Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 201512
Drög að nýjum búvörusamningi
milli Bændasamtaka Íslands og rík-
isvaldsins voru kynntar bændum
og búaliði á fjölmennum fundi á
Hótel Borgarnesi að kvöldi síðasta
miðvikudags. Samninganefndir BÍ
og ríkisins hafa náð samkomulagi
um ákveðnar meginlínur nýrra bú-
vörusamninga en ákveðið var að
kynna þær fyrir bændum áður en
lengra yrði haldið í viðræðunum.
Var það gert með fundum á Hellu,
Egilsstöðum, Akureyri og Borgar-
nesi. Sigurgeir Sindri Sigurgeirs-
son, formaður Bændasamtakanna
gerði grein fyrir því í framsögu
sinni að lagt væri upp með tíu ára
samning með bæði gólfi og þaki á
stuðningsgreiðslur. Enn væri þó
ekki búið að útfæra reglur um það.
Annars vegar hefði verið rætt að
enginn fái stuðning nema búa á
lögbýli og hafa virðisaukaskattsnú-
mer. Slíkt myndi ef til vill útiloka
að frístundabændur gætu fengið
stuðningsgreiðslur. Þá væru hug-
myndir um að hámarks stuðningur
til einstakra búa yrði aldrei hærri
en á bilinu hálft til eitt prósent af
heildarstuðningi ríkisins hverju
sinni. Ítrekaði Sindri að prósentan
hefði ekki verið ákveðin en taldi
líklegt að hún yrði einhvers staðar
á þessu bili.
Greiðslumarkið
afnumið
Meginatriði nýs búvörusamn-
ings er að svokallað greiðslumark,
grundvöllur kvótakerfisins, hverf-
ur í áföngum á samningstímanum.
Stuðningur ríkisins verður tengd-
ur framleiðslunni, hann færist úr
beingreiðslum fyrir greiðslumark
í greiðslur út á framleiðslu afurða
og fjölda gripa. Sindri ítrekaði að
hægt verði að endurskoða samn-
inginn tvisvar á samningstíman-
um. Annars vegar árið 2019 og
hins vegar árið 2023. Verður þá
hægt að hægja á eða flýta ferlinu
eftir því hvernig mönnum þykir
breytingaferlið ganga.
Stefnt er að því að efla nauta-
kjötsframleiðslu og auka virði
sauðfjárafurða. Sindri nefndi að
lagt væri til að flytja út íslenskt
lambakjöt undir einu merki fram-
leiðenda og sláturleyfishafa. Kall-
aði hann eftir því að slíkt fyrirtæki
fengi sambærilegar heimildir og
mjólkurvöruframleiðendur, þ.e. að
það yrði undanþegið samkeppnis-
lögum. Vert er að taka fram að
samningsaðilar eiga eftir að ræða
allar fjárhæðir, það er að segja
hversu miklum peningum ríkið
mun verja til stuðnings við land-
búnaðarframleiðslu á samnings-
tímanum. Kom fram í máli Sindra
að fjárstuðningurinn yrði allavega
sá sami og gert er ráð fyrir í fjár-
lögum næsta árs.
Tollvernd og
raforkumál hagsmunir
garðyrkju
Næstur tók til máls Gunnar Þor-
geirsson, formaður Sambands
garðyrkjubænda. Hann sagði að í
samningi um starfsskilyrði garð-
yrkjunnar yrði áfram gert ráð fyrir
niðurgreiðslum á agúrkum, papr-
ikum og tómötum. Unnið væri að
því að taka niðurgreiðslur á raf-
orkukaupum og -flutningi inn í
búvörusamninginn í stað viðbót-
arsamninga við einstök orkufyr-
irtæki. Ríkið vildi draga úr toll-
vernd á útiræktuðu grænmeti, svo
sem rófum og kartöflum. Virði
tollverndarinnar næmi 1,4 millj-
arði króna og yrði dregið úr henni
krefðust garðyrkjubændur þess að
fá þá peninga í staðinn með ein-
hverjum öðrum hætti.
Opinberri
verðlagningu hætt
Sigurður Loftsson bóndi í Steins-
holti er formaður Landssambands
kúabænda. Hann upplýsti fundar-
menn um að breytingarnar sem
í samningnum felast gangi yfir
á nokkrum árum. Beingreiðslur,
svokallaðar A-greiðslur, myndu
lækka hægt en í stærri skrefum
eftir því sem líður á samnings-
tímann og falla á endanum nið-
ur en færast á aðra liði samnings-
ins, þannig að þær nýtist greininni
eftir sem áður. Afurða- og gripa-
greiðslur munu þannig aukast á
móti og gripagreiðslurnar tvöfald-
ast á fyrsta ári. Framsal greiðslu-
marks verður óheimilt frá ársbyrj-
un 2017 og ríkið mun leysa til sín
það greiðslumark sem menn kunna
að vilja selja þar til A-greiðslurnar
falla niður. Kúabændur gera enn-
fremur kröfu á aukinn stuðning til
að efla gæði nautakjötsframleiðslu
og einnig eru uppi hugmyndir um
sérstaka fjárfestingarstyrki.
Með nýjum búvörusamningi
er gert ráð fyrir að verðlagning
á mjólkurvörum gerbreytist og
opinberri verðlagningu verði hætt.
Í staðinn er lagt til að mjólkuriðn-
aðurinn og bændur leggi sameig-
inlega fram tillögu að lágmarks-
verði og fleiri þáttum sem yrðu
teknir til athugunar af þar til bæru
stjórnvaldi.
Tollamál eru kúabændum of-
arlega í huga og sagði Sigurður
Loftsson að heimildir væru fyrir
því í milliríkjasamningum að leið-
rétta tolla á mjólkurvöru. Hins
vegar þyrfti að gera breytingar á
tollasamningum. Óvissa ríkir því í
tollamálunum og kallaði Sigurður
eftir því að tollverndin yrði upp-
færð sem grundvallar mótvægisað-
gerð gagnvart tollasamningum við
ESB.
Auka verðmæti
sauðfjárafurða
Hugmyndir um framleiðslu sauð-
fjárafurða snúast einnig um að
leggja greiðslumarkið af í áföng-
um á meðan samningstímanum
stendur. Þess í stað að taka upp
greiðslur út á gæðastýrða fram-
leiðslu og fjölda gripa. Þórarinn
Ingi Pétursson, formaður Lands-
samtaka sauðfjárbænda, viður-
kenndi að þessar hugmyndir væru
nokkuð fjarri þeim markmiðum
aðalfundar LS að draga úr vægi
greiðslumarksins um 10% á samn-
ingstímanum. En á móti gerðu
sauðfjárbændur þá kröfu að við-
bótarfé yrði lagt til nýrra verkefna,
eins og til dæmis fast fé til mark-
aðsöflunar og markaðssetningar
íslensks lambakjöts. Þar væri lit-
ið til þess að auka verðmæti fram-
leiðslunnar á erlendum mörkuð-
um og meðal erlendra ferðamanna
hér á landi. Ræddi hann þær hug-
myndir sem Sindri minntist áður á
um sameiginlegan útflutning fyrir-
tækis í eigu framleiðenda og slát-
urleyfishafa á lambakjöti. Vísaði til
reynslu útflutningsaðila af Whole
Food markaðnum ameríska og að
markmiðið ætti beinlínis að vera
að hækka afurðaverð til bænda með
því að flytja út vottaða hágæðavöru
á vel borgandi markaði.
Árið 2021 verður framsal
greiðslumarks í sauðfjárrækt stöðv-
að og gæðastýring hið almenna
viðhorf, allt skýrsluhald rafrænt
og tengt öðrum skráningarkerfum
landbúnaðarins.
Afnám kvóta
framleiðsluhvetjandi
Að loknum framsögum var orð-
ið hvers sem mæla vildi og voru
skiptar skoðanir meðal fundar-
gesta á hugmyndum að nýjum bú-
vörusamningum. Mest fór þó fyr-
ir fyrirspurnum og athugasemd-
um varðandi afnám kvótakerfisins.
Margir fundarmanna lýstu áhyggj-
um sínum af því að afnám fram-
leiðslustýringar myndi leiða til of-
framleiðslu. Það myndi aftur leiða
til kjaraskerðingar bænda. Sigurð-
ur Loftsson viðurkenndi í svari
sínu að afnám framleiðstýringar
skapaði vissulega framleiðsluhvata.
Með nýjum samningi væri stýring-
in hins vegar afnumin smám sam-
an og minnti hann á möguleikann
á að endurskoða samninginn 2019.
Þar gæfist bændum tækifæri til að
bregðast við ef þeim þætti þróunin
óheillavænleg.
Aðrir fundarmenn lýstu ánægju
sinni með fyrirhugaðar hugmyndir
um afnám framleiðslustýringa og
töldu að í þeim fælust mikil sókn-
arfæri fyrir íslenskan landbúnað.
Pétur Diðriksson, bóndi á Helga-
vatni, hafði orð á því að ef áfram
yrði framleitt með kvóta myndi
munur á verði innanlands og utan-
hækka og það myndi kalla á frek-
ari tollavernd. Hann spurði koll-
ega sína jafnframt hvort afnám
kvótakerfis yrði ekki líka hvatning
til bænda að lækka hjá sér fram-
leiðslukostnað og fékk jákvæð svör
við því. Bændur myndu til dæmis
frekar aflífa mjólkurkýr sem mjólka
illa en að hafa þær sem dragbíta á
afkomu búanna.
Guðný Heiðbjört Jakobsdótt-
ir, bóndi í Syðri-Knarrartungu,
spurði samninganfendina hvort
hvergi væri gert ráð fyrir eyrna-
merktu fé til rannsókna á búfjár-
sjúkdómum í nýjum samningum.
Væri slíkt gert þyrftu bændur ekki
lengur að hlusta á peningaleysi
sem afsakanir þegar leitað væri
skýringa á búfjárdauða og sjúk-
dómum. Þórarinn Ingi svaraði að
slíkt hefði ekki verið gert en sagði
ábendinguna bæði góða og þarfa
og að nefndin myndi taka hana
með sér til áframhaldandi samn-
ingsviðræðna.
kgk
Bændum kynntar hugmyndir að nýjum búvörusamningum
Fjölmargir bændur lögðu leið sína á fundinn til að hlýða á hugmyndir að nýjum búvörusamningi.
Framsögumenn hlýða á fyrirspurnir og umræður. F.v. Þórhildur Þorsteinsdóttir formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands og
fundarstjóri, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ, Sigurður Loftsson formaður LK, Gunnar Þorgeirsson formaður Sam-
bands garðyrkjubænda og Þórarinn Ingi Pétursson formaður LS.