Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Það geta ekki allir orðið forsetar! Nýlega heyrði ég sagt að fleiri frambjóðendur væru til embættis forseta Ís- lands en stunduðu nám í pípulögn. Dálítið finnst manni það öfugsnúið í ljósi þess að einungis þarf einn forseta. Kannski má segja að það sé jákvætt að fólk hafi nægt sjálfsálit til slíks embættis, þetta er jú lýðræðislegur og stjórnar- skrárvarinn réttur þeirra sem uppfylla ákveðin skilyrði. Hins vegar hljótum við að hafa við talsvert fleiri pípara að gera en svo að tala lærlinga á því sviði fylli einungis einn tug á öllu landinu. Pípulagningar eru nefnilega löggild iðngrein sem öllum er ljóst að stöðug eftirspurn verður eftir hvort sem vel eða illa árar í þjóðfélaginu. Ekkert hús verður byggt án þess að kalla þurfi til löggiltan pípulagningameistara og starfsfólk hans. Í viðtali við tvo pípulagningamenn sem birtist í síðasta Skessuhorni kom glöggt fram að þörfin er mikil fyrir fleiri í greinina. „Þetta er fjölbreytt starf og það vantar fleiri pípara,“ sagði Hilmir B Auðunsson pípulagningameistari sem flutt hefur starfsstöð sína í Borgarnes frá Akranesi. Hjá honum starfar einnig Finnur Guðmundsson, reynslubolti sem lærði til pípara 1968. Finn- ur hefur aldrei orðið atvinnulaus á þessum tæpu fimmtíu árum þrátt fyrir að á því tímabili hafi skipst á skin og skúrir í atvinnumálum. „Það er allsstaðar hægt að fá vinnu sem pípari. Allsstaðar eru launin prýðileg, píparar eru eft- irsóttir til vinnu og ég myndi glaður taka á móti fleiri mönnum til vinnu,“ sagði Hilmir í viðtalinu. Ekki síst í ljósi svona ummæla er erfitt að finna haldbæra skýringu fyrir því af hverju ekki fleiri velja að leggja þessa eða aðrar iðngreinar fyrir sig. Get- ur verið að vanti hvatningu heiman frá, hefur samfélagið brugðist á einhvern hátt, upplýsingamiðlun í skólakerfinu, eða stjórnkerfið? Erum við að fjölda- framleiða einstaklinga í íslenska menntakerfinu sem ekki er þörf fyrir? Því miður bendir margt til þess. Nýlega heyrði ég dæmi um að eftir að stóriðju- fyrirtæki auglýsti tvö vel launuð störf til umsóknar, hafi sex sótt um starf raf- virkja en margir tugir sótt um starf ófaglærðs iðnverkamanns í iðjuverinu. Í þeim hópi var fólk með ólíkan bakgrunn og margra ára háskólamenntun sem lítil eða engin not eru fyrir í viðkomandi starfi. Af hverju skyldi þetta vera? Jú, það er ómarkviss eða lítil stýring á því hvert fólki er beint til náms, það er ekki verið að þarfagreina vinnumarkaðinn og beina unga fólkinu til náms á þeim brautum sem augljós eftirspurn er eftir. Af hverju skortir sálfræðinga þegar landfræðingar eru kannski of margir? Af hverju eru fleiri í framboði til forseta en sitja á skólabekk til að verða píparar? Þetta er náttúrlega ekkert annað en píp, hvernig sem á það er litið. En á þessu sviði eins og flestu öðru er þó hægt að finna ljós í myrkrinu. Fimmtudaginn 14. apríl næstkomandi standa ýmsar stofnanir á Vesturlandi, með Símenntunarmiðstöðina í broddi fylkingar, fyrir Tæknimessu í Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Þangað er boðið að koma nemendum af elsta stigi grunnskólanna af öllu Vesturlandi. Á sjöunda hundrað ungmenni munu á Tæknimessu fá innsýn í hvað iðnmenntun felur í sér, fjölbreytt atvinnu- tækifæri sem felast í slíkri menntun og vafalaust verður mörgum gagnleg- um spurningum svarað. Á Tæknimessu verða kynntar þær iðngreinar sem í boði eru í landshlutanum. Allt greinar sem útskrifa fólk til starfa þar sem eft- irspurn er mikil á vinnumarkaði. Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja for- eldra og forráðamenn til að ræða við ungmennin um þá kosti sem góð iðn- menntun felur í sér. Auðvitað getum við ekki svarað öllum þeim spurning- um, en þá verður fagfólk til staðar á Tæknimessu sem kann þau svör. En um- fram allt hvetjum unga fólkið okkar til náms í greinum sem það getur hugs- að sér að starfa við og vinnumarkaðurinn kallar eftir. Það geta nefnilega ekki allir orðið forsetar! Magnús Magnússon. Fyrirmyndardagurinn verður næst- komandi föstudag, 8. apríl. Mark- mið fyrirmyndardagsins er að fyr- irtæki og stofnanir bjóði atvinnu- leitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn dag, eða hluta úr degi. Dagur er því mikilvægur til að auka mögu- leika fatlaðs fólks á fjölbreyttari at- vinnuþátttöku. Með því fá gesta- starfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Hér á Vesturlandi tekur Vinnu- málastofnun höndum saman með Starfsendurhæfingu Vesturlands og starfsfólki vinnu- og hæfingarstaða og hafa forsvarsmenn þeirra á síð- ustu dögum heimsótt vinnustaði. Að sögn Guðrúnar Sigríðar Gísla- dóttur forstöðumanns Vinnumála- stofnunar á Vesturlandi hafa við- tökur atvinnurekenda verið jákvæð- ar um að fá gesti í heimsókn á fyr- irmyndardaginn. Í bréfi sem stjórn- endum fyrirtækja hefur verið sent eru þeir jafnframt hvattir til þátt- töku í þessu þarfa verkefni. Þann- ig leggi þau sitt af mörkum til að stuðla að fjölbreyttari samfélagi og atvinnuþátttöku sem flestra. Á Facebooksíðu sem nefnist „Fyr- irmyndardagurinn“ má fræðast nán- ar um verkefnið. Gleðilegan fyrir- myndar-föstudag! mm Fyrirmyndardagur til að auka möguleika til atvinnuþátttöku HB Grandi hf. hefur ákveðið að hætta við þátttöku í árlegri alþjóð- legri sjávarútvegssýningu sem hald- in verður í Brussel dagana 26.-28. apríl næstkomandi. Áætlað var að senda 27 starfsmenn félagsins á sýn- inguna sem er ein sú stærsta sinn- ar tegundar í heiminum en félagið hefur lagt vaxandi áherslu á þátt- töku í sýningunni með stækkandi sýningarbás á undanförnum árum. Í frétt á vef fyrirtækisins segir: „Að vel ígrunduðu máli telja stjórn- endur félagsins ekki forsvaranlegt að senda starfsmenn til Brussel að þessu sinni þar sem óvíst er hvort hægt verði að tryggja öryggi þeirra með viðunandi hætti eftir nýlegar hryðjuverkaárásir í borginni. Auk þess má leiða að því líkum að slík ferð gæti valdið starfsmönnum og fjölskyldum þeirra óþægindum og kvíða. HB Grandi er í góðu sam- bandi við kaupendur sína um all- an heim og mun styrkja þau tengsl með öðrum hætti en þátttöku í Brussel í ár. Félagið gerir ráð fyrir að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið að ári liðnu.“ Helsti tilgang- ur með þátttöku í sýningunni er að kynna kaupendum þær afurðir sem félagið hefur að bjóða og efla sam- skipti við afurðakaupendur frá öll- um heimshornum. mm Hluti hópsins sem fór frá HB Granda á sýninguna í Brussel í fyrra. Ljósm. hbgrandi.is HB Grandi hættir við þátttöku á sjávarútvegssýningunni Nú er unnið að innleiðingu heil- brigðisgáttarinnar Heilsuveru á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilsuvera er vefsvæði þróað hjá Embætti landlæknis þar sem not- andi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálg- ast upplýsingar um sig ásamt upp- lýsingum um eigin börn að 15 ára aldri. Allir tengdir fyrir lok maí „Í Heilsuveru er mögulegt að skoða yfirlit yfir eigin lyfseðla. Einnig er hægt að skoða sögu lyfjaúttekt- ar síðustu þriggja ára og endur- nýja föst lyf á einfaldan og örugg- an hátt. Hægt verður að skoða ónæmisaðgerðir, svo sem bólu- setningar notanda og getur not- andi séð hvaða sjúkdómum hann hefur verið bólusettur fyrir sem og hvaða lyf var notað. Þar er einnig hægt að taka afstöðu til líffæragjaf- ar og síðast en ekki síst bóka tíma hjá heilsugæslulækni á sinni heilsu- gæslustöð. Síðar verður virkjaður sá möguleiki að senda fyrirspurnir á heilsugæslustöðvarnar varðandi eigin heilbrigðisupplýsingar,“ seg- ir í tilkynningu frá HVE. Til að byrja með verða heilsu- gæslustöðvarnar á Akranesi og Borgarnesi tengdar Heilsuveru en stefnt er að tengingu við all- ar heilsugæslustöðvar HVE innan skamms en áætluð er innleiðing á Snæfellsnesi í byrjun maí og í Búð- ardal, Hólmavík og Hvammstanga í lok maí. Krafist rafrænna skilríkja Við innskráningu á Heilsuveru er krafist rafrænna skilríkja og fyrir aðgang að rafrænum tímabókun- um og lyfjaendurnýjun þarf not- andi að vera skráður á viðkomandi heilsugæslustöð. Nauðsynlegt er að vera með símakort sem styður við rafræn skilríki en þau er hægt að nálgast hjá símafyrirtæki við- komandi. Virkja þarf rafræn skil- ríki í viðskiptabanka áður en hægt er að hefja notkun þeirra. „Með Heilsuveru er komið til móts við kröfur samfélagsins um aukna nýtingu upplýsingatækni innan heilbrigðisþjónustunnar enda aukin krafa um að notend- ur hennar séu upplýstir og virk- ir þátttakendur í eigin meðferð. Heilsuveran gerir einstakling- um kleift að hafa betri yfirsýn yfir samskipti sín við heilbrigðisþjón- ustuna en aukið aðgengi að eig- in heilbrigðisupplýsingum er stór þáttur í ábyrgð sjúklinga á eig- in meðferð og eykur öryggi sjúk- linga og skilvirkni og gæði þjón- ustunnar. Unnið er að áframhald- andi þróun Heilsuveru hjá Emb- ætti landlæknis með aukna þjón- ustu við almenning í huga. Von- ast heilbrigðisstarfsmenn á HVE eftir góðum viðtökum við Heilsu- veruna og að fólk tileinki sér fljótt þessa nýjung,“ segir að endingu í tilkynningunni. mm Innleiðing á Heilsuveru á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða Heilsuveru á heilsuvera.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.