Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 20156 Dregið í 16 liða úrslitum Útsvars LANDIÐ: Eins og Skessu- horn hefur áður greint frá á Vesturland tvo fulltrúa sem báðir komust áfram úr fyrstu umferð Útsvars, spurninga- keppni sveitarfélaganna á RÚV. Lið Reykhólahrepps tryggði sér sæti í 16 liða úr- slitum sem stigahæsta taplið- ið eftir tveggja stiga tap gegn Fjallabyggð, 78-76. Snæfells- bær setti svo stigamet í vik- unni á eftir með stórsigri á Rangárþingi eystra, 103-32. Síðastliðinn föstudag var dregið í 16 liða úrslitum og þar kom í ljós að Reykhóla- hreppur mætir Reykjavík en Snæfellsbær etur kappi við Rangárþing ytra. Enn hafa þættirnir ekki verið dagsettir en miðað við röð viðureigna sem gefin er upp á heimasíðu þáttarins má gera ráð fyrir því að hvorugt lið keppi fyrr en á því herrans ári 2016. -kgk Bæjarráð hafnar styrkbeiðni AKRANES: Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi ósk- aði í nóvembermánuði eft- ir því að Akraneskaupstað- ur styrkti skólann um tvær milljónir króna til kaupa á tækjum fyrir skólann. Erind- ið var tekið fyrir á fundi bæj- arráðs 26. nóvember þar sem því var hafnað. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tók svipað erindi frá skólanum til um- fjöllunar á fundi sínum 24. nóvember og samþykkti að veita skólanum 100 þúsund krónur til tækjakaupa. -mþh Staða aðstoðar- skólameistara auglýst AKRANES: Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hefur auglýst stöðu aðstoðarskóla- meistara lausa til umsókn- ar. Hafliða Páli Guðjónssyni fyrrum aðstoðarskólameist- ara skólans var sagt upp störf- um af Ágústu Elínu Ingþórs- dóttur skólameistara í byrjun október eftir aðeins tveggja mánaða veru í stöðunni. Að- stoðarskólameistari er stað- gengill skólameistara og hon- um til aðstoðar við daglega stjórn skólans og rekstur. Loft hefur verið lævi blandið í Fjölbrautaskóla Vesturlands í haust og spenna milli hluta starfsfólks og skólameistara. Utanaðkomandi stjórnunar- ráðgjafi var fenginn að skól- anum fyrir tilstilli mennta- málaráðuneytisins svo stuðla mætti að því að koma sam- skiptum í eðlilegt horf. Það er Þorsteinn Þorsteinsson fyrr- um skólameistari Fjölbrauta- skóla Garðabæjar. –mþh Samstaða hjá starfsmönnum AKRANES: Á fundi Verka- lýðsfélags Akraness og starfs- manna Akraneskaupstaðar síðastliðinn föstudag var sam- þykkt ályktun þar sem með- al annars kom fram að félags- fundur starfsmanna sem til- heyra VLFA harmi það of- beldi sem Samband íslenskra sveitarfélaga reynir að beita samninganefnd VLFA með því að gera skýlausa kröfu um að SALEK samkomulagið verði hluti af kjarasamningi starfsmanna, ellegar verði enginn kjarasamningur gerð- ur. Í ályktunninni er einnig kveðið á um að starfsmenn telji sig hvorki hafa laga- lega heimild né umboð til að skerða samningsrétt annarra launamanna í sínum kjara- samningum með því að sam- þykkja umrætt SALEK sam- komulag aðila vinnumark- aðarins. Það var mat fund- armanna að fjölmörg atriði í umræddu samkomulagi muni leiða til takmarkana og skerð- ingar á samningafrelsi launa- fólks til framtíðar. Þá lýsti fundurinn fullum stuðningi við baráttu VLFA í kjara- deilu félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga og skorar á íslenskt launafólk að kynna sér margumrætt SA- LEK samkomulag. –grþ Hjartastuðtæki á öllum starfsstöðvum HB GRANDI: Búið er að koma fyrir hjartastuðtækj- um á öllum starfsstöðv- um HB Granda. Hópstjórar hafa fengið kennslu í notk- un þeirra. Sömuleiðis er lögð áhersla á að starfsmenn sæki námskeið í skyndihjálp. Um 25 starfsmenn fiskþurrkun- ar HB Granda á Akranesi sóttu slíkt námskeið nýverið sem RKÍ deildin á Akranesi sá um. -mþh Á Degi upplýsingatækninnar síð- astliðinn fimmtudag, sem Skýrslu- tæknifélagið stóð fyrir, veitti fulltrúi innanríkisráðuneytisins verðlaun fyrir bestu upplýsingavefina hjá hinu opinbera. Veitt var viðurkenning fyr- ir besta opinbera vefinn og fékk Þjóð- skrá Íslands þá viðurkenningu fyrir vefinn island.is. Viðurkenningu fyr- ir besta vef sveitarfélaga hlaut Akra- neskaupstaðar fyrir akranes.is. Fimm sveitarfélög voru tilnefnd en auk Akraness voru það Seltjarnarnesbær, Fjarðabyggð, Skagafjörður og Kópa- vogsbær sem þykja hafa góða upp- lýsingavefi. Viðurkenningin þessi er veitt annað hvert ár og hlaut Reykja- víkurborg hana árið 2013. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi tók á móti viðurkenning- unni. Sagðist hún í ávarpi sínu vilja þakka starfsfólki bæjarskrifstofunnar undir forystu Sædísar Sigurmunds- dóttur verkefnisstjóra fyrir vinnu við endurbætur á vef bæjarins. Einn- ig lýsti Regína yfir ánægju með sam- starfið við Stefnu en fyrirtækið hann- aði vefinn í samstarfi við starfsfólk Akraneskaupstaðar. mm Akraneskaupstaður og Þjóðskrá með bestu opinberu vefina Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarkona innanríkisráðherra og ráðstefnustjóri á Degi upplýsingatækninnar, afhenti Regínu Ásvaldsdóttur bæjar- stjóra viðurkenninguna fyrir besta sveitarfélagavefinn. „Þessir yndislegu nemendur í Grunnskóla Borgarness voru til hreinnar fyrirmyndar þegar ég hélt fyrirlestur minn í skólanum í vik- unni. Þótt mig langi yfirleitt að taka myndir af öllum bekkjum sem ég hitti kann ég ekki við það en stundum skapast rétta augnablik- ið,“ skrifar Þorgrímur Þráinsson á síðuna „Verum ástfangin af lífinu.“ Eins og kunnugt er ferðast Þor- grímur milli skóla í landinu og ræðir við ungt fólk um lífið og tilveruna. Eins og alþjóð veit barst í síðustu viku óvænt yfirlýsing um forseta- framboð Þorgríms, en yfirlýsingin var ekki send út af frumkvæði Þor- gríms sjálfs, heldur ónefnds „vin- ar“. Engu að síður gaf Þorgrímur það út í kjölfarið að yfirgnæfandi líkur væru á að hann biði sig fram til Forseta Íslands næsta vor. En Þorgrímur vill taka upp hanskan fyrir ungu kynslóðina í dag. Hann segir suma finna ungu fólki margt til foráttu en hans reynsla undanfarin ár, af þessu unga fólki okkar, sé dásamleg. „Þessi kynslóð er mun flottari en mín kynslóð, tækifærin blasa við og það stend- ur ekkert í vegi fyrir þeim - ef þau eru óttalaus. Sterk sjálfsmynd getur skipt sköpum til að rata í þá átt sem hjartað slær í stað þess að ,,elta“ fjöldann í blindni... ,,af því bara“. Ég trúi því að þessi kynslóð og sú næsta séu kynslóðirnar sem munu stuðla að friði í heiminum með því að hafa samkennd, góðverk, hjarta- hlýju í forgrunni og svara óvild með faðmlagi og fyrirgefningu.“ mm Var ánægður með prúð ungmenni í Borgarnesi Þorgrímur Þráinsson ræddi við þennan glæsilega hóp í Grunnskóla Borgarness í vikunni sem leið. Ljósm. þþ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.