Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Síða 15

Skessuhorn - 09.12.2015, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2015 15 SK ES SU H O R N 2 01 5 Auglýsing um lýsingu deiliskipulags í Ólafsdal Dalabyggð Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 17. október að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr: 123/2010. Lýsing deiliskiplagstillögu felur í sér eftirfarandi: Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu-, menningar- og minjastaða á Vesturlandi við Breiðafjörð. Viðfangsefni deiliskipulagsins er endurreisn og verndun bygginga og menningarlandslags í Ólafsdal. Miðað er við að öll húsin verði í framtíðinni nýtt til þjónustu ferðamanna. Með endurbyggingu og endurgerð hús- anna í Ólafsdal yrði menningar- og sögutengd ferðaþjónusta við Breiðafjörð styrkt til muna. Könnun verður gerð á jarðhita í Ólafsdal með það í huga að nýta hann til hitunar á húsunum. Megin markmið deiliskipulagsins er að stuðla að varðveislu þeirra merku menningarheildar sem felst í sögu og tilvist Ólafsdals. Að endurbyggja þau hús og mannvirki sem uppi standa og sem áður stóðu og tengdust rekstri og • sögu skólans. Að v• ernda og halda til haga jarðræktarsögu. Að vernda• nátturlegt gróðurfar og stuðla að uppgræðslu sem hæfir nátturufari og sögu staðarins. Lýsingin er birt á heimasíðu Dalabyggðar dalir.is, Skessuhorni, Bæjarins Besta og einnig á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal. Upplýsingar eru einnig veittar hjá Skipulagsfulltrúa Dala- byggðar á sama stað. Kynning á lýsingu deiliskipulagstillögu verður í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar Miðbraut 11 Búðardal þriðjudaginn 15. desember nk. á milli 10.00-14.00. Íbúar og hagsmunaðilar eru hvattir til að mæta. Ábendingum við lýsingu skal skila skriflega til skipulags og byggingarfulltrúa Miðbraut 11 Búðardal á netfangið bogi@dalir.is eigi síðar en 31. desember 2015. Skipulags og byggingarfulltrúi Bogi Kristinsson Magnusen GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501 Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 5 Endurauglýsing um breytingu á deiliskipulagi Framness Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 5. nóvember 2015 að endurauglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í sameiningu lóða 4b og 6 á Nesvegi í lóð 6. Lóðarmörk lóðar 4 breytist jafnframt á móti lóð 6. Nýtingarhlutfallið breytist úr 0.90 í 0.95. Mesta leyfilega hæð mannvirkis verður 16m. Sjá nánari upplýsingar í deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma kl: 10-14 frá 9. desember 2015 til 21. janúar 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 21. janúar 2016. Gunnar Sigurgeir Ragnarsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi í Grundarfirði. Sýslumaðurinn á Vesturlandi Viðskiptavinir athugið ! Vegna starfsdags starfsmanna föstudaginn 11. desember n.k. verða allar skrifstofur embættisins lokaðar þann dag. Sýslumaðurinn á Vesturlandi Ólafur K. Ólafsson Skólapúlsinn er „vefkerfi sem veit- ir skólastjórnendum stöðugan að- gang að nýjum upplýsingum sem aflað er mánaðarlega um þætti sem tengjast virkni og líðan nemenda í skólanum og um skóla- og bekkj- aranda,“ eins og segir á heimasíðu verkefnisins. Þar má einnig nálg- ast upplýsingar um aðferðafræði þess. Tæplega 70 skólar víðs veg- ar á landinu taka þátt í könnuninni sem lögð er fyrir úrtak nemenda og foreldra en einnig fyrir alla starfs- menn skólanna. Í Grunnskólanum í Borgarnesi verða þrjár kannanir lagðar fyrir nemendur í vetur. Sú fyrsta var lögð fyrir í lok september og var svarhlutfall í henni 97,9%. Þar var spurt um virkni nemenda í skólanum, líðan og heilsu og loks skóla- og bekkjaranda. Í tilkynningu frá skólanum kem- ur fram að nemendur Grunnskól- ans í Borgarnesi hafi mælst yfir landsmeðaltali í svarflokknum líð- an og heilsa, en þar er spurt með- al annars um sjálfsálit, stjórn á eig- in lífi, vellíðan, hreyfingu og ein- elti. Auk þess segir í tilkynning- unni að einelti mælist langt undir landsmeðaltali og hafi aldrei mælst jafn lágt. Skólinn mældist einnig yfir meðaltali þegar spurt var um skóla- og bekkjaranda, þar sem er til dæmis spurt um samsömun við nemendahópinn, samband kennara og nemenda, aga í tímum og fleira slíkt. Það sem betur má fara hjá skól- anum lítur að virkni nemenda, þar sem meðal annars er könnuð ánægju af lestri, þrautseigja í námi, áhuga á tilteknum námsgreinum og trú á eigin vinnubrögðum og námsgetu. Skólinn er þar aðeins undir landsmeðaltali. „Við innra mat skólans er not- ast við „Gæðagreina“ sem er sjálfs- matsaðferð sem er upprunnin í Skotlandi. Í vetur verður unn- ið að endurskoðun og uppbygg- ingu skólanámskrár, námsmenn- ingar og kennsluaðferða og fleira. Fjallað hefur verið um niðurstöður á starfsmannafundi og verður gert á næsta fundi skólaráðs en þær eru jafnframt birtar árlega í sjálfsmats- skýrslu skólans og ársskýrslu,“ seg- ir í tilkynningunni. Á meðfylgjandi línuritum má sjá breytingar á meðaltali Grunn- skólans í Borgarnesi milli ára sam- anborið við þróunina á landsvísu. Breyting á landsmeðaltali frá skóla- árinu 2014-15 til þessa árs skýr- ist einhverju leyti af því að í ár er landsmeðaltalið vigtað í samræmi við stærð skóla. Marktektarprófum var bætt við línurit ársmeðaltala frá og með árinu 2014. kgk Grunnskólinn í Borgarnesi kemur vel út úr Skólapúlsinum Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi OLIVER KRISTÓFERSSON Frá Háteigi, Akranesi, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 25. nóvember Útför fer fram í Akraneskirkju 15. desember nk. kl. 14:00 Steindór Oliversson Inga Björg Sigurðardóttir Helga Oliversdóttir Pálmi Pálmason Kristófer Oliversson Svanfríður Jónsdóttir Guðlaug Kristófersdóttir Barnabörn og barnabarnabörn Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.