Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 11 Fólk kaupir dýrari dekk Nú er vetur óðum að ganga í garð af fullri hörku. Þeir félagar segja að fólk sé búið að koma jafnt og þétt undan- farið til að láta skipta yfir á vetrar- dekk undir bílunum. „Það er pínu ró- legt í þessu einmitt núna en vafalaust kemur fjöldi manns um leið og frystir meira með tilheyrandi hálku og snjó- komu. Það getur nú reyndar gerst hvenær sem er,“ segir Ólafur Eyberg. Þeir segjast hafa selt þokkalega af nýj- um dekkjum í haust. „Það hefur nátt- úrlega haft áhrif að reglur um mynst- ursdýpt í vetrardekkjum voru hertar í fyrra. Nú eiga þau að lágmarki að vera með þriggja millimetra mynst- ur frá 1. nóvember til 15. apríl. Þetta hefur haft áhrif á aukna sölu.“ Ósk- ar Rafn bætir við að í haust hafi selst meira af dýrari dekkjum heldur en í fyrra. „Ég hugsa að fólk sé búið að átta sig á að það er ekki alltaf ódýrast að kaupa það ódýrasta þegar kemur að hljólbörðum,“ segir hann. mþh Samninganefnd Félags leikskóla- kennara skrifaði á fimmtudags- kvöldið undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfé- laga. Gildistími samningsins er frá 1. júní 2015 og til 31. mars 2019. Kjarasamningurinn var kynntur um helgina og í þessari viku og fer í framhaldinu til atkvæðagreiðslu. Það var Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL, sem skrifaði undir samninginn í gær í húsnæði Ríkis- sáttasemjara ásamt Ingu Rún Ólafs- dóttur frá Sambandi sveitarfélaga og Atla Atlasyni frá Reykjavíkur- borg. mm Leikskóla- kennarar sömdu Bifreiðaþjónustan Bílar og dekk ehf. hefur byrjað starfsemi bíla- leigu á Akranesi. „Við erum með bílaleiguleyfi númer eitt á landinu samkvæmt nýju lögunum um bíla- leigur sem tóku gildi nýverið,“ seg- ir Ólafur Eyberg Rósantsson ann- ar eigandi Bíla og dekkja og bend- ir á glænýtt og innrammað skírteini sem stendur við hlið hans, undir- ritað og stimplað af þar til bærum yfirvöldum. Ólafur Eyberg á fyr- irtækið ásamt Óskari Rafni Þor- steinssyni. Þeir stofnuðu það sum- arið 2008 og hafa byggt það upp jafnt og þétt síðan. Nú starfa fimm manns hjá Bílum og dekkjum. Fyrirtækið sinnir meðal annars öllum almennum bílaviðgerðum auk þess að sjá um smurþjónustu og dekkjaskipti. Í fyrra festu Bílar og dekk svo kaup á nýjum og full- komnum sprautuklefa um leið og ráðið var í stöðu bílamálara og bif- reiðasmiðs. Rekstur bílaleigu er svo nýjasta viðbótin. „Við festum kaup á tveimur nýjum Opel Corsa bíl- um og vorum bara að fá þá afhenta nú fyrir tíu dögum. Við erum mik- ið í bílaviðgerðum fyrir trygginga- félögin. Viðskiptavinir þeirra þurfa oft bílaleigubíla þegar þeir eru með bílana sína í viðgerð hjá okk- ur. Við rákum okkur á að stundum voru ekki til bílaleigubílar á lausu hér á Akranesi þegar svona aðstæð- ur komu upp. Þess vegna ákváðum við að kaupa þessa bíla til að geta haft þá til reiðu fyrir viðskipta- vini tryggingafélaganna. En ann- ars verða þessir bílar leigðir hverj- um sem vill. Vanti fólk bílaleigubíla þá er því velkomið að hafa samband við okkur,“ segja þeir félagar. Auk þessa tveggja bíla hafa þeir einnig keypt lítinn ferðamannahús- bíl sem þeir ætla einnig að leigja út. „Hann er með tvöföldu rúmi aftur í. Það eru heilu fyrirtækin í Reykja- vík sem stunda útleigu á svona bíl- um í Reykjavík en líklega er þetta sá fyrsti þessarar gerðar hér á Akra- nesi.“ Bílar og dekk með nýja bílaleigu á Akranesi Ólafur Eyberg Rósantsson og Óskar Rafn Þorsteinsson eiga og reka Bíla og dekk á Akranesi. Hér eru þeir félagar við nýju Opel Corsa bílaleigubílana. Jólaútvarp N.F.G.B. fm 101,3 Árlegt jólaútvarp Nemendafélags Grunnskóla Borgarnes verður sent út frá Óðali 7. – 11. desember frá kl. 10:00 - 23:00 alla daga. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrir hádegi verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en eftir hádegisfréttir og Hádegisviðtal verða unglingarnir með sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram í skólanum þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt verkefni í íslenskukennslu, metið til einkunnar. Hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár „Bæjarmálin í beinni” föstudaginn 11. des. kl. 13.00. Von er á góðum gestum í hljóðstofu þar sem málin verða rædd. Gestir verða úr atvinnulífinu, íþrótta- og menningargeiranum sem og sveitarstjórn og sveitarstjóri. Mánudagur 7. des. 10:00 Ávarp útvarpsstjóra Snæþór Bjarki Jónsson 10:10 Bekkjarþáttur 1. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 2. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Félagsstarfið 2015 Stjórn nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi 14:00 Tónlist unglinganna Dj Óðals 15:00 Þegar Trölli stal jólunum Hugrún Björk, Birta Sif, Margét Steinunn & Alexandra Líf 16:00 Fyrstu ár Liverpool Elvar Atli & Guðjón Gísla 17:00 Ertu klárari en jólabarn Bjarni Gunnarsson 18:00 Pottervaktin Bergur Eiríks & Svava Björk Pé 19:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 20:00 Kvikmyndir 2016 Erla, Þórunn Birta, Bára Sara & Hrafnhildur Tinna 21:00 Sprelligosarnir Gabríel Rafn, Þorkell Ingi & Hlynur H 22:00 Lög unga fólksinns Gunnar Örn, Elís Dofri, Brynjar Snær & Oliver Kristján 23:00 Dagskrárlok Þriðjudagur 8. des. 10:00 Bekkjarþáttur 3. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 4. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Krakkar úr Laugargerðisskóla Nemendur úr 8 - 10 bekk Laugargerðisskóla 14:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 15:00 Sprækir menn Marinó Þór & Aron Dagur 16:00 Jólatré Kristmundur Hallur & Traus� 17:00 Hestafróðleikur Berghildur Björk Reynisdóttir 18:00 Spurt og svarað Daníel Victor & Viktor Snær 19:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 20:00 Knattspyrna Ísólfur & Heimir Smári 21:00 Jólamyndir Anítu & Láru Aníta Jasmín & Lára Karítas 22:00 Tónlist í áranna rás Snæþór Bjarki Jónsson 23:00 Dagskrárlok Miðvikudagur 9. des. 10:00 Bekkjarþáttur 5. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 6. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 14:00 Bílabullurnar Hlynur H 15:00 Jólatertan Bára Sara & Íris líf 16:00 Ósvaraðar spurningar Daníel Fannar, Ingi Þór & Guðjón Snær 17:00 Nemendafélag GBF Varmalandsdeild Nemendur GBF Varmalandsdeild 18:00 Uppskriftahorn bakarans Íris Líf og Bára Sara 19:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 20:00 Rúnturinn Sigurður Aron & Axel Örn 21:00 Menntaskóli Borgarfjarðar Ellen & Rúnar 22:00 Beuty tips Inga Rósa, Íris Líf, Ása Katrín & Jóhanna Lilja 23:00 Dagskrárlok Fimmtudagur 10. des. 10:00 Bekkjarþáttur 7. bekkur 11:00 1. og 2. bekkur endurflu�r 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 14:00 Körfubolti Arna Hrönn, Sóley Ásta, Arna Jara & Lára Sif 15:00 Íslensk tónlist í 50 ár Helena Jakobína & Thelma Karen 16:00 Dægurlagaþátturinn G.C.D. Sigurður Aron & Axel Örn 17:00 Rapp Snæþór Bjarki & Hlynur 18:00 Rúnturinn ári síðar DJ Óðals 19:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 20:00 Brengluð jól Guðjón Helgi, Snæþór Bjarki & Alexander Gísli 21:00 Tónlistarfólk í Borgarbyggð Stjórn N.F.G.B. 22:00 Tónlistarþátturinn Þorgrímur & Kristján 23:00 Dagskrárlok Föstudagur 11. des. 10:00 3. og 4. bekkur endurflu�r 11:00 5. og 6. bekkur endurflu�r 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Bæjarmálin í beinni Fréttastofu Óðals 14:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 15:00 Furðulegar staðreyndir Snæþór Bjarki 16:00 Bekkjarþáttur endurfluttur 7. bekkur 17:00 Jólatónlist Tæknimenn ( Undirbúningur verðlaunahátíðar ) 18:00 Jólatónlist Tæknimenn ( Undirbúningur verðlaunahátíðar ) 19:00 Hátíðarkvöldverður Allir þátttakendur útvarps í umsjón Tæknimanna 20:00 Viðtöl og verðlaunaafhending Allir þátttakendur útvarps í umsjón Tæknimanna 21:00 Jólaball Allir þátttakendur útvarps í umsjón Tæknimanna 22:00 Jólaball Allir þátttakendur útvarps í umsjón Tæknimanna 23:00 Dagskrárlok árið 2015 Kveðja Útvarpsstjóra Auðvitað minnum við alla á okkar frábæru heimasmíðuðu auglýsingar sem enginn má missa af. Einnig viljum við þakka öllum fyrirtækjum sem styrktu okkur með kaupum á auglýsingu, án þeirra væri þetta ekki hægt. Gleðileg jól Einnig er jólaútvarpið á netinu slóðin er www.grunnborg.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.