Skessuhorn - 09.12.2015, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2015 17
Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæ-
fellsbæjar segist sáttur við ýmislegt
sem lesa megi úr breytingatillögum
meirihluta fjárlaganefndar Alþing-
is. „Ég kýs að vera jákvæður þó ég
hefði viljað sjá fjármuni í mörg önn-
ur verkefni,“ segir hann. Við fyrstu
yfirferð segir bæjarstjórinn að hann
staldri einkum við þrennt sem veki
athygli hans varðandi atriði sem snúi
að Snæfellsnesi. Það eru aukin fram-
lög til Fjarskiptasjóðs, hafnarmála og
meiri fjármunir til ferðamála.
Hafa hug á
ljósleiðaravæðingu
„Ég sé að framlög til Fjarskiptasjóðs
hækka um 200 milljónir króna. Þau
verða þannig 500 milljónir á næsta
ári,“ segir Kristinn. Þetta sé að hans
mati afar jákvætt. „Verkefnið er mjög
brýnt því þetta bætir bæði búsetu-
skilyrði og eflir samkeppnishæfni
byggðanna. Við hér í Snæfellsbæ
stefnum á að fara í framkvæmdir
á þessu sviði á næsta ári. Þar er ég
að tala um lagningu ljósleiðara frá
Malarrifi að Stekkjarvöllum vestan
við Vegamót í Eyja- og Miklaholts-
hreppi. Eins stefnum við að því að
koma á ljósleiðara í hinum gamla
Fróðárhreppi,“ segir Kristinn.
Að hans sögn er aðkoma ríkisins
að þessum málum með fjármuni al-
ger forsenda þess að hægt sé að fara
í þessar ljósleiðaraframkvæmdir. „Í
mínum huga þá er þetta forsenda
þess að byggðir þróist því ungt fólk
sest ekki að nema að vera í góðu
sambandi við umheiminn. Ferða-
þjónustan nær heldur ekki að vaxa
og dafna nema að vera vel tengd í
netmálum og öðrum fjarskiptum. Í
dag er erfitt er að reka fyrirtæki ef
þau eru illa tengd í gegnum netið.
Stundum finnst mér fólk ekki átta
sig fyllilega á þessu brýna verkefni
því það er ekki meðvitað um að það
eru ekki allir nú á tímum sem enn
búa við það að geta verið í góðu fjar-
skiptasambandi gegnum internetið.“
Endurbætur á höfn og
ferðamannastöðum
Bæjarstjóri Snæfellsbæjar vekur
einnig athygli á að aukið fé skuli sett
til hafnarmála. Það nemi 400 millj-
ónum króna. „Þetta er afar jákvætt
og skiptir miklu máli fyrir okkur í
Snæfellsbæ. Það blasir við okkur að
við þurfum að fara í miklar fram-
kvæmdir við stálþil í Rifshöfn. Þau
eru orðin mjög léleg. Það verður
byrjað á að endurnýja þau á næsta
ári. Í heildina eru þetta framkvæmd-
ir sem munu kosta um hálfan millj-
arð.“
Hið þriðja og síðasta sem vekur
gleði hjá bæjarstjóra Snæfellsbæjar
er að fjármagn til framkvæmda við
ferðamannastaði mun aukast veru-
lega við samþykkt breytingartillagna
meirihluta fjárlaganefndar við fjár-
lög 2016. „Við verðum að taka okkur
á til að taka á móti öllum þeim ferða-
mönnum sem vilja koma til okkar.
Hér í Snæfellsbæ þar sem við höf-
um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul höf-
um við undanfarin þrjú ár gert mik-
ið átak í úrbótum á ferðamannastöð-
um. Til þess höfum við fengið styrki
frá Framkvæmdasjóði ferðamála.“
Ótrúleg aukning
milli ára
Við viljum gera enn betur næstu árin.
Snæfellsbær, Snæfellsnes og Vestur-
land allt er ákaflega vinsælt hjá fólki
að heimsækja. Til dæmis var aukning
í fjölda ferðamanna hjá okkur nú á
þessu ári 40% samanborið við 2014.
Það er alveg ótrúleg fjölgun á svo
stuttum tíma,“ segir Kristinn.
Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist
nú sjá greinilega að ferðaþjónustan
sé að ná því sem þarf til að vera full-
ur rekstur á ársgrundvelli. Stöðugt
fleiri á Snæfellsnesi starfi eingöngu
við ferðaþjónustu á svæðinu. „Tæki-
færin er mörg hjá okkur. Það er hins
vegar okkar að nýta þau. Sem bet-
ur fer er framboð á afþreyingu allt-
af að aukast á svæðinu. Þó við höf-
um þessa fallegu náttúru þá er mjög
mikilvægt að góð afþreying sé einn-
ig til staðar og við þurfum að passa
upp á það.“
mþh
Sáttur við margt í breytingar-
tillögum við fjárlög
Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Göngustígurinn upp á Saxhól á Snæfellsnesi er meðal endurbóta sem gerðar voru
í sumar varðandi aðgengi að ferðamannaperlum á Snæfellsnesi.
Kirkjukór Ingjaldshólskirkju
stóð að venju fyrir aðventuhá-
tíð í kirkjunni á öðrum sunnu-
degi í aðventu. Hátíðin hófst á
því að séra Óskar Ingi Óskarsson
sóknarprestur flutti ávarp. Fékk
hann þau Brynjar Óttar Jóhanns-
son og Matthildi Ingu Trausta-
dóttur til að kveikja á kertunum á
aðventukransinum á meðan sung-
ið var lagið fallega Kveikjum
einu kerti á. Systurnar Anja Huld
og Stefanía Klara Jóhannsdæt-
ur spiluðu á þverflautu og korn-
ett og Hjörtur Sigurðarson spil-
aði á harmonikku falleg jólalög.
Ásta Dóra Valgeirsdóttir flutti
hugvekju og Jóhann Pétursson las
jólasögu sem allir nutu að hlýða á,
bæði börn og fullorðnir. Kirkju-
kórinn söng þrjú lög sem jók enn
á hátíðleikann. Í lok hátíðarinn-
ar flutti séra Óskar Ingi bæn og
lokaorð áður en gestir fóru nið-
ur í safnaðarheimili og gæddu sér
á smákökum, kaffi og súkkulaði í
boði kirkjukórsins. þa
Aðventustund á Ingjaldshóli
Laust starf hjá Akraneskaupstað
Eftirfarandi starf er laust til umsóknar:
Starf deildarstjóra í Leikskólanum Teigaseli•
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á
þar til gerðu eyðublaði
Nánari upplýsingar að finna á www.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Tapast hafa tveir ótamdir folar!
Í byrjun nóvember 2015 töpuðust tveir fimm vetra
folar úr girðingu á Gljúfurá í Borgarfirði.
Annar er rauðjarpur (númer IS2010136612)
en hinn er dökkjarpur (númer IS2010136611)
Upplýsingar um hrossin
óskast í síma 868-1995.
Þórdís Reynisdóttir
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Veitur ohf.
Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • veitur.is
Útboð
Veitur ohf. óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið:
Hitaveita frá Deildartungu
Endurnýjun aðveituæðar 2016:
Endurnýja skal um 2490 m af 450 mm asbestlögn með
DN450 stálpípum einangruðum í 630 mm plastkápu í
landi jarðarinnar Miðfossa. Grafa skal upp um 2.490 m
af 450 mm asbestlögn einangraðri með steinull, farga
henni, jafna lagnastæðið og sá í það.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 7.450 m3
Klapparlosun 100 m3
Hitaveitulögn DN450/630 2.510 m
Asbestlögn ø450 fjarlægð 2.480 m
Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með
þriðjudeginum 8.12.2015 á vefsíðu Orkuveitunnar
www.or.is/UmOR/Utbod.
Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum
„VEV-2015-24 Hitaveita frá Deildartungu - Endurnýjun
aðveituæðar í landi Miðfossa útgefin í desember 2015“
Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf. Bæjarhálsi 1, 110
Reykjavík, fimmtudaginn 22.12.2015 kl. 11:00.
VEV-2015-24 05.12.2015