Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 13 Freisting vikunnar Það er fátt betra en að setjast nið- ur í byrjun desember með heitt kaffi í bolla eða kalda mjólk í glasi og gæða sér á nýbakaðri jólaköku. Uppskriftin er gömul og góð, hef- ur verið bökuð í áraraðir af mömm- um, ömmum og jafnvel langömm- um. Um er að ræða hefðbundna ís- lenska jólaköku, eins og þær voru gerðar í gamla daga þegar sítrónu- dropailmurinn fyllti húsið á með- an kakan var í ofninum. Hráefni: 250 gr mjúkt smjörlíki / íslenskt smjör 250 gr sykur 2 egg (mega vera fleiri) 500 gr hveiti 4 tsk. lyftiduft 3 dl mjólk 2 dl rúsínur (má skipta út fyrir súkkulaðibita) 1 tsk. sítrónudropar Aðferð: Þeytið saman smjörlíki og sykri. Bætið við eggjum, einu í einu. Hrærið svo þurrefnin saman við ásamt mjólkinni. Að lokum er rúsínum blandað varlega sam- an við. Bakið í tveimur smurðum formum við 180° C í 45 - 60 mín- útur. Gamaldags jólakaka Ljósm. Gæðabakstur. Nýttu nafnið þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Undirskrift þín hefur meira vægi en þú heldur. Vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International í HUGHEIMUM BJARNARBRAUT 8 Í BORGARNESI 12. DESEMBER frá kl. 13 til 16. Söngdívan Soffía Óðinsdóttir gleður gesti með söng sínum. Kaffiveitingar. BREYTTU HEIMINUM! Fyrirtækin KPMG ehf. og bók- haldsþjónustan PRACTICA á Akranesi sameinuðu nýverið starf- semi sína undir nafni KPMG. Skrif- stofa fyrirtækisins á Akranesi verð- ur á sama stað, við Kirkjubraut 28, og engar breytingar verða gerðar á starfsmannahaldi í tengslum við sameininguna. „Fram til þessa höf- um við meðal annars verið að bjóða upp á þjónustu varðandi bókhald, launauppgjör, ársreikninga, skatt- framtöl og fleira en nú munum við geta veitt breiðari þjónustu,“ segir Skúli B. Garðarsson hjá KPMG á Akranesi. Hann segir PRACTICU hafa á undanförnum árum verið í óformlegu samstarfi við KPMG og beint til þeirra verkefnum sem voru fyrir utan sérsvið stofunnar. „Það má því segja að þetta sé eðli- legt skref í framhaldi af því sem verið hefur. Breytingin sem felst í sameiningunni er fyrst og fremst sú að við getum nú veitt mun fjöl- breyttari þjónustu með aðgengi að sérfræðingum á öllum sviðum og nú bætist endurskoðunarþjónusta við starfsemina,“ segir Skúli. Sam- einingin verður einnig til þess að möguleiki skapast til að jafna sveifl- ur í verkefnaálagi til að verkefni vinnist ávallt á réttum tíma. Betri þjónusta KPMG hefur verið með skrifstofu í Borgarnesi frá árinu 1990 og opnaði nú síðast skrifstofu í Stykkishólmi í fyrra. Það er Konráð Konráðsson endurskoðandi sem er verkefna- stjóri skrifstofunnar í Borgarnesi, ásamt Haraldi Erni Reynissyni endurskoðanda. Haraldur hefur einnig umsjón með skrifstofunni í Stykkishólmi en Konráð mun nú stýra rekstrinum á Akranesi og verður með viðveru á skrifstofunni tvo til þrjá daga í viku. „Viðskipta- vinir Practica ættu ekki að verða varir við neinar breytingar í dag- legum samskiptum við fyrirtækið. Símanúmer sem Practica var með eru enn í notkun, en bein síma- númer og netföng starfsmanna hafa breyst. Það ættu ekki að verða nein óþægindi tengd sameining- unni og við stefnum á að viðskipta- vinir fái sömu persónulegu þjón- ustuna og hingað til. Þjónustan á bara að batna og með þessari við- bót er í raun boðið upp á allt sem viðskiptalífið þarfnast,“ segir Kon- ráð. „KPMG hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á stuðning við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf- semi meðal annars með stuðningi við frumkvöðlasetrið Hugheima í Borgarnesi. Við hvetjum alla þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í frumkvöðlastarfsemi til að koma og hitta okkur en við höfum átt í farsælu samstarfi við marga frum- kvöðla sem eru mislangt á veg komnir í að koma sinni vöru eða þjónustu á framfæri,“ bætir hann við. Formleg opnun og fræðsludagur Eftir áramótin verður formleg opnun og fræðsludagur hjá KPMG á Akranesi, en endanleg dagsetn- ing liggur ekki fyrir. Þar geta við- skiptavinir og aðrir sem hafa áhuga komið og kynnt sér starfsemina og þegið léttar veitingar. „Í janú- ar verðum við með fyrirlestur um skattamál og annað sem ofarlega er á baugi í þjóðfélaginu ásamt því að kynna starfsemi félags- ins. Í tengslum við það ætlum við að bjóða gestum og gangandi að líta við hjá okkur, hægt verður að spjalla við starfsfólkið og sérfræð- inga KPMG, en þessi viðburður verður auglýstur sérstaklega þegar nær dregur,“ segir Konráð að end- ingu. grþ Starfsfólk KPMG á Akranesi. Frá vinstri: Konráð Konráðsson, Þórunn Steinarsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Unnur Sigurðar- dóttir, Lilja Gunnarsdóttir og Skúli B Garðarsson. PRACTICA á Akranesi sameinast KPMG Rekstrartekjur HB Granda sam- stæðunnar á þriðja ársfjórðungi voru 56,2 milljónir evra og 166,6 milljónir evra á fyrstu níu mánuð- um ársins. Á gengi dagsins nem- ur þetta 7,9 og 23,5 milljörðum ís- lenskra króna. Sambærilegar tölur frá síðasta ári eru 68,3 milljónir evra á þriðja ársfjórungi (9,6 milljarðar) og 155,6 milljónir (21,9 milljarðar) á fyrstu níu mánuðunum. Hagnað- ur fyrir vexti og aðra fjármagnsliði (EBITDA) nam 15,6 milljónum á þriðja ársfjórðungi og 46,9 á fyrstu níu mánuðum ársins. Í fyrra voru þessar upphæðir 26,4 milljónir og 45 milljónir. Hagnaður á þriðja árs- fjórðungi var 9,1 milljónir evra (1,3 milljarðar) og á fyrstu níu mánuð- um ársins 31,2 milljónir (4,4 millj- arðar). Á þriðja ársfjórðungi í fyrra var hagnaðurinn 20 milljónir evra (2,8 milljarðar) og 39,6 milljónir (5,6 milljarðar) fyrstu 9 mánuðina. Af þessum tölum er ljóst að veru- lega dregur úr hagnaði HB Granda á þessu ári samanborið við sömu tímabil í fyrra. „Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands hefur haft og mun hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins og afkomu þess, sérstaklega á Vopna- firði, gangi það að fullu eftir. Um 17% tekna félagsins komu frá rúss- neskum aðilum árið 2014. Erfitt er að meta fjárhagsleg áhrif þessa á HB Granda hf. en gróflega áætlað munu tekjur félagsins lækka um u.þ.b. 10-15 milljónir evra á ársgrundvelli. Árið 2014 námu tekjur félagsins 215 milljónum evra. Félagið á nú um 2,4 milljónir evra í útistandandi kröfum í Rússlandi,“ segir í frétt HB Granda um afkomutölurnar sem lagðar voru fram í síðustu viku. Þrátt fyrir að það dragi úr hagn- aði þá er HB Grandi eftir sem áður mjög sterkt fyrirtæki. Heildareign- ir þess námu 387,3 milljónum evra í lok september 2015. Eigið fé nam 231,8 milljónum evra. Eiginfjárhlut- fall í lok september sl. var 59,9%, en var 59,7% í lok árs 2014. Heildar- skuldir félagsins voru í september- lok 155,5 milljónir evra. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2015 var afli skipa félagsins 38 þúsund tonn af botn- fiski og 113 þúsund tonn af uppsjáv- arfiski. mþh Tekjur HB Granda minnka vegna inn- flutningsbanns Rússa Þann 15. ágúst var loðnuhrognafarmi á leið til Rússlands snúið við og skipað upp að nýju í frystigeymslur á Akranesi. Daginn fyrir hafði Rússland lýst yfir viðskipta- banni á íslenskar sjávarafurðir. Þessa sjást nú merki í bókhaldi HB Granda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.