Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 201518 „Sem þingmaður Norðvesturkjör- dæmis 2009 – 2013 kynntist ég því sem helst brennur á þessum lands- hluta og þá meðal annars hér á Vest- urlandi. Mér þótti mjög skemmti- legt að vinna að þeim málefnum sem varða kjördæmið og setja mig inn í þau. Við Guðbjartur Hann- esson unnum þétt saman og vor- um góðir vinir. Ég er harmi slegin yfir fráfalli hans og hefði svo gjarn- an viljað taka aftur sæti á þingi und- ir öðrum og betri kringumstæðum. Ég sakna vinar í stað,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sem nú tek- ur sæti sem 5. þingmaður Norðvest- urkjördæmis, eftir tveggja ára hlé frá þingstörfum. Við hittum Ólínu Þor- varðardóttur að máli á Akranesi í liðinni viku til að heyra hvað nýjasti þingmaður Norðvesturkjördæmis hefði að segja við íbúa og kjósendur á Vesturlandi við þessi tímamót. Áskorun og ríkar skyldur Ólína hefur allnokkra reynslu úr stjórnmálunum. Hún kom fyrst inn í stjórnmálin sem borgarfulltrúi í Reykjavík 1990 – 1994 er hún varð oddviti minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og leiddi lista Nýs vett- vangs, þá búsett í Reykjavík. Hún gerði hlé á stjórnamálastörfum til ársins 2009 er hún tók 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi og var kosin þingmaður kjördæmis- ins ásamt Guðbjarti Hannessyni sem leiddi listann. Flokkur hennar Sam- fylkingin náði hins vegar ekki slíku brautargengi í alþingiskosningum í maí 2013 að halda báðum þingsæt- um flokksins í kjördæminu. Guð- bjartur Hannesson hélt þingsæti sínu, en Ólína varð 1. varaþingmað- ur. Við andlát Guðbjartar í október tók Ólína við þingsætinu, eftir að hafa snúið sér að öðrum viðfangs- efnum um tíma. „Það er krefjandi áskorun að koma inn aftur og taka upp þráðinn þar sem frá var horf- ið fyrir tveimur árum og um leið að taka við keflinu frá Guðbjarti. Hann var mikill jafnaðarmaður og mjög umhugað um þetta svæði hér, ekki síst Vesturlandið. Mér rennur blóð- ið til skyldunnar að sinna því vel,“ segir Ólína. Hún segist hafa verið farin að hugsa um önnur verkefni en þing- mennskuna og á vissan hátt búin að kúpla sig frá daglegu stjórnmálastarfi þegar Guðbjartur veiktist skyndi- lega alvarlega og lést 23. október. „Þarna tóku forlögin í taumana og þá breytir maður auðvitað áætlun- um sínum til samræmis við það. Ég var farin að snúa mér að öðru, enda lifir enginn af því að vera varaþing- maður, en nú verða þau viðfangsefni að einhverju leyti lögð til hliðar um sinn,“ segir Ólína. Rannsóknir, ritstörf og ferðaþjónusta Ólína Þorvarðardóttir er þjóðfræð- ingur og doktor í íslenskum bók- menntum. Það lá því nokkuð beint við að hún sneri sér að fræðastörf- um þegar þingmennsku sleppti fyr- ir tveimur árum. Í spjalli okkar kem- ur í ljós að hún hefur nýtt tímann vel frá því hún hætti á þingi. Hún hef- ur nú þegar lokið við ritun bókar um Ísafjarðardjúp fyrir Ferðafélag Ís- lands sem ætlunin er að gefa út 2017. „Ég er búin með þá bók og hef skilað henni og tekin til við næsta verkefni. Það er rannsóknaverkefni sem snýst um íslenskar alþýðulækningar, sögu þeirra og þróun frá 13. öld og fram á þennan dag. Til þessa hafði ég feng- ið góðan rannsóknastyrk frá Rann- sóknaráði Íslands og var auk þess búin að fá úthlutað fræðimannsíbúð í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, þegar máttarvöldin knúðu mig aftur heim til þingstarfa. Ég og maðurinn minn, Sigurður Pétursson sagnfræðingur, höfum því verið í Danmörku við rit- störf og fræðaiðkun síðustu tvo mán- uði, en erum nú komin heim til að sinna nýjum skyldum.“ Ólína hefur haft fleiri járn í eld- inum. Samhliða rit- og fræðastörf- um hefur hún stundað eigin rekst- ur í ferðaþjónustu. „Já, ég hóf einn- ig rekstur gistiheimilis í húsinu okk- ar vestur á Ísafirði. Börnin eru flog- in úr hreiðri og við hjónin orðin tvö ein eftir í stóru húsi. Ég sá að ég gæti sem best notað neðri hæðina undir gistingu fyrir ferðamenn og þannig látið húsið vinna fyrir sér. Þetta gisti- heimili hef ég rekið í þrjú sumur. Það hefur gengið ljómandi vel og verið mjög skemmtilegt að kynnast ferða- þjónustunni með þessum hætti. Mér hefur alltaf þótt gaman að taka á móti og kynnast nýju fólki og þetta hefur verið mjög ánægjuleg reynsla.“ Mörg verkefni að kljást við Nú þegar aðstæður hafa breyst og Ólína er aftur sest á þing þá seg- ist hún verða að forgangsraða upp á nýtt. „Stjórnmálastörf annars vegar og svo fræðastörf og ritstörf eru afar ólík viðfangsefni. Þingmennska er mjög krefjandi og tímafrekt starf. Ég þarf því að leggja fræðin að mestu á hilluna á meðan ég tekst á við stjórn- málaverkefnin. Sömuleiðis hætti ég að reka gistinguna. Ég hef eng- an tíma til að standa í svona rekstri meðan ég er í þinginu. Hvað fram- tíðin ber í skauti sér verður svo bara að koma í ljós.“ Af framangreindu má ljóst vera að Ólína hafi á vissan hátt verið á útleið úr atvinnumennsku í stjórnmálun- um þegar hún var óvænt kölluð aft- ur að borðinu í haust. Nú þegar hún tekur sæti á þingi á ný er kjörtíma- bilið rúmlega hálfnað. Aðspurð seg- ist Ólína ekki geta svarað því ákveð- ið hvort hún muni gefa kost á sér við næstu þingkosningar sem verða að óbreyttu vorið 2017. „Það er auð- vitað gaman og gefandi að stunda fræði- og ritstörf, en ég útiloka alls ekki að bjóða mig fram eftir tvö ár,“ segir Ólína. Nú bíði hins vegar ótal viðfangsefni sem fylgja þurfi eftir fram til loka kjörtímabilsins. „Mín bíða ýmis knýjandi verkefni innan ýmissa málaflokka sem er full ástæða er til að gefa góðan gaum, meðal annars varðandi Norðvestur- kjördæmi. Vesturland býr í vissum skilningi bæði að auðlegð og tækifær- um og er þess vegna vel sett í saman- burði við suma aðra landshluta. Hér er þó mikilvægt að menn haldi vöku sinni. Atvinnulífið er gott, hér eru blómleg landbúnaðarhéruð, öflug- ur sjávarútvegur, stóriðja, ferðaþón- usta og lifandi háskólastarfsemi. Það þarf að passa upp á að allt þetta fái að þrífast og dafna. Á Vestfjörðum og Norðvesturlandi er meiri varnarbar- átta með fólksfækkun og sums stað- ar alvarlegri byggðaröskun eftir að kvótakerfinu var komið á.“ Samgöngumálin mikilvæg Byggðamálin hafa lengi verið Ísfirð- ingnum Ólínu hugleikin enda hef- ur hún búið úti á landi um margra ára skeið. Hún segir að víða kreppi að bæði á Vestfjörðum og norðan Holtavörðuheiðar. „Samgöngur eru of stopular, erfiðleikar í raforkumál- um og fjarskipti á borð við netsam- band þarf að auka og bæta með ljós- leiðaravæðingu. Þetta þrennt eru forsendur þess að atvinnulíf fái þrif- ist þannig að okkar landshluti standi jafnfætis öðrum landshlutum og sé samkeppnishæfur. Þetta eru líka allt atriði sem skipta máli hér á Vestur- landi, enn þarf að bæta úr og halda vökulum augum á.“ Talið berst að samgöngumálun- um sem Ólína segir afar mikilvæg til uppbyggingar atvinnulífi og manns- lífi almennt í hinum dreifðu byggð- um. Í máli hennar kemur fram að hún styður tvöföldun Hvalfjarðar- ganga sem löngu hafi sannað gildi sitt sem arðbær framkvæmd. „Það er enn fremur grundvallaratriði að gert sé stórátak í samgöngumálum á Vestfjörðum og að Dýrafjarðar- göngin svokölluðu milli Arnarfjarð- ar og Dýrafjarðar verði að veruleika. Þau eru á áætlun og tilbúin til útboðs og hafa verið svo lengi að það er orð- ið vandræðalegt að framkvæmdir skuli ekki vera hafnar. Af einhverj- um ástæðum skjótast alltaf einhver jarðgöng á Norðaustur- og Austur- landi framfyrir í röðina, en nú geng- ur það ekki lengur. Á eftir Dýrafjarð- argöngum þarf næsta stóra verkefni að vera göng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar vegna snjóflóðahætt- unnar í Súðavíkurhlíð. Það hefur því miður ekki verið á teikniborðinu ennþá en ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir þessu.“ Hugsi yfir stóriðjumálum Þegar minnst er á Hvalfjarðargöng beinist talið fljótt að Grundartanga- svæðinu og stóriðjunni. Blaðamanni leikur hugur á að heyra um sýn þing- mannsins á stóru línurnar í þeim málaflokki þar sem stórar ákvarðan- ir eru framundan svo sem í hugsan- legri byggingu sólarkísilverksmiðju. „Ég hef viljað stíga varlega til jarðar í stóriðju- og virkjanamálum,“ segir Ólína. „Ég er ekki viss um að lang- tímahagsmunir okkar séu endilega bundnir við aukna stóriðju. Þá á ég bæði við landshlutann og kjördæm- ið en líka við landið sem heild. Nú er tímabært að staldra við og hug- leiða hvert við viljum stefna. Nátt- úran á sinn rétt. Stóriðjan ógnar mjög augljóslega ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Ferðaþjónustan byggir jú að verulegu leyti á nátt- úrunni og umhverfinu. Við þurfum að ákveða á hvorn hestinn við ætl- um að veðja. Hvor atvinnugreinin er líklegri til að smita út í samfélagið bæði jákvæðum mannlífsáhrifum og hagsvexti? Ég þekki ferðaþjón- ustuna ágætlega af eigin raun og tel að hún eigi mikla framtíð. Þar eru gríðarleg tækifæri. Ferðaþjónustu- héraðið Vesturland hlýtur að líta til þessa,“ svarar Ólína. Hún bendir á að ferðaþjónust- an sé nú á ákveðnum krossgötum og krefjist athygli stjórnmálamanna. „Við verðum að fara að stíga ákveð- in þroskaskref sem ferðaþjónustu- land. Það þarf að efla og treysta inn- viðina betur til að við séum í stakk búin til að taka við þessari miklu fjölgun. Ferðaþjónustan er auð- lind á Íslandi. Við þurfum að fara að líta á hana sem slíka og semja leik- reglur í kringum nýtingu hennar, til dæmis svo afla megi tekna til þess að byggja upp ferðamannastaði. Þetta hefðum við líka þurft að gera fyrir löngu í sambandi við aðrar auðlind- ir og setja okkur samræmda stefnu varðandi nýtingu náttúruauðlinda á borð við fiskinn í sjónum, virkjun fallvatna og fleira.“ Breyta þarf kvótakerfi og efla strandveiðar Við getum heldur ekki látið hjá líða að koma inn á sjávarútvegsmál- in og fáum Ólínu til að tjá sig um áherslur hennar. Hún hefur enda oft látið til sín taka í umræðu um þann málaflokk svo eftir hefur verið tek- ið. Hún nefnir strax strandveiðarn- ar sem hún telur að hafi verið mjög gott skref þegar litið sé til sjávar- byggða kjördæmisins og vill að þær verði efldar. „Þær skipta miklu máli og hafa komið í veg fyrir sumar- lokanir í fiskvinnslu svo sem á sunn- anverðum Vestfjörðum þar sem þær hafa skapað atvinnu og tekjur á ann- ars dauðum tíma. Það á að vera bar- áttumál fyrir allt Norðvesturkjör- dæmi í heild sinni að efla þessar veiðar. Það á að stórauka frelsi til að fólk geti stundað handfæraveið- ar yfir sumartímann,“ segir Ólína og heldur áfram: „Ég hef alltaf ver- ið heit baráttukona fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Mér finnst skipta öllu máli að gætt sé atvinnu- frelsis og jafnræðis varðandi aðgengi að auðlindinni, þannig að menn geti átt þess kost að bjóða í aflaheimild- ir og eiga þar með möguleika á því að nýta sér okkar sameiginlegu fisk- veiðiauðlind. Kvótakerfið er að vissu leyti komið til að vera, ég geri mér grein fyrir því. En það hlýtur að vera hægt að gera sanngjarnar breytingar á þessu kerfi þannig að heilu byggð- arlögin þurfi ekki að sitja eftir í sár- um þegar verið er að selja aflaheim- ildir í stórum stíl. Það hlýtur a.m.k. að vera hægt að skipta kerfinu upp Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi: „Vesturland býr að auðlegð og tækifærum“ Samfylkingarkonan Ólína Þorvarðardóttir nýorðin 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, hefur nú yfirgefið fræðastörfin eftir skamma viðdvöl til að takast að nýju á við skyldur stjórnmálannsins. Hér er hún á Akratorgi á Akranesi. Hjónin Ólína og Sigurður Pétursson sagnfræðingur eru útvistarfólk og njóta þess að fara í gönguferðir um fjöll og eyðibyggðir á sumrin. Undanfarin ár hefur Sigurður unnið að ritun sögu verkalýðshreyfingar og atvinnumála á Vestfjörðum. Þriðja bindi þess verks er að koma út.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.