Skessuhorn - 04.11.2015, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 201518
Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit er
50 ára nú í haust. Fyrsti skólabíl-
inn mun hafa rennt þar í hlað fram-
an við nýreista skólabygginguna
þann 9. nóvember 1965. Skólinn var
reistur sem heimavistarskóli í landi
bæjarins Leirá og ætlaður börn-
um og unglingum búsettum í sveit-
unum sunnan Skarðsheiðar. Stað-
arvali skólans réði mestu að í ná-
grenninu fannst heitt vatn og búið
var að koma upp sundlaug. Reynd-
ar átti Leirá lengri sögu sem skóla-
staður því þar var fyrst reist skóla-
hús árið 1878. Var það með fyrstu
skólahúsum á landinu. Sá skóli varð
þó ekki langlífur og farskólafyrir-
komulagið náði yfirhöndinni fram á
miðja 20. öld.
Bylting með nýju
skólahúsi
Það var svo ekki fyrr en hrepparn-
ir fjórir sem þá voru sunnan Skarðs-
heiðar komu sér saman um að ráð-
ast í byggingu sameiginlegs skóla
upp úr 1960 að skriður komst á
byggingu nýs skóla í landi Leirár.
Fyrstu árin hét skólinn Leirárskóli
en nafninu var síðan breytt í Heið-
arskóla. Fleiri skólar risu af mynd-
arskap víðar á Vesturlandi um þetta
leyti. Laugagerðisskóli í Eyjahreppi
(nú Eyja- og Miklaholtshreppi) hóf
starfsemi nánast sama dag og Heið-
arskóli. Nokkrum árum fyrr hafði
Kleppsjárnsreykjaskóli í Reykholts-
dal hafið starfsemi sína.
Heiðarskóli var í upphafi heima-
vistarskóli eins og flestir aðrir
barna- og unglingaskólar í sveit-
um landsins voru fyrir fimm ára-
tugum síðan. Það varði þó ekki
nema í sjö ár. Heimavistin var af-
lögð 1972 og síðan hafa nemend-
ur farið til og frá skóla daglega með
skólabílum. Árið 2011 var svo tek-
ið í notkun nýtt og glæsilegt skóla-
hús. Það stendur skammt frá gamla
skólanum sem var seldur. Miklar
breytingar og þróun hefur átt sér
stað í þá fimm áratugi sem skólinn
hefur starfað. „Það var alger bylt-
ing að koma í nýja húsnæðið haust-
ið 2011. Gamla skólahúsnæðið var
alveg orðið úrelt og hentaði ekki til
nútíma kennsluhátta. Við vorum
meðal annars að kenna í gömlum
heimavistarherbergjum með litlum
gluggum og vont að lofta út. Húsið
var líka orðið lúið,“ segir Sigríður
Lára Guðmundsdóttir. Hún hefur
starfað við Heiðarskóla síðan 1992
eða í 23 ár.
Farsæll skóli í
fimmtíu ár
Nýja skólahúsið er hannað fyrir um
130 nemenda skóla. „Í dag stunda
93 nemendur nám við Heiðarskóla.
Flestir hafa þeir orðið um 120 tals-
ins. Þegar ég hóf störf hér 1992
voru þau 110. Þetta rokkar svona
til og frá,“ segir Sigríður Lára
deildarstjóri. Samhliða því að nýja
skólahúsið var tekið í notkun þá
var starfsemi grunnskóla og leik-
skóla samþætt í Hvalfjarðarsveit.
Heiðarskóla og leikskólinn Skýja-
borg í Melahverfi urðu að Leik- og
grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Um
25 stöðugildi eru við Heiðarskóla
en 36 starfa þar í heildina. Um 40
börn eru nú í leikskólanum og er
hann nánast fullsetinn.
Þau Sigríður Lára og Jón Rún-
ar Hilmarsson skólastjóri samsinna
því að rekstur Heiðarskóla hafi
gengið vel í þessa fimm áratugi.
Það er full ástæða til að fagna þess-
um áfanga í sögu Heiðarskóla. „Við
ætlum að halda upp á þetta með því
sem kalla má opnunarhátíð á af-
mælisári mánudaginn 9. nóvem-
ber. Á þessari opnunarhátíð verður
svo litið um öxl og farið yfir sögu
skólans í máli og myndum. Ef ein-
hverjir vilja síðan koma hingað og
segja eitthvað þá er það velkom-
ið. Einn kennari hér gerði könn-
un í vor sem leið meðal 13 útskrif-
aðra árganga úr skólanum og skoð-
aði hvernig þeim hefur vegnað í líf-
inu eftir að þeir voru hér. Það eru
ánægjulegar niðurstöður úr þeirri
könnun sem segir okkur það að
skólinn er góður og undirbýr nem-
endur sína vel fyrir þá vegferð sem
bíður þeirra. Við munum segja frá
þessu á hátíðinni. Síðan verða ýms-
ir viðburðir og uppákomur nú vet-
ur í skólanum tengdir afmælisárinu
og þessum merku tímamótum. Við
myndum líka vilja heyra frá eldri
nemendum, fyrrverandi starfsfólki
og fólki sem hefur tengst skólan-
um með einhverjum hætti í gegn-
um tíðina til að koma að viðburð-
um tengdum afmælisfagnaðinum.
Þannig fögnum við og höldum upp
á þessi tímamót með starfsfólki og
börnunum en að sjálfsögðu eru all-
ir velkomnir,“ segir Jón Rúnar.
Sigríður Lára bætir því að þessa
dagana séu kennarar og starfólk að
kveikja áhuga meðal krakkanna á
þessum tímamótum og segja þeim
frá því að skólinn sé nú orðinn
hálfrar aldar gamall. „Svo verður
eflaust eitthvað gott í matinn, af-
mæliskaka og þess háttar.“
Skoða gerð
sjónvarpsþáttar
Heiðarskóli hefur vakið athygli
langt út fyrir landsteinana fyrir nú-
tímalega og framsækna kennslu-
hætti þar sem nemendur nota
meðal annar mikið spjaldtölv-
ur við námið. „Það eru breyttir
tímar,“ segir Jón Rúnar skólastjóri
og brosir í kampinn. „Við ætlum
að horfa til þess hve vel við erum
tæknivædd. Seinna í vetur verð-
ur kannski til sjónvarpsþáttur sem
krakkarnir vinna sjálf en ekki gef-
ið út hefðbundið afmælisblað eins
og oft er gert við svona tímamót.
Þannig nýtum við tæknina sem við
kunnum. Við erum að byrja á því
að fara í gegnum gamlar ljósmynd-
ir og myndbandsefni frá skólastarf-
inu sem er til hér hjá okkur í skól-
anum og ætlum okkur að vinna úr
þessu. Það er til þónokkuð af efni
til dæmis á VHS-spólum hérna í
bókasafninu. Svo hugsum við okk-
ur að taka viðtöl við fyrrverandi
nemendur, starfsfólk og foreldra.
Það væri spennandi að skapa efni
úr öllum þessum efnivið,“ segir Jón
Rúnar.
Skólastjórinn er ekki í vafa um
að Heiðarskóli eigi framtíðina fyr-
ir sér. „Ég efast hreinlega ekki um
að það væru miklu fleiri börn hér ef
ekki væri húsnæðisskortur í Hval-
fjarðarsveit. Það hefur verið eftir-
sótt að búa í Hvalfjarðarsveit og
ásókn meðal fólks að flytja hingað í
sveitarfélagið en vantað hefur hús-
næði fyrir fjölskyldur sem hafa get-
að hugsað sér að setjast hér að.“
mþh
Heiðarskóli er hálfrar aldar gamall
Gamla og nýja skólahús Heiðarskóla standa nærri hvort öðru skammt suður undan hlíðum Skarðsheiðarfjalla. Gamli skólinn
er vinstra megin á myndinni en sá nýi hægra megin.
Hugað að hestamennsku. Í baksýn sést gamla skólahúsið sem var reist fyrir hálfri
öld.
Sigríður Lára Guðmundsdóttir deilarstjóri og Jón Rúnar Hilmarsson skólastjóri í
rúmgóðu, björtu og nútímalegu húsnæði Heiðarskóla.
Krakkar úr Heiðarskóla að leik.
Hópmynd af nemendum.
Úr einni af skólastofunum.
Hlúð að plöntum.
Nemendur á góðri stundu.