Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 9
F E R Ð A L A G T I L F O R T Í Ð A R
Í þessari fróðlegu og skemmtilegu bók er sagt frá utan-
garðsfólki og förufólki á Vesturlandi og Vest fjörðum
frá síðari hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar.
Hrífandi grasrótarsaga sem bregður nýju og óvæntu
ljósi á Íslandssöguna.
Bókin er ríkulega myndskreytt, þar á meðal með teikn -
ingum Halldórs Baldurssonar.
Dagana 18.-20. desember næst-
komandi verður haldið nám-
skeið á Akranesi á vegum Coer-
ver knattspyrnuskólans. Fyrirtæk-
ið var stofnað árið 1984 og starfar
í yfir 50 löndum. Á 30 ára afmæli
skólans í fyrra fékk hann verð-
laun frá alþjóðaknattspyrnusam-
bandinu FIFA og er það í fyrsta og
eina skiptið sem sambandið hefur
verðlaunað sérstaklega fyrirtæki
innan knattspyrnuhreyfingarinn-
ar. „Coerver sérhæfir sig í knatt-
spyrnuþjálfun og sérstaklega þjálf-
un barna og unglinga. Skólinn er
kenndur við Weil Coerver, hol-
lenskan knattspyrnuþjálfara sem
var frumkvöðull í að kenna tækni
og líta á tækni sem eitthvað sem
að hægt er að kenna með kerfis-
bundnum hætti,“ segir Heiðar
Birnir Torleifsson knattspyrnu-
þjálfari í samtali við Skessuhorn.
„En síðan eru liðin mörg ár,
eins og sagt er og við erum að
klára okkar þriðja ár með knatt-
spyrnuskólann hér á landi. Á þessu
ári hafa komið til okkar yfir þús-
und krakkar og um 150 þjálfarar á
þjálfaranámskeiðin,“ segir Heið-
ar. Að sögn hans byggja námskeið
knattspyrnuskólans á þeirri hug-
mynd að tæknileg færni sé eitthvað
sem allir geti lært. „Þetta byrjar á
æfingum með bolta sem eru stöð-
ugt gerðar erfiðari. Svo er hraða
bætt við eins fljótt og hægt er og
því næst er allt sem krakkarn-
ir hafa lært sett inn í leikaðstæð-
ur,“ segir hann og bætir því við að
allt sem kennt er eigi að geta nýst
í leik. „Þetta snýst um að gefa leik-
mönnunum verkfæri. Til dæmis
með því að taka annan leikmann
með gabbhreyfingu, þá er búið til
svæði til að senda boltann, skjóta
eða rekja hann áfram,“ segir Heið-
ar og bætir því við að ýmsir þættir
knattspyrnunnar hafi ef til vill ekki
fengið nægilega mikla athygli við
þjálfun hér á landi í gegnum tíð-
ina. „Ég hef oft vitnaði í franska
rannsókn, sem reyndar er orðin 20
ára gömul. Þar kom í ljós að staðan
einn á móti einum kemur upp að
meðaltali 300 sinnum í leik í ell-
efu manna bolta. Leikmenn verða
að geta leyst þá stöðu. Hér heima
hefur í gegnum tíðina meira ver-
ið einblínt á til dæmis móttökur og
sendingar,“ segir hann.
Námskeiðið á Akranesi er ætlað
drengjum og stúlkum í 3.-6. flokki
og tekur Heiðar það skýrt fram að
allir geti tekið þátt. „Þetta er fyrir
alla sem hafa áhuga á knattspyrnu
og áhuga á að æfa, því við höfum
trú á því að allir geti lært,“ segir
hann og bætir því við að þeir sem
taki þátt muni bæði hafa gaman af
og bæta færni sína. „Þegar krökk-
unum finnst gaman þá gengur
þeim betur að læra og við höfum
það að leiðarljósi og þeir sem koma
til okkar munu sjá skýrar framfar-
ir, ekki spurning. Þó námskeiði sé
bara ein helgi þá sjáum við alltaf
skýrar framfarir hjá þátttakend-
um,“ segir Heiðar að lokum.
Áhugasömum er bent á að nán-
ari upplýsingar, þar á meðal um
skráningu má finna á www.coer-
ver.is.
kgk
Knatt-
spyrnuskóli
áformaður á
Skaganum
Heiðar Birnir Torleifsson, knattspyrnuþjálfari hjá Coerver knattspyrnuskólanum.
Óskum eftir að ráða bifvélavirkja
eða mann vanan bílaviðgerðum
Upplýsingar hjá Reyni í síma 899-7330 / 431-1985
Innnesvegi 1, Akranesi / 431-1985 / reynir@bilver.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5