Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 201616 Leiðir Daða Freys Guðjónssonar í Borgarfirði og Mörtu Carrasco í Mosfellsbæ lágu saman fyrir um ári síðan. Þá hófu þau að æfa og keppa saman í dansi, bæði Standard og Latin dönsum og hafa síðan þá náð frábærum árangri. Þau höfnuðu til að mynda í öðru sæti á Íslands- mótinu í tíu dönsum sem fram fór fyrr í mánuðinum. Sömu helgi kepptu þau í DSÍ Open Standard og DSÍ Open Latin þar sem þau gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í Standard og hrepptu annað sætið í Latin. Blaðamaður Skessuhorns ræddi nýverið við dansparið Daða og Mörtu. „Við byrjuðum að dansa saman fyrir ári síðan, náum mjög vel saman og stefnum að sama markinu í dansinum,“ segja þau. „Það gengur ekki að annað dansi af hálfum hug, maður verður að stefna að sama marki og dansfélag- inn,“ segir Daði og Marta tekur í sama streng. „Það gengur ekki að annar dragi hinn niður,“ segir hún. Bæði stefna þau hátt og metnað- urinn og ástríðan leynir sér ekki. Þrátt fyrir að hafa aðeins dansað saman í eitt ár eru þau annað besta danspar landsins í tíu dönsum. Á áðurnefndu Íslandsmóti urðu þau að lúta í grasi fyrir aðal keppinaut- um sínum. „Þetta eru tvö bestu pör landsins í tíu dönsum, við og þau. Það var mjög súrt að tapa fyr- ir þeim á Íslandsmótinu,“ segir Marta og þau brosa létt í bragði. Blaðamaður opinberar fávisku sína og fær þau til að útskýra í hvaða tíu dönsum sé keppt í þess kon- ar keppni. „Það eru semsagt bæði Ballroom og Latin dansar. Ballro- om dansarnir eru vals, tangó, Vín- arvals, slow foxtrot og quickstep,“ segir Daði „og Latin dansarnir eru samba, cha-cha, rúmba, pasadoble og jive,“ bætir Marta við. Þau segja að senn fari að líða að því að þau velji annað hvort Ballroom eða Latin dansa sem framtíðarkeppn- isgreinar en þau muni þó keppa í tíu dönsum að minnsta kosti næsta árið. „En svo gæti alveg verið að við förum ekkert í annað hvort heldur höldum áfram að keppa í tíu dönsum eftir það. Það er ein- faldlega meiri samkeppni þegar keppt er bara í Latin eða Ballrom dönsum. Þá keppir maður við pör sem gera slíkt hið sama og keppnin verður sterkari,“ segir Marta. Hafa bæði dansað lengi Þrátt fyrir að Daði sé aðeins tvítug- ur og Marta einungis 17 ára göm- ul hafa þau bæði dansað lengi. „Ég er búin að dansa í tíu ár. Mamma neyddi mig í fyrsta danstímann minn og mér fannst sko ekki gam- an, ég vildi bara vera í fótbolta,“ segir Marta og hlær við. Eft- ir nokkra danstíma snerist henni þó hugur. „Skömmu síðar fékk ég herra og síðan þá hefur mér fund- ist þetta skemmtilegra en nokkuð annað,“ bætir hún við. Aðspurður kveðst Daði hafa sótt fyrsta dans- tímann sinn á Kleppjárnsreykj- um þegar hann var sjö ára gamall. „Það var boðið upp á samkvæmis- dans og mig langaði að prófa, mér var ekkert ýtt út í dansinn,“ seg- ir hann og brosir til Mörtu. „Ég stundaði allar þær íþróttir sem ég komst í og dansinn var ekk- ert aðalatriði hjá mér,“ segir Daði og viðurkennir að hann hafi ekki skarað fram úr í yngri flokkunum meðan hann lagði enn stund á aðr- ar íþróttir. „En fljótlega síaðist allt annað út og eftir stóð það sem mér fannst skemmtilegast,“ bætir hann við. Marta hefur hins vegar þótt efnileg frá unga aldri. „Ég er búin að vera í fremstu röð mjög lengi og hef farið til útlanda og keppt síð- an ég var níu ára gömul, enda varð dansinn snemma mitt aðaláhuga- mál og ég lagði mig alla fram þar,“ segir hún. Dans er bæði list og íþrótt Aðspurð hvað þeim þyki skemmti- legast við dansinn nefna þau að hann sé í senn listform og íþrótt. „Það er mikil tjáning í dansi og dansspor við tónlist er listræn túlkun í eðli sínu,“ segja þau. „En á sama tíma er þetta keppni sem reynir á líkamlega og maður þarf að vera í griðarlega góðu formi, bæði líkamlega og andlega og halda góðri einbeitingu því dans byggist rosalega mikið upp á tækni. Það á kannski meira skylt við íþróttir en allt tengist þetta saman í dansinum. Það gengur ekki að vera þreytt- ur í keppni því bæði dansar mað- ur sporin ekki jafn vel heldur miss- ir einbeitinguna líka og það hefur áhrif á tjáninguna,“ segja þau. Einnig þykir þeim gaman að verða vör við framfarir og þau bæta því einnig við að dansinn geri þeim kleift að ferðast nokkuð víða til að keppa og það þyki þeim ánægjulegt. „Á ferðalögum kynn- ist maður alls konar fólki og einnig lærir maður ótrúlega mikið af því að keppa við sterk danspör,“ seg- ir Marta. Dansa úti um allan heim Ferðalögum eru þau alls ekki ókunn, hafa bæði keppt erlendis áður en það eru mörg mót framundan. Frammi- staða þeirra á mótum það sem af er árinu hefur tryggt þeim keppnis- rétt á bæði heims- og Evrópumeist- aramótum og heims- og Evrópu- bikarmeistaramótum Alþjóða dans- íþróttasambandsins. Fyrsta mótið af þeim er í maímánuði næstkomandi þar sem þau munu keppa fyrir Ís- lands hönd. „Svo erum við að fara til Blackpool í eina sterkustu keppni í heimi, þar sem öll flottustu pör- in keppa og bestu dómararnir. Sú keppni fer fram í Wintergardens, sem er gamall Ballrom salur og það verður lifandi undirleikur, hljóm- sveit sem spilar undir á keppninni,“ segja þau. „Það er eitt það skemmti- legasta við keppnina í Blackpo- ol. Það er sérstök Blackpool-tónlist sem er flutt lifandi,“ bæta þau við. Á sumri komanda er förinni svo heitið til Ítalíu á Evrópumeistara- mótið í Latin dönsum og að því loknu í æfingabúðir í Englandi. Þá halda þau til Kína í september á heimsmeistaramótið í Latin döns- um, keppa í London í október og á heimsmeistaramótinu í Ballro- om dönsum í Danmörku í nóvem- ber næstkomandi. „Það er reynd- ar í sama mánuði og heimsmeist- aramótið í tíu dönsum svo það er ekki víst að við komumst á bæði,“ segja þau. Dagskráin er því væg- ast sagt þétt og fjöldi landa verður sóttur heim á komandi ári. Marta segist hafa stefnt að þessu allan sinn dansferil. „Þetta er það sem ég sá fyrir mér, að keppa út um all- an heim. Þetta er langskemmti- legast af öllu sem ég geri. Það er svo margt hægt að læra af því að keppa um allan heim þar sem pörin eru sterkari og samkeppn- in meiri,“ segir hún. „Við komum alltaf metnaðarfull heim og full innblásturs eftir keppni erlendis,“ bætir Daði við. Þeir verða bestir sem æfa mest Þau segjast hiklaust mæla með dansi fyrir alla þá sem hafa áhuga. „Þetta er rosalega gaman og margt hægt að læra á þessu sem mað- ur lærir kannski ekki af þátttöku í öðrum íþróttum,“ segir Daði og Marta nefnir í því samhengi að dansinn hafi kennt henni mikinn sjálfsaga, en einnig nokkurs konar „samaga“ því pörin verði að vinna saman. „Danspar er í raun bara tveggja manna lið og þess vegna er svo mikilvægt að báðir dansar- arnir stefni að sama markinu,“ seg- ir hún. „Ég held að það sé öllum mjög hollt að læra að vinna með einhverjum á þann hátt sem gert er í dansinum,“ bætir Daði við. Til að komast í hóp þeirra bestu segja þau svo að það sama eigi við í dansi og öðru. „Þetta snýst mik- ið um viljastyrk og að vinna auka- vinnuna. Þeir verða bestir sem æfa mest aukalega,“ segir Marta. kgk Daði og Marta eru eitt fremsta danspar landsins: „Við náum mjög vel saman og stefnum að sama markinu“ Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco. Daði og Marta efst á verðlaunapalli eftir sigur á DSÍ Open Standard í síðasta mánuði. Í góðri sveiflu. Ljósm. Örvar Moeller. Dans er í senn listgrein og íþrótt. „Það er mikil tjáning í dansi,“ segir Daði og það má glögglega sjá á myndinni. Ljósm. Kjartan Birgisson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.