitunni kom
okkur mjög að óvörum. Það var ekki
látið vita að þetta væri ógreitt heldur
fór þetta í innheimtuferli og uppboð
með tilheyrandi kostnaði sem hækk-
ar reikninginn. Þetta eru þrjú íbúða-
félög og þau eru misjafnlega vel sett
en hafa ekki beint með skólann að
gera. Skuldir þeirra eru miklu meiri
en þau ráða við. Ég vona að þetta
leysist en það er ljóst að þessir pen-
ingar til að greiða þessar kröfur eru
ekki til á bók. Við erum að fleyta
þessu áfram og höfum beðið um
fresti um leið og við vonumst til að
geta lokið þessari endurskipulagn-
ingu með Íbúðalánasjóði tiltölulega
hratt,“ segir Vilhjálmur Egilsson
rektor Háskólans á Bifröst.
mþh/ Ljósm. af Bifröst/Árni Sæ-
berg.
Íbúðir á Bifröst í uppboðsferli vegna
ógreiddra hitaveitureikninga
Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð-
ar 27. október síðastliðinn voru lögð
fram gögn varðandi stofnun sameig-
inlegs öldungaráðs Dalabyggðar og
Reykhólahrepps í samvinnu við félag
eldri borgara. Meðal þess voru drög
að erindisbréfi fyrir öldungaráðið.
„Þetta ráð er hugsað sem tengiliður
milli sveitarstjórnar og eldri borg-
ara varðandi mál sem snerta eldra
fólk í sveitarfélaginu. Með stofnun
þess standa vonir til að þessi tenging
verði betri. Öldungaráðið verður
þannig sveitarstjórnum til ráðgjafar
og sveitarstjórn skal leita umsagnar
þess varðandi mál sem snerta eldri
borgara,“ segir Eyþór Jón Gíslason
formaður Byggðaráðs Dalabyggðar.
„Við erum líka með ungmennaráð
sem er sambærilegt við öldungaráð-
ið,“ segir hann.
Í drögum að erindisbréfi öldunga-
ráðsins var lagt til að sveitarstjórnir
Dalabyggðar og Reykhólahrepps
skipi hvor um sig tvo fulltrúa og
tvo til vara í öldungaráð. Félag eldri
borgara í Dalasýslu og Reykhóla-
hreppi skipi tvo fulltrúa og tvo til
vara. Kjörgengir eru þeir sem eiga
lögheimili í sveitarfélaginu. Skipun-
artími ráðsins er kjörtímabil sveitar-
stjórna. Þetta erindisbréf var sam-
þykkt samhljóða. Eyþór Jón Gísla-
son og Ingveldur Guðmundsdótt-
ir verða fulltrúar Dalabyggðar í öld-
ungaráði til loka kjörtímabils. Til
vara eru þau Þorkell Cýrusson og
Halla S. Steinólfsdóttir. mþh
Stofna öldungaráð fyrir Dala-
byggð og Reykhólahrepp
Búðardalur að hausti. Nú hafa Dalabyggð og Reykhólahreppur stofnað sameigin-
legt öldungaráð sem skal verða sveitarstjórnum til ráðgjafar í málefnum eldri
borgara.
Fimmta árið í röð bauð trygginga-
félagið VÍS viðskiptavinum með F
plús tryggingu að næla sér í húfu
fyrir börnin. „Í upphafi var eftir-
spurnin enn meiri en við eigum
að venjast og greinilegt að margri
biðu eftir húfunum. Hér á Akranesi
þurftum við að fá hraðsendingu með
fleiri húfum svo fólk færi ekki tóm-
hent heim eftir fyrstu vikuna. Húf-
urnar njóta mikilla vinsælda og það
er mjög ánægjulegt að afhenda þær,“
segir Þorbjörg Magnúsdóttir þjón-
ustustjóri VÍS á Vesturlandi.
Á tveimur vikum voru 17 þús-
und húfur sóttar á skrifstofur VÍS
um allt land. „Akurnesingar og nær-
sveitungar fengu vel yfir þúsund
húfur og annars staðar á Vesturlandi
ruku þær líka hratt út þannig að á
svæðinu öllu gáfum við um tvö þús-
und húfur. Þetta er bæði gefandi og
skemmtilegt verkefni. Það er mjög
gaman að fá börnin í heimsókn. Að
senda þau síðan á braut með skín-
andi fallega húfu sem eykur öryggi
þeirra í umferðinni er svo jafnvel
enn betra.“
-fréttatilkynning
Tvö þúsund VÍS húfur
á Vesturland
Tvíburarnir Guðrún Alda og Atli Freyr Ómarsbörn í Borgarfirði með húfurnar
sínar.
Frá vinstri: Arna Sigrún Kjartansdóttir,
Kristján Freyr Tómasson og Hanna
María Guðnadóttir í Grundarfirði eru
greinilega í skýjunum með nýju VÍS
húfurnar sínar.