Skessuhorn - 30.12.2015, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 201514
Líkt og undanfarin sautján ár gekkst
Skessuhorn fyrir vali á Vestlend-
ingi ársins, en verðlaunin falla í hlut
þess eða þeirra íbúa á Vesturlandi
sem þykja hafa skarað fram úr á ein-
hvern hátt á árinu. Lesendur Skessu-
horns sendu inn fjölmargar tillög-
ur og fengu hjónin Bergþór Krist-
leifsson og Hrefna Sigmarsdóttir hjá
Ferðaþjónustunni Húsafelli flest-
ar tilnefningar og þóttu skara fram-
úr. Þau eru því Vestlendingar ársins
2015. Bergþór og Hrefna hafa vak-
ið athygli fyrir mikla uppbyggingu í
Húsafelli þar sem þau hafa rekið eitt
vinsælasta tjaldsvæði landsmanna,
sundlaug og þjónustumiðstöð. Þau
eru auk þess með hitaveitu og þrjár
rennslisvirkjanir þar sem vatnið í
Kiðá er virkjað og framleiða þau allt
rafmagn fyrir svæðið og bæina alveg
niður að Deildartungu í Reykholts-
dal. Á árinu gerðu hjónin gott bet-
ur og opnuðu stórglæsilegt fjögurra
stjörnu hótel í hjarta Húsafells með
glæsilegum „a la carte“ veitingastað.
Framkvæmdin þykir hafa heppnast
einstaklega vel enda unnin af mikl-
um metnaði og forsjálni. Augljóst er
að hótelið og sú þjónusta sem þar er
veitt mun hafa jákvæð áhrif á vöxtu
ferðaþjónustu í landshlutanum.
Byrjuðu í fiskeldi
Ferðaþjónusta hefur verið starfrækt á
Húsafelli frá því foreldrar Bergþórs,
Kristleifur Þorsteinsson og Sigrún
Bergþórsdóttir, byrjuðu þar starf-
semi á sjöunda áratug síðustu ald-
ar. Bergþór er fæddur þar og alinn
upp í ferðaþjónustunni. „Við flytj-
um svo fyrst hingað 1986 og byrj-
uðum þá í fiskeldi,“ segja hjónin í
samtali við blaðamann Skessuhorns.
Fyrstu átta árin í Húsafelli störfuðu
þau við fiskeldið en þau segja þó
ferðaþjónustuna hafa verið viðloð-
andi við þau alla tíð. „Á fiskeldisár-
unum var Hrefna til dæmis farin að
vinna í sundlauginni og fleira,“ segir
Bergþór. „Ég byrjaði strax að vinna
með tengdapabba og lærði mikið af
honum. Þannig kynntist ég líka fólk-
inu í bransanum,“ bætir Hrefna við.
Þau sneru sér meira að rekstri ferða-
þjónustunnar og aldamótaárið 2000
keyptu þau ferðaþjónustuna af systk-
inum Bergþórs. Reksturinn hefur
ávallt verið mikið fjölskyldufyrirtæki
„Börnin okkar eru alin upp í þessu
líka og það hafa allir hjálpast að. Á
tímabili fór allur sólarhringurinn í
vinnuna. Þá voru virkjanir kannski
að drepa á sér um miðjar nætur og
þá þurfti Beggi að fara út,“ segir
Hrefna. Þau segja alla hafa gengið
í hvaða starf sem er. „Við tókum til
dæmis oft fyrstu klósettvaktina. Það
eru 19 salerni á tjaldsvæðinu, fyrir
utan þau sem eru í sundlauginni og
þjónustumiðstöðinni, þannig að við
vöknuðum eldsnemma til að þrífa og
fara yfir svæðið á meðan gestir voru
enn sofandi.“
Fjórða virkjunin
væntanleg
Árið 2003 seldu hjónin þjónustu-
miðstöðina. Bergþór segir þá
ákvörðun hafa verið tekna til að fjár-
magna virkjunina sem tekin var í
gagnið stuttu síðar. „Það var þriðja
virkjunin. Afi gerði þá fyrstu, pabbi
næstu og svo ég þá þriðju. Fjórða
virkjunin bætist svo við á næsta ári
og ég reikna með að sonur okkar sjái
um það,“ útskýrir Bergþór. Virkjan-
irnar þrjár sem nú eru á Húsafelli
eru rennslisvirkjanir þar sem vatnið
í Kiðá er virkjað. Þær skila saman-
lagt um 600 KW raforkuframleiðslu.
„Við framleiðum allt rafmagn niður
að Deildartungu. Við byrjum á nýju
virkjuninni seinni hluta næsta árs og
hún fer í gang 2017. Hún mun sjá
okkur fyrir 1000 KW til viðbótar. Sú
virkjun verður af öðrum toga en þær
eldri eða svokölluð pelton-virkjun,“
segir Bergþór.
Hótelið rammað inn
Bergþór og Hrefna segjast lengi hafa
gengið með þann draum í maganum
að opna hótel á Húsafelli. „Við vor-
um örugglega í tíu ár að spekúlera
í þessu fram og til baka. Það voru
nokkrir staðir sem komu til greina
og við mátuðum hér og annars stað-
ar í skóginum. Við vorum nefnilega
svolítið hrædd um að ef hótelið yrði
reist hér yrði það of mikið kraðak.
En á móti kemur að stuðningurinn
á þessum stað er líka mikill. Þetta er
svona miðja svæðisins og með góðri
hönnun sáum við að þetta gæti pass-
að vel hérna inn,“ segir Hrefna.
Strax í upphafi var ákveðið að hót-
elið yrði að falla vel inn í fallegt og
viðkvæmt umhverfið, enda var því
valinn staður í hjarta Húsafells. Vel
tókst til og hefur hótelið meðal ann-
ars verið rammað inn með fallegum
vegghleðslum. „Unnsteinn Elías-
son hleðslumeistari sá um að hlaða
veggina úr hraungrýti sem tekið var
úr grunni hótelsins. Hugsunin var
meðal annars að það yrðu engin sár
í umhverfinu þar sem nýbyggingin
stendur og það var leyst með þess-
um hætti,“ segja hjónin. Þau fengu
arkitektinn Helga Hjálmarsson með
sér í lið og strax frá upphafi sá hann
ákveðna hugmynd fyrir sér. „Hann á
bústað hérna í Húsafelli og á fyrsta
fundi teiknaði hann hugmyndina
sína á smjörpappír. Byggingin er
nánast óbreytt frá þeirri mynd, hann
náði þessu strax. Hann sá til dæmis
fyrir sér hleðsluna og fegurðina við
það. Svo kom Sindri í Sigur-görðum
með sitt lið og það tókst líka ótrúlega
vel og við erum afskaplega ánægð
með útkomuna,“ bæta þau við.
Tvær viðurkenningar
Hönnun hótelsins tókst með ein-
dæmum vel og þykir það staðar-
prýði. Hótelið fellur vel inn í um-
hverfið og ekki er að sjá að þarna
standi nýbygging. Lóðin er snyrti-
leg og hlaut umhverfisviðurkenn-
ingu Borgarbyggðar 2015. Þau
hjón segja alla þá þjónustu sem
boðið er upp á fara vel saman.
Sundlaugin hafi til að mynda ver-
ið hugsuð sem hluti af heildinni.
„Við lögðum líka vinnu í að þetta
yrði í sátt við sumarhúsaeigendur
hér. Fólk getur nýtt sér þá þjón-
ustu sem hér er og þetta jók bæði á
ánægju og gæði svæðisins. Hótelið
fer líka vel með tjaldsvæðinu, það
truflar hótelið ekkert og hótelgest-
um finnst gaman að sjá Íslendinga í
útilegu,“ segja þau kát. Það er ekki
eina viðurkenningin sem Bergþór
og Hrefna hafa fengið á árinu. Á
uppskeruhátíð Ferðamálasamtaka
Vesturlands fengu þau afhentan
Höfðingjann, sem er verðlauna-
gripur sem veittur er þeim sem
þykja hafa skarað fram úr í ferða-
þjónustu á árinu.
Eins og fótboltaleikur
Fyrsta skóflustungan að Hótel
Húsafelli var tekin 17. júní 2014 og
stefnan tekin á að opna ári síðar. Eft-
ir erfiðan vetur var ljóst að opnun-
inni myndi seinka örlítið. Nýr kafli
hófst því í Húsafelli miðvikudag-
inn 15. júlí þegar dyr hótelsins voru
opnaðar fyrir fyrstu gestum. Vinn-
an við bygginguna var að mestu leyti
unnin af Vestlendingum og segja
hjónin alla sem komu að bygging-
unni vera gott fólk. „Eiríkur J. Ing-
ólfsson húsasmíðameistari í Borgar-
nesi sá um byggingu hótelsins ásamt
sínu fólki. Við treystum honum vel,
hann hefur byggt marga bústaði hér,
sem og húsið okkar. Svo voru marg-
ir smiðir úr nágrenninu, svo sem úr
Kalmanstungu og Hvítársíðu. Flís-
arar og málarar komu frá Akranesi
og úr Borgarnesi en til að ná að
klára í tæka tíð þá sömdum við líka
við menn úr Keflavík,“ segir Berg-
þór. Þau segja mikla samvinnu hafa
einkennt vinnuna við bygginguna.
„Þetta var eins og fótboltaleikur sem
við ætluðum að vinna. Það var svo
gaman að sjá alla vinna saman og
dásamlegt að sjá alla leggja þetta á
sig til að þetta yrði að veruleika. Það
var svo mikil samkennd og samvinna
og svo kom stór törn þarna í lokin,“
bætir Hrefna við.
Frábært starfsfólk
Hjónunum er tíðrætt um alla þá
hjálp sem þau hafi fengið og gott
starfsfólk. „Við höfum í kringum
okkur gott fólk sem hefur komið
með mikla reynslu inn í þetta æv-
intýri með okkur.“ Bergþór seg-
ir stærstu áskorunina felast í því
að halda uppi góðri þjónustu. „Við
sömdum við heimamenn um að
þeir tækju að sér ýmis störf hérna.
Þórður bróðir minn er verkefna-
stjóri og sér um bókhaldið og Edda
Arinbjarnar eiginkona hans er bók-
unarstjóri. Unnar sonur okkar er
hótelstjóri. Við erum með íslenskt
fólk í móttökunni, fólk héðan úr
sveitinni. Við erum með gott lið, al-
veg frábært starfsfólk,“ segir Berg-
þór. Einnig var samið við Vestlend-
inga um rekstur veitingastaðar-
ins. Eigendur veitingahússins Ga-
lito á Akranesi sjá um þann rekst-
ur. „Þórður Þrastarson matreiðslu-
meistari sér um veitingastaðinn
og hann hefur náð úrvalsliði með
sér hingað. Við erum til að mynda
með fjóra menntaða þjóna og mat-
reiðslumenn, sem er ekki sjálfgefið
á landsbyggðinni.“
Fóru í starfsþjálfun
„Við ætluðum fyrst að hafa þetta
ódýrt en svo þróaðist þetta í aðra
átt. Áður en við fórum af stað vor-
um við dugleg að kynna okkur mál-
in og töluðum við fólk í bransanum,“
útskýra þau. Þau segja að alls staðar
hafi þau fengið að heyra það sama.
„Það er mikið til af ódýrri gistingu
og við fengum að heyra að þetta væri
það sem vantaði á Íslandi.“ Þau segja
meiri áskorun að byggja fjögurra
stjörnu hótel. „Þetta eru meiri um-
svif og það er vakt allan sólarhring-
inn. Það er lagt upp úr því að veita
ávallt topp þjónustu og við pöss-
um vel upp á það.“ Áður en hótelið
var fullbúið var einnig farið í heim-
sóknir. „Við fórum til dæmis á Hótel
Rangá og til Rögnu á Hótel Glym.
Við skoðuðum nokkur hótel áður en
við byrjuðum. Við Edda fórum líka í
starfsþjálfun á Hótel Glym og feng-
um að vera flugur á vegg þar og lærð-
um mikið af því,“ segir Hrefna sem
einnig fór í starfsþjálfun á Grand
Hótel ásamt yfirþernu Hótels Húsa-
fells. „Við sáum enga ástæðu til að
finna upp hjólið aftur. Við höfðum
heyrt að þarna væri vel þjálfað starfs-
fólk og fórum því og fengum góð-
ar ráðleggingar að sjá hvernig þau
unnu,“ segir Hrefna.
Hugsað fyrir öllu
Innandyra er hugsað fyrir öllu.
Hver munur er sérvalinn og mik-
il hugsun á bakvið hvern hlut.
„Við ákváðum strax að hafa þetta
norrænt í útliti. Klassískt, stílhreint
og að taka inn náttúruliti. Svo er
hægt að skreyta til dæmis með rauðu
fyrir jólin og ljósgrænu á vorin,“
segir Hrefna. Mikið er af íslenskri
hönnun og efnivið inni á hótelinu.
Leitað var til íslenskra fyrirtækja
eftir húsgögnum og eru rúm, stól-
ar og sófar til að mynda framleitt
hér á landi. Hrefna segir hönnunina
innanhúss hafa verið samvinnuverk-
efni milli þeirra, Helga Hjálmars-
sonar arkitekts og Helga Kristins
Hjónin í Húsafelli eru Vestlendingar ársins
Hrefna Sigmarsdóttir og Bergþór Kristleifsson eru Vestlendingar ársins 2015.
Hrefna og Bergþór ásamt sonum sínum, Unnari, Rúnari og Arnari með verðlaunastyttuna Höfðingjann sem Ferðamálasam-
tök Vesturlands veittu þeim. Þarna er fjölskyldan stödd í glæsilegu anddyri Hótels Húsafells.