Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 20158
„Þetta gekk bara hrikalega vel.
Allt var tipp - topp. Mér skilst að
þetta hafi verið 27. árið sem Út-
varp Akraness var haldið og líklega
var þetta í 22. skiptið sem ég var
tæknistjóri og svo var ég líka aðeins
með í þáttum. Óli Ofur, ég sjálfur,
er fyrir löngu orðinn yfir-tækni-
stjóri,“ segir Ólafur Páll Gunn-
arsson útvarpsmaður og hlær við.
Eins og fram kemur í þessum orð-
um hans þá er hann orðinn hokinn
af reynslu við að stýra tæknimál-
unum hjá Útvarpi Akraness. Það
er Sundfélag Akraness sem stend-
ur fyrir þessu útvarpi á aðventunni
á hverju ári í fjáröflunarskyni. Aug-
lýsingar eru seldar og allt unnið í
sjálfboðavinnu.
„Dagskráin rann fínt. Það voru
margir skemmtilegir nýir þættir og
við heyrum ekki annað en almenn-
ingur hafi verið ánægður með það
sem fram fór þannig að það eru all-
ir sáttir,“ segir Hjördís Hjartardótt-
ir útvarpsstjóri. Meðal efnis voru
spjallþættir, tónlistarþættir, bóka-
þættir og áfram má telja. Fólk á öll-
um aldri spreytti sig, jafnt ungir og
þeir sem eldri eru. Einn þátturinn
sem beðið var með hvað mestri eft-
irvæntingu var spurningaþátturinn
þar sem vinnustaðir sendu lið sín á
vettvang. „Í ár voru það Landmæl-
ingar Íslands sem unnu Brekkubæj-
arskóla í æsispennandi viðureign.
Brekkubæjarskóli vann keppnina í
fyrra en varð nú að sjá eftir gull-
inu í greipar Landmælinga,“ segir
Hjördís.
mþh /Ljósm. Sundfélag Akraness
Samræma
matvælaeftirlit
LANDIÐ: Matvælastofnun
hefur gefið út leiðbeiningar
um framkvæmd matvælaeftir-
lits á vegum heilbrigðiseftirlits
sveitarfélaga. Leiðbeiningarn-
ar eru liður í því að auka sam-
ræmi í framkvæmd matvæla-
eftirlits á landsvísu. Þær eru
unnar í samræmi við breyting-
ar á löggjöf hvað varðar kröf-
ur til matvælafyrirtækja og
matvælaeftirlits sem hafa ver-
ið innleiddar á undanförn-
um árum. Í byrjun árs 2015
gaf Matvælastofnun einnig
út leiðbeiningar um hvernig
skuli flokka matvælafyrirtæki
sem heyra undir eftirlit heil-
brigðiseftirlits sveitarfélaga
með tilliti til áhættu starfsem-
innar og frammistöðu mat-
vælafyrirtækjanna í að upp-
fylla kröfur. „Með þessu hafa
stór skref verið stigin til sam-
ræmingar í matvælaeftirliti á
landsvísu og ætti það að stuðla
að auknu jafnræði og gagnsæi
í stjórnsýslunni,“ segir í til-
kynningu frá MAST.
–mm
Dregið hefur úr
atvinnuleysi
LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu-
markaðsrannsókn Hagstofu Ís-
lands voru að jafnaði 189.400
manns á aldrinum 16-74 ára
á vinnumarkaði í október
2015, sem jafngildir 81% at-
vinnuþátttöku. Af þeim voru
182.200 starfandi og 7.200 án
vinnu og í atvinnuleit. Hlut-
fall starfandi af mannfjölda
var 78% og hlutfall atvinnu-
lausra af vinnuafli var 3,8%.
Samanburður mælinga fyrir
október 2014 og 2015 sýnir
að atvinnuþátttaka minnkaði
um 0,8 prósentustig og hlut-
fall starfandi fólks stóð nánast
í stað. Atvinnuleysi dróst hins
vegar saman um 1,2 prósentu-
stig frá því í október 2014, úr
5% í 3,8%.
–mm
Aukin skógrækt
í farvatninu
LANDIÐ: Í þeim markmið-
um sem stjórnvöld vinna nú að
í loftslagsmálum felst að auka
skógrækt og landgræðslu til að
binda koltvísýring og minnka
nettólosun gróðurhúsaloftteg-
unda á Íslandi. Í annarri um-
ræðu fjárlaga sem nú fer fram
á Alþingi er gert ráð fyrir 500
milljóna króna aukningu til
þessara mála á næsta ári. Stefnt
er að því að draga úr nettólos-
un íslensku útgerðarinnar um
40% fram til 2030 og líklegt
verður að telja að því verði
ekki náð með tækniþróun og
endurnýjun skipaflotans nema
að hluta. Því sem eftir stendur
má auðveldlega ná með auk-
inni ræktun og þá er árangurs-
ríkast að rækta gjöfulan nytja-
skóg. Frá þessu er greint á vef
Skógræktar ríkisins.
–mm
Stöðugt leigu-
verð á þorski
LANDIÐ: Verð á leigðum afla-
heimildum hefur verið nokkuð
stöðugt undanfarna 12 mánuði.
Verðið á þorskkvóta hefur þann-
ig haldist í kringum 250 krón-
ur á kílóið í stóra kerfinu svo-
kallaða (aflamarkskerfinu) þar
sem eru eru stærri skip en litlu
lægra í krókaaflamarki þar sem
eru bátar sem veiða á línu og
handfæri. Í lok september tók
verð að lækka lítilsháttar. Í dag
er það 215 krónur í aflamarks-
kerfinu en hefur verið rúmlega
200 krónur í krókaaflamarks-
kerfinu. Þetta kemur fram í út-
tekt sem Fiskistofa hefur gert
og birtir á vef sínum. Þorskverð
virðist ekki hafa náð að hjarna
við eftir að það lækkaði í kjöl-
far þess að heildarþorskkvótinn
í Barentshafi sló öll fyrri met
og var settur í um eina milljón
tonna. „Af verðþróuninni að
dæma má ljóst vera að verðfall-
ið sem varð á haustmánuðunum
2012, sem má rekja til aukins
framboðs á þorski á erlendum
mörkuðum, hefur ekki geng-
ið til baka nema að litlu leyti
en verðið í aflamarkskerfinu
fór hæst í upphafi árs 2012 upp
í 330 krónur,“ segir þar. Nánar
er hægt að skoða verðþróun á
aflaheimildum á vef Fiskistofu.
–mþh
Aflatölur fyrir
Vesturland
21. - 27. nóvember
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 6 bátar.
Heildarlöndun: 20.919 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 10.728
kg í þremur löndunum.
Arnarstapi 4 bátar.
Heildarlöndun: 42.138 kg.
Mestur afli: Álfur SH: 19.059
kg í þremur löndunum.
Grundarfjörður 8 bátar.
Heildarlöndun: 335.634 kg.
Mestur afli: Sighvatur GK:
116.178 kg í tveimur löndun-
um.
Ólafsvík 12 bátar.
Heildarlöndun: 124.235 kg.
Mestur afli: Kristinn SH:
36.758 kg í fimm löndunum.
Rif 13 bátar.
Heildarlöndun: 368.032 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
116.013 kg í tveimur löndun-
um.
Stykkishólmur 4 bátar.
Heildarlöndun: 42.990 kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson SH: 22.922 kg í fjórum
löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1.Örvar SH – RIF:
81.884 kg. 23. nóvember
2. Sighvatur GK – GRU:
77.922 kg. 22. nóvember
3. Tjaldur SH – RIF:
77.223 kg. 22. nóvember
4. Steinunn SF – GRU:
62.698 kg. 24. nóvember
5. Hringur SH – GRU:
56.443 kg. 23. nóvember
mþh
Fyrsta áfanga í umhverfisfram-
kvæmdum við vitann á Breiðinni á
Akranesi er lokið. Í þessum áfanga
var gerður áningarstaður með
göngustígum og útsýnispalli. Það
var Skóflan hf. sem sá um fram-
kvæmdirnar á Breið. Að sögn Guð-
mundar Guðjónssonar hjá Skóflunni
lauk áfanganum í byrjun nóvember-
mánaðar. „Við erum búnir að steypa
stétt næst svæðinu við grjótgarðinn,
setja upp timburbryggju, gera bíla-
stæði og laga götuna,“ segir Guð-
mundur og bætir því við að Akur
hafi verið undirverktaki á bryggjunni
og séð um tréverkið. Verkið tók um
tvo mánuði í framkvæmd en vinnan
hófst í byrjun september. „Það eina
sem á eftir að gera er að setja sand-
hóla sitthvorum megin við bryggj-
una, þeir verða ekki settir upp fyrr
en fer að frysta almennilega,“ segir
Guðmundur. Það var Landslag arki-
tektastofa sem sá um hönnun verks-
ins, sem er langt komið. Steinalögn
á svæðinu fyrir framan vitann er eftir
en samkvæmt teikningum eiga einn-
ig að vera tveir stálpallar á svæðinu.
Engin tímasetning er komin um
áframhald á framkvæmdum en fyrsti
áfangi verksins hlaut 12 milljóna
króna styrk frá Framkvæmdasjóði
ferðamannastaða.
grþ
Glaðlegur hópur ungmenna frá Slóveníu ásamt nemendum frá Akranesi komu í
heimsókn í Akranesviti skömmu eftir að framkvæmdum lauk.
Ljósm. Björn Lúðvíksson.
Fyrsta framkvæmdaáfanga á Breið lokið
Gylfi Noah Gabriel Fleckinger Örv-
arsson úr félagsmiðstöðinni Afdrepi í
Snæfellsbæ sigraði Rímnaflæði Sam-
fés síðastliðið föstudagskvöld. Rímna-
flæði er árleg rappkeppni félagsmið-
stöðvanna, þar sem ungmenni víðs-
vegar af landinu keppa í rappsöng.
Aldrei hafa fleiri keppendur tek-
ið þátt í Rímnaflæði og færri kom-
ust að en vildu. Gylfi, sem er fjórtán
ára, segir mikla stemningu hafa ver-
ið á keppninni. „Þetta var rosalega
gaman, það voru yfir tuttugu atriði
og húsið fylltist alveg,“ segir Gylfi í
samtali við blaðamann.
Gylfi rappaði lagið Frjáls, sem
hann samdi að hluta til sjálfur. „Ég
samdi sjálfur textann og hvernig lag-
ið er en undirspilið sjálft er ekki eft-
ir mig, ég fann það á netinu,“ segir
Gylfi. „Textinn fjallar bara um mín-
ar skoðanir og hvernig það er sama
hvað öðrum finnst, ég breyti ekki
mínum skoðunum,“ heldur hann
áfram. Gylfi hefur lengi verið í tón-
list en er nýbyrjaður að rappa. „Ég er
búin að vera í tónlist síðan ég var sex
ára. Ég hef verið að æfa söng og á gít-
ar og æfði á píanó þegar ég var yngri
en ég er nýbyrjaður að prófa mig
áfram í að rappa.“ Gylfi segist hlusta
mikið á íslenskt rapp en segir svolítið
krefjandi að rappa sjálfur. „Þetta tek-
ur svolítið langan tíma, að æfa sig og
að semja rapplag. Það þarf að finna
út hvenær réttu orðin passa svo þau
fari á réttan stað í laginu.“
Skemmtilegra
en að syngja
Að sögn Gylfa hefur hann oft stig-
ið á svið áður, þó þetta hafi verið
frumraunin í rappinu. Hann hef-
ur til að mynda komið fram á veg-
um skólans og í kringum Samfés og
tók þátt í söngvakeppninni Samvest
í fyrra. „Í þeirri keppni söng ég lag,
rappaði ekki. Mér finnst samt eigin-
lega skemmtilegra að rappa, það er
meira stuð í kringum það og maður
lifir sig einhvern veginn miklu meira
inn í lagið. Maður myndar líka meiri
tengsl við áhorfendurna þegar mað-
ur rappar,“ útskýrir Gylfi. Framund-
an hjá rapparanum unga er upptaka
á laginu. „Ég er að fara að taka þetta
lag upp og svo ætla ég að reyna að
nota þennan sigur til að koma mér
á framfæri. Ég ætla að halda áfram
í rappinu og tónlistinni,“ segir Gylfi
Noah Gabriel Fleckinger Örvars-
son.
grþ
Sigraði í rappkeppni félagsmiðstöðvanna
Gylfi Noah Gabriel Fleckinger Örvars-
son rappaði til sigurs á Rímnaflæði.
Ljósm. Samfés.
Útvarp Akranes gekk vel um helgina
Guðni Hannesson og Guðmundur Valsson kepptu fyrir hönd Landmælinga Íslands
í spurningakeppninni.
Óli Palli sat við takkaborðið á Útvarpi Akranes í 22. sinn.