Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 20168 Keppnisferðir framundan hjá spilurum BORGARFJ: Félagar í Briddsfélagi Borgarfjarð- ar spiluðu léttan tvímenn- ing mánudagskvöldið 4. apríl. Stutt er í Íslandsmót og menn hafa því sumir hverjir verið að æfa sig aukalega og höfðu þeir greinilega árangur sem erf- iði. Jón og Baldur fóru ásamt fleiri spilurum til höfuðborg- arinnar í liðinni viku og æfðu og ef til vill lærðu. Þeir komu, sáu og sigruðu með glæsiskori upp á 76,2%. Næstir þeim, en þó langt að baki (58,3%), voru Hvanneyringarnir Sveinbjörn og Lárus, en þeir hafa æft syðra síðustu vikur og oftast haft sig- ur á borgarbúum. Vonarstirn- in Heiðar og Logi hirtu svo þriðja sætið með 56,5%. Næsta mánudag verður enn á ný létt- ur tvímenningur en svo tek- ur meiri alvaran við. Fimmtu- daginn 14. apríl verður efnt till hópferðar norður til Borð- eyrar þar sem saman ætla að koma Hólmvíkingar, Skagfirð- ingar, Borgfirðingar og jafnvel fleiri og spila eina kvöldstund. Mánudaginn 18. apríl hefst svo Opna Borgarfjarðarmótið í Logalandi og í ár verður það jafnframt Vesturlandsmót í tví- menningi. -ij Settur forstjóri Hafró tímabundið RVK: Ný rannsóknastofn- un, Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafastofn- un hafs og vatna, sem samein- ar starfsemi núverandi Haf- rannsóknastofnunar og Veið- málastofnunar, tekur til starfa þann 1. júlí næstkomandi. Sig- urður Guðjónsson hefur verið skipaður forstjóri hinnar sam- einuðu stofnunar og vinnur hann nú að því að koma henni á laggirnar. Jóhann Sigurjóns- son lét af starfi sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar þann 31. mars sl. eftir 17 ár í emb- ætti og fer til starfa í utanrík- isráðuneytinu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hef- ur nú sett Ólaf S. Ástþórsson forstjóra Hafrannsóknastofn- unar tímabundið frá 1. apríl til 30. júní 2016. Ólafur hefur undanfarin 16 ár gegnt starfi vísindalegs aðstoðarforstjóra Hafrannsóknastofnunar og þar áður var hann sviðsstjóri á Sjó- og vistfræðisviði. Ólafur lauk BSc. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1975 og doktors- prófi í sjávarlíffræði frá háskól- anum í Aberdeen í Skotlandi árið 1980. -mm Samfylkingar- fólk hefur aðalfund VESTURLAND: Aðal- fundur kjördæmisráðs Sam- fylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi verður laugardag- inn 9. apríl kl. 12-17 í Land- námssetrinu í Borgarbyggð. „Uppstillingarnefnd ráðsins auglýsir hér með eftir fram- boðum til stjórnar og í önn- ur embætti sem kosið verður um á aðalfundinum. Tillög- ur berist til formanns upp- stillinganefndar, Sigurðar Péturssonar siggip@snerpa. is eða í síma 895-8270, eigi síðar en föstudaginn 8. apríl. Á aðalfundi verða hefðbund- in aðalfundarstörf. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður kjördæmisins, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í um- ræðum. Stjórn kjördæmis- ráðs hvetur alla félagsmenn til að mæta á aðalfundinn og taka þátt í undirbúningi og umræðum vegna komandi aukalandsfundar Samfylk- ingarinnar þann 3. og 4. júní n.k. á Grand Hótel,“ segir í tilkynningu frá stjórn kjör- dæmisráðs. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 26. mars - 1. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 9 bátar. Heildarlöndun: 29.021 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 13.502 kg í tveimur löndun- um. Arnarstapi 3 bátar. Heildarlöndun: 67.179 kg. Mestur afli: Bárður SH: 59.026 kg í sex löndunum. Grundarfjörður 4 bátar. Heildarlöndun: 126.127 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.320 kg í einni löndun. Ólafsvík 12 bátar. Heildarlöndun: 170.316 kg. Mestur afli: Arnar SH: 39.496 kg í fjórum löndun- um. Rif 7 bátar. Heildarlöndun: 92.297 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 33.751 kg í einni löndun. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 8.199 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 3.836 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 68.320 kg. 30. mars. 2. Farsæll SH - GRU: 42.327 kg. 30. mars. 3. Rifsnes SH - RIF: 33.751 kg. 31. mars. 4. Þórsnes SH - ÓLA: 28.614 kg. 31. mars. 5. Saxhamar SH - RIF: 27.841 kg. 31. mars. grþ ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Búið er að loka um tíma veitinga- og skemmtistaðn- um Gamla Kaupfélaginu við Kirkjubraut 11 á Akranesi. Gísli Þráinsson hefur í tæp fimm ár rekið í húsinu fyrir- tækið GK veitingar. Rekstri þess fyrirtækis var hætt um nýliðin mánaðamót. Að- spurður segir Gísli að rekst- urinn hafi verið erfiður og hafi hann ákveðið á þessum tímapunkti að hætta honum og snúa sér að öðru. „Það er sameiginleg ákvörðun mín og eiganda hússins að ég hætti og að nýir rekstaraðilar taki við húsnæð- inu,“ segir Gísli í samtali við Skessu- horn. Sjálfur ætlar hann að einbeita sér að rekstri GS Imports, sem er innflutnings- og sölufyrir- tæki á borðbúnaði fyrir hót- el- og veitingarekstur. „Á því sviði hefur verið mikill vöxt- ur og gengur gríðarlega vel,“ segir Gísli. Félagið Veislur og við- burðir ehf. tekur nú við rekstri í húsinu við Kirkju- braut 11 og opnar þar veit- inga- og skemmtistað und- ir nafni Gamla kaupfélags- ins í maímánuði. Að félaginu standa þeir Ísólfur Haralds- son og Gunnar Hafsteinn Ólafsson. mm Rekstur Gamla kaupfélagsins hófst fyrir um fimm árum í kjölfar endurbóta á húsinu. Breytingar á rekstri Gamla Kaupfélagsins Tillaga stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun 2016 hefur verið staðfest af ráðherra ferða- mála. Alls voru veittir styrkir til 66 verkefna um allt land að heildarupp- hæð tæplega 596 milljónir króna. Að þessu sinni var sérstaklega horft til öryggismála við úthlutun styrkjanna og verður 51 milljón úthlutað sér- staklega af ráðherra til brýnna verk- efna vegna öryggis á ferðamanna- stöðum. Miða 37 verkefnanna að bættu öryggi. Í byrjun þessa árs var gefin út ný reglugerð um starfsregl- ur framkvæmdasjóðsins og er þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er á grund- velli hennar. „Í reglugerðinni er mót- framlag til svæða í eigu og umsjón ríkisins fellt niður og mótframlag til svæða í eigu eða umsjón sveitarfé- laga og einkaaðila er lækkað úr 50% í 20%,“ segir tilkynningu frá ráðu- neytinu. Hæstu einstöku styrkirnir í ár nema 30 milljónum króna og veit- ast til verkefna við Dynjanda, Geysi, Skaftafell og Dettifoss. 27 milljónir til fram- kvæmda við Svöðufoss Alls er ellefu styrkjum veitt beint til uppbyggingar ferðamannastaða á Vesturlandi. Hæsti einstaki styrk- urinn innan svæðisins nemur 26,9 milljónum króna og veitist Snæ- fellsbæ til framkvæmda við fyrsta áfanga uppbyggingar við Svöðu- foss. Í rökstuðningi stjórnar Fram- kvæmdasjóðs ferðamanna segir um uppbygginu við Svöðufoss að það sé „vel undirbúið og skipulagt verkefni, sem er hluti af framtíðar- sýn um uppbyggingu og samteng- ingu áfangastaða á norðanverðu Snæfellsnesi með áherslu á náttúru- vernd og aðgengi.“ Aðrir styrkir sem veitt er til verkefna innan landshlutans eru hér segir: Átthagastofa Snæfellsbæjar, 7.080.000 kr. styrkur til að setja upp almenningssalerni í húsnæði Sjávarsafnsins í Ólafsvík. Salernin verða opin allan sólarhringinn og rekin af sjávarsafninu. Borgarbyggð, Sögubærinn Borg- arnes - Búðarklettur og Vesturnes. Kr. 7.880.000 til endurbóta á „Sögu- stígnum“ í Borgarnesi með áherslu á náttúruvernd og aðgengi fyrir alla. Grundarfjarðarbær, 6.000.000 kr. til stækkunar og frágangs bílastæða, merkinga og viðhalds á tröppum og göngustíg við Kirkjufellsfoss. Grundarfjarðarbær, 2.800.000 kr. styrkur til skipulags og fullnaðar- hönnunar vegna fyrirhugaðrar upp- byggingar á áningarstað við Kol- grafafjarðarbrú. Hvalfjarðarsveit, 5.010.000 kr. styrkur til áframhaldandi endurbóta og viðhalds gönguleiðar að fossinum Glym. Verkefnið er forgangsverk- efni vegna náttúruverndar, öryggis-, fræðslu- og aðgengismála á fjölsótt- um og varhugaverðum áfangastað sem er undir miklu álagi. Reykhólahreppur, 2.500.000 kr. til merkinga, uppbyggingar og fram- kvæmda á jarðvarmasvæði við Reyk- hólaþorp, auk stígagerðar og vernd- unar fuglasvæðis. Stapafélagið, 2.200.000 kr. styrk- ur til uppbyggingar á 860 metra löngum göngustíg um Eyrartún við Arnarstapa. Áður hefur umsækjandi lagt tvo þriðju hluta stígsins sem hér um ræðir, en síðustu 860 metr- arnir eru lokahnykkurinn í framtaki félagsins. Umhverfisstofnun, 12.340.000 kr. til hönnunar og uppsetningar útsýn- ispalls og göngubrúar við strönd Arn- arstapa og Hellna, ásamt viðhaldi og uppbyggingu göngustíga. Verkefnið er forgangsverkefni vegna öryggis- og aðgengismála og slits og álags á náttúru af völdum ferðamanna. Umhverfisstofnun, 3.037.400 kr. styrkur til viðbótar við ECO-grids göngustíg á Svalþúfu í Snæfellsjökuls- þjóðgarði til að draga úr álagi á nátt- úru og umhverfi á Svalþúfu. Á sama tíma bætir verkefnið öryggi, aðgengi og upplifun ferðamanna án þess að rýra verndargildi svæðisins. Umhverfisstofnun, 6.215.903 kr. styrkur til uppbyggingar á nýju bíla- stæði og bættu aðgengi við Vatns- helli. Þá er að auki tólf milljóna króna styrk veitt til Umhverfisstofnunar vegna brýnna úrbóta á ferðamanna- stöðum. Nær sá styrkur til einstakra verkefna á lista stofnunarinnar yfir þá ferðamannastaði þar sem brýn þörf er talin á að bæta ástand með einföldum, árangursríkum aðgerð- um sem skila árangri og kalla ekki á deiliskipulag. Þar eru tilgreindar lagfæringar á útsýnispalli við Hraun- fossa í Borgarfirði, uppsetning skilta til að sporna við utanvegaakstri á há- lendinu og Reykjanesfólkvangi, sem og lagfæring göngustígs við Leiðar- enda. Ekki er sundurliðað hve hárri fjárhæð skal verja til hvers verkefnis. kgk Úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða Svöðufoss. Ljósm. Wikimedia Commons/Bromr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.