Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 20154
Aflaverðmæti íslenskra skipa í
ágúst nam tæpum 12,2 milljörð-
um króna sem er um 3% aukn-
ing samanborið við ágúst 2014.
Aflaverðmæti botnfisks nam tæp-
um 5,9 milljörðum og jókst um
27,3%. Hins vegar varð mikill
samdráttur í verðmæti uppsjávar-
afla samanborið við ágústmánuð
2014. Í ár náði uppsjávarfiskur-
inn rúmum 5,1 milljarði og dróst
saman um 24,1% samanborið við
ágúst í fyrra. Þar vegur þyngst
um 1,9 milljarða króna samdrátt-
ur í aflaverðmæti makríls en ver-
tíðin á þeirri tegund stendur hvað
hæst í þeim mánuði. Aflaverðmæti
flatfisks jókst hins vegar veru-
lega. Það nam 822 milljónum í
ágúst samanborið við 150 milljón-
ir í ágúst 2014. Skýringin á þessu
liggur í auknum grálúðuafla milli
ára. Verðmæti skel- og krabbadýra
jókst einnig á milli ára, nam tæp-
um 318 milljónum í ágúst saman-
borið við 275 milljónir í fyrra.
Aflaverðmæti íslenskra skipa á
tólf mánaða tímabili frá septem-
ber 2014 til ágúst 2015 jókst um
9,6% miðað við sama tímabil ári
fyrr. Verðmæti afla upp úr sjó hef-
ur aukist um 6,7% í botnfiski,
16,4% í flatfiski og 16,9% í upp-
sjávarafla. mþh
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Auðlindirnar
fjórar
Ég kýs í dag að fjalla hér um hagfræðilegt fyrirbrigði sem kallað er auð-
lindarenta. Ekkert sérlega kynþokkafullt orð og alls ekki tamt þeim sem
vilja halda yfirráðum og óheftum nýtingarrétti yfir tilteknum auðlindum.
En fyrir þá sem ekki átta sig á hvað orðið þýðir er almenn skýring hagfræð-
innar á auðlindarentu sá munur sem er á framleiðslukostnaði annars vegar
og þeim verðmætum sem auðlindin gefur hins vegar.
Tilurð stríðsátaka í heiminum er einmitt oftast baráttan um auðlindir.
Þegar græðgi ræður för og menn vilja komast yfir verðmætar auðlindir á
kostnað almannaheilla þrífst lýðræðið jafnan illa. Kannski er Noregur eina
undantekningin um hið fullkomna lýðræði hjá þjóð sem engu að síður kann
ekki aura sinna tal vegna olíugróða. Íbúar þar hafa haft skynsemi til að nýta
auðlindarentu sína til að byggja upp digra varasjóði í eigu ríkisins, í þágu
þeirra sjálfra og komandi kynslóða. Olíuríkin í Arabalöndunum eru einmitt
andstaðan við þetta því þar er í öllum tilfellum beitt harðri einræðisstjór-
nun sem á ekkert skylt við lýðræði. Þá er Rússland tvímælalaust á mörkum
þess að geta flokkast sem lýðræðisríki og meira að segja Bandaríkin einn-
ig. Af þessum sökum ber ég mikla virðingu fyrir Norðmönnum, sem tekist
hefur að verja lýðræðið og halda frið þrátt fyrir ríkidæmi sitt.
Við Íslendingar þurfum að taka umræðuna um auðlindarentuna upp á
hærra plan. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Sú helsta er sú að ef auðlindum
okkar væri skipt jafnar milli þegnanna, þá væri hér engin fátækt, ekki frekar
en í Noregi. Þá þyrftum við ekki að flytja fréttir af því að öryrkjar þurfi að
framfleyta sér á 170.000 krónum á mánuði á sama tíma og velferðarráðu-
neytið hefur reiknað það út að lágmark til framfærslu er á að giska tvöföld
sú upphæð. Við þyrftum ekki að færa fréttir af matargjöfum í aðdraganda
hátíða, eða hvers konar styrkjum sem látnir eru líta út eins og hið opin-
bera sé í spariskapinu að veita ölmusa. Nei, þetta er tímaskekkja og okkur
sem þjóð til skammar.
Það er nefnilega svo að við Íslendingar búum yfir auðlindum sem eru
svo miklar að ef þeim væri deilt bróðurlega milli 330 þúsund landsmanna,
þá yrðum við samdægurs að meðaltali ríkustu einstaklingar í heimi. Ein-
hvers staðar sá ég að talan 20 milljónir á hvert mannsbarn væri nærri lagi.
Við eigum nefnilega saman fjórar verðmætar auðlindir sem eiga að gefa af
sér ríkulega rentu. Í fyrsta lagi eigum við sjávarauðlindina; óveidda fisk-
inn í sjónum sem er besta og gjöfulasta sjávarfang í heimi. Af þessari auð-
lind erum við tiltölulega lítið að láta renna í sameiginlega sjóði og næg-
ir að lesa ársreikninga stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna til að sjá að þar
búa menn ekki við örbirgð eins og öryrkjarnir sem ég nefndi hér að fram-
an. Í öðru lagi eigum við orkuna sem virkjuð er úr fallvötnum og einnig þá
sem fæst úr jarðhita. Engu að síður erum við að borga hlutfallslega mik-
ið fyrir kyndingu húsa og stóriðjan, langstærsti kaupandi raforkunnar, er
að borga smánarlega lítið fyrir hana. Auðlindarentan þar rennur að stórum
hluta í vasa allt annarra en þeirra sem eiga auðlindina. Í þriðja lagi eigum
við, ennþá að minnsta kosti, fremur óspillt land. Land sem sífellt fleiri út-
lendingar sækja heim og borga mikið fyrir að kynnast og berja það aug-
un. Engu að síður er ferðaþjónusta sú atvinnugrein þar sem svarta hag-
kerfið þrífst best og skilar þar af leiðandi hlutfallslega minnstu í sameigin-
lega sjóði. Loks er fjórða auðlindin sem ég vil nefna hér sú staðreynd að við
búum í lýðræðisríki, allavega að nafninu til. Það er nefnilega ekki sjálfgef-
ið að hafa slíkt fyrirkomulag á hlutunum og því kýs ég að nefna lýðræðið
sem eina helstu auðlind okkar, en kannski þegar öllu er á botninn hvolft þá
viðkvæmustu. Lýðræðinu er nefnilega auðveldlega hægt að beita til að út-
deiling verðmæta af auðlindunum sem ég nefndi hér að framan verði skipt
bróðurlega milli þegna þessa lands. Ef við ekki beitum lýðræðinu í þessum
tilgangi erum við einfaldlega að kjósa yfir okkur enn meiri misskiptingu og
áframhaldandi fátækt hluta þjóðarinnar. Lýðræði er nefnilega auðlind, ef
við höfum vit til að nýta það.
Magnús Magnússon
Útgerð Hrings SH 153 varð fyr-
ir því óhappi á dögunum að rifa
kom á skipið sem olli smávægileg-
um leka. Engin hætta var þó á ferð-
um en skipverjar þurftu að lensa á
tveggja tíma fresti á meðan siglt var
í heimahöfn í Grundarfirði. Lík-
lega hefur ísklumpur orsakað gatið
en skipið var að toga í talsverðu ís-
hröngli þegar þetta gerðist. Engar
tafir urðu þó á útgerð skipsins því
gatið kom upp fyrir yfirborð sjávar
þegar búið var að landa úr því. Það
tók því skamman tíma að gera við
og strákarnir á Hringnum komust
því aftur á sjóinn á áætlun.
tfk
Gera þurfti við rifu á síðu Hrings
Gert við rifuna á Hringi.
Nýr Víkingur AK-100, uppsjáv-
arskip í eigu HB Granda, er nú
fullbúinn í tyrknesku skipasmíða-
stöðinni Celiktrans í Tuzla í Tyrka-
landi. Undanfarið hafa staðið yfir
prófanir og reynslusigling á skip-
inu. Áætlað er að skipinu verði siglt
áleiðis til Íslands 8. desember og að
það verði komið til landsins fyrir
hátíðir. Nýr Víkingur AK er systur-
skip Venusar NS-150 sem kom til
landsins í vor. Skipin eru einkar vel
búin tækjum og nýjustu tækni og
afar vel fer um áhöfn.
Uppsjávarveiðiskipin Faxi RE
og Lundey NS luku sínum síðustu
veiðiferðum fyrir HB Granda í síð-
ustu viku. Bæði skipin komu þá til
hafnar á Vopnafirði með kolmunna.
Að sögn Vilhjálms Vilhjálmsson-
ar, forstjóra HB Granda, verður
Faxi væntanlega afhentur nýjum
eiganda, Vinnslustöðinni í Vest-
mannaeyjum, um miðjan desemb-
ermánuð. Skipið er nú í Reykjavík
þar sem það fer í slipp fyrir afhend-
ingu. Vinnslustöðin keypti einnig
Ingunni AK fyrr á þessu ári. Lund-
ey var hins vegar siglt til Akraness
þar sem skipinu verður lagt í bið
eftir að kaupendur finnist að því.
Nýr Víkingur ásamt systurskip-
inu Venusi sér um að veiða þann
kvóta sem Ingunn, Faxi og Lund-
ey sáu áður um að veiða.
mm
Styttist í að nýr Víkingur
komi til landsins
Nýr Víkingur AK á reynslusiglingu við Tyrklandsstrendur.
Faxi RE þar sem skipið stendur nú í slipp í Reykjavík eftir að hafa lokið ferli sínum
hjá HB Granda. Ljósm. mþh.
Verðhrun á makríl dró niður
aflaverðmæti uppsjávarfisks í ágúst
Viðskiptabannið sem Rússar settu á íslenskar sjávarafurðir í sumar fór strax að
bíta í markílveiðunum. Verð á makríl til sjómanna og útgerða virðist hafa lækkað
um fjórðung milli ára.