Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Qupperneq 3

Skessuhorn - 30.12.2015, Qupperneq 3
Kísilmálmverksmiðja Elkem Ísland leitar að öflugu starfsfólki í sumarafleysingar. Sumarstörf í framleiðslu  Á þrískiptum vöktum að degi, kvöldi og nóttu. Unnar eru 6 vaktir á 5 dögum. Í kjölfarið er fimm daga frí.  Á dagvöktum þar sem unnið er samfleytt í 7 daga frá kl. 7:30 til 18:00. Í kjölfarið er vikufrí. Æskilegir eiginleikar umsækjenda  Sterk öryggis- og gæðavitund  Metnaður til starfa við sérhæfða hágæðaframleiðslu  Sveigjanleiki og styrkur til að vinna jöfnum höndum sjálfstætt og í teymi  Jákvæðni, vinnusemi og vilji til að læra af reynslu samstarfsmanna Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa gott vald á tölvunotkun og samskiptum á íslenskri tungu. Nýtt starfsfólk fær sérstaka þjálfun og leiðbeinanda. Elkem greiðir kostnað vegna vinnuvélaréttinda séu þau ekki fyrir hendi. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um störf hjá fyrirtækinu og bjóðum nýjan og öflugan liðsauka velkominn. Athygli er vakin á því að Elkem Ísland er vímuefnalaus vinnustaður og í aðdraganda ráðningar eru umsækjendur beðnir um að gangast undir vímuefnapróf. LIÐSAUKI ÓSKAST UM ELKEM Elkem Ísland ehf. leggur metnað sinn í framleiðslu á hágæða kísilmálmi og kappkostar að mæta ýtrustu kröfum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið leggur áherslu á að valda sem minnstri röskun á umhverfinu og búa starfsfólki sínu öruggar og góðar vinnuaðstæður. Elkem Ísland | Grundartanga | 301 Akranes | elkem@elkem.is | elkem.is Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2016. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á www.elkem.is.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.