Skessuhorn - 30.12.2015, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2015 17
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang
byggingar og plans fyrir tengivirki í Grundarfirði í samræmi við útboðs-
gögn GRU-01
Verkið felur í sér að klára jarðvinnu og byggja hús úr steypu og stáli yfir stjórnrými,
rofabúnað og spenni.
Húsið er steypt að undanskildu þaki yfir rofa- og spennarými sem byggt er úr stáli.
Húsið verður einangrað að hluta.
Rýmin verða sambyggð á einni hæð.
Stjórnkerfarými er rúmlega 100 m2, spenna og rofarými eru rúmlega 160 m2 og
bílaplan er um 800 m2.
Helstu verkliðir eru:
Jafna undir sökkla, fylla inn í grunn og fullnaðarfrágangur bílaplans.
Steypa sökkla og gólfplötur, veggi og plötu yfir stjórnkerfarými.
Reisa þak yfir rofa- og spennasal úr stálvirki og klæða með samlokueiningum.
Einangra stjórnbúnaðarhús að utan og klæða.
Leggja lagnakerfi fyrir húsið.
Fullnaðarfrágangur utan- og innanhúss.
Fullnaðarfrágangur á lóð og plönum.
Verkinu skal að fullu lokið 14. október 2016.
Útboðsgögn eru afhent rafrænt í útboðskerfi Landsnets.
Nánari upplýsingar um hvernig nálgast skal útboðsgögn má finna á www.utbodsvefur.is
og www.landsnet.is frá og með þriðjudeginum 22. desember 2015.
Tilboð verða opnuð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska
kl. 14:00, 25. janúar 2016 hjá Landsneti, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík.
Landsnet • Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík • S. 563-9300 • www.landsnet.is
TENGIVIRKI GRUNDARFIRÐI
BYGGINGARVIRKI
ÚTBOÐ GRU-01
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Bílaréttingar - Bílasprautun
Framrúðuskipti - Bílaleiga - Tjónaskoðun
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Þjónustum öll tryggingafélög
Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Þeir sem fengið hafa húsaleigubætur á árinu 2015 þurfa
að endurnýja umsóknir í síðasta lagi 18. janúar 2016.
Íbúar eru hvattir til að sækja um í gegnum rafræna
íbúagátt á vef Akraneskaupstaðar.
Umsækjendum er einnig boðið að taka
þátt í könnun um eldvarnir heimilisins.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.akranes.is og í síma 433 1000.
Föstudaginn 18. desember braut-
skráðust 15 nemendur frá Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga í Grundar-
firði. Athöfnin hófst á því að Stór-
sveit Snæfellsness flutti lagið Jingle
Bell Mambo. Sveitin er skipuð
nemendum Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga og er jafnan fengin til þess
að koma fram við hátíðleg tæki-
færi, enda stolt skólans. Hrafnhild-
ur Hallvarðsdóttir, skólameistari
Fjölbrautaskóla Snæfellinga, braut-
skráði nemendur og flutti ávarp. Í
ávarpinu kom skólameistari inn á
kennsluhætti skólans og einnig að
áfram væri unnið að því innleiðingu
nýrra námsleiða. Að lokum óskaði
hún nemendum velfarnaðar í fram-
tíðinni.
Af félagsfræðabraut brautskráð-
ust þau Anna Björg Jónsdóttir Stol-
zenwald, Ástrós Ýr Guðmunds-
dóttir, Benedikt Gunnar Jensson,
Elín Ósk Jónasdóttir, Gestheið-
ur Guðrún Sveinsdóttir, Guðrún
Ösp Knarran Ólafsdóttir, Halldóra
Kristín Lárusdóttir, Irma Gunn-
þórsdóttir, Linda Kristín Smára-
dóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og
Weronika Janina Ondycz. Af nátt-
úrufræðibraut brautskráðust Andri
Viðar Kristmannsson, Arna Mar-
grét Hölludóttir, Bjarki Dagur Ol-
sen Óskarsson og Kjartan Már
Kárason.
Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðar-
skólameistari afhenti nemendum
viðurkenningar fyrir góðan náms-
árangur. Sveitarfélögin sem standa
að skólanum gáfu viðurkenning-
arnar auk Arion banka, Landsbank-
ans og Hugvísindadeild Háskóla Ís-
lands.
Hæstu einkunn á stúdentsprófi
með 9,6 í meðaleinkunn hlaut
Halldóra Kristín Lárusdóttir, en
hún lauk stúdentsprófi á einung-
is tveimur og hálfu ári. Hún fékk
veglega bókagjöf frá sveitarfélög-
unum og peningagjöf frá Lands-
bankanum. Halldóra hlut einnig
bókagjöf frá Arion banka sem við-
urkenningu fyrir góðan árangur
í stærðfræði, bókagjöf frá danska
sendiráðinu fyrir góðan árang-
ur í dönsku, bókagjöf frá sveitar-
félögunum fyrir góðan árangur í ís-
lensku og bókagjöf frá Hugvísinda-
deild Háskóla Íslands fyrir góð-
an árangur í tungumálum. Anna
Björk Jónsdóttir Stolzenwald hlaut
bókagjöf frá sveitarfélögunum sem
viðurkenningu fyrir góðan árang-
ur í félagsgreinum og ensku. Hún
hlaut einnig bókagjöf frá danska
sendiráðinu fyrir góðan árangur
í dönsku og bókagjöf frá kvenfé-
laginu Gleym mér ei í Grundarfirði
fyrir góðan árangur í list- og verk-
greinum. Andri Viðar Kristmanns-
son hlaut viðurkenningu frá Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga fyrir góð-
an árangur í raungreinum og bóka-
gjöf frá sveitarfélögunum fyrir góð-
an árangur í sögu. Weronika Janina
Ondycz hlaut verðlaun frá þýska
sendiráðinu fyrir góðan árangur í
þýsku. Linda Kristín Smáradóttir
hlaut verðlaun frá Fjölbrautaskóla
Snæfellinga fyrir góðan árangur í
íþróttum og Rebekka Rán Karls-
dóttir hlaut verðlaun frá Kvenfé-
laginu Gleym mér ei í Grundarfirði
fyrir góðan árangur í list- og verk-
greinum. Kvenfélagið Gleym mér
ei gaf nýstúdentum leiðbeining-
ar út í lífið. En þar má meðal ann-
ars finna þvottaleiðbeiningar ásamt
góðum ráðum við geymslu mat-
væla.
Erna Guðmundsdóttir flutti
kveðjuræðu fyrir hönd kennara og
starfsfólks og Fanney Sumarliða-
dóttir flutti ræðu fyrir hönd fimm
ára stúdenta. Stórsveitin flutti lagið
Þorláksmessukvöld þar sem Lena
Hulda Felizitas Fleckinger söng.
Nýstúdentarnir Andri Viðar
Kristmannsson og Ástrós Ýr Guð-
mundsdóttir héldu sameiginlega
kveðjuræðu fyrir hönd nýstúdenta
þar sem þau kvöddu skólann og
starfsfólk hans. Þau töluðu um þessi
mikilvægu ár sem þau höfðu átt í
skólanum og hve hratt þau liðu.
Að lokum bauð skólameistari
gestum í kaffi og kökur.
-fréttatilkynning/ Ljósm. tfk.
Brautskráð frá
Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Eins og sagt er frá í frétt hér að ofan
var brautskráð frá Fjölbrautaskóla
Snæfellinga laugardaginn 18. des-
ember. Af þeim 15 nemendum sem
settu upp stúdentshúfuna var Hall-
dóra Kristín Lárusdóttir úr Stykk-
ishólmi fremst meðal jafningja. Út-
skrifaðist hún af félagsfræðabraut
með 9,6 í meðaleinkunn. Ágætisein-
kunn Halldóru er ekki síður merki-
leg fyrir þær sakir að stúdentspróf-
inu lauk hún á aðeins fimm önnum,
eða tveimur og hálfu ári. „Ég var
búin að taka einn stærðfræðiáfanga
og einn enskuáfanga í tíunda bekk
og svo tók ég einn áfanga í sum-
arskóla síðasta sumar. Ég fékk líka
tónlistarnámið metið til eininga,
tónfræðina og svona,“ segir Hall-
dóra í samtali við Skessuhorn, en
hún hefur lokið miðstigi á tromp-
et við Tónlistarskóla Stykkishólms.
Hún tók sér hins vegar smá pásu frá
trompetnáminu nýverið og hóf að
læra á píanó.
Að sögn Halldóru er FSN verk-
efnamiðaður skóli og því mismik-
ið að gera frá viku til viku. Komist
mikið í verk á skólatíma eina vikuna
er minna sem þarf að gera heima.
Hún viðurkennir engu að síður að
það hafi verið töluverð vinna að út-
skrifast á svo skömmum tíma með
jafn góða einkunn og raun ber
vitni. „Ég kem heim með rútunni
milli hálf fimm og fimm þannig að
dagurinn er eiginlega búinn. Ég
læri yfirleitt í svona þrjá tíma heima
en fer í píanótíma seinni part dags
einu sinni í viku. Þannig að já, þetta
var frekar mikil vinna,“ segir Hall-
dóra. „Það þarf líka alltaf allt að
vera fullkomið, ég er dálítið þann-
ig,“ segir hún en bætir því við að þó
hún hafi metnað fyrir því að leggja
sig fram, þá hafi það alls ekki verið
markmiðið að dúxa.
Aðspurð hvað framtíðin ber í
skauti sér kveðst Halldóra ekki vera
farin að velta fyrir sér háskólanámi
enn sem komið er. Hún er hins
vegar á leið í Hússtjórnarskólann í
Reykjavík. „Ég fer þangað í janúar
að læra að prjóna, elda og svoleið-
is,“ segir hún og hlær við. „Fleira er
ekki ákveðið en mig langar að fara
til útlanda og læra tungumál og
fleira slíkt,“ segir Halldóra Kristín
að lokum.
kgk
Dúx FSN á leið í Hússtjórnar-
skólann í Reykjavík
Halldóra Kristín Lárusdóttir, dúxaði við útskrift úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga,
með 9,6 í meðaleinkunn. Ljósm. tfk.