Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Side 10

Skessuhorn - 09.12.2015, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 201510 Komin er út skýrslan Hagvöxtur landshluta 2009-2013 sem unnin er af Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands í samvinnu við Þróunarsvið Byggðastofnunar. Að þessu sinni eru tekin fyrir árin eftir banka- hrunið 2008 og mælistiku slegið á hagvaxtarþróun eftir svæðinum á því tímabili. Helstu niðurstöður samkvæmt skýrslunni eru að hlut- ur höfuðborgarsvæðisins af lands- framleiðslu er kominn yfir 70%. Framleiðsla þar jókst meira en utan þess frá 2009 til 2013. Með öðrum orðum hélt sú framvinda áfram sem var í gangi fram að hruni bankanna 2008. Árið 2013 var framleiðsla á höfuðborgarsvæðinu um 5% meiri en 2009, ef marka má þá mælingu sem kynnt er í skýrslunni, en fram- leiðsla stóð í stað á landsbyggðinni á sama tíma. Framleiðsla dróst mest saman á Vestfjörðum og Suð- urnesjum á tímabilinu en jókst mest á Vesturlandi. Vöxtur á tíma- bilinu 2000-2013 var langminnst- ur á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Mest dróst framleiðsla saman á Suðurnesjum og á Vestfjörðum frá 2009 til 2013, eða um 11-12%. Einkum virðist vera ástæða til þess að hafa áhyggjur af þróun mála á Vestfjörðum. Samtals hækkuðu launagreiðslur þar 10% minna en laun á landinu öllu. Á sama tíma fækkaði fólki á Vestfjörðum um 5%. Vísbendingar eru um að höfuðatvinnugreinin, sjávarút- vegur, standi höllum fæti í þess- um landshluta. Framleiðsla hefur lengi dregist saman á Vestfjörðum, en á hinn bóginn var geysimikill uppgangur á Suðurnesjum fram að hruni bankanna. Sums staðar á Vestfjörðum má sjá batamerki. Mikil uppbygging í fiskeldi, eink- anlega á suðurfjörðum Vestfjarða hefur haft góð áhrif á atvinnulíf og íbúaþróun. Vonir eru bundnar við að sú uppbygging eigi eftir að skila enn meiru. Af öllum landshlutum mæld- ist langmestur hagvöxtur á Vest- urlandi á árunum 2009 til 2013, eða 13%. Vöxtinn virðist einkum mega skýra með uppbyggingu stór- iðju, annars iðnaðar og opinberrar starfsemi. Þá er í skýrslunni minnt á jákvæð áhrif sem Hvalfjarðargöng hafa haft á uppbyggingu á sunnan- verðu Vesturlandi. „Athuga verður þó að gögn um mannfjölda og laun benda ekki til uppgangs á Vestur- landi undanfarin ár. Kann að vera varlegast að doka eftir fleiri gögn- um áður en mikið er gert úr hon- um,“ segir í skýrslunni. mm Hagvöxtur eftir landshlutum jókst mest á Vesturlandi Á þessari töflu má sjá hverju Vestlendingar lifa á. Stóriðja og veitustarfsemi vega þyngst í atvinnugreinum landshlutans og opinber þjónusta. Hagvöxtur á Vesturlandi árin 2009 til 2013 var langmestur í samanburði við aðra landshluta. Á þessu grafi má sjá hvað einkum skýrir hagvöxtinn á Vesturlandi 2009-2013. Þar vegur þyngst stóriðja og veitustarfsemi, annar iðnaður og opinber þjónusta. Samdráttur er hins vegar í flokkunum verslun, veitingasölu og byggingariðnaði. „Raforkumarkaðurinn einkenn- ist af fákeppni en sex fyrirtæki selja rafmagn til almennings. Verðmun- ur er lítill milli þessara aðila og er verð þess sem lægst býður 6,61 kr. fyrir hverja kílóvattstund en 6,91 kr. hjá þeim sem selur á hæsta verði. Mismunurinn á lægsta og hæsta verði er því aðeins 4,5%,“ segir í frétt Neytendasamtakanna. Þau ákváðu að bjóða út rafmagns- verð fyrir félagsmenn sína og var útboðið gert í samstarfi við Hag- vang. Ástæða útboðsins var tvíþætt; í fyrsta lagi að reyna að fá hagstæð- ara verð á rafmagni fyrir félags- menn Neytendasamtakanna og í öðru lagi að ýta undir samkeppni á þessum markaði. „Nú liggja niðurstöður útboðs- ins fyrir og aðeins eitt fyrirtæki sendi inn tilboð, en það var Orku- salan sem er dótturfyrirtæki RA- RIK sem bauð 0,65% afslátt frá gildandi verðskrá sinni. Ljóst er að hér er um svo takmarkaðan ávinn- ing að ræða fyrir neytendur að ákveðið var að hafna þessu tilboði. Þessi niðurstaða er vonbrigði. Að mati Neytendasamtakanna stað- festir þessi niðurstaða þá fákeppni sem er á þessum markaði. Neyt- endur hafa lítinn ávinning af því að beina viðskiptum til annars aðila en þeir eru þegar í viðskiptum við. Því hafa Neytendasamtökin vakið at- hygli Samkeppniseftirlitsins á nið- urstöðu útboðsins og kalla eftir að- gerðum.“ mm Segja óvirka samkeppni á raforkumarkaði Markaðsráðs kindakjöts hefur látið gera skilti sem sett verða upp á veit- ingastöðum og í ullarverslunum sem auðkenna sjálfbært íslenskt lamba- kjöt og ull fyrir erlenda ferðamenn. Merkið þýðir einfaldlega að varan sé íslensk. Ragnheiður Elín Árnadótt- ir ráðherra ferðamála skrúfaði í síð- ustu viku upp fyrsta skjöldinn á veit- ingahúsinu VOX í Reykjavík. Í kjöl- farið var merkið sett upp á Grillinu á Hótel Sögu, ferðamannaverslun- inni Og þó við Laugaveg og í Hand- prjónasambandinu. „Veitingastaðir sem setja íslenskt lambakjöt í önd- vegi munu frá og með 3. desemb- er geta gert samning við Markaðs- ráð kindakjöts um að fá að nota nýtt upprunamerki fyrir íslenskar sauð- fjárafurðir. Staðirnir fá sérstakan skjöld sem komið er fyrir við inn- gang, lambakjöt verður sérstaklega dregið fram á matseðli og þeir verða hluti af markaðsstarfi sem miðar að því að kynna erlendum ferðamönn- um lambakjöt og aðrar sauðfjáraf- urðir. Þá verða íslenskar ullarafurðir eins og lopapeysur, húfur, vettling- ar og teppi merkt sérstaklega með upprunamerkinu. Þær verslanir sem bjóða eingöngu upp á íslenskar ull- arvörur fá að auki sérstakan skjöld við inngang samkvæmt samningi við Markaðsráð kindakjöts. Takmarkið er að merkja allar vörur úr íslenskri ull sem eru á boðstólum fyrir ferða- menn. Byrjað verður á því að merkja allar vörur hjá Handprjónasamband- inu. Tilgangur merkisins er að draga fram og benda á sérstöðu, hreinleika og gæði íslenskra sauðfjárafurða. Unnið hefur verið að undirbúningi um nokkurra mánaða skeið í sam- vinnu Markaðsráðs og ýmissa fyr- irtækja og stofnana, leiðsögumanna og aðila í ferðaþjónustu. mm Upprunamerkja lambakjöt og ullarvörur

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.