Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 201630 Það þykir ekki óvenjulegt að sjá fólk á ferli við rætur Kirkjufells þessa dagana en heldur sjaldgæf- ara er að sjá skurðgröfur og jeppa á ferli við rætur fjallsins. Sú sjón blasti þó við ljósmyndara Skessu- horns þegar hann var þar á ferli síðasta miðvikudag, en þá var Ra- rik að fjarlægja sextíu ára gamla raf- magnsstaura sem leiddu dýrmætt rafmagn að gamla Kirkjufellsbæn- um á síðustu öld. Staurarnir sem voru reistir árið 1955 voru löngu hættir að þjóna nokkrum tilgangi enda langt síðan búið hefur verið á bænum. Þessi aðgerð fegrar ásýnd fjallsins nokkuð og gott að losna við hina öldnu staura frá rótum myndarlegasta fjalls landsins. tfk Nú skyggja aldnir rafmagnsstaurar ekki lengur á fjallið Frá 1. til 10. apríl eru 20 nemend- ur úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi ásamt tveimur kenn- urum í Slóvakíu. Ferðin er farin í tengslum við verkefni sem styrk er af EES og EFTA auk þess sem slóvakísk stjórnvöld styrkja verk- efnið. Að sögn Finnboga Rögn- valdssonar kennara er viðfangsefni ferðarinnar sjálfbærni og sjálfbær orkuöflun, en í nóvember á síð- asta ári komu jafn margir Slóvak- ar hingað og ferðuðust um landið og fræddust um orkuöflun og orku- nýtingu á Íslandi. Auk þess að fjalla um sjálfbærni og orkuöflun kynn- ist hópurinn menningu og siðum þessara tveggja þjóða. Eftir áramótin hefur íslenski hópurinn setið áfanga um sjálf- bærni sem tengist beint samstarfs- verkefninu við Slóvakíu. „Unga fólkið er núna á hóteli í Terchova nærri landamærunum að Póllandi en í upphafi ferðar var gist í Vrbové þaðan sem flestir Slóvakarnir eru og samstarfs skólinn, sem heitir J. B. Magina, er. Veðrið hefur leik- ið við ferðalangana, nú er 23 stiga hiti og sól í Terchova og spáð svip- uðu veðri næstu daga. Eftir að hafa skoðað kastala og kynnst nánasta umhverfi Terchova eru krakkarnir núna að vinna verkefni tengd við- fangsefninu. Í gær var farið með kláfi upp í meira en 1500 metra hæð á tindinn Chleb sem er 1646 m yfir sjávarmáli. Í lok ferðarinnar verður Bratislava, höfuðborg Sló- vakíu, skoðuð en þar búa um 600 þúsund manns,“ segir Finnbogi. mm Hópur fjölbrautaskólanema í ferð til Slóvakíu Hluti hópsins fyrir utan Trenčín kastala. Kátar skólastúlkur komnar til Vrbové. Jónas Ragnarsson áhugamaður um ættfræði og langlífi upplýsir á síðu sinni Langlífi að nú í byrjun apríl 2016 eru á lífi 36 Íslendingar á aldr- inum 100-107 ára. Auk þess eru 24 sem eru 99 ára og 44 sem eru 98 ára. Samtals eru því 104 á lífi á þessum aldri, frá 98 til 107 ára; 31 karl og 73 konur. Jónas upplýsir einnig að af þessum 104 öldnu íbúum lands- ins búa 52 þeirra í Reykjavík, eða nákvæmlega helmingur. Hins veg- ar eru aðeins átta þeirra fæddir í Reykjavík. Elsti Íslendingurinn er eins og kunnugt er Georg Breið- fjörð sem fagnaði í liðnum mánuði 107 ára afmæli sínu, en hann býr í Stykkishólmi. mm 36 Íslendingar yfir hundrað ára Nema í blikksmiðju Límtré Vírnets Dag ur í lífi... Nafn: Þorsteinn Þórarinsson. Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý með foreldrum mínum á Stein- dórsstöðum. Við erum þrjú systkinin en ég er örverpið og sá eini sem bý enn heima. Starfsheiti/fyrirtæki: Ég vinn í blikksmiðjunni hjá Límtré Vír- neti og er nemi þar. Áhugamál: Körfubolti, líkams- rækt og að dunda í skúrnum. Fimmtudagurinn 31. mars 2016. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði upp úr sex og tannburstaði mig og fékk mér morgunmat. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég borða hafragraut og banana á hverjum degi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór keyrandi og mætti klukkan 7. Fyrstu verk í vinnunni: Það er að stimpla sig inn og tala við verkstjórann. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var ég nýkominn úr kaffi og kominn upp í Arionbanka þar sem við vorum að breyta loft- ræstikerfinu. Hvað gerðirðu í hádeginu? Það var bara matur í Límtré Vírnet. Það var naut og ber- naise í matinn þennan dag. Hvað varstu að gera klukkan 14: Þá var ég kominn aftur upp í banka að halda áfram með verk- ið í loftræstingunni. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Við hættum klukkan 16:10 og það síðasta sem við gerðum var að ganga frá verkfærum og annað, að ganga frá eftir daginn. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég fór upp í íþróttahús í ræktina og svo á körfuboltaæfingu. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var kjúklingur og grjón í kvöldmatinn, ég eldaði sjálfur. Hvernig var kvöldið? Ég kem oft frekar seint heim og þá horf- ir maður oftast á þátt eða eitt- hvað slíkt áður en ég fer að sofa, þannig var það þennan dag. Hvenær fórstu að sofa? Klukk- an hefur örugglega verið um 23, hugsa ég. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Tann- burstaði mig. Mjög hefðbund- ið. Hvað stend- ur uppúr eft- ir daginn? Há- degismaturinn líklega!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.