Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 201526 Lokahóf útskriftarnema í Fjöl- brautaskóla Vesturlands var hald- ið síðastliðinn fimmtudag. Nem- endur mættu í skólann klæddir sem teiknimyndapersónurnar Lilo og Stitch og byrjuðu daginn á að bjóða starfsfólki skólans til morgunverð- ar. Í síðasta tíma fyrir hádegi höfðu þeir skemmtun á sal skólans fyrir skólafélaga og starfsmenn. Brugðið var út af vananum og í stað þess að sýna leikrit höfðu útskriftarnemar gert myndband, þar sem þeir gerðu bæði grín af sjálfum sér og kennur- um skólans. Myndbandið var nokk- uð gróft, með sótsvörtum húmor og vakti mikla lukku meðal nem- enda. Eftir hádegi héldu útskrift- arnemarnir í óvissuferð og gleð- skapnum lauk um kvöldið á jóla- balli NFFA á Gamla Kaupfélag- inu þar sem Úlfur Úlfur sá um að skemmta liðinu ásamt leynigesti og DJ NóraNightelf. grþ Dimission á Akranesi Stúlkurnar voru klæddar sem geimveran Stitch. Ljósm. Valey Benediktsdóttir. Líkt og hefð er fyrir var morgunverðurinn snæddur í skólanum ásamt kennurum. Ljósm. Valey Benediktsdóttir. Skemmtunin hófst á því að nemendur tóku velvalin dansspor uppi á sviði. Brugðið á leik með nokkrum kennurum. Fjallabræður eru einn þekktasti og vinsælasti karlakór á landinu. Þeir hafa komið víða fram og gef- ið út plötur sem hafa selst vel. Nýj- asta platan heitir Hosiló og kom út á dögunum. Til að fagna því var boð- að til útgáfutónleika í Háskólabíói á föstudagskvöldið. Þar kom kórinn fram ásamt hljómsveit og Magnúsi Þór Sigmundssyni söngvara og tón- skáldi. Eftir hlé lék síðan lúðrasveit Vestmannaeyja með kórnum. Upp- selt var á útgáfutónleikana, salur Há- skólabíós fullsetinn þar sem kórinn og gestir fóru á kostum við mikinn fögnuð áheyrenda. Einn sjötti af Vesturlandi Fjallabræður skipa 60 hressir karlar. Grunnhugmyndin að baki stofnun kórsins var upphaflega sú að í honum skyldu syngja karlar sem ættir eiga að rekja til Vestfjarða. Það hefur aft- ur leitt til þess að nálega tíu kórfélag- ar, eða einn sjötti hluti kórsins, eru af Vesturlandi. Þeir búa þar í dag eða eru fæddir og uppaldir í landshlutan- um allt frá Akranesi vestur á Snæfells- nes. Flestir þeirra koma þó af Akra- nesi. „Já, það er ótrúlega hátt hlutfall af Skagamönnum í Fjallabræðrum. Skýringin liggur í því að á Akranesi er svo sterk tenging við Vestfirði. Þar býr fjöldinn allur af gömlum Vestfirð- ingum og afkomendum þeirra. Þann- ig er það til komið að Skagamenn standa sterkt meðal Fjallabræðra,“ segir Jónas Björgvinsson sem sjálfur hefur sungið með kórnum í sjö ár. Halda til í Háskólabíói Jónas er sjálfur fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann heldur enn sterkum tengslum við heimabæinn þó hann sé nú búsettur á höfuðborgarsvæðinu, enda á hann fjölda ættingja á Skag- anum. Hann segir að Skagamennirn- ir innan Fjallabræðra standi þétt sam- an. „Stundum höfum við kallað okk- ur Akrafjallsbræður. Við viljum stofna sér-rödd innan kórsins. Þannig væru það baritónar, tenórar og bassar og svo Akrafjallabræður,“ segir hann og hlær við. „Það er æðislega gaman að vera í kórnum. Félagsskapurinn er frá- bær og starfið mjög líflegt. Við æfum einu sinni í viku, svona tvo tíma í senn. Kórinn er með fasta æfingatíma hér í Háskólabíói. Við erum þá annað hvort á sviðinu eða í kjallaranum und- ir því. Svo er stúdíó hér. Þetta er afar góð aðstaða. Það skapaðist pláss fyr- ir okkur þegar Sinfóníuhljómsveitin flutti í Hörpuna. Háskólabíó er okk- ar heimavöllur, þetta getur ekki verið flottara,“ segir Jónas Björgvinsson og bætir við: „Nýja platan okkar Hosiló er alveg æðisleg og fæst í öllum betri verslunum um allt land.“ Fjallabræður ætla að vera í Ey- mundsson á Akranesi fimmtudaginn 3. desember kl. 20 og taka þar lagið. mþh Karlakórinn Fjallabræður vel settur með Vestlendinga Nokkrir Vestlendinganna sem skipa Fjallabræður kampakátir í Háskólabíói að loknum útgáfutónleikum á föstudagskvöldið. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Haf- steinn Hafsteinsson, Júlíus Björgvinsson, Sigurður Óli Ólason á Lambastöðum á Mýrum. Aftari röð frá vinstri: Björn Þorri Viktorsson, Guðmundur Jón Hafsteinsson og Sveinbjörn Hafsteinsson. Á myndina vantar þá Ólaf Pál Gunnarsson og Sigurð Pál Jónsson sem gátu ekki verið með þetta kvöld vegna anna á öðrum vígstöðvum. Mikið var um dýrðir í Háskólabíói á föstudagskvöld þegar Fjallabræður héldu útáfutónleika sína með gestum. Skagamaðurinn Sveinbjörn Hafsteinsson syngur einsöng í mörgum lögum með félögum sínum í Fjallabræðrum. Það var líf og fjör í Fjölbrautaskóla Snæfellinga síðastliðinn föstudag. Þá höfðu væntanlegir útskriftar- nemar brugðið sér í líki geim- verunnar Stitch úr kvikmyndinni Lilo og Stitch. Nemendur fóru með ljóð um kennarana og skor- uðu svo þeirra á hólm í danskeppni. Að endingu var svo öllum boðið í vöffluveislu á kennarastofunni eins og hefð er fyrir. Um kvöldið var jólaskemmtun NFSN haldin í sal FSN þar sem boðið var upp á dýr- indis jólamat og skemmtiatriði. Því næst var haldinn stórdansleikur í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þar sem þeir DJ Óli Geir og DJ Musc- leboy héldu uppi stuðinu. Líkt og meðfylgjandi myndir sína skemmti fólk sér konunglega á dimission út- skriftarnema í fjölbrautaskólanum. grþ / Ljósm. tfk. Dimmiterað í FSN Útskriftarnemar voru klæddir sem Disney persónan Stitch. Nemendur og starfsfólk skólans skemmtu sér konunglega á danskeppni út- skriftarnema og kennara.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.