Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 49. tbl. 18. árg. 2. desember 2015 - kr. 750 í lausasölu
Skemmtileg jólagjöf
– gefðu gjöf sem vex
Ef þú leggur �.��� kr. eða meira inn á Framtíðarreikning
barns færðu að gjöf spilasett með sex skemmtilegum spilum.
Tilvalið í jólapakkann.
Kynntu þér málið á arionbanki.is
Coldfri munnúði
Fluconazol
ratiopharm
- við kvefi og hálsbólgu
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
Frá Landnámssetri
Jólalegt hádegi
10. og 18. desember
Jólatónleikar
Svavar Knútur og Kristjana
10. desember kl. 20:30
Þorláksmessuskata
23. des kl. 12:00
Pantið fyrir 18. desember
Munið gjafakortin okkar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Hinn árlegi piparkökudagur var haldinn í starfsstöðvum Grunnskóla Snæfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Löng hefð er
fyrir þessari samkomu sem markar upphaf aðventu hjá börnum og fullorðnum. Margt var um manninn og áætlað að á sjötta
hundrað hafi átt leið um. Á meðfylgjandi mynd er Eiríkur Einarsson stoltur piparkökuskreytir ásamt Svönu Pálsdóttur móður
sinni. Sjá nánar bls. 28 og fréttir víðar í blaðinu um aðventusamkomur hér og þar. Ljósm. af.
Mikill viðbúnaður var í gær, þriðju-
dag, þar sem spáð var að óvenjulega
djúp vetrarlægð gengi norður og
austur yfir landið. Skólum í Borgar-
firði var m.a. aflýst þennan dag vegna
válegrar veðurspár. Þegar á reyndi
var veðurhamurinn talsvert minni
en spáð var og svo virtist sem sumir
staðir slyppu vel, svo sem Akranes, á
sama tíma og ekki lengra en sunnan
Akrafjalls var blindbylur um stund.
Þó hvessti um tíma sums staðar, með-
al annars á Snæfellsnesi, Holtavörðu-
heiði og lengra norður og austur með
landinu. Það skal tekið fram að þessi
frétt er skrifuð kl. 15 í gær.
Meðfylgjandi mynd var tekin eftir
hádegið í gær í Stykkishólmi og sýn-
ir hross heimamanna híma meðan él
gekk yfir. mm/ Ljósm. sá
Veturinn
minnir á sig
Undanfarið hafa feðgarnir Gísli
Baldursson og Baldur S. Gísla-
son stundað veiðar á beitukóngi í
Hvammsfirði. „Okkur vantaði verk-
efni yfir veturinn. Það voru til beitu-
kóngsgildrur hér á svæðinu þannig
að við ákváðum að hefja tilrauna-
veiðar hér í Hvammsfirði í samtarfi
við Lúðvík Börk Jónsson hjá Ro-
yal Iceland í Grindavík. Það fyrir-
tæki hefur síðustu ár gert út bátinn
Blíðu SH sem hefur verið á beitu-
kóngsveiðum í Breiðafirði og land-
að í Stykkishólmi. Það var vitað að
menn hefðu orðið varir við beitu-
kóng hér innan við Röstina í mynni
Hvammsfjarðar en hún er straum-
þung og flestum illa við að sigla mik-
ið í gegnum hana. Hugmynd okkar
var sú að nota bátinn okkar Hug-
rúnu DA-1, gera út frá Búðardal og
landa þar,“ segir Baldur S. Gíslason
í samtali við Skessuhorn.
Hann segir að það hafi tek-
ið nokkurn tíma í upphafi að koma
gildrunum í sjó en síðan hafi veið-
arnar gengið ágætlega. „Við erum
búnir að fiska einhver fjögur tonn
og erum sáttir við árangurinn. Afl-
anum er ekið til vinnslu í Grinda-
vík. Það var reyndar smá rekistefna í
upphafi. Í ljós kom að höfnin í Búð-
ardal var ekki með neitt löndunar-
númer í kerfinu hjá Fiskistofu og
því ekki hægt að skrá aflann. En þeir
græjuðu það hjá Fiskistofu og Búð-
ardalur fékk sitt löndunarnúmer út
á þessar beitukóngsveiðar okkar.
Búðardalur er þannig orðinn alvöru
löndunarhöfn. Þær eru þá orðnar
tvær hér í Dalabyggð, Búðardalur
og Skarðsstöð.“
Baldur segir að beitukóngsveið-
arnar í Hvammsfirði séu kærkom-
ið vetrarverkefni fyrir Hugrúnu DA
sem er einn af þremur bátum í eigu
þeirra feðga. „Hingað til höfum
við einkum stundað grásleppuveið-
ar. Við vorum reyndar með Hug-
rúnu á makríl sumarið 2014, veidd-
um í Húnaflóa og fengum þá um
40 tonn. Vegna bágra markaðsað-
stæðna nú í sumar veiddum við hins
vegar aðeins 380 kíló af makrílnum
og höfum notað hann í beitu. “
mþh
Beitukóngur gerir Búðardal að alvöru fiskihöfn
Hugrún DA1 landar beitukóngi í Búðardalshöfn. Kranabíll frá KM þjónustunni
hífir aflann á land í körum. Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir.
Beitukóngurinn er kuðungategund
sem finnst víða við Vesturland. Þessi
mynd er af beitukóngi sem landað var
úr Blíðu SH í Stykkishólmi í fyrravetur.