Skessuhorn - 09.12.2015, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 20156
Enn eru
slegin met
LANDIÐ: Aldrei áður hefur
mælst meiri umferð um 16 lykil-
teljara á Hringveginum umhverf-
is landið og nú í nóvembermán-
uði. Í samantekt Vegagerðarinn-
ar kemur fram að umferðin jókst
um tæp 6% frá því í sama mán-
uði í fyrra. Nú lítur út fyrir að
umferðin í ár verði um sex pró-
sentum meiri en hún var í fyrra,
þ.e.a.s. stöðvi veðrið ekki öku-
menn í jólamánuðinum. Umferð
um vegi á Vesturlandi hefur auk-
ist um 8,6% frá áramótum miðað
við sömu mánuði í fyrra. Einungis
á Austurlandi var umferðaraukn-
ing meiri. Þessi aukning á lands-
vísu í nóvember varð til þess að
enn eitt metið var slegið, en fyrra
met var frá 2007. Samtals fóru að
jafnaði rúmlega 54 þúsund öku-
tæki yfir mælistaðina 16 í mán-
uðinum. Umferð í nóvember
hefur þá vaxið um 1,8%, að jafn-
aði frá árinu 2005 til 2015. Mest
jókst umferðin um Austurland
eða 12,9% en minnst um Suður-
land eða 1,9%. Í tölfræði Vega-
gerðarinnar má sjá að umferð-
in hefur aukist alla vikudaga en
hlutfallslega mest á þriðjudögum
eða um 7,6% en minnst á sunnu-
dögum eða um 3,8%. Umferðin
er að jafnaði mest á föstudögum
en minnst á þriðjudögum. Um-
ferðin á fimmtudögum er næst
meðalumferðinni. –mm
Skerðing á kol-
munnakvóta
LANDIÐ: Sigurður Ingi Jó-
hannsson sjávarútvegsráðherra
hefur ákveðið að heildarkvóti Ís-
lands í kolmunna verði 125.984
tonn. Þetta er veruleg skerðing
frá síðasta ári en þá var heildar-
kvótinn 203 þúsund tonn. Skerð-
ingin nemur 76.974 tonnum eða
38%. Alþjóða hafrannsókna-
ráðið hefur ráðlagt að alls verði
veidd 776.391 tonn af kolmunna
í Norðaustur Atlantshafi á næsta
ári.
-mþh
Sluppu vel frá
illviðrinu
DALIR: Það var komið nokk-
uð fram á mánudagskvöld þeg-
ar veðrið fór að rjúka upp í Döl-
um. Um níuleytið fór að auka
í vind og örlítið rafmagnsflökt
minnti á að gott getur verið
að eiga vasaljós á vísum stað.
Margir virðast hafa verið fyrir-
hyggjusamir því fyrr um daginn
seldust upp ákveðnar gerðir af
rafhlöðum í Samkaup Strax og
KM þjónustunni og einnig var
nokkuð um að bændur birgðu
sig upp af þaksaumi til að geta
brugðist við ef plötur færu að
fjúka. Það verður aldrei ofsagt
að allur sé varinn góður. Heim-
akstri var flýtt um klukkustund
í Auðarskóla og leikskóladeild
skólans lokaði klukkustund fyrr
en venjulega. Matvöruversl-
unin Samkaup Strax hélt opnu
til kl. 18 og eitthvað var um að
starfsmenn stofnana væru send-
ir heim í fyrra fallinu en marg-
ir þeirra þurfa að ferðast lang-
ar leiðir til að sækja vinnu sína.
Björgunarsveitin Ósk var í við-
bragðsstöðu ásamt Slysavarna-
deildinni en engin útköll voru
vegna veðursins og svo virð-
ist sem Dalamenn hafi almennt
sloppið vel frá illviðrinu
-sm
Neitað um
bankareikning
BORGARBYGGÐ: Einstak-
lingar skulu hafa skráð lögheim-
ili til að geta stofnað banka-
reikninga fyrir sig persónu-
lega eða í umboði félagasam-
taka. Banki hefur neitað Ágústi
S. Beaumont, varaformanni Pí-
rata í Borgarbyggð, að opnaður
verði bankareikningur fyrir fé-
lagið, þar sem hann er ábyrgð-
armaður þess. Ástæðan er sögð
sú að samkvæmt þjóðskrá er
Ágúst skráður sem „óstaðsett-
ur í hús“. Aðstæðna sinna vegna
dvelur Ágúst í sumarhúsi í Borg-
arbyggð og getur af þeim sök-
um ekki skráð lögheimili á þeim
stað, þar sem slíkt er óheimilt.
Bankar almennt eru með regl-
ur er snúa að félagasamtökum.
Meðal annars þurfa upplýsingar
um stjórnarmenn og þar á með-
al lögheimilisskráning þeirra
að liggja fyrir til að hægt sé að
stofna til viðskipta. Ágúst grein-
ir frá því á Facebook síðu sinni
að hann telji að hér sé verið að
brjóta á rétti sínum sem borg-
ara. Hann segir að klárlega sé
annað hvort Tryggingastofn-
un eða bankinn með forræðis-
hyggju sem geti ekki staðist lög
né Stjórnarskrá; „ég hef ekki
sömu réttindi til setu í stjórn-
málaflokki og aðrir Íslending-
ar,“ skrifar Ágúst. –mm
Stekkjastaur í
jólasveina-
tvímenningi
BORGARFJ: Jólasveinatví-
menningur Briddsfélags Borg-
arfjarðar fer fram föstudaginn
11. desember og hefst klukkan
20. Sama kvöld kemur einmitt
fyrsti jólasveinninn til byggða
og mun Stekkjastaur heiðra
samkomuna með veru sinni.
„Eins og venjulega verður dreg-
ið saman í pör og menn geta því
mætt stakir,“ segir Ingimund-
ur Jónsson talsmaður félags-
ins, sem hvetur alla sem vilja til
að mæta í Logaland með góða
skapið. –mm
Í síðustu viku kyngdi niður snjó
víða um land. Snjódýpt mæld-
ist mikil, meðal annars víða um
vestanvert landið, eða allt að hálf-
ur metri. Hitastigið var þessa
daga oft í kringum frostmark-
ið en einmitt við þær aðstæður
verða til grýlukerti á þakskeggj-
um húsa og myndarlegar snjó-
hengjur. Þótt þær geti verið fal-
legar, eins og meðfylgjandi mynd
frá Akranesi ber með sér, þá getur
jafnframt verið hættulegt að verða
undir ef þungar hengjur og hvöss
grýlukerti falla skyndilega til jarð-
ar. Þá eru dæmi um að bílar hafi
beiglast þegar þungar snjóhengj-
ur hafa fallið á þá. Ástæða er því
til að hvetja fólk til að hreinsa snjó
af húsþökum þegar aðstæður sem
þessar koma upp. Þá er einnig
æskilegt að snjór sé hreinsaður frá
aðkomuleiðum að húsum svo t.d.
bréfberar eigi þangað greiða leið
og ekki síður þeir sem tæma sorp-
ílát frá húsum.
mm
Ævintýraheimur grýlukerta og snjóhengja
Þessi myndarlegu grýlukerti og áföst snjóhengja hafði lekið hægt og rólega niður
húsþak við Höfðagrund á Akranesi og magnað um leið upp lit aðventuljósanna.
Ljósm. ki.
Eitt af vel geymdu leyndarmál-
um verslunarbæjarins Borgarness
er búðin í Landnámssetri Íslands.
Hún var nýverið stækkuð og auk-
ið þar úrval af íslensku handverki.
Að sögn Áslaugar Þorvaldsdótt-
ur verslunarstjóra er býsna mik-
il umsetning í þessari litlu verslun
og mest ferðafólk sem þar fer um.
Þó eru sífellt fleiri íbúar í Borg-
arnesi og aðrir gestir að átta sig á
að þarna er að finna fjölbreytt úr-
val. Lögð er áhersla á handgerða
hluti og mest er framleiðslan inn-
lend. Talsvert margt handverks-
fólk af Vesturlandi er með vörur
í búðinni. Þarna leynist því margt
spennandi sem gæti passað í vel
valinn jólapappír.
mm
Stærri búð í
Landnáms-
setrinu