Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Page 21

Skessuhorn - 30.12.2015, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2015 21 www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur næst út: Miðvikudaginn 6. janúar Miðvikudaginn 13. janúar Miðvikudaginn 20. janúar Miðvikudaginn 27. janúar Auglýsingapantanir í blaðið 6. janúar þurfa að berast fyrir hádegi mánudaginn 4. janúar. Útgáfan næstu vikur Laugardaginn 19. desember síð- astliðinn var mikið um að vera á Hvanneyri. Jólamarkaður var hald- inn í íþróttahúsinu, Kaffihúsið Skemman bauð upp á jólalegt góð- gæti, Skógrækt ríkisins var með jólatréssölu, Ullarselið, Landbún- aðarsafnið, Bókaloftið og Hvann- eyri Pub voru opin en á síðastnefnda staðnum sýndu börn úr Hvanneyr- ardeild Grunnskóla Borgarfjarðar nýtt frumsamið leikrit undir stjórn Hafsteins Þórissonar á Brennistöð- um. Á sýningunni söfnuðu krakk- arnir 16.628 krónum sem þeir vildu láta renna til góðs málefnis. Fyr- ir valinu varð Unicef og hefur upp- hæðin nú verið greidd inn á reikn- ing hjá samtökunum. Fengu krakk- arnir bestu þakkir fyrir og var tjáð að peningurinn færi í neyðarsjóð fyrir flóttabörn frá Sýrlandi. mm Frumfluttu nýtt leikrit á jólamarkaði á Hvanneyri Tónlistarfélagið Meðlæti og Kven- félagið Hringurinn héldu fyrir jól góðgerðartónleika í sal Tónlistar- skólans í Stykkishólmi. Dúlluleg jólalög, heitt súkkulaði, sætar smá- kökur og hlý aðventustemning var í gangi. Allur ágóði af tónleikun- um rann óskiptur í jólaaðstoð innan Stykkishólms. Tónlistarfélagið Meðlæti skipa eft- irtaldir: Hafþór Smári Guðmunds- son, Haukur Garðarsson, Hólmgeir Sturla Þórsteinsson, Martin Mark- voll og Símon Bergsson Hjaltalín. Með þeim komu fram: Anna Mar- grét Ólafsdóttir, Ellert Kristinsson, Elín Sóley Reynisdóttir, Eyþór Lár- entsínuson, Söngsveitin Blær, Þór- hildur Hólmgeirsdóttir og Þórhild- ur Pálsdóttir. Haldnir verða fjórir Dúlluleg- ir jólatónleikar þetta árið og í lok fyrstu tónleikanna gáfu flytjend- ur það loforð að tónleikarnir yrðu endurteknir að ári. Í lok dagskrár var frumflutt jólalag eftir Hólm- geir Sturla Þórsteinsson sem einn- ig samdi textann við lagið sem ber heitið Jólastjarna. sá Fluttu dúlluleg jólalög Lionsklúbbur Ólafsvíkur stóð fyrir sínu árlega leikfangahappdrætti á aðfangadagsmorgun. Hafa klúbb- félagar staðið fyrir þessu happ- drætti í mörg ár og styttir það dag- inn hjá mörgum sem bíða aðfanga- dagskvölds með óþreyju. Einung- is er dregið úr seldum miðum og aðaltilgangur happadrættisins að gleðjast og hafa gaman sam- an. Leggja lionsmenn upp með að happdrættið standi undir sér en ekki á að vera neinn afgangur og í þau skipti sem afgangur hefur orð- ið hafa leikskólarnir notið góðs af því. Í hléi var svo hægt að kaupa sér súkkulaðibolla og kökur. Hef- ur happdrættið orðið vinsælla með árunum og skipar stóran sess í lífi margra á þessum árstíma. þa Lionsfélagar styttu þeim yngstu biðina Uppskrift að hátíðar súkkulað- ibúðingi ku vera ættuð frá Hús- mæðraskólanum á Varmalandi, þangað sem hún barst í dönsku blaði. Hún hefur í áratugi verið notuð á mörgum heimilum á jól- um eða áramótum og þykir ómiss- andi. Þessi búðingur er sérlega ferskur og bragðgóður, en athugið að hér er einungis um hugmynd að ávöxtum að ræða. Vel mætti nota jarðarber, bláber og jafnvel mel- ónur í stað t.d. peru og vínberja. Athugið að ýmsir margfalda upp- skriftina með tveimur eða þremur og gera hann í stóra skál. Búðing- urinn geymist vel í ísskáp í tvo til þrjá daga. Hráefni í einfalda uppskrift (fyrir 4-6): 3 egg 200 gr suðusúkkulaði 4,5 dl rjómi 3 tsk. smátt rifið appelsínuhýði ca. 30 stk. vínber (skorin smátt) 1 banani (skorinn smátt) 1 mjúk pera (skorin smátt) Aðferð: Eggin þeytt mjög vel. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og blandið saman við stífþeytt eggin Stífþeyttum rjóma blandað saman og að endingu er rifnu appelsínu- hýði og smátt skornum ávöxtum blandað saman við. Allt sett í skál og má skreyta að vild. Freisting vikunnar Súkkulaði hátíðar- búðingur Karlakórinn Söngbræður heldur sína árlegu þjóðlegu veislu í Logalandi, Reykholtsdal, laugardaginn 9. janúar 2016 kl. 20:00. Á matseðli verða: Svið frá Fjallalambi, heit og köld. Saltað hrossakjöt. Meðlæti: rófustappa og kartöflumús. Til skemmtunar verður söngur Söngbræðra og gamanmál. Hljómsveit kórsins leikur undir fjöldasöng. Miðaverð kr. 4000 - posi á staðnum. Miðapantanir í síma 894-9535 eða 892-8882 fyrir kl. 22:00 fimmtudaginn 7. janúar 2016. MATARVEISLA & SKEMMTIKVÖLD SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.