Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2016 15 Hluti af komandi sumri www.n1.is facebook.com/enneinn Sumarstörf í Borgarnesi N� óskar eftir kraftmiklu og duglegu starfsfólki í sumar- afleysingar á Þjónustustöð N� í Borgarnesi. Þjónustustöðin okkar er fjörugur vinnustaður sem iðar af mannlífi frá morgni til kvölds. Fjölbreytt verkefni í veitingasölu og bensínafgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir Herdís Jónsdóttir í síma 440 1333 Ef þú ert orðinn 18 ára og hefur áhuga á að taka þátt í skemmtilegu sumri með okkur endilega sendu umsókn á www.n1.is. VR-15-025 Leitum að metnaðarfullum matreiðslumanni eða matartækni til að leysa kokkinn okkar af í sumar. Starfið felst í matreiðslu og umsjón með eldhúsi. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sambærilegum störfum eða menntun sem nýtist í starfi og vera góður í mannlegum samskiptum. Vinnutími er frá kl. 8.00-16.00 virka daga. Nánari upplýsingar veitir Herdís Jónsdóttir í síma 440 1333 Áhugasamir sendi inn umsókn á www.n1.is Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá fyrirtækinu. Matreiðslumaður – sumarafleysing Taktu þátt í fjörinu með N1 í sumar Stykkishólmsbær Samkvæmt 1.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst „lýsing“ fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu. Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 við Vatnsás. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Stykkishólms. Skipulagsbreytingin takmarkast við Vatnsásinn og svæði þar við, heimilað verður að setja land undir íbúðarhúsa- byggð og lóð undir gistiþjónustu. Lýsingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is, og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma frá klukkan 10:00-15:00 frá 6. apríl til 20. apríl og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulagsfulltrúa Stykkishólms- bæjar að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið bygg@stykkisholmur.is í síðasta lagi 20. apríl 2016. Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100 SK ES SU H O R N 2 01 6 Sigurbjartur Loftsson, Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 Slökkvilið Borgarbyggðar var á ell- efta tímanum síðasta föstudagskvöld kallað út vegna elds í atvinnuhúsnæði að Hálsum í Skorradal. Þar er rekið trésmíðaverkstæði og vélaskemma í sama húsi. Útkall slökkviliðsmanna var síðan afturkallað um tíu mínút- um síðar þar sem heimamönnum og fleirum hafði tekist að slökkva eld- inn. Tildrög brunans voru þau að eldur hafði kviknað í körum með spýtnakubbum sem stóðu utan við verkstæðishúsið. Tryggvi Valur Sæ- mundsson á Hálsum segir að það sé fyrst og fremst vegfaranda að þakka að ekki varð stórbruni, því eldurinn var við það að læsa sig í húsið, þegar hann ók framhjá og lét vita. „Anton Friðjónsson á Hóli í Svína- dal átti leið framhjá bænum og gerði okkur hér í báðum íbúðarhúsunum viðvart. Ég var í sturtu þegar konan kallaði á mig og segir að kviknað sé í niður á verkstæði. Það skipti engum togum að hún hringdi á slökkvilið en ég bókstaflega stökk rennblautur í fötin, með sjampóið í hárinu og þaut niðureftir. Þá voru þeir Aðalsteinn stjúpi minn, Pálmi móðurbróðir ásamt Antoni byrjaðir slökkvistörf og náði þeir m.a. í vatn úr affalli af hitaveitunni sem látið er renna í kar við húsið. Þá rifu þeir körin og hjól- börur sem eldurinn logaði í frá hús- inu. Það mátti því litlu muna en þetta fór engu að síður vel, að öðru leyti en því að Pálmi móðurbróðir minn brenndist á hendi,“ sagði Tryggvi í samtali við Skessuhorn. Farið var með Pálma á móts við sjúkrabíl úr Borgarnesi og þaðan á heilsugæslu- stöðina í Borgarnesi þar sem gert var að talsvert miklum brunasárum sem hann hlaut á hendi. Þegar þarna var komið sögu voru slökkviliðsmenn frá Hvanneyri, Borgarnesi og Reykholti á leið á vettvang og áttu skammt eftir að Hálsum. Hluti slökkviliðsins kom þó á staðinn. Vafalaust má þakka snörum handtökum heimamanna á vettvangi að þeir eru vanir störfum við slökkvilið. Tryggvi á Hálsum segir að afar litlu hafi mátt muna að verkstæðis- húsið yrði eldi að bráð, hurðir á hús- inu voru byrjaðar að loga og rúður að springa. Skemman er áföst fleiri útihúsum og hefði orðið um stór- bruna að ræða ef eldurinn hefði log- að óáreittur mikið lengur. Um elds- upptök segir Tryggvi ekki vitað og eftir sé að rannsaka tildrögin. „Þarna voru engin spilliefni sem við vitum um og okkur er því ráðgáta hvernig eldsupptök gátu orðið í spýtukubb- um í karinu,“ sagði Tryggvi. Að sögn lögreglunnar á Vestur- landi er ekki ljóst hvernig eldurinn kviknaði í karinu, en líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða. Málið er til rannsóknar hjá rannsóknadeild LVL. mm Litlu mátti muna að atvinnuhúsnæði yrði eldi að bráð Hér má sjá hvernig gafl byggingarinnar leit út eftir að eldurinn hafði verið slökktur. Hurðir sviðnar og rúður í gluggum sprungnar. Ljósm. tvs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.