Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 201526
Hvað finnst þér skemmtilegast
við gamlársdag?
Spurning
vikunnar
(Spurt í Ólafsvík)
Bríet Elvan Sæbjörnsdóttir
Mér finnst gaman að skjóta upp
flugeldum og horfa á áramóta-
brennuna.
Kári Steinn Kristinsson
Það er æðislega gaman að skjóta
upp flugeldum og horfa á brenn-
una.
Karlotta Önnudóttir
Mér finnst gaman að skjóta upp
flugeldum og horfa á brennuna.
Samúel Jón Samúelsson
Auðvitað að sprengja og fara á
brennuna.
Þröstur Albertsson
Borða góðan mat með fjölskyld-
unni, fara á brennuna og horfa á
flugeldasýninguna hjá björgun-
arsveitinni Lífsbjörgu.
Sundkonan Inga Elín Cryer frá
Akranesi keppti eins og kunn-
ugt er á EM-25 í sundi dagana
1.-6. desember sl. í Netanya í Ísra-
el. Þar hafnaði hún í 15. sæti í 200
metra flugsundi, stórbætti fjögurra
ára gamalt Íslandsmet sitt í grein-
inni og varð efst allra keppenda frá
Norðurlöndum í greininni. Eins og
fram hefur komið þá stefnir Inga
Elín á að ná lágmörkum fyrir Ól
2016 í Ríó og dvelur hún nú í æf-
ingabúðum milli hátíðanna. Það
er stór liður í undirbúningi hennar
fyrir Ól 2016.
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja
Ingu Elínu í kostnaðarsömu æfinga-
og keppnishaldi geta haft samband
við aðstandendur í síma 663-7720
(silkar@simnet.is) eða 847-0165.
mm
Dvelur nú í
æfingabúðum
Eldri borgarar í Borgarbyggð hafa
stundað púttæfingar af krafti í
haust í góðri aðstöðu í gamla slát-
urhúsinu í Brákarey. Þar hafa þeir
æft tvisvar í viku á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 14-16 frá því í
byrjun október. Allar æfingar enda
með 36 holu hring. Til að auka
kappið hjá pútturum var efnt til
keppninnar „maður mánaðarins“.
Hlutu þátttakendur stig eftir röð
á hverri æfingu. Hefur það hleypt
mörgum kapp í kinn. Guðmund-
ur Bachmann og Þórbergur Egils-
son hlutu titilinn í október, Ingi-
mundur Ingimundarson í nóvem-
ber og Þorbergur í desember. Efnt
var til Haustmóts þar sem keppt
var einu sinni í mánuði. Samanlagt
skor gilti. Ásdís B. Geirdal varð efst
í kvennaflokki með 194 högg og
Anna Ólafsdóttir varð önnur með
198 högg. Efstur í karlaflokki varð
Ingimundur Ingimundarson með
177 högg. Í öðru sæti varð Þor-
bergur Egilsson með 188 högg og
Guðmundur Bachmann þriðji með
189 högg. Áhugi er fyrir því að efna
til Vesturlandsmóts í pútti fyrir 60
ára og eldri. Eru allir eldri borgar-
ar á Vesturlandi velkomnir á æfing-
arnar í Brákarey.
ii
Eldri borgarar æfa pútt af
kappi tvisvar í viku
Verðlaunahafar á haustpúttmóti eldri borgara í Borgarbyggð.
Nemendur í 7. - 10. bekk í Grunn-
skóla Grundarfjarðar unnu sameig-
inlega að skemmtilegu þemaverk-
efni síðustu daga fyrir jólafrí. Þeir
sköpuðu stærðarinnar jólaþorp þar
sem hugsað var fyrir hverju smáat-
riði. Leir var notaður til að búa til
persónur og dýr í þorpinu og pappi,
málning og alls kyns smáhlutir voru
notaðir til að byggja upp heimili og
fyrirtæki. Í þorpinu mátti finna nán-
ast alla þá þjónustu sem bæjarfélög
vilja í sinni heimabyggð. Sköpuðu
nemendur til að mynda sundlaug
með heitum pottum, sérstaka sæl-
gætisverslun, hesthús, dvalarheim-
ili, skóla, bakarí, kirkju, bæjarráðs-
hús, eyju með skautasvelli og fleiri
einingar. Þá voru tendruð ljós um
allt þorpið, götuljós og jólaljós í
húsum. Verkefnið tókst í alla staði
vel og voru nemendur ánægðir með
vinnu sína og sköpun. Með þessu
verkefni tókst að samþætta náms-
þætti, sköpunargleði og samvinnu.
Björgvin Sigurbjörnsson
Reistu stærðarinnar
jólaþorp
Jólaþorpið í heild sinni. Þorpið var fagurlega skreytt. Hugsað fyrir öllu, hér má finna bensínstöð og verslun.
Sundlaugin í jólaþorpinu.
Síðastliðið haust fór Líkamsræktin í
Grundarfirði af stað með átak fyrir
hópa fólks sem vildi grenna sig. Það
var Þórey Jónsdóttir sem stóð fyr-
ir átakinu og hélt utan um árangur
þátttakenda. Þetta byrjaði allt með
því að fjórar ungar konur komu að
máli við Þóreyju með það til hlið-
sjónar að hún sæi um að mæla og
skrásetja árangur megrunarátaks
þeirra. Þetta vatt upp á sig og stækk-
aði hópurinn upp í 20 konur sem
tóku þátt. Fljótlega var ákveðið að
verðlauna þátttakendur fyrir besta
árangurinn og þegar yfir lauk höfðu
þessar 20 konur misst 112 kg saman-
lagt á átta vikum. Strax var ákveðið
að halda áfram og fleiri vildu komast
að og úr varð að fyrsti hópurinn hélt
áfram sínu átaki og annar kvenna-
hópur sem samanstóð af 27 konum
fór einnig af stað í annað átta vikna
námskeið. Einnig var hópur stofn-
aður fyrir karlana þannig að saman-
lagt voru þetta í kringum 60 manns
sem tóku þátt í átakinu.
Vegleg uppskeruhátíð var svo
haldin fimmtudaginn 17. desemb-
er sl. en alls misstu hóparnir 319
kg þann tíma sem átakið stóð yfir.
Það jafngildir því að fjórir til fimm
meðal Grundfirðingar hafi horfið í
kílóum talið. Flestir í þessum hóp-
um eru staðráðnir í að halda áfram
á þessari braut eftir áramót og fækka
kílóum Grundfirðinga. tfk
Líkamsræktarátak Grundfirðinga skilar góðum árangri
Þær náðu bestum árangri í seinni kvennahópnum. Frá vinstri: Sigurborg Knarran
Ólafsdóttir, Helga Ingibjörg Reynisdóttir, Elísabet Kristín Atladóttir, Sigurlaug R.
Sævarsdóttir, Dagný Rut Kjartansdóttir, Kristín Lilja Friðriksdóttir og svo Þórey
Jónsdóttir.
Þær náðu bestum árangri í fyrri kvennahópnum. Frá vinstri: Aldís Ásgeirsdóttir
dóttir Þóreyjar, Þórey Jónsdóttir, Berglind Rósa Jósepsdóttir og Ólöf Guðrún Guð-
mundsdóttir.