Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Síða 8

Skessuhorn - 09.12.2015, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 20158 Yfirskrift jólatónleika ársins í Snæ- fellsbæ var „Jólin heima“. Tónleik- arnir fóru fram í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík á sunnudagskvöld- ið. Þar komu fram söngvarar og tónlistarmenn úr Snæfellsbæ á öll- um aldri. Hátt í 400 manns sóttu þessa jólatónleika sem menningar- nefnd Snæfellsbæjar stóð fyrir og í framkvæmdarstjórn voru G. Sirrý Gunnarsdóttir og Olga Gunnars- dóttir. Kynnir kvöldsins var Guð- mundur Jensson og jólahljómsveit- in sá um undirspil. Margir ungir söngvarar komu í fyrsta sinn fram opinberlega og stóðu sig vel. Einn þeirra sem komu fram í fyrsta sinn á tónleikunum var bæj- arstjórinn Kristinn Jónasson sem söng með kirkjukórnum. Krist- inn var hinn hressasti þegar frétta- rritari hitti hann eftir tónleikana. „Það var sérstök stund fyrir mig að koma fram í fyrsta sinn sem söngv- ari,“ sagði hann og bætti við bros- andi: „Já, ég er að syngja þessa dagana með kirkjukórnum, hvort sem fólk trúir því eða ekki. Ég veit að móðir mín verður ánægð þeg- ar hún fréttir þetta,“ sagði Krist- inn skellihlæjandi. Greinilegt var þó að bæjarstjór- inn var ekki alveg laus við sviðs- skrekkinn fræga. Hann tók samt fram að lokum að þessa dag- ana væri nóg um að vera í menn- ingarlífinu í Snæfellsbæ. „Það er leiksýningin Fróðá sem sýnd er í Frystiklefanum á Rifi og er mögn- uð. Síðan eru það jólatónleika- rnir í kvöld, árleg bókakynning sem verður á á miðvikudaginn og jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsvík- ur fimmtudaginn 10. desember. Þetta er nú bara til að nefna sitt- hvað. Fólki á ekki að leiðast í Snæ- fellsbæ á aðventunni frekar en aðra daga ársins. Hér er alltaf nóg um vera sem er frábært,“ sagði bæjar- stjórinn syngjandi. af Hjól undan strætisvagni lenti framan á bíl KOLLAFJÖRÐUR: Síðast- liðinn miðvikudagsmorgun varð það óhapp í Kollafirði, við Esjurætur, að hjól losnaði undan strætisvagni sem var á leið á Akranes. Lausa hjólið tók fram úr strætisvagninum og skall framan á horni fólks- bíls sem var að koma úr gagn- stæðri átt. Sá bíll er illa farinn ef ekki ónýtur enda vegur dekk og felga á annað hundrað kíló og höggið þungt. Ökumaður fólksbílsins slapp án meiðsla. Það er fyrirtækið Hópbílar sem sér í verktöku um akstur á þessari leið fyrir Strætó bs. Að sögn Ágústar Haraldsson- ar rekstrarstjóra Hópbíla er þetta í fyrsta skipti sem fyr- irtækið lendir í að missa hjól undan vagni frá sér, enda séu til þess gerðar öryggisklemm- ur sem eiga að koma í veg fyrir að rærnar sem halda hjólunum fari af jafnvel þótt losni upp á þeim. Ágúst segir að vagninn hafi strax verið kallaður inn til ítarlegrar skoðunar. Kvaðst hann harma óhappið. –mm Jóla- og hand- verksmarkaður AKRANES: Jóla- og hand- verksmarkaður verður hald- inn á Kirkjubraut 40 á Akra- nesi, í sal FEBAN, sunnudag- inn 13. desember frá klukkan 12-17. Það er Andrea Björns- dóttir sem stendur fyrir mark- aðinum. Þar verða m.a. til sölu konfektkassar til styrktar leik- stofu Barnaspítala Hringsins, jólakort til styrktar krabba- meinsveikum börnum og björgunarsveitin verður með varning til sölu til styrkt- ar starfi sínu. Auk þess verð- ur ýmislegt fleira á boðstóln- um og dagskráratriði. Klukk- an 13 mun Anna Lára Stein- dal les upp úr bókinni sinni, Undir fíkjutré og klukkan 14 syngur Nína vel valin lög og kynnir nýja geisladiskinn sinn: „Sungið fyrir svefninn – með mínu nefi.“ Kaffiveitingar verða á staðnum. –fréttatilk. Spáð að ferða- menn verði 1307 þúsund LANDIÐ: Það sem af er árinu hefur fjölgun ferða- manna verið um 30% frá fyrra ári og gera Samtök ferðaþjón- ustunnar ráð fyrir að heildar- fjöldi erlendra ferðamanna á árinu 2015 verði 1.307 þús- und. Í nýjum tölum um þjón- ustuviðskipti milli landa kem- ur fram að á þriðja ársfjórð- ungi hafi þjónustujöfnuð- ur við útlönd verið jákvæð- ur um 90,4 milljarða kr. og munar þar mest um tekjur í ferðaþjónustu. SAF gera því ráð fyrir að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu haldi áfram að vaxa á síðasta fjórðungi ársins í samanburði við fyrra ár. Áætla samtökin að heildargjaldeyr- istekjur muni nema um 368 milljörðum kr. í ár. Þar mun- ar mestu um 316 milljarða kr. vegna útgjalda erlendra ferða- manna innanlands ásamt far- gjaldatekjum í erlendri mynt til og um Ísland. –mm Smábátar drjúgir við skötuselinn LANDIÐ: Í fyrra veiddust 1.185 tonn af skötusel á Íslandsmiðum. Smábátar með kvóta drógu alls 534 tonn, eða 45% af heildinni. Skip með aflamark veiddu svo 505 tonn, eða um 43%. Skuttogarar veiddu 128 tonn eða 10,8% og krókaafla- marksbátar voru með restina eða 18 tonn (1,5%). Stærstur hluti skötu- selsaflans fékkst í net, eða 710 tonn. Humarvarpan skilaði svo 234 tonn og um 20% af heild. Netaafli í skötusel skiptist þannig að smábátar með aflamark eru með 534 tonn en stærri skip eru með 176 tonn. Veru- lega hefur dregið úr sókn í skötu- selinn. Nægt framboð mun vera á leigukvóta. Verðið á honum er 240 krónur á kílóið en síðan bætist við tæplega 30 króna veiðigjald. Hæsta verð sem fæst fyrir skötusel á mörk- uðum er um 650 krónur fyrir kíló- ið. Þetta kemur fram í sjávarútvegs- blaðinu Fiskifréttum. –mþh Illa horfir með loðnuveiðar LANDIÐ: Mikil óvissa ríkir nú um loðnuvertíð í vetur. Rannsóknaskip- ið Árni Friðriksson var sent í loðnu- mælingarleiðangur í nóvembermán- uði öðru sinni í haust eftir að fyrsti leiðangurinn misheppnaðist vegna illviðra og hafíss norður í Dumbs- hafi. Þá mældist afar lítið af loðnu. Seinni leiðangurinn hófst svo 17. nóvember. Aðstæður til loðnuleit- ar og mælinga voru enn verri en í fyrra skiptið og svo fór að leiðang- urinn var blásinn af og skipið kall- að inn þar sem veðurútlit var af- leitt. Engin loðnumæling hefur því náðst. Íslenski uppsjávarveiðiflotinn er kvótalaus í loðnu. Útlit er fyrir að skipin verði bundin verkefnalaus við bryggju fram í janúar hið minnsta eða þar til og ef loðna finnst. -mþh Aflatölur fyrir Vesturland 28. nóvember - 4. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 5 bátar. Heildarlöndun: 30.567 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 13.499 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 31.241 kg. Mestur afli: Særif SH: 10.058 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 6 bátar. Heildarlöndun: 268.453 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 117.390 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík 14 bátar. Heildarlöndun: 164.567 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 29.619 kg í fimm löndunum. Rif 15 bátar. Heildarlöndun: 390.447 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 92.197 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 64.829 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 34.008 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 69.053 kg. 2. desember. 2. Örvar SH – RIF: 68.027 kg. 2. desember. 3. Steinunn SF – GRU: 64.000 kg. 28. nóvember. 4. Rifsnes SH – RIF: 56.232 kg. 30. nóvember. 5. Steinunn SF – GRU: 53.390 kg. 30. nóvember. mþh Það er einn hlutur sem stendur mér og kynbræðrum mínum mjög nærri, en það er þegar við lútum í gras fyrir veikindum. Þau geta verið af marg- víslegum toga; kvef, hiti, beinverkir, höfuðverkir o.s.fv. Í seinni tíð hefur þetta ástand fengið viðurnefnið kar- laflensa (e. man flu) og það er blá- kaldur raunveruleiki að við strák- arnir mætum litlum skilningi hjá hinu kyninu. Þetta er kallaður væll í okkur og hæðst að ástandi okk- ar; „engist ég um og styn af áfergju þegar ég er veik?“ heyrist jafnvel. Ég gæti haldið áfram en það er engum greiði gerður með því. Flensan heimsótti heimilið í síð- ustu viku og ég varð sá þriðji til að lúta í gras. Og eins og flestir karl- menn verða þá varð ég illveikur, tók sótt eins og orðað er í Íslendinga- sögunum, þá verð ég ófær um ein- földustu hluti sem þykja hversdags- legir og einfaldir í höndum hins full- fríska manns og lífið verður á all- an hátt flóknara og kaldara. Sóf- inn verður dvalarstaðurinn og all- ar vegalengdir innanhúss sem voru eitt sinn örfá skref breytast í kíló- metra. Líkams- og hugarástand mitt var var líkt og hjá Winston Smith í yfirheyrslum hugsanalögreglunnar úr bókinni 1984, tímaskynið hvarf og þegar hápunkti veikindanna var náð vissi ég ekki hvort liðnir væru tveir dagar eða mánuðir. Það skipti engu máli hvort sem er, eina sem skipti máli var að halda áfram að anda og blikka augunum því maður vill ekki láta þau þorna upp. Matur- inn bragðaðist skringilega og meira segja Coca Cola-ið fékk á sig fram- andi blæ, svona veikindabragð. Þeg- ar ég hresstist loksins og gat stigið út fyrir hússins dyr kom þessi undar- lega tilfinning yfir mig sem allir Ís- lendingar fá yfir sig þegar þeir koma frá útlöndum og anda að sér loftinu, ég var kominn meðal lifenda á ný. En hver er ástæðan? Hver er ástæðan fyrir því að krukkuopnar- inn á heimilinu liggur svona kylli- flatur þegar veikindi bera að garði? Svarið fæst í karlmennskunni, það er víst búið að finna það út að mik- ið magn af testósteróni getur veikt ónæmiskerfið á þann hátt að heim- ilisfaðirinn liggur nær dauða en lífi fáeina daga á ári hverju og veit ekki einu sinni hvað hann heitir. Svo að þar sannast hið fornkveðna að karl- mennskan drepur mann. Hvað svo sem er hægt að gera í því er ekki vit- að, flensan eyrir engum. Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði. Jólatónleikarnir „Jólin heima“ í Snæfellsbæ Kirkjukórinn ásamt Barna- og skólakór Snæfellsbæjar. Systkinin Brynjar og Margrét Vilhjálmsbörn sungu dúett við mikinn fögnuð áheyrenda. Söngvararnir komu saman og sungu lagið „Hjálpum þeim“ í lokaatriðinu. PIstill Af flensu

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.