Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Síða 11

Skessuhorn - 30.12.2015, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2015 11 Bókasafn Akraness Mánudaga til föstudaga frá kl. 12-18.• Laugardaga frá kl. 11-14 (október til apríl).• Þriðjudaga frá kl. 10-12 fyrir skólahópa.• Svöfusalur verður áfram opinn fyrir handhafa aðgangslykla. Auk þess verður norðurinngangur safnsins að öllu jöfnu opinn frá kl. 8 yfir vetrar- mánuðina, fyrir þá sem vilja nýta sér lesaðstöðu í Svöfusal. Héraðsskjalasafn Akraness Mánudaga til föstudaga frá kl. 13-15.• Ljósmyndasafn Akraness Mánudaga til föstudaga frá kl. 13-15 ásamt • opnum vinnufundum sem auglýstir eru sérstaklega. Byggðasafnið í Görðum Byggðasafnið í Görðum er lokað frá 1. janúar • til og með 14. maí. Tekið er á móti hópum og fara pantanir í gegnum netfangið museum@museum.is eða í síma 431-5566. Breyttir opnunartímar hjá eftirfarandi stofnunum Akraneskaupstaðar taka gildi frá og með 1. janúar 2016 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Flugeldar eru órjúfanlegur hluti áramótanna hjá Íslendingum. Í fyrra voru rúmlega 500 tonn flutt inn og má búast við að það verði svipað í ár. Megninu er skotið upp á tveimur klukkustundum og vill þá stundum verða handagangur í öskj- unni. Samkvæmt upplýsingum úr fjölmiðlum urðu um 20 flugelda- slys í kringum síðustu áramót. Í frétt á heimasíðu tryggingafélags- ins VÍS segir að tekist hafi að draga úr fikti unglinga með flugelda og því hafi færri börn slasast á síð- ustu árum en oft áður. Karlmenn á miðjum aldri sem hafa haft áfengi um hönd eru nú í stærsta áhættu- hópunum. Flestir slasast í andliti, á fingrum og höndum. Því er nauð- synlegt að hafa öryggisgleraugu og skinn eða ullarhanskar við með- höndlun flugelda. Flestir sem slasast fara ekki eft- ir leiðbeiningum. Að baki hverjum flugeldi búa prófanir sem eiga að tryggja að hann sé sem öruggastur. Þær eru ekki gerðar að ástæðulausu því flugeldar geta gefið frá sér allt að 1200°C hita. Allar leiðbeiningar um meðhöndlun taka mið af þessu. Það bíður því hættunni heim að fara ekki eftir leiðbeiningunum svo ekki sé talað um ef átt er við vörurnar og eiginleikum þeirra breytt. Það sem mikilvægt er að hafa í huga er: Lesa leiðbeiningar og fara eftir • þeim í hvívetna. Virða mörk um aldur notanda. • Gæta að börnum.• Áfengi og flugeldar eiga aldrei • samleið. Gæta að dýrum.• Nota öryggisgleraugu.• Nota ullar- eða skinnhanska.• Virða fjarlægðarmörk frá skot-• stað, a.m.k. 20 metra. Geyma vörurnar fjarri skotstað. • Aldrei í vasa, ekki einu sinni eld- færin. Nota stöðugar undirstöður fyr-• ir flugelda, standblys og skot- kökur. Ef skotkaka er í kassa skal skera • flipa kassans af áður en skotið er upp. Ekki halla sér yfir vöru þegar • kveikt er í heldur tendra með út- réttri hendi og víkja strax frá. Ef vara virkar ekki sem skyldi • skal ekki eiga við hana heldur láta vera í nokkrar mínútur og hella síðan vatni yfir. mm Förum varlega um áramótin! „Það kom mér á óvart hvað við seldum mikið í gær. Fyrstu tveir dagarnir eru alltaf rólegir og þeg- ar þetta er vinnudagur í þokkabót hjá mörgum eins og var nú á mánu- dag, þá býst maður ekki við miklu. En þetta fer ágætlega í gang,“ sagði Ásgeir Sæmundsson hjá Björgunar- sveitinni Brák í Borgarnesi þegar Skessuhorn ræddi við hann um há- degisbil í gær. Ásgeir var þá önnum kafinn við flugeldasölu ásamt fé- lögum sínum í söluhúsnæði björg- unarsveitarinnar að Sólbakka 2 í Borgarnesi. „Hér erum við á mjög góðum stað og salan er vel sýnileg hjá okkur. Þetta er í húsnæði net- verslunarinnar Argo.is. Þau lána okkur húsnæðið endurgjaldslaust, tæmdu bara lagerinn og hleyptu okkur inn. Við erum mjög þakklátir fyrir þetta,“ segir Ásgeir. Flugeldasalan í Borgarnesi er opin frá klukkan 10 til 22 alla daga fram að gamlársdag. Á sjálfan gaml- ársdag er síðan lokað klukkan 16:00. „Þumalputtareglan sem byggir á reynslu fyrri ára segir að þrjú pró- sent af sölunni fari fram fyrsta dag- inn sem opið er eftir jólin. Daginn eftir er hún svo um sjö prósent, síð- an 30 prósent og svo seljast um 60 prósent á sjálfan gamlársdag. Þetta hefur kannski verið aðeins öðruvísi hér í Borgarnesi, hér er tilhneig- ingin sú að fólk kaupi sína flugelda frekar snemma. Ég reikna þó með því að hér fari allt á fulla ferð eft- ir klukkan 17 á morgun, miðviku- dag og haldist þannig fram að lok- un klukkan 16 daginn eftir, á gaml- ársdag. Það er svo alltaf hægt að ná í okkur ef það eru einhverjar spurn- ingar í síma 894-8118. Við erum með allt þetta hefðbundna sem þarf fyrir áramótagleðina, og bæði bjartsýnir og jákvæðir. Flugeldasal- an er ein af okkar stærstu fjáröflun- um á hverju ári og við treystum á að fólk styðji við sínar björgunarsveit- ir með því að versla flugeldana hjá þeim,“ segir Ásgeir Sæmundsson. Aðrir sölustaðir Aðrir sölustaðir félaga innan Landsbjargar á Vesturlandi eru: Björgunarfélag Akraness á Kal- mansvöllum 2. Í Borgarnesi og Borgarfirði eru sölustaðir sveit- anna í Borgarbyggð, auk Sólbakka 2 í Borgarnesi, í Bútæknihúsinu á Hvanneyri og björgunarsveit- arhúsinu Þorsteinsbúð í Reyk- holti. Á sunnanverðu Snæfellsnesi verður sala í björgunarsveitarhús- inu í Laugargerði. Í Stykkishólmi er salan að Nesvegi 1a, í Grund- arfirði að Sólvöllum 17a og í Rifi í björgunarmiðstöðinni Von við Hafnargötu 1. Í Dölum er salan að Vesturbraut 12 í Búðardal og loks er salan á Reykhólum í Björgunar- sveitarhúsinu Suðurbraut 5. mþh Keilufélag Akraness stendur fyr- ir hópa- og fyrirtækjamóti í keilu, Húsdeild KFA, og innan tíð- ar verður fyrstu kúlunum kastað í átt að pinnunum tíu. Leikið verð- ur í keilusalnum í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Hús- deildin er opin öllum fyrirtækj- um og hópum sem vilja taka sig saman og taka þátt í skemmtilegri keppni þar sem markmiðið er fyrst og fremst að hafa gaman. Þrír skipa hvert lið og varamenn eru að sjálf- sögðu leyfilegir. Ekki geta öll lið att kappi hvert við annað og því verð- ur Húsdeildin ekki riðlaskipt held- ur verður leikið eftir svokölluðu Monrad-kerfi, sem þekkist m.a. úr skákheiminum. Liðum verður rað- að saman eftir skori í fyrri umferð og þannig reynt að tryggja að hver viðureign verði sem jöfnust. Allt í allt mun hvert lið leika fimm umferðir. Tveir leikir verða leiknir á hverju kvöldi þar sem allir liðs- menn eins liðs keppa við alla liðs- menn andstæðinganna í hverri við- ureign. Skráning er til 8. janúar og keppni hefst skömmu síðar, allt eft- ir því hve mörg lið skrá sig til leiks. Keppni stendur yfir til loka apríl- mánaðar og lýkur með uppskeru- hátíð, skemmtun og verðlaunaaf- hendingu 30. þess mánaðar. Verði tvö eða fleiri lið jöfn að stigum að keppni lokinni verður gripið til úr- slitakeppni á lokakvöldinu. Auk þess verður jafnvel bryddað upp á þríþraut í léttum dúr á uppskeruhá- tíðinni, að sögn aðstandenda Hús- deildarinnar. Þátttökugjald á hvert lið er kr. 25 þúsund og er allt ofangreint inni- falið í verðinu. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Húsdeild Keilufélags Akraness á Facebook eða í gegnum netfangið kfa@simnet.is, þar sem einnig er tekið við skráningum til 8. janúar, eins og áður segir. kgk Keppni hefst í Húsdeild Keilufélags Akraness í janúar Flugeldar springa víða á og yfir Vesturlandi um áramótin. Hér gera þeir það við Englendingavík í Borgarnesi. Rétt er að minna fólk á að gæta varúðar og vera vel búið þegar höndlað er með tundrið. Flugeldasalan fer vel af stað

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.