Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2016 25 SK ES SU H O R N 2 01 6 ÖLL ALMENN GARÐVINNA • Fjarlægjum tré og kurlum • Útvegum sand, mold og möl • Leggjum dren- og frárennslislagnir Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi Stykkishólmsbær Staða skólastjóra við Grunnskólann í Stykkishólmi er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað fyrir menntun barna og unglinga, býr yfir þekkingu og reynslu af skólastarfi og veitir faglega forystu til framtíðar þar sem tekið er tillit til mismundi þarfa, áhuga og getu nemenda. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2016. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Í umsókn skal greina frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur máli skipta og varpað getur ljósi á færni hans til að sinna stöðu skólastjóra. Umsókninni skal fylgja samantekt þar sem fram koma hugmyndir umsækjanda um skólastarfið og þróun þess. Nánari upplýsingar um starfið veita: Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu sendar á starf@attentus.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2016 Konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Grunnskóli Stykkishólmsbæjar er einsetinn og stunda nú 150 nemendur nám við skólann í 1. – 10. bekk. Lögð hefur verið áhersla á jákvæðan og skemmtilegan skólabrag. Gott samstarf er milli grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla, auk Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Unnið er að nýrri skólastefnu fyrir Stykkishólmsbæ en gögn um þá vinna má finna á vefnum www. skolastofan.is. Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi og er bæjarstæðið einstaklega fallegt. Um 1.100 manns búa í Stykkishólmi en bærinn er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar um Stykkishólm má finna á heimasíðu bæjarins www.stykkisholmur.is Starfssvið og meginhlutverk: • Að stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans • Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar • Ábyrgð á starfsmannamálum, .s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun • Ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins • Ábyrgð á að móta framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu Stykkishólmsbæjar og lög og reglur er um skólastarfið gilda • Að skapa hvetjandi umhverfi sem eflir áhuga nemenda og árangur Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari • Reynsla af kennslu á grunnskólastigi • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar er æskileg • Þekking á kennslu- og uppeldisfræðum • Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun og rekstri • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar • Hæfni til að leiða hóp og skapa hvetjandi starfsumhverfi • Skýr framtíðarsýn í skólamálum • Skýr sýn um árangurs og lausnamiðaða nálgun í starfi • Einlægur áhugi á metnaðarfullu skólastarfi • Góð færni í íslensku Sturla Böðvarsson bæjarstjóri sturla@stykkisholmur.is S: 433 8100 Hrafnhildur Hallvarðsdóttir formaður skólanefndar hrafnhildur@fsn.is S. 8650424 Bókasafn Akraness tók nýlega í notkun afar einfalda sjálfsafgreiðslu- vél. Þetta er í fyrsta sinn sem slík vél er nýtt á safninu en margir þekkja til slíkra véla í bókasöfnum á höf- uðborgarsvæðinu. Lánþegum gefst kostur á að afgreiða sig sjálfir bæði við útlán og skil, en sækja þarf dvd diska í afgreiðslu. „Með notkun sjálfsafgreiðsluvél- ar gefst kostur á að veita skjótari þjónustu við útlán og skil. Þá gefst einnig færi á að auka þjónustu við heimildar- og upplýsingaleit, bóka- spjall og fleira. Sjálfsafgreiðsluvélin mun ekki hafa í för með sér fækk- un starfsfólks, heldur mun það geta veitt enn betri þjónustu en áður. Að sjálfsögðu geta lánþegar áfram snúið sér til bókavarða með útlán og skil, eins og verið hefur undan- farna áratugi. Sjálfsafgreiðsluvélin er því nýr valkostur fyrir viðskipta- vini safnsins,“ segir Halldóra Jóns- dóttir bæjarbókavörður. Hún seg- ir einnig að starfsfólk bókasafnisins verði hér eftir sem hingað til boð- ið og búið að aðstoða, jafnt við af- greiðslu sem og að kenna gestum á sjálfsafgreiðsluvélina. mm Sjálfsafgreiðsluvél tekin í notkun á Bókasafni Akraness Mæðginin Valdís Kvaran og Karl Ívar Alfreðsson eru hæstánægð með sjálfsafgreiðsluvélina. Yiannakis L. Omirou, forseti þjóð- þings Kýpur, var í opinberri heim- sókn á Íslandi dagana 3.-5. apríl í boði Einars K. Guðfinnssonar for- seta Alþingis. Samkvæmt dagskrá átti forseti Kýpurþings að eiga í heimsókn sinni fundi með forseta Alþingis, forsætisráðherra og fjár- málaráðherra. Jafnframt var ráð- gert að hann ætti fund með fulltrú- um þingflokka og hitti forsætis- nefndarmenn að máli. Meðfylgj- andi mynd var tekin í Reykholti þegar séra Geir Waage og annað heimafólk í Reykholti tók á móti gestunum. mm/ Ljósm. de. Forseti Kýpurþings á ferð í Reykholti Gísli Einarsson og félagar í Land- anum, sjónvarpsþætti á RÚV, kíktu í heimsókn í Grundarfjörð á dög- unum. Tilgangur heimsóknarinnar var að rannsaka vinsældir eins mest myndaða fjalls landsins. Rætt var við heimamenn um fjallið og reynt að komast að hvers vegna áhugi á því hefur aukist svona gífurlega á síðustu árum. tfk Landinn rannsakaði hin seið- mögnuðu áhrif Kirkjufellsins Sigríður Hjálmarsdóttir og Gísli Einarsson þáttagerðarfólk í Landanum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.