Skessuhorn - 09.12.2015, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 201514
Velgengni tæknifyrirtækisins Skag-
ans á Akranesi hefur vart farið fram
hjá neinum. Skaginn framleiðir
ýmsan hátæknibúnað til matvæla-
framleiðslu og selur um heim all-
an. Jónmundur Ingólfsson iðnað-
artæknifræðingur stýrir tæknideild
fyrirtækisins sem alls telur níu
manns. „Þetta er mjög skemmti-
leg vinna og draumastarf tækni-
fræðingsins. Ég vinn með teymi
fyrirtækisins að vöruhönnun og
vöruþróun. Öll hönnun á búnaði
Skagans fer fram í þrívíddarforrit-
um. Það er alltaf eitthvað nýtt að
fást við og staflinn af vöruþróun-
arverkefnum er alltaf hár hjá okk-
ur,“ segir Jónmundur. Skessuhorn
hitti að máli manninn sem fer fyrir
tæknideild hjá einu helsta nýsköp-
unarfyrirtæki á Vesturlandi.
Við tækjabúnað frá
unglingsaldri
Jónmundur lærði vélvirkjun í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands og fór
að því loknu í iðnaðartæknifræði
við Háskóla Reykjavíkur. „Nám-
ið tók þrjú og hálft ár og ég lauk
því 2008. Með náminu vann ég
hjá Skaganum. Þar var ég í ýms-
um verkum svo sem smíði, sam-
setningu og uppsetningu á tækja-
búnaði, einkum til fiskvinnslu.
Það var góður skóli.“ Hann seg-
ist annars hafa byrjað mjög ungur
að vinna. „Þá var ég nokkurs konar
aðstoðarmaður við verslunarstörf
í Reykjavík þar sem föðuramma
mín og -afi voru í verslunarrekstri.
Ég byrjaði á að hjálpa til á lagern-
um sem smá gutti en um leið og
ég fór að ná upp fyrir afgreiðslu-
borðið fór ég yfir í afgreiðslustörf-
in,“ segir hann og hlær við end-
urminninguna. Alvaran hófst hins
vegar þegar hann varð 18 ára. „Þá
fór ég að vinna við vélvirkjunina
og smiðjustörf hjá Skaganum. Þar
þekkti ég svo sem vel til. Á ung-
lingsárunum var ég oft að þvæl-
ast í kringum karlana þar við störf
þeirra. Ég hafði áhuga á þessu öllu.
Svo fylgdist ég alltaf vel með þeg-
ar menn voru að prófa nýjungar.
Skaginn hóf starfsemi 1998 en þá
var ég 17 ára gamall .“
Verkleg reynsla dýrmæt
Það voru reyndar hæg heimatök-
in fyrir Jónmund því Skaginn var
stofnaður af Ingólfi Árnasyni föður
hans. Starfsemin hófst í bílskúrn-
um við æskuheimili Jónmundar.
Síðar flutti starfsemin sig um set á
athafnasvæði Þorgeirs & Ellerts við
Bakkatún á Akranesi þar sem menn
hafa stundað skipasmíðar og önn-
ur járniðnaðarstörf í bráðum heila
öld. Þar er Skaginn enn í dag. Jón-
mundur segir að það hafi komið sér
mjög vel fyrir hann að hafa unnið
og lært til vélvirkja áður en hann fór
í iðnaðartæknifræðinámið. „Fyrir
mig sem í dag starfa við að hanna
alls kyns vinnslubúnað þá er mik-
il og dýrmæt reynsla fólgin í því að
hafa starfað sem almennur vélvirki.
Maður lærir mikið á því að með-
höndla tækin, sjá hvernig þau virka
og starfa saman, og síðan setja tæk-
in saman, koma upp heilu samstæð-
unum af tækjum og sjá til þess að
þetta virki. Í slíkri hönnunarvinnu
skiptir mjög miklu að eiga rætur í
iðngrein þar sem maður hefur lært
þessa hluti og hlotið þjálfun á gólf-
inu ef svo má segja. Það er til að
mynda afar mikilvægt að allur bún-
aður sé sem einfaldastur í samsetn-
ingu. Til að öðlast innsýn og skiln-
ing á þessum þáttum er mikil hjálp
í því fólgin að hafa hlotið verklega
reynslu við slíkan búnað.“
Af þessum sökum segir Jón-
mundur eitt vanta í dag sem ætti að
vera sterkur þáttur í öllu iðnnámi
nútímans. „Það er að leyfa nemum
að nýta hluta námstímans á vinnu-
stöðunum við sína iðngrein. Það
skiptir mjög miklu máli að nem-
arnir komist í tengsl við atvinnulíf-
ið strax á námstímanum.“
Mikil fjölbreytni
Rekstur Skagans gengur vel að
sögn Jónmundar. „Verkefnin eru
næg og fjölbreytt,“ segir hann og
telur upp þau helstu nú um stundir.
„Við erum að framleiða búnað fyr-
ir landvinnslu á bolfiski sem settur
verður upp fyrir Polar Sea í Múr-
mansk í Norðvestur Rússlandi. Þá
er verkefni í Brasilíu þar sem við
erum að smíða nokkra lausfrysta.
Þetta er hjá BRF sem er einn stærsti
kjúklingaframleiðandi í heiminum
í dag. Síðan eru það frystar fyrir
hörpuskel í Bandaríkjunum. Einn-
ig fer tækjabúnaður frá Skaganum í
risastóra laxaverksmiðju fyrirtækis-
ins Bakkafrost í Færeyjum. Hún er
um 18 þúsund fermetrar að gólfleti.
Þar erum við með frysta og ákveðn-
ar lausnir kringum þá. Fyrirtækið
3X Technology á Ísafirði, sem er í
systurfyrirtæki Skagans, framleiðir
síðan karafærslubúnað í þessa verk-
smiðju. Á síðasta vetri settum við
nýjan kælibúnað fyrir fisk um borð
í togarann Málmey SK. Þróun þess
búnaðar gengur mjög vel. Sam-
bærilegur búnaður fer í þrjá nýja
ísfisktogara sem HB Grandi er að
láta smíða í Tyrklandi. Þar verður
einnig kerfi í lestum skipanna sem
gerir það að verkum að manns-
höndin þarf ekki að koma nálægt.
Síðan eru fleiri verkefni í pípunum
sem of snemmt er að segja frá að
svo stöddu.“
Jónmundur segir tækniþróunar-
vinnuna hjá Skaganum á margan
hátt mjög gefandi og skemmtilegt
starf. „Oft er það þannig að við-
skiptavinirnir koma til okkar með
verkefni sem þarf að leysa og eru
stundum í þeirra huga óleysanleg.
Við setjumst þá niður með þeim og
leitum réttu lausnarinnar. Það eru
margir frjóir starfsmenn innan fyr-
irtækisins sem koma að vöruþró-
un og Ingólfur faðir minn er þar
mjög fyrirferðarmikill. Það fæðast
hugmyndir sem mönnum langar til
að prófa og þá er ráðist í að fram-
kvæma þær. Þetta er teiknað upp og
svo smíðað.“
Á skilningsríka konu
Starfinu hjá Skaganum fylgja oft
ferðalög með tilheyrandi fjarvist-
um frá heimilinu. „Þegar um er
að ræða stór verkefni eins og þess-
ar uppsjávarvinnslur sem við höf-
um verið að setja upp í Færeyjum
til dæmis þá fylgjum við tæknifræð-
ingarnir með teymum uppsetning-
armanna. Við erum þeim innan
handar á vettvangi þegar búnaðin-
um er komið fyrir og vinnslunum er
startað. Þetta eru þá oftast þriggja
vikna úthöld. Menn eru úti í þrjár
vikur, koma heim í viku og fara svo
aftur út. En ég á mjög skilningsríka
konu. Hún heitir Helga Sjöfn Jó-
hannesdóttir og er líka frá Akra-
nesi. Við eigum þrjú börn, á fyrsta,
öðru og fimmta ári og búum á
Akranesi,“ segir Jónmundur. Hann
bætir því brosandi við að þessi þol-
inmæði konunnar komi sér kannski
enn betur þegar hann sinni sport-
inu sínu sem sé laxveiði. „Ég er illa
haldinn af veiðidellu. Uppáhaldsá-
in mín er Miðfjarðará því veiðistað-
irnir þar eru svo fjölbreyttir. Ég fór
reyndar ekkert þangað í sumar því
við eignuðumst þriðja barnið okk-
ar á þeim tíma. En það verður sjálf-
sagt bætt úr því,“ segir hann að lok-
um. mþh
Jónmundur Ingólfsson iðnaðartæknifræðingur:
„Ég hafði mikinn áhuga á þessu öllu“
Jónmundur Ingólfsson við tölvuna þar sem hönnun á búnaðinum fer fram í fullkomnum þrívíddarforritum.
Jónmundur ásamt Ingólfi Árnasyni föður sínum í framleiðslusal Skagans á
Akranesi.
Eitt af nýjustu verkefnum Skagans var að framleiða vinnslubúnað fyrir snjó-
krabba um borð í færeyska skipið Fríðborgu nú í haust. Hér heldur Jónmundur á
verðmætum löppum snjókrabbans en þær geyma kjötið.