Skessuhorn - 09.12.2015, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2015 25
Akranes -
miðvikudagur 9. desember
Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið
á Akranesi frá kl. 10-17. Allir velkomnir.
Blóðgjöf er lífgjöf.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 9. desember
Frá klukkan 15 og fram eftir degi
ætlum við að koma saman og eiga
notalega stund í Geirabakaríi. Steinar
Berg kemur og les upp úr nýju bókinni
sinni Trunt Trunt og hver veit nema
vinir okkar úr fjöllunum kíki á heim-
sókn. Við ætlum að leika okkur við að
skreyta piparkökur og búa til okkar
eigið piparkökuhús. Húsin verða lítil
og nett og mun eitt piparkökuhús
kosta 1.000 kr. Innifalið í því er allt
hráefni sem þarf til að líma saman og
skreyta húsin. Tilvalið er því að leyfa
hverju barni fyrir sig að skreyta sitt
eigið piparkökuhús. Mikilvægt að skrá
fjölda húsa svo allir fái hús sem vilja
fyrir sig og sína til að njóta. Hægt er að
skrá sig á viðburðinn á Facebook síðu
Geirabakarís.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 9. desember
Jólatónleikar Tónlistarskólans í Loga-
landi. Tvennir tónleikar verða, klukkan
18 og kl. 20, þar sem nemendur flytja
fjölbreytta tónlist. Allir velkomnir!
Stykkishólmur -
miðvikudagur 9. desember
Tvennir jólatónleikar í sal tónlistar-
skólans. Fyrri tónleikarnir eru kl. 18 og
þeir síðari kl. 18:45. Nemendur skólans
flytja jólalög og fleira fallegt. Fjölbreytt
tónlist úr öllum deildum skólans.
Öllum velkomið að hlusta og njóta
með okkur.
Akranes -
miðvikudagur 9. desember
Útgáfutónleikar í Akraneskirkju kl.
20. Jónína Björg Magnúsdóttir - Nína,
heldur útgáfutónleika í tilefni af útgáfu
af geisladisknum Sungið fyrir svefninn
- með mínu nefi. Aðgangseyrir 1000
kr. Ef einhver vill næla sér í eintak þá
verða geisladiskar seldir á staðnum,
3000 kr. diskurinn. Enginn posi.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 9. desember
Viðtalstími sveitarstjórnar í félagsheim-
ilinu Þinghamri kl. 20. Íbúar eru hvattir
til að mæta. Boðið verður upp á kaffi.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 10. desember
Jólatónleikar nemenda kl. 17 í Tón-
listarskólanum, Borgarbraut 23. Fjöl-
breytt tónlist - allir velkomnir!
Dalabyggð -
fimmtudagur 10. desember
Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins
í Fella- og Hólakirkju kl. 20. Breið-
firðingakórinn heldur sína árlegu
jólatónleika í Fella- og Hólakirkju
fimmtudaginn 10. desember kl. 20.
Aðgangseyrir við innganginn er 3.000
kr. Upplagt fyrir Dalamenn sem staddir
eru á Reykjavíkursvæðinu að slaka á
við jólaundirbúninginn og njóta ljúfra
jólatóna í notalegu umhverfi.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 10. desember
Prjóna-bóka-kaffi í bókhlöðu Snorra-
stofu kl. 20. Kvöldstund við hannyrðir,
bókaspjall og kaffisopa. Gestir eru
hvattir til að hafa með sér hugmyndir
og uppskriftir að hannyrðum og
hvers konar handverki. Einnig hafa
kvöldin reynst góður vettvangur fyrir
hvers kyns frásagnir og kynningar á
hugðarefnum. Safnið er opið til útlána
og allir eru hjartanlega velkomnir.
Akranes -
fimmtudagur 10. desember
Jólagleði kóranna fer fram kl. 20
í Tóbergi, sal Tónlistarskólans á
Akranesi. Fram koma Kvennakórinn
Ymur, Grundatangakórinn, Kór Saur-
bæjarprestakalls og Karlakórinn Svanir.
Stjórnendur eru Sigríður Elliðadóttir,
Atli Guðlaugsson, Zsuxanna Budai og
Valgerður Jónsdóttir. Forsala aðgöngu-
miða er í Bókasafninu á Akranesi.
Miðaverð er kr. 2.500 og er frítt fyrir
börn 12 ára og yngri.
Stykkishólmur -
fimmtudagur 10. desember
Söngsveitin Blær verður með tónleika í
Stykkishólmskirkju kl. 20.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 10. desember
Svavar Knútur & Kristjana Stefáns á
Sögulofti í Landnámssetrinu kl. 20:30.
Jólatónleikar! Fleiri orð eru óþörf.
Borgarbyggð -
laugardagur 12. desember
Jólatrésala skógræktar ríkisins á
Vesturlandi fer fram helgina 12.-13.
desember í Selskógi í Skorradal. Opið
er frá 11 - 16 báða dagana. Hér gefst
fólki tækifæri til að fara út í skóg að
velja sitt jólatré sjálft og saga það.
Verið velkomin, vonumst til að sjá sem
flesta.
Borgarbyggð -
sunnudagur 13. desember
Jólatrjáhögg á vegum Skógræktar-
félags Borgarfjarðar í Reykholti kl. 11 -
15. Boðið er upp á að fólk komi í skóg-
inn, velji sér tré og höggvi. Félagar í
Skógræktarfélagi Borgarfjarðar standa
vaktina og aðstoða við val á jólatrjám.
Sama verð er fyrir öll tré óháð gerð,
6.500 kr. Kakó, ketilkaffi og piparkökur
fyrir gesti skógarins.
Borgarbyggð -
sunnudagur 13. desember
Jólatrjáhögg á vegum og Björgunar-
sveitarinnar Heiðars og Skógræktar-
félags Borgarfjarðar í Grafarkoti. Boðið
er upp á að fólk komi í skóginn, velji
sér tré og höggvi. Félagar í Björgunar-
sveitinni Heiðari standa vaktina og
aðstoða við val á jólatrjám 12. 13. og
20. desember kl. 11-15. Sama verð er
fyrir öll tré óháð gerð, 6.500 kr. Boðið
verður upp á hressingu fyrir gesti.
Akranes - sunnudagur 13. desember
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Akra-
ness í Slögu í Akrafjalli milli kl. 12 - 15.
Akranes - sunnudagur 13. desember
Jóla- og handverksmarkaður verður
haldinn að Kirkjubraut 40, 3. hæð kl. 12
- 17. Gott í gogginn, fallegt handverk,
kaffiveitingar og tónlist. Björgunar-
sveitin mun koma í heimsókn. Allir
velkomnir!
Akranes - sunnudagur 13. desember
Aðventumarkaður í Safnaskálanum frá
kl. 12 - 18. Skráning borða er á garda-
kaffi@gmail.com og hjá Söru í síma
774-4201.
Dalabyggð - sunnudagur 13.
desember
Jón og jólasveinarnir á Laugum
í Sælingsdal kl. 15. Jón Jónsson
þjóðfræðingur á Kirkjubóli ætlar að
heimsækja Byggðasafn Dalamanna og
segja frá jólasveinunum í sögustund
sunnudaginn 13. desember kl. 15. Öll
þekkjum við jólasveina okkar Dala-
manna sem Jóhannes úr Kötlum orti
um. En nafngreindir jólasveinar og
- meyjar eru nokkuð fleiri þegar nánar
er skoðað. Þetta er meira en ágætis
tilefni til að heimsækja safnið, hlusta á
skemmtilegan fróðleik, fá sér kaffisopa
og kannski líta eftir vegsummerkjum
eftir þá jólasveina sem komnir eru til
byggða. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir
fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 18
ára í fylgd fullorðinna.
Akranes -
mánudagur 14. desember
Kakó og piparkökur í Tónbergi kl. 17.
Rökkurtónar í anddyri skólans og
boðið upp á heitt kakó og piparkökur.
Stykkishólmur -
mánudagur 14. desember
Jólatónleikar í sal tónlistarskólans
kl. 18. Þessum tónleikum var frestað
um viku vegna óveðurs 7. desember.
Nemendur skólans flytja jólalög og
fleira fallegt. Fjölbreytt tónlist úr öllum
deildum skólans. Öllum velkomið að
hlusta og njóta með okkur.
Stykkishólmur -
mánudagur 14. desember
Jólatónleikar karlakórsins Kára kl. 20 í
Stykkishólmskirkju.
Borgarbyggð -
þriðjudagur 15. desember
Vísindamaður á Sögulofti í Landnáms-
setrinu kl. 18. Bræðurnir Ævar Þór og
Guðni Benediktssynir lesa úr nýút-
komnum bókum sínum. Aðgangur
ókeypis. Bækurnar verða til sölu og
hægt að fá áritun höfunda.
Akranes -
þriðjudagur 15. desember
Jólatónleikar V í Tónbergi kl. 18.
Nemendatónleikar í salnum okkar.
Fjölbreytt efnisskrá. Verið velkomin í
afslöppum til okkar.
Borgarbyggð -
þriðjudagur 15. desember
Hátíð fer að höndum ein. Hátíðar- og
kyrrðarstund í samstarfi Tónlistar-
félags Borgarfjarðar, Reykholtskirkju
og Vesturlandsprófastsdæmis kl. 20.
Andrés Þór Gunnlaugsson, Jón Rafns-
son og Karl Olgeirsson leika jólasálma
í léttri og hátíðlegri djassútsetningu.
Kristín Á. Ólafsdóttir og Guðlaugur
Óskarsson flytja ljóð með aðventublæ.
Aðgangseyrir kr. 2000. Eldri borgarar
kr. 1000. Frítt fyrir félaga Tónlistar-
félagsins og börn. Athugið að ekki er
tekið við greiðslukortum.
Á döfinni
Nýfæddir Vestlendingar
30. nóvember. Drengur. Þyngd
3.845 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar:
Fanney Dögg Indriðadóttir
og Elvar Logi Friðriksson,
Hvammstanga. Ljósmóðir:
Jóhanna Ólafsdóttir.
2. desember. Stúlka. Þyngd 4.785
gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Linda
Dögg Kristjánsdóttir og Admir
Jukaij, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna
Valentínusdóttir.
4. desember. Drengur. Þyngd
4.345 gr. Lengd 56 sm. Foreldrar:
Erla Katrín Kjartansdóttir og
Elfar Már Ólafsson, Borgarnesi.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
7. desember. Stúlka. Þyngd
3.395 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar:
Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir
og Höskuldur Kolbeinsson,
Borgarfirði. Ljósmóðir: Elísabet
Harles.