Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Side 15

Skessuhorn - 04.11.2015, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 15 Heiðarskóli 50 ára SK ES SU H O R N 2 01 5 Nordisk biblioteksvecka Vänskap i Norden Nordisk biblioteksuge Venskab i Norden Nordisk bibliotekuke Vennskap i Norden Pohjoismainen kirjastoviikko Ystävyys Pohjolassa Norræn bókasafnavika Vinátta á Norðurlöndum Norðurlendsk bókasavnsvika Vinalag í Norðurlondum Davviriikkalaš girjerájusvahkku Ustitvuohta Davvin Nunat Avannarliit atuagaateqarfiisa sapaatip-akunnerat Avannaani Ikinngutigiinneq 9/11 – 15/11 2015 www.bibliotek.org Sa ra L un db er g, S ve ri ge 9. nóvember, mánudagur kl. 10 Dagrenning með yngstu kynslóðinni Aldís Eiríksdóttir les úr bókinni Vöffluhjarta eftir Maria Parr. Nemendur frá Kleppjárnsreykjum og Hnoðrabóli koma í heimsókn 10. nóvember, þriðjudagur kl. 20:30 Fyrirlestrar í héraði „Einn kvenmaður“ – Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur flytur. Vilborg vinnur nú að þriðju bók sinni um Auði djúpúðgu og fjallar um reynslu sína af þeim skrifum og því að miðla fornsögulegu efni til nútímans Umræður og kaffiveitingar. Aðgangur kr. 500 12. nóvember, fimmtudagur kl. 20 Prjóna-bóka-kaffi með upplestri og norrænu ívafi Páll S. Brynjarsson les úr Egils sögu og kynnir starf Norræna félagsins Norræna bókasafnavikan er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrenni Norræna bókasafnavikan Frásagnarlist og sagnaauður í öndvegi Snorrastofa í Reykholti 9.–15. nóvember 2015 Vinátta er þema vikunnar Páll S. Brynjarsson Vilborg DavíðsdóttirAldís Eiríksdóttir Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sín- um þriðjudaginn 27. október ítar- legar athugasemdir við tillögu að starfsleyfi fyrir álver Norðuráls sem felur í sér stækkun álversins. Verði hún að veruleika mun álverið á Grundartanga geta framleitt 50 þúsund tonnum meira af áli á árs- grundvelli. Núgildandi starfsleyfi sem rennur út 2020 miðast við 300 þúsund tonna ársframleiðslu. At- hugasemdirnar höfðu áður komið frá Umhverfis- og skipulagsnefnd Hvalfjarðarsveitar til afgreiðslu í sveitarstjórn sem ákvað að gera þær að sínum og senda áfram til Umhverfisstofnunar sem fer yfir umsagnir vegna stækkunaráforma Norðuráls. Krefjast minni flúormengunar Hvalfjarðarsveitungar telja nauð- synlegt að herða viðmiðunarmörk fyrir losun flúors frá álverinu því þolmörkum sé þegar náð. Í dag má álverið losa allt að 150 tonn af flú- or á ári eða hálft kíló á hvert fram- leitt áltonn. Ef álverið stækkar í 350 þúsund tonn leggur Umhverf- isstofnun til að þessi mörk verði færð niður í 0,43 kíló á tonnið. Þannig yrði heildarlosun á flúor 150,5 tonn miðað við 350 þúsund tonna álframleiðslu. Sveitarstjór- nin í Hvalfirði bendir hins vegar á að losunarmörk flúors hjá Alcoa á Reyðarfirði séu töluvert lægri. Þar eru þau 0,35 kíló á tonnið mið- að við 360 tonna ársframleiðslu. Hvalfjarðarsveit telur rétt og eðli- legt að hið sama verði látið gilda á Grundartanga og kallar jafnframt eftir skýringum Umhverfisstofn- unar á þessu ósamræmi milli ál- veranna í Reyðarfirði og Hvalfirði. Einnig telur sveitarstjórnin rétt að Norðuráli verði gert að sýna fram á það í verki og með mælingum að hægt sé að reka álverið á Grundar- tanga innan nýrra og hertra mark- miða um flúormengun. Til viðbótar þessum kröfum bendir sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar á að óeðlilegt sé að Norð- urál hafi sjálft umsjón með vökt- un, mælingum og mati á þeim, ásamt útgáfu á skýrslum sem fjalla um mengun fyrirtækisins. Löngu tímabært sé að endurskoða ákvæði um þetta. Einnig er bent á að ekki sé gert ráð fyrir árlegum mæling- um á PAH-efnum sem eru krabba- meinsvaldandi. Efast um trúverðugleika Sveitastjórnin telur trúverðugleika sé áfátt vegna umhverfisvöktun- ar við álverið. Í dag sér Norður- ál til að mynda sjálft um kynningar á þessum þáttum. Hvalfjarðarsveit telur eðlilegt að slíkt sé á hönd- um Umhverfisstofnunar sem hlut- lauss opinbers aðila. Sveitarfélagið óskar eftir því að gerðar verið sí- mælingar, einkum varðandi flú- or, og að upplýsingar verði veittar á rauntíma þannig að fólk fá strax upplýsingar um mengunarhættu. Einnig kallar Hvalfjarðarsveit eft- ir samantekt frá Umhverfisstofn- un um svokallað þynningarsvæði í grennd álversins, hvernig það hafi verið skilgreint á sínum tíma og hvort raunmælingar síðustu ára færi stoðir undir þann uppdrátt á þynningarsvæði sem liggur fyrir í starfsleyfisdrögum nú. Hvalfjarðarsveit kallar sömuleið- is eftir meira gegnsæi þegar kemur að flúormælingum þannig að ekki séu aðeins kynnt meðaltöl og þau sýnd almenningi, heldur séu sýnd hæstu gildi og tíðni þeirra. Sömu- leiðis óskar sveitarfélagið eftir því að flúor sé mælt allt árið en ekki aðeins á tímabilinu 1. apríl til 30. september ár hvert. Loðin viðbragðsáætlun Í athugasemdum sínum vík- ur sveitarstjórnin einnig að því hvernig brugðist skuli við meng- unaróhöppum. Viðbragðsáætlun sé óskýr og tímamörk á tilkynn- ingum um óhöpp þokukennd þar sem talað sé um að þær skuli gefn- ar út „eins fljótt og kostur er.“ Hér sé nauðsynlegt að kveða á um tímamörk. „Mengunaróhöpp hafa átt sér stað hjá Norðuráli en verulega hefur skort á upplýsing- ar til almennings þegar það hefur gerst,“ segir í sveitarstjórnin í svari sínu til Umhverfisstofnunar. Enn er svo bent á að álver- ið í Reyðafirði þurfi að sæta skil- greindum kröfum um samþætt- ar mengunarvarnir og eftirlit sam- kvæmt tilskipun ESB en sambæri- leg ákvæði sé ekki að finna í starfs- leyfi Norðuráls. Einnig er gagnrýnt að lífrænn úrgangur frá svo stórum vinnustað sem Norðuráli skuli ekki notað- ur í jarðgerð. Sú skoðun er einn- ig viðruð að ekki sé fjallað um lýs- ingu og ljósmengun í starfsleyf- inu. „Mikið hefur borið á kvörtun- um vegna ljósmengunar frá iðnað- arsvæðinu á Grundartanga og ljóst að við því þarf að bregðast.“ Telja starfsleyfi eiga að gilda of lengi Gildistími nýs starfsleyfis á að vera 16 ár. Þetta telur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að sé of lang- ur tími. Í athugasemdum sveit- arstjórnarinnar er að lokum tek- ið undir með Faxaflóahöfnum að komið verði á fót upplýsingamiðl- un til íbúa í grennd við Grund- artanga svo þeir geti gert ráð- stafanir ef hætta er talin á óhag- stæðri dreifingu flúors svo sem við óhentug veðurskilyrði. Einnig er farið fram á að Umhverfisstofnun komi á fót samráðsvettvangi milli þeirra sem vinna við að vakta um- hverfi Grundartanga. Íbúar þurfi einnig að hafa greiðan aðgang að grundvallarupplýsingum um stöðu mála á hverjum tíma. Athugasemd- ir sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveit- ar hafa nú verið sendar Umhverf- isstofnun. Hún fer yfir þær ásamt öðrum umsögnum sem stofnun- inni hafa borist vegna fyrirhug- aðrar stækkunar Norðuráls. Lesa má athugasemdirnar í heild sinni í fundargerð sveitarstjórnar á vef Hvalfjarðarsveitar. mþh Hvalfjarðarsveit gerir mikl- ar athugasemdir við starfs- leyfi vegna stækkunar álvers Álver Norðuráls á Grundartanga. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.