Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 15
Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
2
Reyktur og grafinn Eðallax
fyrir hátíðarstundir
Fyrsti sunnudagur í aðventu var
um liðna helgi. Af því tilefni voru
jólaljós tendruð víðsvegar um land-
ið og jólasveinar á ferðinni, þó að
þeirra tími sé í raun ekki kominn.
Mikil jólastemning ríkti meðal
annars víða hér á Vesturlandi, þar
sem haldnar voru aðventuhátíðir
með söng og jólagleði ýmist á laug-
ardeginum eða sunndeginu, þegar
kveikt var á ljósum jólatrjánna. Hér
má sjá svipmyndir frá Snæfellsbæ,
Akranesi og Borgarbyggð þegar
ljósin voru tendruð um liðna helgi.
grþ
Jólaljósin tendruð í skammdeginu
Jólaljósin á Akratorgi voru kveikt við hátíðlega athöfn á laugardag. Systurnar
Högna og Laila Þóroddsdætur tendruðu ljósin en afi þeirra gróðursetti grenitréð
sem skreytir torgið fyrir 20 árum. Ljósm. Ágústa Friðriksdóttir.
Hilmar Atli Þorvarðarson fékk þann
heiður að kveikja á jólatrjánum bæði í
Ólafsvík og Hellissandi. Ljósm. af.
Eftir að ljósin voru kveikt á Akratorgi tóku Grýla og nokkrir synir hennar nokkur
jólalög. Ljósm. Ágústa Friðriksdóttir.
Skólakór Grundaskóla söng fyrir áheyrendur á aðventuhátíðinni á Akranesi.
Ljósm. Ágústa Friðriksdóttir.
Fólk lét kuldann ekki á sig fá í Borgarnesi þegar ljósin voru tendruð á jólatré
Borgarbyggðar á Kveldúlfsvelli síðastliðinn sunnudag.
Ljósm. Kolfinna Jóhannesdóttir.
Að venju vöktu jólasveinarnir kátínu barnanna í Snæfellsbæ.
Ljósm. af.
Kveikt var á jólatrjám í Snæfellsbæ síðastliðinn sunnudag.
Hér er dansað í kringum jólatréð í Ólafsvík. Ljósm. af.