Skessuhorn - 30.12.2015, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 20154
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Klæðaskápur með fötum
á annan mann
Talið er að sú venja að strengja áramótaheit sé um það bil fjögur þúsund
ára gömul. Í dag strengja margir allskonar heit og segjast í heyrandi hljóði
ætla að hætta að reykja eða léttast. Fyrir fjögur þúsund árum voru þetta
engin vandamál, enda þótti þá fínt að vera vel í holdum og hefði þá ver-
ið farið að nota gínur í búðargluggum hefðu þær ekki verið látnar líta út
fyrir að þjást af anorexíu. Þá þótti einnig hin besta dægrastytting og bera
vott um skynsemi að reykja tóbak og jafnvel hass. Heimildir segja að þá
hafi algengasta áramótaheitið verið að skila til baka verkfærum sem tekin
höfðu verið að láni hjá nágrönnum á árinu.
Hugarfarið að baki áramótaheitum er þó hið sama enn í dag. Þau fjalla
um að bæta sig á einhvern hátt, laga fjárhaginn, láta af löstum eða ná
persónulegum árangri sem ekki hefur náðst með öðru móti en skipu-
lagðri markmiðssetningu. Að fagna nýju ári er eins og að standa á kross-
götum og því upplagt að halda upp á það með því að gera sjálfum sér
gagn. Líklega prófaði ég ein sex eða átta áramót að strengja þess heit að
hætta að reykja, en mistókst það jafn oft. Það tókst hins vegar um mitt
sumar upp úr þurru, sem sýnir mér að betra er að framkvæma slíka hluti
við aðrar aðstæður en ríkja einmitt seint að kvöldi gamlársdags þegar
búið er að horfa á misjafnlega slök áramótaskaup og smella misjafnlega
mörgum flipum af öldósum. Kannski má engu að síður færa fyrir því rök
að lok desembermánaðar sé einmitt rétti tíminn til stórátaksverkefna. Þá
er lokið einhverju mesta neyslufylleríi ársins sem tengt er hátíð kaup-
manna og annarra sem lifa á því að selja fólki ýmislegt sem lítið á skylt við
nauðsynjavarning. Þá berum við þess einmitt augljósust merkin að hafa
byrjað að borða sænskar jólasmákökur í september, kneyfað jólabjórinn
frá því í nóvember og farið í nokkrar jólamatarveislur þar sem hollustan
hefur viljandi steingleymst. Þessi neysla öll gerir það að verkum að ein-
mitt í lok desember er klæðaskápurinn orðinn fullur af fötum sem passa
á einhvern allt annan mann. Auðvitað er því gamlárskvöld sá tímapunkt-
ur á árinu sem taka verður ákvörðun um að bregðast við ofneyslunni og
stefna á að passa aftur í öll þessi ópasslegu föt.
En ef áramótaheit eiga að virka, þá þurfum við bæði að virkja viljann
og kalla til vitni. Viljinn er forsenda þess að heitstrengingar beri árangur.
Að þessu sinni ætla ég að strengja áramótaheit. Þannig er nefnilega mál
með vexti að þar sem mér tókst loksins eftir öll þessi ár að hætta að reykja,
þá hef ég fitnað ótæpilega síðan. Ég er einmitt einn af þeim sem á full-
an klæðaskáp af fötum sem passa á einhvern annan en mig. Það er nefni-
lega þannig að þegar látið er af þeim leiða sið að reykja, þá einhvern veg-
inn leiðist maður yfir í huggun í formi matar og sætinda. Áður var maður
alltaf að drífa sig að ljúka við matinn til að geta fengið sér smók. Nú þeg-
ar það er ekki lengur markmið, er setið aðeins lengur og fengið sér jafn-
vel aftur á diskinn, með þessum líka skelfilegu afleiðingum. Það þurfti
því ekki að koma mér neitt á óvart að konan ákvað að gefa mér í jólagjöf
forláta amerískt armbandsúr sem mælir m.a. skrefafjölda, orkubrennslu,
gæði svefns og vafalítið eitthvað fleira sem ég er ekki enn búinn að læra.
Hún veit nefnilega hvað hún syngur og þetta voru pen skilaboð um að
nú yrði að gera eitthvað í málunum. Það skal því tekið á því á nýju ári og
stefnan sett á að geta aftur opnað sér til gagns klæðaskápinn. Nú er þetta
heit mitt sem sagt formlega skjalfest og þúsundir vitna kölluð til.
Ég óska lesendum mínum gleðilegs og gæfuríks árs og þakka samfylgd-
ina á árinu sem er að líða.
Magnús Magnússon.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið
2016 ásamt þriggja ára áætlun ár-
anna 2017-2019 á fundi sínum 15.
desember. Gert er ráð fyrir að rekst-
ur sveitarfélagsins verði jákvæður
um 17,7 milljónir króna á næsta ári.
Þannig verði tekjur 717,5 milljónir
króna og rekstrargjöld verða 727,3
milljónir. Samkvæmt áætluninni á
handbært fé að verða 23,5 milljónir í
lok næsta árs. Á næsta ári á að leggja
í fjárfestingar við gatnagerð í Mela-
hverfi og framkvæmdir í tengslum
við vatnsveitu og hitaveitu. Ekki er
gert ráð fyrir neinum lántökum á
næsta ári.
„Rekstur Hvalfjarðarsveitar er
afar umfangsmikill og ljóst er að
gæta þarf aðhalds og sparnaðar á
næstu árum svo unnt verði að bæta
rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins,“
segir Skúli Þórðarson sveitarstjóri í
greinargerð sinni með fjárhagsáætl-
uninni. Í þriggja ára áætlun áranna
2017, 2018 og 2019, er gert ráð fyrir
jákvæðri rekstrarafkomu öll árin um
34 til 38 milljónir árlega. Einnig er
gert ráð fyrir að handbært fé í árs-
lok aukist jafnt og þétt og verði um
109 milljónir við enda 2019. Sam-
hliða þessu hyggst sveitarstjórnin
lækka álagningu útsvars á kjörtíma-
bilinu „eins og frekast er kostur.“
Nú í lok árs 2016 búa 632 manns í
Hvalfjarðarsveit. Útsvarsprósentan
2015 var 13,64% en verður 13,14 %
á næsta ári.
Fjárhagsáætlun 2016 og þriggja
ára áætlun 2017-2019 verður kynnt
á íbúafundi í Hvalfjarðarsveit með
sama hætti og gert hefur verið síð-
astliðin ár. Tímasetning þeirrar
kynningar verður auglýst síðar.
mþh
Fjárhagsáætlun samþykkt í Hvalfjarðarsveit
Miðsandur í Hvalfirði og fjallið Þyrill.
Verkefnastaðan hjá verktakafyrirtæk-
inu Borgarverki í Borgarnesi er betri
nú um þessi áramót heldur en hún
hefur verið mörg undanfarin ár. Fyr-
irtækið er þokkalega í stakk búið til að
takast á við meira annríki með áskor-
unum og krefjandi verkefnum. Á liðnu
ári var ráðist í þrjár stórar fjárfestingar
í nýjum tækjabúnaði. „Við búum við
góða verkefnastöðu og það er meira
í farvatninu nú en verið hefur. Helstu
verkin nú eru að við erum að vinna í
Strandavegi norður á Ströndum, nán-
ar tiltekið á Geirmundsstaðahálsi milli
Bjarnarfjarðar og Steingrímsfjarð-
ar. Svo höfum við verið að endurnýja
hitaveitulögnina við Hvanneyri, end-
urnýja lagnir í Kveldúlfsgötu í Borg-
arnesi og klára hitaveituna við Skipa-
nes í Hvalfjarðarsveit. Síðan erum við
að vinna í nýrri sjálfsafgreiðslustöð
fyrir olíufélagið N1 í Norðlingaholti
við Reykjavík,“ segir Óskar Sigvalda-
son framkvæmdastjóri Borgarverks.
Fyrirtækið hefur mætt auknum
verkefnum með nýfjárfestingum í
bílaflota og vélbúnaði. „Fyrr á þessu
ári keyptum við splunkunýjan Scania-
vörubíl. Hann er sérbúinn til snjó-
moksturs með öllum búnaði til þeirra
verka enda sjáum við um að ryðja fyrir
Vegagerðina hér á Vesturlandi. Þessi
bíll kostaði um 30 milljónir. Svo feng-
um við eina nýja Caterpillar-hjóla-
gröfu með GPS-stýringu í sumar. Nú
í desember bættist svo ný 35 tonna
Hitachi-beltagrafa við hjá okkur. Hún
kostaði um 40 milljónir. Þetta eru allt
liðir í endurnýjun á tækjum hjá okkur.
Það var ekki búin að vera mikil end-
urnýjun undanfarin ár og því komin
talsverð þörf á að fara út í þessi kaup,“
segir Óskar.
mþh
Góð verkefnastaða og tækjakaup hjá Borgarverki
Nýja Hitachi-beltagrafan sem Borgarverk fékk nú í desember.
Skömmu fyrir jól barst Björgunar-
félagi Akraness höfðingleg gjöf frá
útgerðarfélaginu Runólfi Hallfreðs-
syni ehf. sem gerir út Bjarna Ólafs-
son AK. Eins og kunnugt er var
keypt nýtt uppsjávarveiðiskip frá
Noregi fyrr á þessu ári. Það er sextán
ára skip sem upphaflega var smíðað í
Noregi og gert þar út. Nú var komið
að endurnýjun flotbúninga í skipinu
vegna breyttra reglna um útbúnað
á þeim. Björgunarfélaginu voru því
gefnir allir 14 flotbúningarnir sem
vissulega eru sem nýir og hafa aldrei
verið notaðir. Það voru þeir Guðni
Haraldsson og Jón Gunnar Ingi-
bergsson, forsvarsmenn sjóbjörgun-
arflokks Björgunarfélags Akraness,
sem tóku við búningunum.
Að sögn Guðna kemur þessi gjöf
á besta tíma í ljósi þess að innan tíð-
ar verður nýtt björgunarskip félags-
ins tekið í notkun. „Þessir búning-
ar munu koma til með að nýtast vel
í nýliðun í starfi sjóflokks BA. Ég
vil fyrir hönd félagsins færa útgerð
Bjarna Ólafssonar bestu þakkir fyr-
ir,“ sagði Guðni.
mm
Björgunarfélag Akraness fékk höfðinglega gjöf
Feðgarnir Gísli Runólfsson skipstjóri og Gísli Gíslason afhentu búningana fyrir hönd
útgerðar Bjarna Ólafssonar AK. Þeim veittu viðtöku þeir Jón Gunnar Ingibergsson og
Guðni H Haraldsson.
Allir 14 flotbúningarnir komnir í bíl Björgunarfélagsins. Jón Gunnar og Guðni sýndu blaða-
manni einn búninginn.