Skessuhorn - 04.11.2015, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 31
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott föt, fyrir flottar konur
Körfuknattleiksfélag Akraness
Íþróttahúsið við Vesturgötu
1. deild
Föstudaginn 6. nóvember kl. 19.15
ÍA - KFÍ
Fjölmennum og hvetjum
ÍA til sigurs!
Íslenska stúlknalandsliðið
í blaki, skipað leikmönn-
um 17 ára og yngri, nældi
í silfurverðlaun á Norður-
Evrópumótinu í aldurs-
flokknum sem lauk í Ket-
tering á Englandi nýverið.
Í úrslitaviðureigninni léku
íslensku stúlkurnar gegn Finnlandi, en höfðu
áður sigrað Finna í undanúrslitum, Færeyinga
og Englendinga. Er þetta besti árangur íslensks
blakliðs á Norður-Evrópumóti til þessa. Í U17
landsliði Íslands í blaki er stúlka frá Grundarfirði.
Hún spilar með mfl. UMFG og heitir Svana Björk
Steinarsdóttir. Svana er 16 ára. mm/ Ljósm. tfk.
Grundfirðingur í
U17 landsliðinu
Sundkonan Inga Elín Cryer
frá Akranesi náði nýver-
ið lágmarki inn á EM-25
í sundi en mótið fram fer
í Ísrael í desember. Inga
Elín keppti á Extramóti
SH og náði þar lágmark-
inu í 400m skriðsundi. Það
verður nóg að gera hjá þessari knáu sundkonu því
næsta mót er ÍM-25 núna um miðjan nóvember
og svo er EM í byrjun desember. Inga Elín vonast
til að toppa sína tíma á EM en ÍM-25 mótið verður
góður undirbúningur fyrir það. Síðan fer Inga Elín
í æfingabúðir erlendis milli jóla og nýárs með af-
rekshópi síns félagsliðs sem er Ægir. Þar mun hún
keppa á sundmóti í 50m laug og hefst þá form-
lega undirbúningur fyrir ÓL 2016, en eins og áður
hefur komið fram í Skessuhorni er Inga Elín að
setja stefnuna þangað. mm
Náði lágmarki á
EM í sundi
Skagamaðurinn Árni Snær Fjalarsson varð Ís-
landsmeistari í brasilísku Jiu Jitsu í flokki 15 til
17 ára + 75 kg síðastliðinn laugardag. Árni Snær
sýndi snilldartilþrif á mótinu, sem haldið var á
Akureyri. Hann vann allar glímurnar sínar nema
eina á uppgjafartaki. Þetta er því annað árið í röð
sem Árni Snær tekur Íslandsmeistaratitil heim á
Akranes. Árni er 16 ára gamall og á því eitt ár eft-
ir í þessum flokki. Árni Snær stundar nám í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi en æfir og
keppir fyrir Mjölni.
grþ
Árni Snær Íslands-
meistari í annað sinn
Oliwia Huba og Hugrún Stefn-
isdóttir héldu tombólu og söfn-
uðu 2.227 kr fyrir Rauða krossinn.
Rauði krossinn á Akranesi þakkar
þeim kærlega fyrir þeirra framlag.
fréttatilkynning
Héldu tombólu
fyrir RKÍ
Dagana 12. til 16. október sl. fór fram svokall-
að NEVZA mót í blaki í Danmörku. Er þetta Norð-
urlandamót U-19 landsliða. Í landsliðinu í blaki
U-19 að þessu sinni áttu Snæfellsbæingar full-
trúa en hin unga og bráðefnilega blakstúlka
Anna Kara Eiríksdóttir var í liðinu. Anna Kara
æfir og spilar með UMFG og spilar í Mizunodeild-
inni eða úrvalsdeildinni í blaki. Löndin sem tóku
þátt á mótinu voru Svíþjóð, Noregur, Færeyj-
ar, Danmörk og England ásamt Íslandi. Heppn-
aðist ferðin mjög vel, að sögn Önnu Köru, enda
hópurinn samhentur og ákveðinn í að gera sitt
besta. Gekk liðinu mjög vel þó að sigrarnir yrðu
einungis tveir. Endaði íslenska liðið í fimmta
sæti á mótinu. Langaði Önnu Köru að lokum að
nota tækifærið og þakka þeim fyrirtækjum sem
styrktu hana í þessa ferð kærlega fyrir, sagði að
svona stuðningur væri ómetanlegur fyrir sig.
þa
Snæfellskur fulltrúi í
U19 í blaki
Snæfell tóku á móti Keflavík í Dom-
ino‘s deild kvenna í körfuknattleik
laugardaginn 31. október síðastliðinn.
Íslandsmeistararnir úr Stykkishólmi
slitu sig frá gestunum strax um miðj-
an fyrsta leikhluta og hleyptu Keflvík-
ingum aldrei inn í leikinn aftur. Snæ-
fell jók forskot sitt jafnt og þétt og
vann að lokum stórsigur, 84-56.
Haiden Palmer var atkvæðamest
í liði Snæfells. Hún skoraði 29 stig,
tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
Næsti leikur Snæfells fer fram í kvöld,
miðvikudaginn 4. nóvember, þegar
liðið heimsækir Grindvíkinga. kgk
Haiden Palmer fór mikinn í stórsigri
Íslandsmeistaranna á Keflavík síðast-
liðinn laugardag. Ljósm. sá.
Skallagrímur tók á móti Þór frá Ak-
ureyri í 1. deild kvenna í körfuknatt-
leik síðastliðinn sunnudag. Leikur-
inn var jafn framan af en leikmenn
Skallagríms náðu heldur undirtök-
um leiksins eftir því sem leið á fyrri
hálfleik og leiddu með sjö stigum
í leikhléi, 52-45. Áfram voru leik-
menn Skallagríms sterkari en tókst
ekki að slíta sig frá liði Þórs fyrr en
um miðjan fjórða leikhluta. Þá tók
Borgarnesliðið vænan lokasprett
sem skilaði þeim 16 stiga sigri,
85-69.
Skallagrímur samdi mánaðamót-
in við Erikku Banks, 22 ára bak-
vörð sem lék síðast með Northern
Arizona í Bandaríkjunum. Var leik-
urinn gegn Þór fyrsti leikur hennar
fyrir Borgarnesliðið og skoraði hún
í honum 19 stig. Kristrún Sigur-
jónsdóttir var hins vegar iðnust við
kolann í með 26 stig.
Næsti leikur Skallagríms er einn-
Endaspretturinn gulltryggði sigur Skallagríms
Erikka Banks lék sinn fyrsta leik fyrir Skallagrím í sigrinum gegn Þór þar sem hún
skoraði 19 stig. Ljósm. fengin af facebook-síðu Skallagríms.
Snæfell vann
stórsigur á
Keflvíkingum
Fyrsta umferð Powerade-bikars
karla í körfuknattleik fór fram um
helgina. Körfuknattleikslið af Vest-
urlandi tóku þátt og áttu misjöfnu
gengi að fagna. Aðeins Skallagríms-
menn komust áfram úr 32ja liða úr-
slitum, en þeir unnu dramatískan
sigur á Fjölni í Borgarnesi, 96-93,
í leik þar sem J.R. Cadot skoraði 31
stig og tók 19 fráköst.
Snæfellingar töpuðu stórt fyr-
ir Haukum á heimavelli, 45- 89 og
leikmenn ÍA urðu að sætta sig við
14 stiga tap gegn Hamri í Hvera-
gerði, 91-77.
Grundfirðingar, sem nýverið end-
urvöktu meistaraflokk karla, töpuðu
heima gegn Breiðabliki, 75-93, í
fyrsta bikarleik liðsins í fjölmörg ár.
Dregið hefur verið í 16 liða úrslit-
um bikarkeppninnar og þar mæta
Skallagríms menn Íslandsmeistur-
um KR í Vesturbænum.
Á sama tíma var dregið í fyrstu
umferð Powerade-bikars kvenna
þar sem Skallagrímur tekur einnig
þátt. Mótherji þeirra verður Breiða-
blik og leikið verður í Kópavogin-
um.
Leikirnir í 16 liða úrslitum bik-
arkeppna karla og kvenna fara fram
dagana 5.-7. nóvember næstkom-
andi. kgk
Aðeins Skallagrímur komst áfram í bikarnum
Grundfirðingar máttu sætta sig við tap gegn Breiðabliki í fyrsta bikarleik liðsins í
fjölmörg ár. Ljósm. tfk.
Skallagrímur komst áfram í Powerade-
bikarnum með sigri á Fjölni, eitt
Vesturlandsliðanna.
Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson.
ig heimaleikur, en laugardaginn
7. nóvember fá stúlkurnar Fjölni í
heimsókn.
kgk