Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Side 29

Skessuhorn - 06.04.2016, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2016 29 Opinn kynningarfundur ÁRLEGUR FUNDUR UM UMHVERFISMÁL Á GRUNDARTANGA Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður umhverfisvöktunar og losun á Grundartanga fimmtudaginn 14. apríl að Miðgarði kl 13:30. DAGSKRÁ SETNING FUNDARINS - Hallfreður Vilhjálmsson frá Hvalarðarsveit, fundarstjóri KYNNING Á BREYTTU FUNDAFYRIRKOMULAGI - Sigríður Kristjánsdóttir frá Umhverfisstofnun NIÐURSTÖÐUR EFTIRLITS OG UMHVERFISVÖKTUNAR - Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun ERINDI - Einar Friðgeir Björnsson frá Norðuráli ERINDI - Sigurjón Svavarsson frá Elkem NIÐURSTÖÐUR UMHVERFISVÖKTUNAR - Eva Yngvadóttir frá Eflu UMRÆÐUR Í LOK FUNDAR Nánari upplýsingar á umhverfisstofnun.is CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Allt í gleri ÚTI OG INNI M ynd: Josefine Unterhauser Til sölu fallegir íslenskir fjárhundshvolpar Verða ættbóka- færðir hjá HRFÍ Upplýsingar í síma 899 7614 (Ninna) og 693 3944 (Kristín) Íslenskir fjárhundshvolpar SK ES SU H O R N 2 01 6 Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu ÚRSLITAKEPPNI 1. DEILDAR KARLA Undanúrslit – Leikur 4 Fimmtudaginn 7. apríl kl. 19.15 ÍA – Fjölnir Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Auglýst er eftir áhugasömum aðila til að taka að sér rekstur á kaffihúsinu Garðakaffi á Byggðasafninu í Görðum Akranesi. Rekstrarsamningur verður til að byrja með til 15. september 2016. Í umsókn skal koma fram hvernig umsækjandi telur að samþætta megi starfsemi kaffihússins og Byggðasafnsins á áhugaverðan og hagkvæman hátt. Frestur til að skila inn umsóknum er til og með 18. apríl. Umsóknir sendist á akranes@akranes.is eða afhendist í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, 1.hæð. Allar nánari upplýsingar veitir Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður á netfangið mannlif@akranes.is eða í síma 431-5566. Rekstur kaffihúss á Byggðasafninu í Görðum Atkvæði voru fyrr í vikunni talin í atkvæðagreiðslu bænda um nýja samninga um starfsskilyrði naut- gripa- og sauðfjárræktar. Bænd- ur samþykktu báða samningana. Atkvæði féllu þannig um sauð- fjársamning að 60,4% kjósenda samþykktu samninginn en 37,3% höfnuðu honum. Auðir seðlar og ógildir voru 2,3% atkvæða. Alls voru 2944 á kjörskrá og 1671 at- kvæði var greitt. Kosningaþátttaka sauðfjárbænda var 56,8%. Atkvæði féllu þannig um naut- gripasamning að 74,7% kjósenda samþykktu samninginn en 23,7% höfnuðu honum. Auðir seðlar og ógildir voru 1,6% atkvæða. Alls voru 1244 á kjörskrá og 881 at- kvæði var greitt. Kosningaþátttaka kúabænda var 70,8%. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og ríkisstjórnar fyrir hönd ríkis- sjóðs skrifuðu undir nýja búvöru- samninga 19. febrúar síðastliðinn. Um var að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbún- aðarins og samninga um starfskil- yrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026. Stjórn Sambands garð- yrkjubænda samþykkti garðyrkju- samninginn og rammasamningur- inn var samþykktur meðal búnað- arþingsfulltrúa á síðasta Búnaðar- þingi. Samningarnir eru til tíu ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023. mm Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga Á síðasta aðalfundi Lífsbjargar í Snæfellsbæ var kosin ný stjórn og nýr formaður tók við. Það er Hall- dór Sigurjónsson sem kosinn var formaður og tekur nú við af Við- ari Hafsteinssyni. Halldór sagð- ist í samtali við Skessuhorn líta björtum augum á framtíð sveitar- innar og að hún væri skipuð öfl- ugum félagsmönnum. Nú eru um 35 virkir félagar í sveitinni auk þess sem rekið er öflug unglinga- sveit sem heitir Drekinn. Í henni er Hlynur Hafsteinsson umsjón- armaður. Halldór segir að eftir að húsbyggingunni hafi lokið bein- ist athyglin að auknu félagsstarfi. Hann segir að um næstu helgi fái Lífsbjörg nýja VW Caravelle bif- reið sem ætluð sé til fólksflutninga en fyrir á sveitin eldri bíl af sömu tegund sem verður seldur. Halldór Sigurjónsson hefur töluverða reynslu sem björgunar- sveitarmaður og kveðst hafa byrjað störf í björgunarsveitinni Björg á Hellissandi þegar hann var 14 ára gamall. Hann sat svo í stjórn Lífs- bjargar á árunum 2008-2011 en tekur nú að nýju sæti í stjórn og nú sem formaður. Halldór vill koma á framfæri frá nýrri stjórn þakklæti til Viðars fráfarandi formanns fyrir góð störf í þágu sveitarinnar. af Ný stjórn í björgunarsveitinni Lífsbjörg Ný stjórn Lífsbjargar er skipuð þeim Patryk Zolobow meðstjórnanda, Halldóri Sigurjónssyni formanni, Hafrúnu Ævarsdóttur ritara, Ægi Þór Þórssyni gjaldkera og Hafþóri Svanssyni varaformanni. Halldór Sigurjónsson formaður Lífs- bjargar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.