Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 201634 Síðastliðið vor var sett á laggirnar sérstakt afreksíþróttasvið við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Er það fyrir nemendur af öll- um brautum skólans sem uppfylla ákveðin skilyrði og vilja stunda íþróttir með álagi afreksmanna sam- hliða námi sínu. Undirritaður var formlegur samstarfssamningur milli FVA, Akraneskaupstaðar og ÍA en Akraneskaupstaður leggur til sam- starfsins afnot af íþróttamannvirkj- um og þjálfun er í höndum þjálf- ara hjá aðildarfélögum ÍA. Helgi Magnússon íþróttakennari við FVA og badmintonþjálfari hefur umsjón með afreksíþróttasviðinu í skólan- um. Helgi segir alls 33 nemendur vera skráða á sviðið í dag og að flest- ir þeirra séu knattspyrnuiðkendur. Aðrir æfi körfuknattleik, badmin- ton eða keilu. Hann segir markmið- ið með afreksíþróttasviðinu vera að gefa ungmennunum tækifæri til þess að komast upp á næsta stig í sinni íþrótt. „Að ná að æfa næstum eins og atvinnumenn með skólanum og að setja sér markmið. Við ætlum að hitta öll aðildarfélög innan ÍA um miðjan apríl og þá verður ákveðið hverjir verða með á næsta skólaári. Við ætlum að reyna að fá sem flesta til að vera með og líklega kemur golfið inn núna, sem hefur ekki ver- ið áður.“ Hafa sýnt framfarir Helgi segir jákvæða reynslu hafa verið af afreksíþróttasviðinu til þessa og að nemendur hafi sýnt framfarir í sinni íþrótt. „Þetta hef- ur reynst rosalega vel. Víða ann- ars staðar er verið að gera eitthvað sambærilegt þessu með ýmsu fyr- irkomulagi og þetta hefur kom- ið mjög vel út hjá okkur. Þau hafa verið að bæta sig. Ég sé þetta til dæmis hjá mínum krökkum í bad- mintoninu, þau hafa verið að bæta sig töluvert,“ segir Helgi og nefnir dæmi: „Úlfheiður Embla Ásgeirs- dóttir varð til dæmis Íslandsmeist- ari í einliðaleik og tvíliðaleik U17 og var valin í landsliðið.“ Fyrir- komulagið á afreksíþróttasviði FVA er með þeim hætti að þrjár æfing- ar bætast við hefðbundnar íþrótta- æfingar nemendanna ásamt bók- legri kennslu sem Helgi hefur um- sjón með. „Það eru æfingar tvisvar í viku ásamt því að það bætist við sérstök þrekþjálfun. Svo fara þau í bóklega tíma þar sem við leggjum áherslu á þau sem íþróttamenn og hvað gerist við þjálfun. Við erum líka með þjálfarapakka frá ÍSÍ og höfum fengið til okkar fjóra gesta- fyrirlesara; Valdísi Þóru Jónsdóttur atvinnumann í golfi, Önnu Smára- dóttur sjúkraþjálfara, Viðar Hall- dórsson félagsfræðing sem hjálp- ar íþróttafólki að setja markmið og leggur áherslu á andlega þáttinn og Sigurður Arnar Sigurðsson flutti fyrirlestur um gæðamat,“ útskýrir Helgi. Finna mun á getunni Tveir nemendur eru skráðir á af- reksíþróttasvið FVA í keilu. Það eru tvíburarnir Jóhanna Ósk og Gunnar Ingi Guðjónsbörn en þau hafa æft keilu í sjö ár. Systkinin eru á átjánda aldursári og höfðu því lokið einu ári í FVA þegar af- reksíþróttasviðið var sett á kopp- inn. „Við ákváðum bara að skella okkur yfir á þessa braut. Við skráð- um okkur til að verða betri,“ segir Jóhanna Ósk. „Til að bæta okkur í íþróttinni okkar,“ bætir Gunnar Ingi bróðir hennar við. Þau segj- ast bæði finna mikinn mun á getu sinni í íþróttinni og líkar vel á af- reksíþróttasviðinu. „Maður er samt kannski ekki alltaf í stuði til þess að fara á æfingu snemma á morgn- anna en það lagast yfirleitt þegar maður er kominn af stað,“ segir Jóhanna. Guðmundur Sigurðsson þjálfari tvíburanna segist sjá mik- inn mun á þeim eftir að þau byrj- uðu á afreksíþróttasviðinu. „Þau hafa bætt sig reglulega mikið. Hún er til dæmis tvöfaldur Íslands- meistari og hann Íslandsmeistari í sínum flokki. Það er mikill munur á þessu og við notum morgunæf- ingarnar til að fara meira í grunn- inn og við brjótum þetta aðeins niður,“ segir Guðmundur. Flest- ir þeirra sem skráðir eru á afreks- íþróttasviðið æfa knattspyrnu. Æf- ingarnar sem eru í stundatöflu nemendanna eru í Akraneshöll- inni tvo morgna í viku, þar sem æft er í klukkustund í senn. Að sögn Jóns Þórs Haukssonar þjálfara stúlknanna hafa krakkarnir í fót- boltanum þó fengið afreksþjálfun í langan tíma. „Mesti munurinn er að þetta er komið inn í stunda- töfluna hjá þeim. Æfingarnar eru núna klukkan átta á morgnanna í stað þess að þau þurfi að mæta fyr- ir skóla á æfingar. Það hentar ekki öllum að mæta svo snemma þann- ig að þetta er mun betra. Enda þarf að passa upp á svefninn hjá svona ungu fólki,“ segir hann. grþ Afreksíþróttasviðið í FVA reynist vel Helgi Magnússon kennari og þjálfari fylgist einbeittur með badmintonæf- ingu. Tvíburarnir Jóhanna Ósk og Gunnar Ingi hafa bæði landað Ís- landsmeistaratitlum eftir að þau byrjuðu á afreksíþróttasviðinu. Jóhanna Ósk og Gunnar Ingi Guðjónsbörn á æfingu snemma á mánudagsmorgni. Þessir ungu menn voru hressir á körfuboltaæfingu snemma morguns. Símon Orri Jóhannsson og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir voru spræk á badminton- æfingu. Ungar konur af afreksíþróttasviði FVA á fótboltaæfingu í Akraneshöll. Það var nóg að gera hjá þessum ungu herrum á knattspyrnuæfingu á mánudags- morgun. Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu stóð fyrir frjáls- íþróttamóti í íþróttahúsinu í Stykkishólmi sunnudaginn 3. apríl. Þá voru saman komin börn og unglingar til að spreyta sig í hefðbundnum frjálsíþróttagrein- um. Krakkarnir stóðu sig vel og var ljóst að gleðin var í fyrirrúmi þennan dag. tfk Frjálsíþróttamót haldið í Hólminum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.