Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 201618 TÆKNIMESSA 2016 Mikill vöxtur hefur verið á stór- iðju- og hafnarsvæðinu á Grundar- tanga á undanförnum árum. Fjöl- mörg fyrirtæki eru með starfsemi sína á svæðinu, þar á meðal Norð- urál og Elkem sem eru langstærst fyrirtækja á Grundartanga. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóa- hafna segir svæðið hafa á síðustu árum verið að vaxa sem atvinnu- svæði og þar séu núna liðlega eitt þúsund föst störf. Hann segir að- stæður til að auka starfsemina enn frekar vera góðar. „Ekki síst þeg- ar við horfum til framtíðarstarf- semi með grænum áherslum og á störf sem kalla eftir tæknimennt- uðu fólki. Það skiptir Vesturland miklu máli að til staðar sé ungt og frískt fólk með góða menntun sem getur tekið þátt í uppbygg- ingu á svæðinu,“ segir Gísli. Um- hverfismál hafa á undanförnum misserum verið vaxandi þáttur í tengslum við ýmis konar starfsemi og er Grundartangi engin und- antekning þar á. „Nú er til dæm- is talað um græna flutninga og má nefna að í tengslum við hugs- anlega uppbyggingu Silicor þá er lögð áhersla á að starfsemin sé í sátt við sitt nánasta umhverfi og að framleiðslan sé á grænum nót- um. Í þessu felst að ungt fólk þarf að mennta sig í tæknigeiranum og greinum sem fjalla um hvernig við getum nýtt tæknina til að draga úr umhverfisáhrifum af atvinnustarf- semi.“ Aukin áhersla á umhverfisvænt Í dag eru alls tólf til fjórtán fyrir- tæki með fasta starfsstöð á Grund- artanga. Fjölbreytnin er mikil og er sífelld þörf á iðn- og tækni- menntuðu fólki á svæðinu. „Fjöl- breytnin er vissulega til staðar, sérstaklega í þessum tæknigrein- um sem eru m.a. þjónustustörfin við stóriðjuna. Og ef Silicor verk- efnið verður að veruleika þá má reikna með enn stærra hlutfalli starfsmanna með tæknimenntun en þekkist á öðrum stórum vinnu- stöðum,“ segir Gísli. Hann segir engin ný áform um uppbyggingu vera á borðinu að svo stöddu en það skipti máli að Faxaflóahafn- ir hafi gefið það merki mjög skýrt að í samvinnu við Hvalfjarðarsveit verði fyrirtæki valin inn á svæðið á grundvelli sameiginlegrar stefnu. „Það eru þessar grænu áherslur sem við viljum leggja áherslu á í auknum mæli varðandi uppbygg- inguna á Grundartanga.“ Menntun mikilvægur hlekkur Gísli bendir á að það sé ekki ein- ungis mikilvægt fyrir fyrirtækin að unga fólkið fari í iðn- og tækni- nám, það sé einnig mikilvægt fyr- ir sveitarfélögin á svæðinu. Til að þéttbýlissvæðin geti búið að fjölskyldum og veitt góða þjón- ustu þurfi tekjur og hagvöxt til að standa undir þeim búsetuskilyrð- um sem við viljum að börnin okkar búi við til framtíðar. „Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við byggj- um upp sterka innviði í þekkingu og fagmennsku og þar er mennt- un mikilvægasti hlekkurinn í þró- uninni. Og ef við horfum á þá þró- un sem mun eiga sér stað í grennd við Ísland og umhverfis það, þá sjáum við til að mynda auknar sigl- ingar, rannsóknir, farþegasiglingar og flutninga en þessu munu fylgja ný tækifæri. Þessir þættir munu kalla á tæknimenntað fólk, svo sem á sviði flutningatækni, fram- leiðslu og þjónustu svo og ýmis- konar þróunar sem skiptir máli að unga fólkið leiði á grundvelli góðrar menntunar. Iðnmenntun er sífellt að verða tæknivæddari og er því í mínum huga þannig að hún jafngildi traustri tæknimenntun. Án nokkurs vafa þurfum við á að halda vel menntuðu iðn- og tækni- fólki á komandi árum sem skapi og vinni í störfum sem treysti undir- stöðu samfélagsins.“ Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eru í hópi þeirra sem standa að Tæknimessunni sem haldin verð- ur í Fjölbrautaskóla Vesturlands 14. apríl næstkomandi. Þar verður hald- in kynning á iðn- og tæknistörfum á Vesturlandi og iðnnámi í FVA. Páll Brynjarsson er framkvæmda- stjóri SSV. Hann segir Tæknimess- una vera hluta af svokallaðri Sókn- aráætlun Vesturlands og sé þar hluti af stóru verkefni sem snýr að fjölg- un iðnnema í landshlutanum. „Þetta verkefni kemur þannig til að Sam- tökum sveitarfélaga var falið með samningi við stjórnvöld að útbúa Sóknaráætlun Vesturlands. Hald- inn var stór íbúafundur fyrir tæpu ári þar sem stefna og framtíðarsýn Vestlendinga var rædd. Þar kom sterklega fram að fundarmenn vildu leggja áherslu á að fjölga iðnnemum á Vesturlandi,“ segir Páll. Hann seg- ir fyrirtæki á svæðinu standa frammi fyrir skorti á iðnmenntuðu fólki þar sem iðnnemum hafi fækkað á und- anförnum árum og endurnýjun í iðn- og tæknistörfum hafi ekki ver- ið nægjanleg til að halda uppi nægi- legum mannafla. „Það fólst þrennt í þessum samningi sem gerður var við stjórnvöld; stofnun Uppbygging- arsjóðs Vesturlands, gerð stefnu og framtíðarsýnar fyrir Vesturland og í þriðja lagi höfðum við fjármagn til að fara í ákveðin áhersluverkefni á árunum 2015-16. Þetta verkefni um fjölgun iðnnema er eitt af fimm slík- um verkefnum og Tæknimessan er hluti af því,“ útskýrir Páll. Tæknimessan fyrsta verkefnið Páll segir Tæknimessuna vera stærsta þáttinn í verkefninu en fleiri verkefni eru í pípunum sem tengjast verkefninu. Meðal ann- ars standi til að efla kynningu á iðn- og tæknigreinum enn frek- ar á grunnskólastigi. „Það er verið að tala um að koma verkefnum inn í grunnskólana sem hafa það að markmiði að efla áhuga nemenda á iðn- og tæknigreinum. Margir segja að það sé gott að kynna slíkt nám fyrir nemendum snemma, jafnvel fyrir 8. bekk, og hug- myndin núna er að koma af stað slíku verkefni sem gæti verið inni í grunnskólum á næsta ári,“ segir hann. Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi vilja einnig styðja við bakið á fleiri verkefnum með það í huga að fjölga iðnnemum. „Við vilj- um meðal annars styðja við stofn- un nýrrar námsbrautar hjá FVA. Sú námsbraut kallast Megatronic og yrði á höndum skólans en við viljum styðja við bakið á því verk- efni. Þá viljum við einnig skoða hvort hægt væri að efla iðnnám með samstarfi framhaldsskólanna á Vesturlandi og veita slíku sam- starfi stuðning. Að lokum viljum við styðja við tæknistoðir og raun- færnimat sem Símenntunarmið- stöðin á Vesturlandi býður upp á,“ útskýrir Páll. „Svona ætlum við að fjölga iðnnemum og Tæknimess- an er fyrsta og stærsta verkefnið í þessari vinnu,“ bætir hann við að endingu. Leggja áherslu á fjölgun iðn- og tækninema Páll S Brynjarsson er framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. IÐAN fræðslusetur hefur opnað upplýsingavef um nám og störf í fjölmörgum iðngreinum á slóð- inni www.namogstorf.is. Á vefnum má einnig finna margskonar ítar- efni sem tengist samspili skóla og atvinnulífs. Vefnum er hvoru tveggja ætl- að að höfða til nemenda á grunn- og framhaldsskólaaldri sem og þeirra sem eru eldri en óákveðnir um hvaða leið skuli fara í námi og starfi. Einnig eru á vefnum upplýs- ingar um hvar hægt er að leita ráð- gjafar og efni ætlað kennurum og ráðgjöfum í skólum sem efla vilja fræðslu um nám og störf. Á vefnum er starfsgreinum skipt í átta flokka og reynt að haga fram- setningu efnisins þannig að einfalt sé að kafa dýpra eftir nánari upp- lýsingum, svo sem á upplýsinga- og ráðgjafavefnum „NæstaSkref.is“ eða heimasíðum einstakra náms- brauta framhaldsskólanna. Vefurinn er uppfærður mjög reglulega og markmiðið að þar sé alltaf að finna á einum stað rétt- ar, hagnýtar og áhugaverðar upp- lýsingar um nám og störf í iðn- og verkgreinum. Vefsíðan namogstorf.is upplýsir margt Ungt og tæknimenntað fólk mikilvægt Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóa- hafna. „Án nokkurs vafa þurfum við á að halda vel menntuðu iðn- og tæknifólki á komandi árum sem skapi og vinni í störfum sem treysti undirstöðu samfélagsins,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.