Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 201520 Starfsstöðvar Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands í Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og í Stykk- ishólmi hlutu í síðustu viku viður- kenningu fyrir úrbætur í umhverf- ismálum þegar þær luku fyrstu tveimur grænu skrefunum í ríkis- rekstri. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekst- ur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið byggir á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar en þar hafa rúmlega 100 vinnustaðir stig- ið skrefin. Skrefin eru fimm talsins og er markmið verkefnisins marg- þætt, meðal annars að gera starfs- semi ríkisins umhverfisvænni og að auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra. Frumkvöðlar í umhverfismálum Upphafið á vistvænum rekstri HVE var fyrir fjórum árum, þeg- ar umhverfisnefnd HVE var stofn- uð. Að sögn Hafdísar Bjarnadóttur formanns nefndarinnar var nefnd- in stofnuð með það markmið að vinna að úrbótum í umhverfis- málum. „Við fórum strax 2012 að vinna okkar eigin græn skref, unnin upp úr Grænum skrefum Reykja- víkurborgar. Við fórum vel áleið- is í að uppfylla skrefin á öllum átta starfsstöðvunum og lögðum mik- inn metnað í verkið. Meðal annars hannaði Ægir Jóhannsson, umsjón- armaður fasteigna í Stykkishólmi, sérmerkingar á sorpflokkunar- ílát og miða sem minntu starfsfólk á að slökkva ljósin og fleira,“ segir Hafdís. Hún bætir því við að með þessu hafi stofnunin sýnt ákveð- ið frumkvæði í umhverfismálum. „Það gerðum við að sjálfsögðu líka með því að hafa innleitt græn skref í rekstri áður en Umhverfisstofnun fór af stað með sitt verkefni.“ Verkefnið sýnilegt öðrum Í árslok 2014 fór Umhverfisstofnun af stað með verkefnið græn skref í ríkisrekstri og að sögn Hafdísar var fljótlega tekin ákvörðun um að skrá HVE til þátttöku. Markmiðið var að vera fyrsta heilbrigðisstofnun- in sem skráði sig til leiks og til að ljúka einhverjum skrefanna. „Þeg- ar Grænu skrefin í ríkisrekstri voru komin ákváðum við að fylgja þeim frekar en okkar eigin, enda mikil samsvörun. Þarna fáum við aðhald, hvatningu og viðurkenningu frá öðrum en okkur sjálfum. Auk þess er þetta verkefni sýnilegt öðrum og vonandi getum við orðið fyrirmynd fyrir aðrar heilbrigðisstofnanir,“ útskýrir hún. Starfsfólkið á heiðurinn af árangrinum Líkt og fyrr segir fengu umrædd- ar starfsstöðvar HVE nú viður- kenningu fyrir að hafa lokið fyrstu tveimur grænu skrefunum af fimm. Græn skref í ríkisrekstri gera kröfu um að uppfylla 90% af aðgerðum sem eiga við hverju sinni, sem gef- ur stofnunum svigrúm til að aðlaga skrefin að sínum rekstri. „Við höf- um unnið ötullega að því að upp- fylla þau skilyrði sem þarf til að ljúka skrefunum en það er flókið að vinna að svona málum á heil- brigðisstofnunum. Nú hafa starfs- stöðvarnar í Borgarnesi og á Snæ- fellsnesi fengið staðfest að hafa lokið 90% af þeim skilyrðum sem sett eru. Starfsemi HVE á Hólma- vík, Hvammstanga og Búðardal fá sínar viðurkenningar fljótlega og Akranes vonandi líka.“ Hafdís seg- ir að nú taki við að uppfylla skilyrði næstu þriggja skrefa sem eftir eru. „Markmiðið er sett á að ljúka öllum fimm skrefunum en það verður erf- iðara eftir því sem lengra er haldið, sérstaklega fyrir heilbrigðisstofnun. En það er mikill meðbyr hjá fram- kvæmdastjórninni um að standa vel að verkefninu. Það er gríðarlega mikil vinna sem liggur að baki og það þurfa allir að leggjast á eitt og taka þátt. Þetta fæst ekki bara með umhverfisnefndinni, það er starfs- fólk HVE sem er á bakvið þennan árangur.“ grþ Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær viðurkenningu í umhverfismálum Við afhendingu viðurkenningarinnar á starfsstöð HVE í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Þórarinn Steingrímsson sjúkraflutningamaður við viðurkenn- inguna sem veitt var í Ólafsvík. Ásgeir Sæmundsson sjúkraflutningamaður og Sólrún Rafnsdóttir læknaritari í Borgarnesi með viðurkenninguna. Í Grundarfirði veitti Ásthildur Erlingsdóttir læknaritari viðurkenn- ingunni móttöku. Hér er hún ásamt Hólmfríði Þorsteinsdóttur frá Umhverfisstofnun. Reykholtskórinn efnir til aðventu- söngs í Reykholtskirkju sunnudag- inn 6. desember nk. kl. 20. Á tón- leikunum verður Ágústu Þorvalds- dóttur frá Skarði minnst, kórfélaga til margra ára, en hún féll frá fyrr á árinu langt um aldur fram. Efnis- skráin er fjölþætt, falleg jólalög og lofgjörðarvers allt frá 16. og 17. öld til dagsins í dag. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn, en söfn- unarbaukur til styrktar kórstarfinu verður á staðnum. Að tónleikum loknum bjóða kórfélagar gestum upp á samverustund í safnaðarsaln- um með smákökum og jólaöli. Stjórnandi kórsins er Viðar Guð- mundsson, sem jafnframt leikur undir á píanó, og Kristín Sigurjóns- dóttir leikur á fiðlu. Einsöngvarar með kórnum eru Dagný Sigurðar- dóttir, Inga Vildís Bjarnadóttir, Lára Kristín Gísladóttir, Snorri Hjálm- arsson og Þorvaldur Jónsson. Reykholtskórinn hefur starfað í meira en 20 ár og voru stofnfélagar hans úr kórum Reykholts-, Hvann- eyrar- og Bæjarkirkju, sem þá höfðu starfað saman í nær áratug. Síðar bættust í hópinn félagar úr Lund- arkirkju og á síðasta ári komu kór- félagar úr Stafholtssókn til liðs við kórinn. Fyrsti stjórnandi kórsins var Bjarni Guðráðsson organisti Reyk- holtskirkju og undir hans stjórn hef- ur kórinn farið í þrjú kórferðalög erlendis. Fyrsta ferðin var til Fær- eyja, önnur til Noregs og sú þriðja til Kanada. Annar og núverandi stjórnandi Reykholtskórsins er Við- ar Guðmundsson frá Kaðalsstöðum, nú bóndi í Miðhúsum í Kollafirði á Ströndum. - Fréttatilkynning. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Aðventusöngur Reykholtskórsins Síðastliðinn föstudag var haldið upp á fimm ára starfsafmæli Heil- brigðisstofnunar Vesturlands í Búðardal. Staðið hafa yfir fram- kvæmdir við stöðina þar sem inn- viðir voru orðnir gamlir og barn síns tíma. Íbúum umdæmis heilsu- gæslu Búðardals, Reykhóla og nærsveita var boðið að koma og skoða stöðina og sjúkrabíla með þeim tækjum sem þeir hafa að geyma. Þar gaf m.a. að líta hjarta- hnoðtækið Lúkas og nýjan staf- rænan röntgenlesara. Frá söfnun og afhendingu þessara gjafa hefur áður verið sagt frá í Skessuhorni. Loks mældu sjúkraflutningamenn blóðþrýsting og súrefnismettun við góðan orðstýr gesta. Við þetta tækifæri færðu Holl- vinasamtök HVE sólarhrings- blóðþrýstingsmæli ásamt hugbún- aði til notkunar. Hollvinasamtök- in hafa fært HVE átta slík tæki, að andvirði þriggja milljóna króna. Skemmst er að minnast þess að Hollvinasamtökin stóðu á síðasta ári fyrir söfnun til kaupa á nýju tölvusneiðmyndatæki fyrir HVE sem var tekið í notkun síðasta vor á sjúkrahúsinu á Akranesi. Há- þrýstingur er algengur sjúkdóm- ur sem getur í mörgum tilvikum haft lítil sem engin einkenni árum saman. Því er mjög gagnlegt að geta mælt blóðþrýsting af og til yfir einn sólarhring. Þannig fæst glögg mynd af þrýstingssveiflum og hvaða hæðum blóðþrýstingur- inn nær. Góð greining er forsenda meðferðar við háþrýstingi. Við þetta tækifæri, í tilefni af alþjóða- degi sykursjúkra sem haldinn er ár hvert 14. nóvember, bauð Lions- klúbbur Búðardals gestum fría blóðsykrusmælingu sem hjúkrun- arfræðingar stöðvarinnar fram- kvæmdu. bae Haldið upp á fimm ára afmæli HVE í Búðardal Steinunn Sigurðardóttir, formaður Hollvinasamtaka HVE, afhenti Þórði Ingólfs- syni yfirlækni og Þórunni Einarsdóttur yfirhjúkrunarfræðingi blóðþrýstingsmæli um leið og Sæmundur Kristjánsson afhenti Jóhanni Birni Arngrímssyni svæðisfull- trúa Búðardals og Hómavíkur annan blóðþrýstingsmæli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.